Þjóðólfur - 04.02.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.02.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 19 Það er ekki einleikið, að í öllum stjórn- málum landsins, sem rædd hafa verið frá þeim tíma, er ekki eitt einasta þeirra, nema ef til vill bannlagamálið, sem hann hefur ekki tekið í þá hliðina, sem ver gengdi og var til 'Otieilla tyrir landið, að flestra áliti, og það með sllkum ofsa og ólátum, að alt átti undan að láta. En til hamingju fyrir landið, var hann altaf i minni hluta, svo að hans skaðlegu af- skifti voru brotin á bak aftur, þangað til árið 1908, — þá tókst honum að villa sjónir landsmanna í sambandsmálinu, svo hraparlega, að hann náði saman meiri hluta. Síðan hefur hann fengið taekifæri til að sýna sinn inri mann, frjálslyndi, sparsemi og stjórnarhyggindi fyrir þjóðfélagið. Seinni tlminn dæmir verkin hans. Bruninn í gasstðflinnl 1 Ham- borg er hinn stórkostlegasti gasstöðvar- bruni, sem nokkurn tíma hefur komið fyrir, og er alveg einstakur 1 sinni röð. Fjöldi fólks særðist brunasárum og marg- ir dóu sökum þess, að kviknað hafði í stórum birgðum af gasi. Nýr gasgeymir, hinn stærsti 1 heimi, sem i notkun er, og rúmar 200,000 cbm. af gasi, bilaði þannig, að botninn 1 honum, sem borinn var af hringmúr, sprakk á kafla þeim, er enginn múr var undir. (Botninn var kringlóttur og múrveggur einungis undir jaðrinum). Astæðanerenn ókunn. Gasgeymir þessi var með alger- iega nýrri og óreyndri gerð, þannig, að neðri hluti hans, vatnsþróin (Bassin) var ekki alger vatnsgeymir, eins og vant er, heldur var hún búin til úr tveim hringj- um, hvorum innan í öðrum, og úr mið- botninum, er hékk í lausu lofti. Millibil- ið milli hringja þessara var fylt vatni og undir þeim var múrveggurinn með glugga- opum á. Þessa gerð höfðu menn valið til þess að gera þróna léttari; með vana- legri gerð hefði vatnið í henni eingöngu vegið 70—80 þúsund smálestir. Þrátt fyr- ir það, þó að gasgeymir þessi væri svo óvanalega léttur (miðað við stærðina) hlýt- ur að líkindum grundvöllurinn undir hon- una að hafa sigið, og þar af leitt sprung- an á miðbotninum. Á þann hátt gatgas- ið streymt út í stórum stýl; komst það í verkalýðsskúra r é 11 v i ð og kviknaði í þeim, svo að verkamenn þeir, er þar voru inni, voru, á einni svipstundu, stadd- ir 1 geysimiklu eldhafi. Gas það, er í gasgeyminum var, brann út með stórum, háum loga, en að öðru leyti skemdist hann sjáifur mjög litið, og tilsýndar lítur hann nákvæmlega eins út eftir brunann sem fyrir. (Ljósmyndir af gasgeyminum og brunanum, geta menn fengið að sjá hjá .undirrituðum). Annar jasgeymir minni, er stóð þar rétt hjá, brann einnig (gasið úr honum). í hinni opinberu skýrslu um málið frá Hamborg, er sagt svo frá. að peningatjón ait bæti ábyrgðarfélagið. Rekstur gas- stöðvarinnar gat haldið áfram. Gert verð- ur við gasgeyminn á skömmum tíma. Neita verður spurningu þeirri, hvort Hkt slys geti komið fyrir hér, sökum þess, að: 1. hér er að ræða um gasgeymi, sem einungis er 133. hluti hins að stærð, þess vegna koma ekki til greina lík öfl eða þungi, 2. gasgeymirinn er lítíll og gerðin og verkið þar af leiðandi einfalt og marg- reynt; mál öll, bjálkar, járnplötur og hnoð- naglar samsvara hinum nákvæmlega settu reglum þýsks félags gas- og vatnsfræð- inga. En þar á móti var búinn til í Hamborg gasgeyrmr stærri og með ann- ari gerð, en nokkurn tíma áður hefur reynt verið. Fundarboð. Almennir kjósendafundir fyrir Reykjavík út af bankamálinu verða haldnir þannig: 1. Fyrir Þingholtin að meðtöldu Bankastræti, Skólavörðustíg, Njáls- götu og Grettisgötu, sunnudaginn 6. Febr. kl. 8 siðdegis í Góð- templarahúsinu. 2. Fyrir hinn hluta Austurbæjarins (Laugaveg allan og alt þar fyrir neðan) Mánudag 7. Febr. kl. 8 síðdegis sama stað. 3. Fyrir Vesturbæinn og Miðbæinn (allir fyrir vestan læk) Þriðjudag- inn 8. Febr. kl. 8 síðd. á sama stað. Alþingismenn bæarins eru sérstaklega boðnir á alla fundina. Alþingiskjósendur geta vitjað aðgöngumiða, sem hljóða upp á nafn, í Góðtemplarahúsinu, frá því á Laugardag til þess á Þriðjudag, kl. 11—7 hvern dag. Engum verður hleypt inn nema hann hafi aðgöngumiða og sé alþingiskjósandi, á því svæði, er fundurinn er fyrir. Reykjavík 4. Febr. 1910. Jón Jónsson álþm. Jón Porláksson verkfr. Pétur Zóphóníasson ritstj. Porleifur H. Bjarnason kennari. Pétur Porsteinsson verkstjóri. Bjarni Jónsson snikkari. Bergsteinn Magnússon bakari. H. Hafstein alþm. Karl Nikulásson versl.stj. Ól. Runólfsson bókhaldari. Jóh. Jóhannesson kaupm. Jes Zimsen kaupm. Bjarnhéðinn Jónsson. Porsteinn Gíslason ritstjóri. Siggeir Torfason kaupm. Arinbj. Sveinbjarnarson bókbindari. Baldvin Einarsson aktygjasm. Jón Ólafsson alþm. Sig. Björnsson kaupm. Jón Helgason kaupm. Gísli Porbjarnarson verslunarm. Kristján Teitsson trésm. Jón Stefánsson skósm. Kristófer Sigurðsson járnsm. Ólafur Sveinsson úrsmiður. Kristján S. Sigurðsson trésmiður. 5. Sigfússon kaupm. Jón Hermannsson úrsmiður. Jóhannes Magnússon verslunarm. Sigurjón Sigurðsson trésm. Jón Ölafsson skipstjóri. 3. gasgeymirinn hér stendur á fastri klöpp og 4. fyltur vatni 7’/« meter að dýpt (en það er einungis c. 1,700 smálestir að þyngd). 5. nálægt gasgeyminum verða ekki bygð nein hús, svo að þó alt gasið úr honum streymi út 1 einu, þá er nóg loft- rými til þess að gera það óskaðlegt, og engin hús eru svo nálægt, að gasið geti safnast saman í þeim og þar kviknað f þvL Hér er því að ræða um gasgeymi, sem ekki var neitt sérlega örðugt að reikna út og búa til, heldur er hann eins og mörg þúsund gasgeymar í öðrum bæjum, svo að ekki ér hægt að segja, að reynsl- una vanti. Að sjálfsögðu sér rekstursfirmað um tryggingu hans og eins um reglulegan og hagkvæman rekstur stöðvarinnar í heild sinni. Það hefir aflað sér víðtækrar reynslu með byggingu og rekstri gas- stöðva sinna. E. Schoepke, verkfræðingur. Enginn aðsúgur nefnist smágrein, er ísaf. flytur og byrj- ar svo: „Alveg hefir farið eins og spáð var um daginn, að ekki hefur bólað á nokkrum minsta hræðsluaðsúg að bankanum eftir það, er birt var niðurstaða bankarann- sóknarnefndarinnar. Ekki komið nokkur hræðsla heila viku til að taka út úr sparisjóði bankans nokk- urn eyri umfram almenna venju. Traustið á bankanum ekki rninkað hót við það, er sannleikurinn var ger heyrin- kunnur hreinskilnislega og afdráttarlausf". Það er þess vert, bæði fyrir Isafold og aðra, að gera sér fyllilega og nákvæm- lega ljóst, af hverju þetta stafar. Er þetta af trausti á gömlu bankastjórn- inni, nýu bankastjórninni, landstjórninni eða hverju;? Því er fljótt svarað. Það er af því, að allir viðskiftamenn bankans bera ekkert traust til ráðherrans og trúa ekki einu orði at öllu því, er ísafold hefir þvaðrað i um bankann fyrir hans munn. Ef menn tryðu því, að 400,000 kr. væru tapaðar, og varasjóður væri veðsettur, þá hlytu allir að taka fé sitt útúr bankanum, því með hverju ætti bankinn að greiða tap sitt, þegar það, sem á að vera fljót- seljanlegt og ætlð til staðar til þess að greiða með tapið er veðsett. Það vita allir, að ef eg skulda Árna 1000 kr., þá get eg ekki greitt honum skuldina með sparisjóðsbók, þótt í bók- inni sé nóg fé, ef eg hefi veðsett hana, fengið lán út á hana. Eg yrði fyrst að greiða þá skuld að fullu, svo eg gæti náð 1 bókina til afnota, og hafið úr henni féð. Eins er hér. Landsbankinn yrði fyrst að greiða Landmandsbankanum skuld sína, áður en veðdeildarbréfin yrðu leyst úr veðinu. Og svo kemur sala á þeim til að fá féð til að greiða með tapið. En fólk, sem betur fer fyrir bankann trúir ekki ráðherranum og málgagni hans, það treystir þar betur gömlu bankastjórn- inni, og þess vegna er enginn aðsúgur að bankanum. Og svo finst þvi harla lítið til skýrsl- unnar koma í heild sinni. Ef rannsóknarnefnd og ráðherra væri trúað, þú væri alt traust á bankanum far- ið. Ef álit dönsku bankamanna hefði farið í sömu átt og rannsóknarnefndar- innar, þá hefðu ekki viðskifti Landsbank- ans og Landmandsbankans haldist ó- breytt. Þetta skilur og sér hver tnaður. Þess vegna er enginn aðsúgur. Þess vegna stendur Landsbankinn enn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðherra til að vinna bug á honum. Sakargiftirnar 22. IveÉer. í síðasta blaði Þjóðólfs var það sýnt og sannað, að fyrir ráðherra lá eigi skýrsla frá ransóknarnefnd Landsbankans 22. Nóvember síðastliðinn um annað en víxil- kaup starfsmannanna dags. 16. Nóv. og gerðarbókarbréfið dags. 21. Júní. Eftir öðrum sökum gatráð- herra því eigi hafa dæmt banka- s t j ó r n i n a. En þessi atriði eru bæði, eins og marg- sýnt er, hreinasta hégilja og marghrakin bæði. ísatold, ráðherramálgagnið, finnur og þetta, og er að reyna að breiða yfir það með því, að nefndin hafi þá verið búin að skýra ráðgjafa munnlega frá öllum þeim atriðum, sem 1 nefndarskýrslunni standa, en þar með viðurkennir blaðið og þar með ráðherra, að skrifleg skýrsla hafi eigi legið fyrir um annað en það, er Þjóðólfur tók fram. Ráðherra viðurkennir þar með, að Þjóð- ólfur hafi farið með rétt mál, því á munn- legri umsögn gat hann, sem ráðherra eigi bygt, þaðan af síst jafn frekjulega og svívirðilega auglýsing og þá, er hann gaf út. En nú vill svo til, að sýna má og sanna, að ísafold fer í þessu atriði með rangt m á 1. Engin nýlunda er það hjá þvl heiðursverða málgagni, en í jafn- miklu máli og hér er um að ræða, og blaði er þykist vera gott, ætti slíkt ekki að eiga sér stað. Það er nefndarskýrslan sjálf, er sannar þetta atriði, og sýnir ósa'nnindin í ráð- herrablaðinu. Ráðherrablaðið segir að nefndin hafi munnlega verið búin að skýra frá ö 11 - u m atriðum skýrslunnar. Hér skal aðeins bent á eitt atriðið að sinni. Það er veðsetning varasjóðs. Það hefir verið notað sem aðalatriði í ísafold, höfuðsyndin er til grundvallar lægi fyrir ráðstöfun ráðherrans. Nefndin segir um þetta atriði í skýrslu sinni (sjá bls. 69): »Ár 1909 Þriðjudaginn 23. Nóvember) var fundur settur og haldinn af ransóknarnefnd Landsbankans í Landsbankanum kl. 9 f. h. . , . Þá tók nefndin fyrir að ransaka þetta atriði ná- kvæmlega (veðsetning varasjóðs, trygg- ingu við Landmandsbanken) og kom þá 1 ljós«. Nú liggur það f hlutarins eðli, að ran- sóknarnefndin hefir ekki getað verið búin að gefa ráðherra skýrslu, hvorki munn- lega eða skriflega, um það, sem hún er að rannsaka eftir að afsetningin hefir farið fra'm, og sögusögn ráð- herrablaðsins um þetta atriði er því ger- samlega röng, og það hefir blaðinu verið mjög vel kunnugt, þótt það flytji þetta til afsökunar ráðherra. Skýrsla Þjóðólfs um þetta efni stendur því að fullu og öllu óhrakin, að þær einu sakir, er ráðherra hafði hinn 22. Nóv. s. 1. var víxilkaupaskýrsla nefndarinnar, sem eins og Isaf. segir, er smáatriði, á ísafoldarmáli: seinskisvert og stuðnings- laust slúður*. Svo orðar húu það sjálf 29. f. m. Og sú sakargift, er ísaf. titlar svo, hún er sannarlega ekki mikils virði. Þó hleypur ráðherra eftir þessu »einskis- verða og staðlausa slúðri«, og eftir því einu víkur hann bankastjórninni frá. Dálaglegar aðfarir, eða hitt þó heldur. En hvers er að vænta af þeim manni? Þaðan býst víst enginn við öðru! Traust á ráðherra er hvergi! Fyrirlitning og lítilsvirðing rfkir í þess stað. €rlenð simskeyti . til Þjóðólfs. Samgöngumálaráðherran danski, Jensen Onsted, hefir beðist lausnar frá embœtti. Rosenstand, einkaritari konungs, er dáinn, en í hans stað kominn fyrverandi stjórnardeildarformaður Krieger. Á Grikklandi er kvatt saman til þjóðfundar. Frjálslyndi flokkurinn hefir náð titlum meirihluta við kosningarnar á Englandi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.