Þjóðólfur - 18.02.1910, Side 3
ÞJOÐO LFUR.
2 7
fjallkonan ritar.
i
í síðasta tölublaði »Fjallkonunnar« er
•eljarlöng grein, sem er ekkert annað en
einber endileysa og lokleysa um banka-
málið, og ber sorglegan vott um fáfræði j
og siðspillingU höfundarins.
Flest af þvf, sem í grein þessari er, eru
rnarghraktar og úreltar fjarstæður, sem
stjórnarblaðið er nú dauðleitt á, og meira
að segja skammast sín fyrir að flytja.
Hér skal aðeins minst á eitt atriði.
Höf. prentar með breyttu letri, að mér
geti ekki verið kunnugt um, hvaða lán
rannsóknarnefndin hafi talið töpuð. Hér
fer höf. þessi með svo mikla vitleysu, að
mesta furða er, að hann skuli ekki sjá
það sjálfur, þótt óskýr sé.
í fyrsta lagi getur höf. ekkert vitað um
það, frá álmennu sjónarmiði séð, hvað
mér er kunnugt um þetta efni. Nefndar-
mennirnir eru margir, og ekki gott að
vita nema þeir hefðu sagt það.
í öðru lagi hlýtur höf., ef hann er með
fullri rænu og ráði — sem efasamt er af
grein hans — að vera það ljóst, að fleiri
en nefndin vita um það, hvaða lán nefnd-
in hafði við að athuga. A fundum nefnd-
arinnar 12., 16. og 17. Nóv. er nefndin
eingöngu að skýra bankastjórninni frá
athugasemdum sínum (sbr. bls. 67 og 68
i áliti nefndarinnar) við sjálfskuldarábyrgð-
arlán allskonar.
Það sér þvf hver heilsýnn maður, er les
skýrsluna, að fleiri vita en nefndin, hver
töpuðu lánin eru, en máske greinarhöf.
hafi ekki lesið skýrsluna!
Því er vel hægt að trúa af grein hans.
Þar sem höf. berfram, að mér geti ekki
verið kunnugt um, hver lán nefndin taldi
töpuð, þá vona eg að sýnt sé, að Fjall-
konan fer hér með staðlaus ósannindi, og
það trúlega vísvitandi.
Auk þess skal eg upplýsa höf. um Jrað,
að á fundinum 16. Nóv. var eg frá upp-
hafi til enda, og ætti því að vera full-
kunnugt um, hvað þar fór fram, bæði um
ián og miður réttar fundarbókanir.
Pétur Zóphóníasson.
Úr sveitinni.
Úr Dalasýslu er skrifað 1. þ. m.
„Héðar eru litlar frettir að segja. Tíð-
m hefir í vetur verið hér fremur góð
Stjórnmálin eru hér lítið á dagskrá nú,
önnur en þetta makalausa bankamál, ef
alt annaö hverfur í skuggann fyrir og alt
samtal manna snýst nú um, ýmist með
eða móti áðgerðum ráðherrans, eins og
raunar vant er að vera í hverju máli. Og
hvað mig sjálfáh snertir, þá er eg álveg
á móti aðförum ráðherra 1 þvf mi\\t og
eg álit, að allir sannir landvarnarmenn
ættu að vera það. Þótt þjóðraeðismenn
séu flestir fylgismenn ráðherra í banka-
málinu, sé eg enga ástæðu fýrir okkur
landvarnarmenn að vera það. Við land-
varnarmenn erum of fámennur flokkur í
landinu ennþá, til þess að geta náðundir
okkur stjórninni, en á meðan svo er, álít
eg pað vera kölluh okkar að vera mið-
flokkur í landinu og fleygur 1 þinginu, er
s’ær sér ávalt f lið með þeim flokknum í
hvert skifti, er á réttara máli hefir að
standa, og meö þessu ættum við að geta
unnið þjóðinni stórgagn. Því í samvinnu
við minni hlutann, sem í það sinn er
uppi, sköpum við meiri hluta í svipinn
og getum svo á þann hátt kæft niður og
eyðilagt ranglæti ofsafengins meiri hluta
°g þannig bjargað landinu undan ofrlki
°K einveldi valdhatanna, þegar það keyrir
ftam úr réttu hófi. — “
AlliHiis-kjorskrí
Reykjavíkur fyrir árið 1910—1911 liggur frammi á bæjar-
þingstofunni almenningi til sýnis dagana frá 17. Febr. til
5. marz næstk., frá dagmálum til miðaftans hvern dag.
Kærur yfir kjörskránni verða að vera komnar til borgar-
stjóra ekki síðar en laugardaginn 12. Marz þ. á.
Borgarstjóri Reykjavíkur, 17. Febr. 1910.
Páll Einarsson.
Bæar-aimáll
Styrlítn t— og sjúUraKj óðiir
veri^Iunarmanua í Beykja-
víli er elsti og öflugasti styrktarsjóður
bæarins, yfir 40 ára, og eru eignir hans
orðnar yfir 34 þús., og síðastl. ár voru
veittar úr honum um 1400 kr.— Formaður
er Sighv. Bjarnason bankastjóri og gjald- !
keri Guðm. Ólsen kaupm.
EUUnasjúóur ReyUjavíkur
telur rúma 300 félagsmenn og á í sjóði hálft
16. þúsund króna. Sfðastliðið ár nutu 46
ekkjur styrks úr sjóðnum, er nam um
600 kr. alls. Formaður er Jóhann Þor-
kelsson dómkirkjuprestur, en gjaldkeri
Gunnar Gunnarsson kaupm.
Bœarstjórnin úrskurðaði á fundi
í gærkvöldi, löglega sfðustu bæarstjórn-
arkosningu. — Talið er víst, að áfrýað
verði þeim úrskurði til stjórnarráðsins og
munu þá óvfs forlög hennan, þvf þeir »sam-
einuðu" landvarnar- og þjóðræðismenn,
er nú heita sjálfstæðismenn, komu engum
sinna manna að.
Rúðherrann ritar í síðustu Isa-
fold um Pál heit. Melsteð og telur hon-
um það mest til gildis, að hann hafi lifað
9 ár samtíða Napóleoni mikla og séð 5
Danakonunga, þar á meðal Kristján Xlll.(!!).
.Jarðarför Páls MelsteðB
fór fram í gær, að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Gæslustjórar Landsbank-
ans. Þeir verða ekki langgæðir, þessir
ólöglegu gæslustjórar við Landsbankans.
Nú eru þeir Jón Hermannsson og Guðm.
Helgason farnir, en Jón Gunnarsson samá-
byrgðarstjóri og Oddur Gíslason mála-
flutningsmaður teknir við. A tæpum 3
mánuðum hafa alls 7 gæslustjór-
ar verið þar, en f þau 23 ár, sem bank-
inn hafði áður starfað, hafa aðeins 4 verið
gæslustjórar: Eiríkur Briem alla tíð og
Jón Pétursson háyfirdómari 1886—1890,
Benedikt Kristjánsson prófastur frá Múla
1890—1898 og Kristján Jónsson dómstjóri
frá 1898.
Leikfélag: Rvíkur. „Sinna-
skiftin" eftir Stepniak hafa verið leikin 12.,
13. og 17. þ. m.
Innbrot. Nýlega brautst unglings-
piltur inn í tóbáksverslun ■ Ragnars P.
Leví, en eigandi varð strax var við og
náði piltinum, þá hann hafði brotið upp
peningaskúffuna. Hann var ölvaður, og mun
það hafa ráðið mestu um þetta athæfi.
Dánir : 32. Jan.: Ingibjörg Jóhannes-
dóttir frá Grímsey, á holdsveikraspítal-
anum.
25. s. m.: Salgerður Gróa Guðmunds-
dóttir, ógift, á Efri-Vegamótum.
S. d.. Þorbergur Kristjánsson ungbarn,
í Ingólfsstræti 10.
26. s. m.. Jóháhna Kristjana Ragnheið-
ur Jakobína, ungbarn, í Sólheimum við
Brekkustíg.
27. s. m.: Runölfur Guðmundsson hús-
maður, Vitastlg 9.
30. s. m.: Guðbjörg Ástríður Björns-
dóttir, barn, á Frakkastíg 14.
3. Febr.: Þorbjörg Jónsdóttir, ekkja, á
Lindargötu 28.
9. s. m.: Páll Melsteð sagnfr.
11. s. m.: Kristín Jónsdóttir frá Bakka í
Fljótum, á holdsveikraspftalanum.
S. d.: Árni Jósefsson trésmiður, Grett-
isgötu.
11. s. m.: Sigríður Pálsdóttir, ekkja,
Laugav. 24 A.
15. s. m.: Margrét Helgadóttir, ekkja,
Bræðraborgarstíg 25.
Brunamálastjórinn. Kristján
O. Þorgrímsson konsúll sagði lausu bruna-
málastjórastarfinu á bæjarstjórnarfundi í
gær.
Hvað er að frétta?
Dúin er á Akureyri 11. þ. m. ungfrú
Ingveldur Matthíasdóttir skálds
Jochumssonar, hálfþrítug að aldri. Bana-
mein hennar var brjósttæring.
Gfísli Sveinsson hefir lokið laga-
prófi með 2. eink. betri.
„Oft má á máli pekkja“.
í 47. tbl. Þjóðólfs þ. á. er greinarstúf-
ur undirskrifaður af M. F„ þar sem hann
gefur í skyn, að þeir Einar Hjaltason og
Halldór Jónsson f Vík séu sök i því, að
tveir menn töpuðust af mótorbát, sem
kom frá Vestmannaeyjum til Víkur 7.
okt. þ. á. Þegár eg las þessa grein M.
F. flaug mér f hug, að hefði' hún verið
skrifuð af höfðingja eða sæmdarmanni,
þá hefði sá hinn sami mátt skammast
sln, en þarna var hún svo passandi sem
fangamark höfundarins. Það er svo und-
ur-kvikindislegt, þegar menn finna ástæðu
til að ásaka sjálfa sig og skammast sín
fyrir sína eigin framkomu, að hugsa sér
þá, að koma skugganum af sjálfum sér
yfir á aðra. M. F. gefur það í skyn, að
Einar Hjaltason hafi átt mestan hlut að
því, að M. E. og hans félagar voru að
flækjast í landi, en skildu hina tvo fé-
lagana eftir 1 mótorbátnum. En allir,
sem þekkja Einar, vita, að hann hefur
ekkert »vín« á boðstólum, en það hefur
að iafnaði mest svona herra, sem koma
frá Vestmanneyjum til Víkur og nokkr-
um sinnum hefur það komið fyrir, að
orðið hefur að bera þá upp í bátinn, þeg-
ar frá landi hefur átt að halda, og svo,
þegar upp 1 bátinn hefur verið komið, þá
hefir þurft að halda i þá, eins og gemsa
eða naut. En frá Eyjunum koma Uka
margir góðir og kusteisir drengir til Víkur.
Hafi þeir Einar Hjaltason og Halldór
Jónsson í Vík álitið langsamlega ófært
úr landi, þegar M. F. og hans félagar
voru ferðbúnir, þá blandast engum, sem
þá báða þekkir, hugur um, að svo hafi
verið, og enginn trúir því, að þeir hafi
ekki verið með réttu ráði. En þeir eru
jafnframt því að vera álitnir kjarkmenn
einnig af almenningi þektir að gætni og
stillingu, og þarf því enginn aðhugsa, að þeir
ati mönnum út í ófært, þó svigurmælum
sé að þeim beint. — Ætli það hafi ekki
verið þeim Halldóri og Einari að kenr.a,
að M. F. og hans félagar fóru af stað
frá Vestmannaeyjum með mótorbátsvél-
ina í því ástandi, að hana þurfti að taka
í sundur á leiðinni og hreinsa, en sem
mun hafa tekið 3—4 kl.tíma?(!l)
Eg verð að minnast þess f sambundi
við þetta, að einn af þessum herrum kom
frá Eyum með mótorbát sunnudaginn fyrsta
í sumri á þessu ári; fór hann 1 land á
Hvoli ásamt fleirum, en báturinn fór til
Víkur; en þar var þá ófær sjór það kveld
af brimi. Þetta sama kvöld kom formað-
ur bátsins til Víkur, seint, svo að menn
voru komnir til náða, og gisti hann hjá
Einari Hjaltasyni, er þá, sem oftar, hafði
marga gesti. Næsta morgun var sjórinn
orðinn fær, og réru þá allir bátar í Vfk,
og létu þeir, sem í land höfðu komist úr
mótorbátnum, róðramenn flytja sig út í
hann. En formaðurinn varð sjálfur eftir
í landi, og hefði mótorbáturinn mátt bfða
þar allan þann dag eða máske eitthvað
atvikast á líkan hátt og nú, hefði ekki
Þorsteinn hreppstjóri í Vfk snúið aftur úr
fiskiróðri og sótt hann í land fyrir beiðni
þeirra, sem um borð voru í mótorbátnum.
En ekki voru það Einar eða Halidór, sem
þá töfðu manninn, heldur þurfti hann að
fá brennivín eða spritt fyrir sig eða aðra
i Brydes-búðinni, sem ávalt hefur nóg af
þeirri vöru, en verslunarmaðurinn var
seinni á fætur en sjóróðramennirnir. Þetta
er aðeins eitt dæmi af 18, og sem benda
má á, að öðrum er frekar um að kenna,
en Halldóri eða Einari, að tefst fyrir svona
mönnum í Vík.
Skrifað 1 Des. 1909.
Mýrdælingur.
Eptirmæli.
Sigurlaug Þorkelsdóttir ekkja
1 Brimnesi 1 Skagafirði lést að heimili
sínu hinn 3. f. m. 81 árs að aldri.
Hún var dóttit merkishjónanna Þorkels
óðalsbónda á Svaðastöðum, Jónssonar á
Svaðastöðum, Björnssonar þar, Sigfússonar
1 Ási, Jónssonar prests á Ríp, Sigfússonar.
Móðir hennar var Rannveig Jóhannesd. á
Sveinsstöðum, Jónssonar á Balaskarði, Jóns-
sonar, en móðir Rannveigar hét Helga Jóns-
dóttir á Litla-Vatnsskarði, Þorkelssonar
Jónssonar á Framnesi, Ólafssonar, Kárs-
sonar, Bergþórssonar, Sæmundssonar í
Glaumbæ Kárssonar.
Maður hennar var Simon Pálmason (bönda
á Brimnesi, Gunnlaugssonar 1 Hvammi
f Hjaltadal, Þorsteinssonar í Garði í Ólaís-
firði, Péturssonar í Stórubrekku í Fljótum,
Þorsteinssonar þar, Eiríkssonar — Stóru-
brekkuætt, mjög fjölmenn og merk bænda-
ætt) og reistu þau bú á Brimnesi 1865 og
bjuggu þau þar síðan. Símon dó 15 Mars.
1874 og bjó Sigurlaug þar slðan, þar til
Einar tengdasonur hennar tók við jörðinni.
Börn þeirra hjóna eru:
Kristín gift Hartmann Ásgrímssyni
kaupm. Kolkuósi.
Pálmi óðalsbóndi á Svaðastöðum.
Margrjet gift Einari Jónssyni hrepp-
stjóra i Brimnesi, og
Guðrún gift Sigurði Jónssyni á Hvals-
nesi.
Sigurlaug heit. var góðum gáfum gædd
og hin mesta búsýslukona, enda var heim-
ili hennar viðurkent rausnar- og myndar-
heimili. Hún var trygg og vmföst, skemti-
leg og glaðlynd, enda saknað af öllum, er
hana þektu.