Þjóðólfur - 09.03.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.03.1910, Blaðsíða 2
3« I’JOÐOLFUR verið birt sarntal við hr. Bjarna Jónsson, og eftir því að dsema hefir hann látið 1 Tjósi pólitiskar skoðanir viðvlkjandi satn- bandi Danmerkur og íslands, sem lltt geta samrýmst stöðu hans sem opin- ber ráðanautur Islands (sbr. meðfylgjandi fylgibréf)*. — Með bréfinu fylgdu fylgi- bréf, sem sýna þetta. »Hafi hr. Bjarni Jónsson í raun ogveru sagt slíkt, sem er miður vel hugsað, sem ráðaneytið hefir reyndar enga sönnun fyrir, erum við þess fullvissir, að hið heiðraða stjórnarráð — sem eflaust mun vera sammála um, að sllk ræðukorn séu óheppileg frá opinberum fulltrúa, muni sjá um, að slíkt komi ekki aftur fyrir. Samkvæmt ofangreyndu leyfum við okk- ur að fara þess á leit við stjórnarráð Is- lands, að það tilkynni^utanríkisráðaneyt- inu skipunarbréf hr. Bjarna Jónssonar sem viðskiftaráðanauts. Jafnframt svari hins heiðraða stjórnar- ráðs er beðið um að fylgibréfin verði endursend. Erik Schavenius*. Svar gegn bréfi þessu frá stjórnarráðinu fslenska er dagsett 17. Desember og hljóð- ar þannig: »Um leið og við endursendum hin 3 fylgibréf viðvikjandi íslenska viðskifta- ráðanautnum erlendis, sem fylgdu bréfi hins kgl. ráðaneytis frá 10. f. m., og send- um þýðmgu skipunarbréfs þess.sem gildir fyrst um sinn fyrir hann, sleppum við ekki að taka það fram, að það stafar af leiðinlegri gleymsku, að það hefir ekki fyr verið sent utanríkisaáðaneytinu. Eins og skipunarbréfið greinilega sýnir, liggur pólitisk starfsemi fjarri verksviði viðskiftaráð a n auts ins, og e r þ a ð þ ví m j ö g m i ð ur farið, ef hann, sem stjórnarráðið efast um, hefir látið sér sllk pólitisk orð um munn fara, viðvlkjandi sambandi Dan- merkur og Islands, eins og stóð í þeim blaðaúrklippum, sem sendar voru hingað; þess vegna höfum við lagt drög fyrir, að slíkt ekki komi fyrir aftur, og ef svo fer, verður hann strax — samkvæmt 6. gr. í skipunarbréfinu — kallaður heim. Björn Jónsson*. Þetta er, eins og sjá má, fullkomlega sama skoðun og Danir hafa. Þessu næst hefir hinn háttv. utanrlkisráðherra þ. xx. Jan. svarað bréfi þessu, þar sem er fyrst stutt yfirlit yfir bréf íslenska ráðherrans, og því næst nokkrar athugasemúir. Svar- ið er á þessa leið: »Utanrfkisráðaneýtið viðurkennir hér með, að hafa tekið á móti bréfi frá hinu kgl. stjórnaráði dags. X7. f. m., viðvíkj- andi hinum íslenska viðskiftaráðanaut er- lendis. í bréfi þessu skýrir stjórnarráðið frá, að það stafi af gleymsku, að utan- ríkisráðaneytinu hafi ekki- fyr verið sent bráðabirgðarskipunarbréf ráðanautsins, ennfremur að pólitisk starfsemi, eins og skipunarbréfið sýni, liggi fjarri verksviði viðskiftaráðanautsins. Stjórnarráð íslands hafi þess vegna lagt drög fyrir, að við- komandi framvegis ekki láti sér slík póli- tisk orð um munn fara, um sambandið milli Danmerkur og íslands, eins og stóð í þeim blaðaúrklippum, sem sendar voru héðan; og ætli, af svo færi, samkv. 6. gr. 1 skipunarbréfinu, strax að kalla hann heim«. Þetta er yfirlit, staðfesting þess, sem ís- lenski ráðherrann hafði svarað, en svo er bætt við: »Það hefir verið ráðaneytinu ánægja að heyra, að stjórnarráð Isiands er á sömu skoðun og utanrfkisráðaneytið í máli þessu. En þar sem hið kgl. stjórnarráð í nefndu bréfi lætur í ljósi efa, hvað viðvíkur frá- sögn blaðanna, álítur utanríkisráðaneytið í sambandi við þetta, að það verði að vekja eftirtekt stjórnarráðsins á tveimur innlögðum greinum, sem birst hafa með nafni Bjarna Jónssonar. Önnur í blaðinu »Politiken« frá 27. Nóv., en hin í blaðinu »Dannebrog« frá 3. þ. m.; í greinum þess- um talar viðskiftaráðanauturinn í sama anda, eins og í margnefndum blaðaúrklipp- um. Utanríkisráðaneytið telur víst, að báðar þessar greinar hafi birst í blöðun- um, áður en viðskiftaráðanauturinn hafði móttekið skipanir hins kgl. stjómarráðs í þessu máli. Erik Scavenius«. Svona er þá síðasta ásigkomulag þess- ara samninga, og býst eg við, að flestir verði ánægðir með, hvernig farið hefir verið með mál þetta. Loks skal eg, hvað viðvíkur 4. spurn- ingunni, kennarastöðunni, taka það fram, að það er misskilningur, að spurningin um veitingu hennar, þannig eins og hún hefir verið sett fram opinberlega, nokkurn tfma hafi verið sett í samband við spurn- inguna um viðskiftaráðanautinn og starf- semi hans. Það sést af þvf, sem eg rétt nú skýrði frá, að spurninguna um ráða- nautinn hefir ráðaneytið athugað alveg sérstaklega, án þess að önnur mál kæmu þar nærri. Eins mun veiting kennaraembættis- ins við Kaupm.hafnarhaskólann verða. Það er, eins og hinn háttv. frsm. tók fram, ástæða til yfirvegunar, og þessar yfirveganir verða algerlega sjálfstæðar, ó- viðkomandi öllu, nema því, sem að ætl- un ráðaneytisins á að eiga sér stað, þeg- ar velja á þann besta, og mestan hæfi- leikamann, og veita honum stöðuna. N. Neergaard (frsm.): Eg þakka hinum hæstv. forsætisráðherra fyrir svör hans viðvíkjandi fyrirspurnunum, og verð að segja, að mér finst þau fullnægjandi. Eg skal ennfremur láta í Ijósi, að það gleður mig, að orð hins hæstv. ráðherra bentu á, að þessi stjórn, eins og hin fyrri, ætli að vinna með góðri samvinnu við þjóðþingið viðvíkjandi málefnum íslands, svo að ekki verði vart flokkadrætta í þessu máli, og þannig, að í sambandinu við Island standi einn danskur vilji, sem mun láta virða sig í þeim samningum, sem gerðir kunna að verða. Eg er ánægð- ur með svör hins hæstv. ráðherra, og á- nægður með stefnu þá, sem er fólgin í því, að við verðum að vera fastir fyrir, eins og hingað til hefir verið. Fleiri tóku ekki til máls. Xenningar ,fjallkonunnar‘ 2*. Febr. þ. á. Bankalögin 1909. Stjórnarskrár- og landsréttindabrot. Hr. Björn Jónsson ráðherra sekur um brotin. í Fjallkonunni 22. Febr. þ. á. er grein- arkorn, sem nefnist „Greining valdsinsu, og nefnist höf. » Trapezomasix«. Aðalinntak greinar þessarar er það, að bankalögin. bæði lögin frá 1885 og hin nýu frá 1909, hafi stjórnarskrárbrot að geyma. Þetta fær höf. á þann hátt, er nú skal greint: „Stjórnarskráin segir: »Framkvœmdarvaldið er hjá konungi er lœtur ráðherra framkvœma pað fgrir sína höndn. Nefning gœslastjóra Lands- bankans er umboðseðtis (p: hegrir undir /ramkvœmdarvaldiðj. Pess vegna á kon- ungur (eða umboðsmaður hansj að nefna gœslustjórana, en ekki alpingi. Ákvœði bankalaganna 18. Sepi. 1885 og l. nr. 12, 9. Júlí 1909, er fela alpingi nefning gœslu- stjóranna, er pví stjórnarskrárbrolv. Ef þetta er rétt, hver ber þá ábyrgð á þessu stjórnarskrárbroti? Þingið verður ekki sótt að lögum, fyrir það af þvf að ekk- ert ákæruvald er til í lagaskilningi gagnvart þinginu eða einstökum þingmönnum, er krafist geti málshöfðunar eða dóms fyrir það, hvernig þingmenn noti sfn pólitisku réttindi, o: ef þeir samþykki óheppileg lög eða geri löglausar ráðstafanir sem þing- menn. Þetta er galli á stjórnarskrá vorri, en það verður svo að vera. Og ritstj. Fjallk. sem sat á síðasta þingi, má þakka fyrir, að enginn getur kært hann fyrir dómi, fyrir það, að hann samþykti stjórn arskrárbrotið, sem eftir dómi Fjallk.höf. felst f bankal. 1909. Einstakir þingmenn bera því ekki lagaábgrgð á þvf, þótt þeir samþykki lög eða aðrar ráðstafanir þings- ins, er brjóti bág við stjórnarskrána, án þess að þeir fari með málið sem stjórnar- skrárbreytingu. Þingmenn bera aðeins siðferðislega ábgrgð á slíkum ráðstöfunum. Kjósendur þeirra geta launað beim það með því, að hafna þeim við næstu kosn- ingar. Bankal. 1909 eru borin fram af meiri hluta þingsins, flokki hr. Björns Jónssonar. Hefir meiri hlutinn því brotið stjórnar- skrána, og gjalda kjósendur honum það væntanlega, þeir sem trúa kenningum Fjallk.höfundarins. En hver ber þá ábyrgð á stjómarskrár- brotinu? Ekki konungur, þó að hann hafi undir- skrifað lögin, því að hann er ábyrgðar- laus. Þá er einn möguleiki eftir, og hann er sá, að ráðherrann, hr. Björn Jónsson, ber lagalega ábgrgð á brotinu (og auðvitað siðferðislega ábyrgð líka, þar sem hann var þingmaður og einn þeirra, er sam- þykti lögin 1909), því að ráðherrann ber samkv. stjórnarskránni ábyrgð fyrir al- þingi á stjórnarathöfnunum (stjórnskipun- arl. 3. Okt. 1903, 2. gr. 1885 braut Nellemann því stjórnar- skrána, er hann réði konungi til að stað- festa bankal. 1885. 1909 braut Björn Jónssqn stjórnarskrána, þegar hann réð konungi til að samþykkja lögnr.12, 9. Júlí 1909 —efkenning Fjallk.- höf. er rétt. Hr. Björn Jónsson hefir útvegað kon- ungs undirskrift undir stjórnarskrárbrot (sbr. lögnr. 2, 4. Mars 1904, 2. gr. a-lið um ráðherraábyrgð) og varðar það embættis- missi eða sektum frá 500—5000 kr., ef málsbætur eru (sömu lög 5. gr.). Það er hörð ákæra, er flokksblað ráð- herra, Fjallkonan, ber hér á hann, því að líklega dettur Fjk. höf. ekki í hug, að af- saka ráðherra með því, að hann hafi ekki þekt eða ekki átt að þekkja stjórnarlög landsins. Það er líka hörð ákæra, er Fjk. ber á meiri hlutann, og þar á meðal sjálfan rit- stj. Fjk., hr. Benedikt Sveinsson. 2. þingm. Reykvíkinga, hr. Magnús Blöndahl var framsögumaður laganna 1909 í neðri deild. Hann er því meðal þingm einn höfuðpaurinn að stjórnarskrárbrotinu. Ennfremur segir Fjk.höf., að það hafi verið pvert ofan i landsrctlindi landsins, að þingið tók framkvæmdarvaldið afkon ungi, er það rænti hann þeim rétti, er hann hafði samkvæmt stjórnarskránni til að skipa gæslustjórana. Eftir því hefir það verið pólitiskt glap ræði, að draga þessa hönk úr höndum konungs. Það gengur næst landráðum, því að alt, sem miðar til þess að rýra landsréttindin eða skerða, hlýtur að skoð- ast frá því sjónarmiði. Þetta hefir þá sjálfstæðisflokkurinn gert á þingi 1909! Og þetta kemur úr hörðustu átt, frá sjálfri Fjk. Hún ásakar sína flokksmenn og sinn eiginn ritstjóra um það, að þeir og hann (ritssj.) hafi brotið bág við og skert landsréttindi íslandsl! Og hver ber svo lagalega ábyrgð á þessu pólitiska glapræði? Það gerir sjálfstæðisráðherrann, herra Björn Jónsson. I áðurnefndum ráðherraábyrgðarlögum 4. Mars 1904, 2. gr. c-lið er lögð refsing við því, ef ráðherra verður þess valdandi, að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt, ef skert getur frelsi eða sjálfsforræði lands- ins. Og alt það, er skerðir landsréttindin getur skert frelsi eða sjálfsforræði landsins. Enginn myndi hafa trúað því, að annað flokksblað ráðherra hér í bænum myndi bera hann slíkum sökum. Björn Jónsson hefir, eftir kenningu Fjk.höf., framið tvö/alt brot: í) útvegað konungsundirskrift undir stjórnarskrár- brot og 2) með því brotið bág við lands- réttindi íslands. Þetta er ærið nóg til að dæma ráðherra frá embætti samkv. 5. gr. ráðherraábyrgð- arlaganna, ef satt væri. Ovitrir menn munu ef til vill svara þessu svo, að ráðherra hafi verið skylt að út- vega bankalögunum konungsstaðfestingu, eða með öðrum orðum, að ráðherra hafi verið skylt að framkvæma vilja meiri hluta þingsins. Þeir sömu menn halda því þar með fram, að ráðherra sé skyit að brjóta stjórn- arskrána og vega að landsréttindum lands- ins, ef alþingi skipar honum að gera það, án þess að það hafi fyrst breytt stjórnar- skránni á löglegan hátt; en um sllka breytingu á stjórnarskránni er hér ekki að ræða, eins og Fjk.höf. líka tekur fram. Allir sjá, hversu hættuleg þessi kenning væri. Samviskulaus ráðherra og samvisku- laus meirihluti þings gæti á þennan hátt ábyrgðarlaust að lögum framið hverja svi- virðingu á fætur annari, sem það eða ráð- herra lysti, framið ráðstafanir, sem steyptu landsréttindunum í glötun, og stjórnar- skrár yrðu þá ekki annað en pappírsgögn, sem æðsti valdhafi landsins og löggjafar- valdið gæti gengið fram hjá með hæðnis- brosi. Orðtak þeirra yrði: Við erum hafnir yfir stjórnarskrá og um landsrétt- indin varðar okkur ekkert. Og hastarlegt er það, að hr. Björn Jóns- son skyldi ekki einu orði benda flokks- mönnum sínum á stjórnarskrárbrotið, sem þeir frömdu, þegar þeir samþyktu banka- lögin 1909- Þó er það enn hastarlegra, að hann skyldi sjálfur gjalda jákvæði sitt við slíkum lögum, sllku stjórnarskrár- og lands- réttindabroti! Það var leitt fyrir flokkinn og ráðherra, að höf. F'jk.-greinarinnar skyldi þá ekki vera búinn að uppgötva þessa kenningu sína. Þá hefði hann vitanlega bent þeimi á brotið Athugasemdir um sóknargjaldalögin. Með sanngirni getur varla nokkur maður þvl neitað, að nýu lögin um sóknargjöld séu mikil réttarbót frá því sem áður var. Gömlu gjöldin voru svo ranglát, að þau komu alloft þyngra niður á fátæklinginn en efnamanninn. Þar til má nefna dags- verkið og svo einnig lambsfóðrið, er lá jafn þungt á öreiga kotbúa sem stórauð- ugum óðalsbónda o. fl., o. fl. Félags- skapur fyrir trúarbrögðum er alveg per- sónulegt mál einstaklingsins, og er þá réttast að gjöldin til að styðja hann séu líka persónuleg. í öllum frjálsum félög- um, er menn bindast alveg sjálfrátt, eru árstillögin á mann vanalega jöfn, og svo mun það vera og í flestum fríkirkjufélög- unum, að svo miklu leyti sem þau lifa-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.