Þjóðólfur - 09.03.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.03.1910, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR eigi á frjálsura gjöfum, er hrer lætur úti sem hann hefir lund til. Að líkindum verður svona fast ársgjald lagt á hvern fétaga hér á landi, ef frí- kirkjan kemst einhvern tíma á hjá oss, svo þessi nýbreytni laganna er beint spor í þá áttina. Hið eina, er nú má flnna að þessu, er þetta, að fríkirkjan er enn eigi komin hjá oss, því eiginlega eiga svona gjöld best við, þar sem einstak- lingnum er eftir vild sinni alfrjálst að vera með eða ekki með. Samt er nú ríkisvaldinu aistaðar talið heimilt að leggja gjöld á þegnana til viðhalds stofnunum, er það telur þjóðþarfar, þrátt fyrir það þótt allmarga megi finna meðal þegnanna, er skoða þessar stofnanir óþarfar og láta því féð með óljúfu geði. Þannig er hátt- að með ýmislegt, er lýtur að fræðslumál- um, landvörnum o. fl. Við slíka hluti eiga trúmálin sammerkt; en af því að trúin er flestum viðkvæmari en annað, þá þola menn þetta valdboð ríkisins held- ur ver í kirkjumálum en öðrum efnum. En nú var sama valdboðið yfir mönnum við gömlu gjöldin, svo í þessu efni er hér um enga nýbreytni að tala, og þá er heldur engin ástæða til óánægju með breytinguna, heldur ber miklu fremur að fagna því, að nú hefur þó verið tekin réttari stefna. Það er sök sér og kemur gjaldamál- unum sem slíkum ékkert við, að sumir menn séu óánægðir með, að ríkið sé að skylda nokkurn mann til að styðja félög sem hann sjálfur vill alls eigi styrkja. Sú óánægja styðst við sömu rök, hvort sem gjaldmátinn er forn eða nýr. Hvað snertir prestana í köllum undir nýu lögunum um laun sóknarpresta, má þeim standa nokk- uð á sama hvor gjöldin eru, úr því að borgunin er í báðum tilfellunum jafn há; þó er þeim eflaust skemtilegra að taka við borgun, er byggist á gjaldi, sem lagt er á með sanngjörnu viti, heldur en á gjaldi, er á hvíldi eftir ósanngjörnu regluleysi. En bændur og húsráðendur almennt hljóta að fagna umskiftunum, því þeirra er mestur hagurinn. Hitt er eðli- legt, að þeir, sem áður voru gjaldfrlir, en nú kemur gjald á, verði fyrst í stað miður ánægðir. En slíkt er alvanalegt, og má eigi að því spyrja, þegar breytingin er rjettlát. Aftur er breytingin alls eigi réttlát í garð þeirra presta, er þjóna köllum, sem eru undir gömlu lögunum. Fyrst er það, að hið forna gjaldfreisi presta er nú tekið burt, og er það fyrir marga víst io—20 kr. virði. í öðru lagi eru þeir nú skyld- aðir til, hvert sem þeim er ljúft eða leitt, að láta sóknarnefndirnar innheimta gjöld- in og verða að greiða þeim 6% fyrir, en þetta munar ýmsa presta alt að 60 kr. á ári og suma meira. Að skerða svona tekjur manna í gömlum embættum er vanalega talið ranglæti, og væri víst engum boðið nema prestum. Þetta er ©g ilt fyrir þá sök, að íslensk prestalaun eru svo afarlág, að fjarstætt var að fara að rýra þau svona alveg upp úr þurru. í N. Kirkjublaði 1. tbl. 1910 er ofur- lítil grein þar sem haldið er fram þeirri skoðun, að það verði happ presta f köll- unum undir gömlu lögunum, ef meira heimtist inn með nefskattinum, en áður galst, en hinir er minna fá en áður eigi að fá uppbót úr prestalaunasjóði. Þessi skoðun á lögunum er vfst bygð á al- gerðum misskilningi. Að vísu er hann afsakanlegur, því við fljótt tillit virðast lögin vera svona. Þar segir í 12. gr., að prestur er tæki laun eftir hinum eldri 'bgum skuli fá uppbót, svo að launin Verði full eftir 5 ára meðaltali, en hins er Þar eigi getið að verði gjsldið meira, ^u'> afgangurinn renna í prestalaunasjóð. a9 hefði þó verið eðlilegast að geta þessa urn leid og hitt var sagt, enda er eflaust að sú er tilætlun laganna með tekjuafganginn. Þegar nú betur er að- gætt, hefir löggjafinn litið svo á, sem eigi þyrfti að taka þetta hér fram, og virðist það rétt, því að í 2. gr. laganna segir, að alt gjaldið skuli renna í presta- launasjóð. Úr honum eru svo eiginlega öllum prestum greidd launin, þótt meg- inið af peningunum komist vitanlega al- drei í hann, af því að prófastar ávfsa því beint til prestanna. Þessi fyrirmæli 2. gr. útiloka því að fullu, að nokkur prestur geti svona að ástæðulausu fengið meiri laun en honum bera eftir meðal- tali síðustu 5 ára. Enda kæmi skilning- ur Kirkjublaðsins hart niður á landssjóðn- um; því prestalaunasjóður verður að bæta þeim til, er eitthvað vantar, en hann fengi engan afganginn þar sem tekjurnar reynast meiri; þá sjá allir að hann verður ófær um að jafna hallann og yrði hann þá að fá beina hjálp úr landssjóði til þess. Slíkt nær engri átt; það er nóg sem landssjóður verðúr að hjálpa honum svona fyrst f stað, þótt þessi óþarfi gangi undan. Yfir höfuð eru lög þessi ljós og ótví- ræð. Það er auðsætt að tilgangur þeirra er sá, að umbreyta skattskyldunni hjá gjaldþegnunum, en alls eigi að breyta neitt launakjörum prestanna. Aftur um- turna þau mjög tekjum kirknanna, því með nýa skattinum hækka tekjur kirkna sumstaðar feykilega, en lækka aftur atar- mikið annarsstaðar. Það er því auðsætt að kirkjugjöldin verða æði misjöfn í hin- um ýmsu sóknum landsins. Það hefir eigi þótt hægt að hafa þetta öðruvísi, þó virðist svo sem sigla hefði mátt fram hjá þessum boða með því að láta allar kirkjutekjur ganga í almenna kirkjusjóð- inn og greiða svo úr honum tekjur hverrar kirkju eftir 10 ára meðaltalinu, en það hefir mönnum fundist of um- stangsmikið; það getur og verið að þetta gjöri eigi mikið til. — Stórbót fyrir sóknarbændur eru þau fyr- irmæli þessara laga, að skylduvinnan við kirkjubyggingar er nú fallin burtu. En aftur er þetta eigi svo lítill bagi tyrir kirkjurnar sjálfar eða umráðendur þeirra, svo lengi sem einhverri útgjaldagrein er eigi létt á í staðinn. Hér eru mikilsverð hlunnindi tekin burt, er kirkjur hafa lengi notið, en lögin taka enga kvöð í burtu svo þessi áhallí geti jafnast, slík aðferð er venjulega talin röng. Skatta- nefndin sem bjó málið undir alþingi, ætlaðist heldur&eigi til að kirkjurnar yrði sviftar þessum réttindum nema með því móti að leysa þær í staðinn undan mikil- vægum kvöðum, nefnilega skyldunni að greiða vísitasíulaun og hinni að borga þóknun fyrir reikningsyfirskoðun. Þessi fyrirmæli eru í frv. um aukatekjur presta, en þingið gætti þess eigi að nauðsyn bar til að samþykkja þau samhliða sókna- tekjulögunum svo sem nefndin hefir ætl- ast til. En af því að það var eigi gert, verður ranglæti þetta að ríkja að minsta kosti í 2 ár, og gæti vel hugsast að ein- hver kirkjueigandinn færi á meðan í skaðabótamál við landstjórnina fyrir þess- ar aðgjörðir, einkum ef svo stæði á, að hann yrði á þessum tíma að reisa kirkju. Það má telja víst að slíkt mál yrði auð- unnið, svo fjarstæðufull er þessi aðferð, og undarlegt var það að stjórnin skyldi eigi benda þinginu á þetta úr því að það tók eigi eftir því. Hollast verður stjórninni að veita öllum, er ætla nú að byggja kirkjur, frest með það, þangað til hún hefir fengið hin lögin samþykt, þvi þaðan af getur vlst enginn neitt sagt á móti þessu. [Sveitabúi. Rockefeller, auðmaðurinn mikli og steinolíukongurinn heimskunni, hefir gefið nleigu sína til alþjóð- legra góðgerðarsemi, uppeldismála, vísinda og varnar gegn sjúkdóm- um. Norðmýlingar og aukaþing. Fulltrúafundur Norðmglinga var ilta sóttur sakir ótíðar. Jón alþingismaður á Hvanná og 9 fulltrúar mættu. Aukaþings krafist með 7 atlmœð- um gegn 2 (Borgfirðingum). íslenzkar sagnir. Sagnir úr Austfjörðum. Eptir Pétur Sveinsson í Hamarsseli. (Niðurl.). 1. Frá séra Yigfúsi Ormssyni á Valþjófsstað. „Eg leyfi yður það eigi“, segir Gutt- ormur, „og læt þá afl ráða okkar í millum", gengur að hestunum, sem bú- ið var að láta upp á, og hendir ofan af þeim böggunum. Prestur skipar piltum sfnum að láta upp aptur. Þá gengur Guttormur að og sker á hvern sila. Þá var presti sagt það og var þá hætt við að láta upp. Svo jöguðust þeir og skömmuð- ust feðgar og hótuðu hvor öðrum lögsókn og skildu svo ósáttir og líkaði báðum illa. Nú sendi Guttormur stúdent mann upp að Valþjófsstað til prófasts séra Stefáns og klausturhaldara. Bergvins Þcrbergssonar og bað þá að koma út eptir til sín og tala á millum þeirra feðga, og það gerðu þeir, og komust á sættir, sem betur fór, á millum þeirra feðganna. En seint um sumarið lagðist séra Vigfús prestur í slagi máttlaus alveg í rúmið, og vorið eptir flutti Gutt- ormur stúdent aptur á Arnheiðarstaði og tók við öllu búinu, sem hann stundaði með sóma og prýði öðrum til fyrirmyndar í öllu, jarðabótum og byggingum, kartöflu- rækt og svo mörgu, sem kunnugt er. Hann byrjaði fyrstur manna á bindindi, þó það sofnaði nú út af aptur, eins og við var að búast; þó hafði það góð áhrif í Fljótsdal um nokkurn tíma. Séra Vigfús lá nokkur ár í rúminu svona máttlaus. Hann dó sumarið 1841, að mig minnir. Hann lét Þorstein sál. snikkara smíða kistuna utan um sig eg held einum 20 árum áður en hann dó. Hún stóð mörg ár á bitunum 1 gömlu kirkjunni á Valþjófsstað, þar til prófastur séra Stefán byggði þar nýja timb- urkirkju. Þá var vlst líkkistan flutt út í Arnheiðarstaði. Eitthvað var víst lítið haft við útför Vigfúsar prests. Eg var þá kom inn að Bessastöðum og sá, þegar líkfylgdin kom að utan, og voiu það fáir menn, sem henni fylgdu, og var víst jarðsettur sem hver annar óbreyttur almúgainaður, sungið yfir honum ræðulaust, held eg mér sé ó- hætt að segja, og ekki get eg munað til þess, að eg heyiði það, að nokkur ræða hefði verið haldin yfir honum. Svo var það víst lítið komið í móð þá að gera ræður eptir dauða menn, og það var ekki fyr en á síðustu árum prófasts, að eg heyrði hann halda líkræður, sem hann var þá beðinn um af aðstandendum þess látna. Séra Vig- fús var þó sá maður, sem minnast hefði mátt með ræðu, því hann var í mörgu sómi sveitar sinnar. Séra Vigfús var hár maður, nær 3 álnum, heldur grannur. Guttormur stúdent var búinn að gipta flest börn sln, áður en hann dó. Vigfús sonur hans kvæntist jómfrú Margréti Þor- kelsdóttur prests að Stöð í Stöðvarfirði. Hann var sá eini af sonum hans, sem honum var Ilkastur, vel greindur og mesta búmannsefni, og eignaðist ágæta konu; hún lifir enn (1894). Vigfús varð ékki gamall, dó milli 30—40 ára. Börn þeirra eru: 1. Guttorm- ur búfræðingur og alþingismaður, 2. Einar prestur á Desjarmýri í Borgarfirði, 3. Sölvi hreppstjóri á Arnheiðarstöðum, 4. Halldóra prestsekkja fyrir norðan. Einar Guttorms- son stúdents k væntist Sigríði Þorsteinsdóttur hreppstjóra og dbrm. í Brekkugerði. Sig- urður Guttormsson bókbindarikvæntist Guð- ríði Eiríksdóttur frá Skriðuklaustri og Þóru Arnadóttur Stefánsdóttur; þau bjuggu í Kolstaðagerði. Stefán Guttormsson kvæntist Jóhönnu Pétursdóttur ísfjörð frá Eskifjarð- arseli; þau skildu eptir 2—3 ár. Jón Gutt- ormsson fór ógiptur til Amerlku. Guðlaug giptist séra Siggeiri Palssyni presti á Skeggjastöðum á Langanesströndum. Berg- ljót Guttormsdóttir giptist bóndamanni norður í Þingeyjarsýslu. Halldór búfræð- ingur, sem Guttormur stúdent átti með seinni konu sinni Kristínu Jónsdóttur, hefur ekki gipzt. Guttormur stúdent lifði ekki nema rúm 2 ár með seinni konu sinni; hann dó nálægt fimmtugsaldri úr lungnabólgu. Þessar sagnir um séra Vigfús prest og fólk hans hef eg eptir föður mínum og fóstra og sumt eptir Daníel Þorsteinssyni, sem lengi var vinnumaður hjá Guttormi og hann gipti dóttur slna Önnu, sem hann átti áður en hann giptist fyrra sinn, og sumu man eg vel eptir sjálfur, til að mynda börnum Guttorms, sem uxu upp mér sam- tíða. Eptirmæli. Kristján kaupfjelagsstjóri Jóhann- esson er fæddur 8. apríl 1866 að Skógs- nesi í Flóa. Ólst hann upp hjá foreldr- um sínum Jóhannesi bónda Stefánssyni (sem er enn á lifi) og Kristfnu Pálsdóttur (dáin fyrir fám árnm) uns hann skömmu eftir fermingaraldur réðst sem vinnumað- ur til verslunarstjóra P. Nielsens á Eyrar- bakka, sem lét hann meðfram gegna búð- arstörfum. Þá hafði hann engrar ment- unar notið, nema hins fyrirskipaða kver- þulu-lærdóms og lítilsháttar undirvísan í skrift og reikningi. En skírleikur hans og reglusemi kom snemma í ljós og ávann sér brátt hylli og traust yfirmanna sinna. Hann fékk á næstu missirum fasta stöðu við Lefoliis verslun og var þar bókari í fjölda mörg ár, uns hann árið 1904 ásamt fleirum, stofnaði kaupfélagið „Hekla“, sem hann veitti forstöðu með elju og atorku til dauðadags. I stjórn Sparisjóðs Arnesssýslu var hann kosinn 1893 og gegndi þeim starfa með sérstakri framsýni samfleitt þar til síðari part sumars síðastl. ár, að hann kendi van- heilsu, er þá leiddi hann í rúmið og nú 8. febrúar til bana (mænusjúkdómur). Hann kvæntist 1894 Elínu Sigurðardótt- ur á Eyrarbakka, sem lifir mann sinn á- samt 3 mannvænlegum börnum þeirra. Hið fjórða barn þeirra, Kristín, lá á Landakotsspítala frá því snemma í sum- ar í berklaveiici og andaðist þar 15. febr. þ. á. Hún var einstaklega efnileg og skýr. Kristján sál. var góðum gáfum gæddur, sérlega dagfarsgóður og heimilisfaðir hinn besti. Hann var tryggur vinum sínum, ráðhollur og hreinskiftinn. Hann var bindindisvinnr og öflugur stuðningsmaður G.-t.reglunnar á marga lund, umboðs- maður st. „Eyrarrósin nr. 7“ í fjöldamörg ár og sat á 2 stórstúkuþingum. í sýslunefnd Arnéssýslu átti hann sæti hin síðustu ár fyrir Eyrarbakkahrepp. Andlegir hæfileikar Kristjáns sál. voru vfðtækir, þó var honum ekkert í gleggra ljósi en allskonar fjármál; þar stóð hann flestum framar, bæði leikmönnum og lærðum. Enska máltækið „selfmade man“ átti vel heima um Kr. Jóhannesson, og á Eyrar- bakki um sárt að binda við fráfall slíks sæmdarmanns. * *

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.