Þjóðólfur - 18.02.1910, Page 1
62. árg.
Til kaipda Pjdðölfs.
Með þessu tölublaði fylgir til allra
kaupenda blaðsins athugasemdir og
andsvör Landsbankastjórnarinnar við
skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Rannsíktiarnejnðar-
skýrslan.
(Frh.). ----
Um orsakir tapsing
er síðasti hluti kaflans, og er það
langur vefur sem að mestu er þýð-
ingarlaus og hefir engin áhrif á sak-
argiftirnar.
Nefndin byrjar þessar hugleiðing-
ar þannig:
^Það má sti-ax taka það fram, að
slæmu árferði er ómögulegt að kenna
þetta tjón, hvorki að meira eða
minna leyti«.
Vér búumst við því, að hver
maður, sem kominn er til vits og
ára, viti það, að þessi ummæli eru
röng, vísvitandi röng, því hverju er
það að kenna öðru en slæmu ár-
ferði og erfiðri verslun, að fleiri
menn hafa orðið gjaldþrota síðustu
2 ár en nokkur önnur, og ber ekki
vöruleysið í nærfelt öllum verslun-
um kringum alt landið vott um það,
að síðustu ár hafa verið erfið ár
fyrir landsmenn ?
Nefndin segir að trygging fyrir
ýmsum lánum hafi rýrnað. En af
hverju hefir hún rýrnað ? Engu
-öðru en því, að efnahagur margra
manna hefur versnað síðustu ár, og
það er fyrst og fremst árferðinu að
kenna.
Siðan fer nefndin að bollaleggja
um það, hverjum lána eigi og hverj-
um elcki eigi að lána.
Eignamönnum vill hún lána.
Það vilja allir.
Skilamönnum vill hún lána.
Enginn hefur neitt á móti því, en
sá galli er á því, að þeir eru vana-
tega ekki auðkendir með neinu
merki, frá öðrum mönnum. Það er
fyrst reynslan, er verður að skera
úr því, hvert þeir eigi það nafn skil-
ið eða ekki. En nefndin virðist þar
vera öllum öðrum vitrari, því ein
af syndum bankastjórnarinnar er að
hafa lánað »óskilamönnum«. En
áfellingaratriði virðist það ekki vera,
nema hægt væd að þekkja þessa
flokka sundur við fyrstu sjón Ann.
ars er þetta atriði næsta hlægilegt,
því versti óskilamaður, trassi, er
lætur afsegja á sig víxla, getur ver-
ið efnamaður, þótt þennaan galla
hafi. En tryggingin er víst fydr öllu!
En eitt atriði er enn i kafla þess-
um, er allir liljóta að mótmæla.
Nefndin er þar að áfella fydr að
veita »lán til manna, til að byrja
fyrirtæki eða taka að sér störf, sein
þeir bera ekkert skynbragð á og
Reykjavík, Föstudaginn 18. Febrúar 1910.
J* 7.
Sjó
f
omonn:
Þið fáið hvergi betri eða ódýrari
Rúmteppi,
en hjá H|F Kloeðaverksmiðjnnni ,3innn‘, Reykjavík.
hafa engin efni eða getu á að reka«,
meira að segja »fyrirsjáanlegt, að
líði stórtjón við afskifti sín af at-
vinnuvegi þessum«.
Þessu er fyrst að svara þvi, að
það hefur hingað til verið talin tvi-
mælalaus skylda bankans (sömul.
skylda íslandsbanka), að styðja inn-
lend fyrirtæki, og jafnmikil nauðsyn
eins og hér er á ýmsum þörfum og
nytsömum framkvæmdum, ætti það
að vera fyrsta skylduverk bankanna,
að styðja að þeim, ekki eingöngu
með því að veita lán, heldur og
með því að kaupa hlutabréf (sem
er ekki leyfilegt nú) og gefa fvrir-
tækjunum.
Hið annað er það, að það er víst
eigi gott að segja fyrir, hvort N. N.
sé fær til að reka þessa atvinnueða
ekki. Það hafa margir byrjað versl-
un hér á landi, sumir hafa verið
verslunarfróðir og haft nokkur efni,
en farið samt á höfuðið, aðrir hafa
byrjað með nærfelt ekkert, og varla
getað skrifað nafnið sitt og þó stór-
grætt.
Og hvernig á bankastjórn, hver
sem hún er, að segja um það af
viti og með rjettu, að öllu óreyndu,
að t. d. Jón Jónsson, sem er ágæt-
is-trésmiður og einkar fróður um
alt, er þar að lýtur, sé ekki fær um
að setja á íót húsgagnavinnustofu
eða sögunarsmiðju.
Og svona er um alt.
Hverjir sem í bankastjórastöðu
sitja, þá geta þeir aldrei um það
dæmt, hverjir »fyrirsjáanlega« séu
ekki færir um það. Þeir hljóta því
að styrkja þá alla, ef tryggingin er
sæmileg.
Því hvert slíkt þarfafyrirtæki, er
hér kemst á, er ágóði fyrir þjóðfé-
lagið. Og banki þjóðarinnar á meira
að hugsa um heill hennar, en sinn
eiginn hag.
Orsakir þær, er nefndin kemur
með, eru þvi ekki réttar. Þar er
ekkert hægt að tína til annað en ár-
ferði. Það eitt er orsökin.
Yarasjóður Landsbankans
er þar næsta atriði, sem búið er að
rita margt um, og sem hver og einn
ætti að gera gert sér ljósa grein fvr-
ir. Að sinni skal ekki frekar út í
það farið, en að eins vakin athygli
á því, að samkvœmt skýrslu nejnd-
arinnar lá ekki þetta atriði fyrir ráð-
herra 22. nóv., og kemur því gerð-
um hans ekkert við, og að banka-
vaxtabréf þau, er send voru Land-
mandsbankanum með bréfi *°/io 1906
eru seld, og svo mun og vera um
bréf þau, er send voru l2/i2 ’06.
Ummæli nefndarinnar um þau eru
þvi þýðingarlaus.
Ennfremur má benda á það, að
við nýár skuldaði Landsbankinn
Landmandsbankanum lítið sem
ekkert, svo þótt nefndin hefði liaft rétt
fyrir sér með veðsetninguna á bréfun-
um, þá voru þau þá laus úr veðinu.
Skýrslur um verðbréf
Landsbankans við árslokin 1908,
1907 og 1906 taka þá við. Er það
nákvæmur útreikningur um trygg-
ingarféð fvrir veðdeildunum oghversu
mikið það eigi að vera, og kemst
nefndin að þeirri niðurstöðu, að oft-
ast hafi fremur vantað til, en stund-
um hafi það þó verið of mikið. En
við þennan reikning virðist það vera
að athuga, að ekki sé gætt að af-
borgunum i veðdeild, bæði auka-
afborgunum og ársgjöldum, og
reikningurinn því allur rangur. Ann-
ars er þetta svo mikið »formelt
lapperi«, að vér höfum ekki nent
að athuga það nákvæmlega.
Yeðdeildin
er næst, og hefur nefndin engar sér-
stakar athugasemdir um hana.
Reikningur Landsbankans
30. apríl 1908 tekur ,þá við. Er
reikningurinn tekinn eftir höfuðbók
bankans, og fátt um hann að segja,
en á eftir honum eru athugasemdir
nefndarinnar við reikninginn.
Nefndin tekur það fram, að við
samanburð hafi hún orðið vör við
skekkju, »er hún telur útreiknings-
villur eða ritvillur« í A, C og B lán-
um. Um þetta atríði er því að
svara, að ritvillur geta víða komið
fyrir, og við talding dönsku banka-
mannanna stóðu lán þessi heima.
Þessi lán hafa alt af verið gerð
upp við liver árainót og er það vor-
kunnarlaust fyrir hvern meðalfæran
mann að finna það á skömmum
tíma, ef rilvilla eða útreikningsvilla
hefur komið fyrir. Að gera lánin
upp oftar er auðvitað gott, ef bank-
inn hefir mannafla til þess, og vill
eyða fé til þess, en það getur ekki
á nokkurn hátt liaft hina minstu
þýðingu fyrir bankann.
Þá finnur nefndin það, að 6241
kr. vanti á víxlaeign bankans. Þetta
er ekki rétt. Sú upphæð, er vantar,
er ekki einu sinni helmingurinn af
þessari upphæð. Nefndin hefur því
ekki getað gert rétt upp víxlaeign
bankans, þótt liún hafi gert margar
tilraunir til þess. í sambandi við
þetta kemur nefndin með dylgjur um
það, að starfsmenn bankans hafi ef til
vill týnt víxlunum. Slíkar aðdrótt-
anir eru með öllu ósa5.milegar; það
mætti alveg eins segja, að nefndin
hefði týnt víxlunum; svo mikið
Cggert Qlaassan
ylrréttirmilaflntDiMsiMöiir.
Pósthússtrntl 17.. Venjulega heima ki.
lo—ii og 4—?. Tals. 16.
grautaði hún í þeim, og það án
þess, að nákvæmt eftirlit væri haft.
Annars eru allar slíkar aðdróttanir
ósæmilegar. Það vita allir, að skekkja
sú, er hér á sér stað, stafar af ein-
hverri reikningsskekkju — en það
er rétt hjá nefndinni, að það hefði
átt fyrir löngu að stryka út upp-
hæð þessa úr reikningunum eða gera
gangskör að því, að finna villuna.
Sama er að segja um 1435 kr. á
ávísanakonto.
En stórvægilegt er þetta atriði
ekki, því verið var að leita að þvi.
af hverju misuunur þessi staíaði.
Þá finnur nefndin að því, að ekki
sjáist á reikningum bankans, hvað
mikið af verðbréfum hans séu bund-
in, t. d. tryggingarfé veðdeildanna.
Einkennilegt er það, að Indriði
Einarsson, sem svo mjög hefur ver-
ið riðinn við reikning viðlagasjóðs,
skuli gera athugasemd þessa, því
þar hefur altaf verið fylgt sömu
reglu og bankinn hefur fylgt, og
sömu reglu fylgja allir sjóðir.
Þá fárast og nefndin þar yfir þvi,
að ekki skuli vera strykað yfir greidd
lán; hún virðist hafa ánægju af að
sjá bækur krassaðar og illa færðar,
en annar kostur fylgir ekki yfirstryk-
uninni en sá, að bókin verður Ijót-
ari að öllu útliti, og að sá, er við
lánin er, getur stundum verið fljót-
ari að finna lán, en ella. Efmaðui
t. d. hefir haft fimm lán, en er bú-
inn að borga fjögur þeirra, þá flett-
ir hann máske fyrst upp í þeim.
En þetta er ekki svo mikils virði,
að það borgi sig að »krussa« allai
bækur þess vegna.
Þá segir hún, að registur yfir lán-
takendur hafi verið í óreglu, en það
er algerlega rangt, og það hefur aldr-
ei borið við, að viðskiftamenn bank-
ans hafi þurft að bíða til þess aö
fá að vita um skuldir sínar.
Loks minnist nefndin á tapaða
féð, og ruglar þar alveg sainan »töp-
uðum« lánum og þeim, er hún tel-
ur tvisýn. Annars hefur áður ver-
ið minst á þetta atriði nefndarinu-
ar, og sýnt, að mat hennar er að
engu hafandi.