Þjóðólfur - 11.03.1910, Page 1

Þjóðólfur - 11.03.1910, Page 1
ÞJÓÐÓLFUR árg. Reykjavík, Föstudaginn 11. Mars 1910. JV 62. Síðasta ajrekið i sjáljstæðismálinu. Eftir Gísla’Sveinsson. III. Er þá komið að því, sem einna lúa- legast er í þessu nýasta fargani ráðgjaf- ans í sjálfstaeðismálinu: loforðum hans til Dana um starf »viðskiftaráðu- nautsinsi. Þar sem eg, svo sem mönnum mun kunnugt, er ákveðinn skilnaðarmaður óg hefi þá öruggu vissu, að skilnaður við Dani er hin besta og asskilegasta lausn hins svonefnda »sambandsmáls«, þótti mér það gleðifrétt, er mér barst í fyrra, að alþingi ætlaði að gera út e r i n d - reka til annara þj ó ð a, eins kon- ar »ráðunauta«, vísi til ræðismanna (konsúla). Mér var ljóst, hversu mikil- væga þýðingu slíkt gat haft fyrir allan framgang sjálfstæðismálsins (skilnaðarmáls- ins). Ef þvt hefði verið framfylgt rétti- lega, var það meira en aðeins formleg andmæli gegn því ástandi, að Danir ein- >r hafi bæði tögl hagldir í áhugamálum okkar og hagsmunum gagnvart umheim- inum. I því hefði átt að geta verið bæði blóð og mergur. Það hefði áreiðanlega tekið af tvímælin um, hvað við vildum, sem okkur er ekki heldur nein launung á — og það hefði einnig getað orðið okk- ur til bráðs hagnaðar. Það var að v i n n a sj álfstæðisverk! Og vitanlega hefð- um við átt að fara algerlega eftir því, sem haganlegast hefði verið okkur og til fyrirsjáanlega mestra nota 1 áhuga- málum okkar — án þess að fara í smiðju til Dana eða sækja auðmjúkast um leyfi hjá þeim til þess, er við teljum þjóðar- r é 11 okkar. Þar hetðum við óhræddir getað látið »slag standa« og Danir hefðu ekkert getað gert við því, nema ilskast heima fyrir og átta sig svo eftir á. En í staðinn fyrir að g e r a þetta ósköp rólega og ákveðið, og lofa Dön- um fyrst um sinn að gera sér þær hug- myndir um það, er þeir girntust, þá er það ráð tekið af hálfu stjórnarinnar heima, að gera sem allra minst úr þessu, og hún nærri því sver sig og sárt við leggur, að hér komi ekki til mála, að þetta eigi neitt skylt við konsúlahugmynd; aðeins sé um mann að ræða, er fái styrk til þess að kynna sér viðskiftamál lands- ins við önnur lönd o. s. frv., óþarfa yfir- lýsingar í vitlausa átt. Og þingið geng- ur svo frá því, að einn maður er sendur út, með það erindi frá stjórninni m. a., að tilkynna öðrum þjóðum, að við eig- um menningu og séum ekki skrælingjar! Slíkt átti vitaskuld alls ekki að vera erindi hans; okkur ber sdtn sé, svo sena gefur að skilja, að ganga út frá^því sein gefnU( að öðrum þjóðum sé og verði Það Ijöst, að við erum menningar- Þjóð. gn meg þv^ var svo sem aj]g ekki skotið fyrir, að hlutaðeigandi maður hefði i viðlögum gert erlendum ý menningu okkar kunna — með fyrir- estrum og leiðréttingum. Hann mátti a e>ns ekki vera sendur út til slíkrar tilkynningar, það var okkur blátt áfram ekki sæmilegt. Nei, hann átti hreint og beint að hafa hagsmunamál okkar erlend- is með höndum, eftir því sem við hefði mátt koma — vísir til konsúls, þótt einn væri og við fengjum ekki að hafa hann undir slfku nafui í bráð. Eg get ekki héldur, frá íslensku sjónarmiði, séð neitt á móti þeirri — þegjandi — tilætlan, að hann tali okkar sjálfstæðismáli, ef eg mætti svo að orði komast, á skynsam- legan hátt með öðrum þjóðum, þegar færi gefst, enda þótt eg hyggi, að til þess sé önnur aðferð betri, er eg ekki hirði, að greina nánar frá hér. Það mun líka ekki auðhlaupið á mann, er hvorttveggja getur af höndum gert svo vel sé. En þó að nú fráganginum á »við- skiftaráðanautnum« væri að ýmsu leyti ábótavant og .hvorki þing né stjórn hafi gert það, er f þessu efni hefði átt að gera, var hann samt, eins og hann var úr garði gerður, ekki ólíklegur til að geta komið að nokkru haldi. Kemur það auð- vitað, eins og alla jafna vill verða, ekki hvað minst undir persónunni, og mun eg ekki eiga neitt við, að rekja út í æsar, hverju viðskiftaráðun. núverandi hafi áorkað — um það verður ekki dæmt að fullu enn. Og ekki efast eg um, að hann hafi góðan vilja á, að vinna gagn landi sínu. — Það, sem hér kemur til greina, eru stjórnmálaummæli hans er- lendis, því að út úr þeim hafa spunnist þessi ssíðustu daga« atvik, sá danski þyt- ur, er ráðherra Islendinga skelfur fyrir. Viðskiftaráðunauturinn, Bjarni Jónsson, hafði á ferð sinni í Noregi talað nokk- uð um ísl. pólitík og leyft blaðamönnum að hafa orð eftir sér um »sambandsmál- ið«, hvað við vildum í því o. s. frv. Ef sannleikurinn skal sagður, voru orð hans þar ekki að neinu leyti sérlega eftir- tektarverð; hann talaði, látlaust eins og vera bar, í þá átt, að ósk okkar væri, að fá sem best samband við Dani, svo við gætum verið öruggir, og vildi meiri hl. á þingi persónusamband. Vonuðum við, að Danir mundu reynast þar vel, svo mentuð þjóð sem þeir væru, og sýna oklyir alla sanngirni og uppfylla réttmæt- ar kröfur okkar. Væri gott að vita, ef Norðmenn bæru samhygð með því áhuga- máli okkar o. s. frv. almenn frásögn á líka leið. Þar var í sjálfu sér ekki auka- tekið orð, sem jafnvel Danir, með sínum danska hugsunarhætti, gætu hneykslast á; hann ræddi ekki um »skilnað«, sem sumir hefðu þó getað búist við, svo að ástæðan fyrir Dani, til þess að þjótaupp á nef sér, var sannarlega engin. Hann talaði þeim ekki neitt til miska í sjálfu sér. En þó ærðust ýmsir liér meðal þeirra út af aðförum þessa »hættulega manns«, er þeir (með vanalegu stjórn- málaviti) nefndu svo. — Þá fór viðskifta- ráðunauturinn að skrifa í dönsk blöð, en það hefði hann öllum að skaðlausu get- að leitt hjá sér; þó ekki væri nema sök- um þess, að enda þótt hann væri send- ur til »útlanda«, þá var hann þó ekki sendur hingað til Danmerkur. Hér hafði hann alls ekkert að gera — eins og stjórn- arsambandinu er háttað, er það ráðherr- ann einn, sem Dönum á að mæta f y r i r landsins hönd, sem fulltrúi þess. Að sjálfsögðu geta og aðrir haft áhrif hér, í ræðum og ritum, en sem umboðs- maður þjóðarinnar getur einungis ráð- herrann komið fram gegn Dönum eins og sá er vald hefir, og kemur ekki þessu við, að borið getur það til, að hann sé persónulega ekki fær um það. En sum- um skildist svo sem viðskiftaráðanautn- um findist, að hann ætti einnig ssem slíkurs að láta til sín taka hér, til þess bæði að verja ráðherrann og sjálfan sig. Alþingi hafði þó víst ekki gert hann út til þess. Og hann virtist helst vilja láta það heita svo, að íslandsráðherra bæri enga ábyrgð á sendingu sinni — hann, viðskiftaráðunauturinn, bæri sjálfur á- byrgð á sér. Það var nú hreinn mis- skilningur. Því að sé um ábyrgð að ræða, er það vitanlega landstjórnin ís- lenska, sem hana hefir. Að því leyti er það rétt, að Danir, úr því þeir vildu vera að rekast í þessu, sneru sér þá leið, en ættu ekkert við viðskiftaráðunautinn. Og Danir sneru sér til íslandsráðgjaf- ans og kvörtuðu undan hinu meinlausa landsmálatali viðskiftaráðun. Bjarna Jóns- sonar í Noregi. Gefur þá að líta hina glæsilegu sjón íslenskum augum: boð og bann annarsvegar, hlýðni og auðmjúka undirgefni hlnsvegar! Eins og forsætisráðherra skýrði frá í þjóðþinginu nefndan dag, hafði utanríkis- ráðherra Dana, Scavenius, ritað ísl. stjórninni bréf þ. io. Nóvbr. f. á., þar sem hann ávítar »stjórnmálatal« við- skiftaráðunautsins, eins og það kemur fram í úrklippum úr norskum blöðum, er hann og sendi. Skorar hann á Islands- ráðh. að sjá um, að slíkt og þvllíkt komi fyrir aftur, og brýnir fyrir honum, að það sé ' utanríkisstjórnin danska, er ábyrgð beri á okkur út á við og eigi hún því heimtingu á, að fá opinbera tilkynning um, hvert sé erindi viðskiftaráðunautsins; sé það lfka heppilegt til þess að koma 1 veg fyrir allan misskilning, í Danmörku og erlendis, um tilgang þessarar útsend- ingar! — Þessum »tilmælum« svarar B. J. ráðh. með bréfi dags. 17. Des. f. á., er orðrétt þýtt hljóðar svo: »Um leið og fylgiskjöl þau þrjú, er »fylgdu bréfi hins konungl. ráðaneytis »frá 10. f. m. viðvíkjandi hinum ís- slenska viðskiítaráðunaut erlendis, end- »ursendast, sendum vér yður »þýðingu á bráðabyrgðar-er- »indisbréfi hans og látum hér »með ekki hjá líða að taka fram, að »fyrir hörmulegar gleymsku- »sakir hefirþað ekkifyrver- »ið látið u t a n r í k i s s t j 6 rn inni »í t é. »Svo sem erindisbréfið skýrlega ber »með sér, á viðskiftaráðunauturinn a 11 s sekkert að fjalla um pólitík »og verðum vér því að telja það »mjög miður farið (i höj Grad »beklage), ef hann, sem stjórnarráðið »efast um, hefir viðhaft s 1 f k p ó 1 i- »t i s k u m m æ 1 i um’'sambandið milli »Danmerkur og íslands sem þau, er »er standa f hingaðsendum blaðaúr- »klippum; höfum vér fyrirþví, sgert ráðstöfun til þess, að »það komi ekki oftar fyrir, 1 1. »og beri það við, mun han« »samkv. 6. gr. erindisbréfsins tafar- »laust verða kvaddur heim«.*) Svo mörg eru þau orð— og ráðherr- arnir dönsku flýttu sér, sem von var, að fastskorða það, að »bróðir« þeirra, ís- landsráðherrann, hefði með þessu skrifi fyllilega viðurkent hina dönsku skoðun og væri þeim alger- lega sammála um þetta atriði. Eg fæ nú ekki betur séð, en að B. J., efhann hefir ekki verið búinn að dæma sjálfan sig f sjálfstæðismálinu, hafi með þessu stjórnarbréfi gert það nokk- urn veginn til fulls — frá sjónarmiði þeirra manna, er álíta takmark þess máls vera annað en það, að hlúa að sam- bandinu við Dani. Átti viðskiftaráðu- nauturinn ekki að vera verk, er sýndi hugann á að 1 o s a s t, eitt af hnífsbrögð- um sjálfstæðismanna á stjórnarhaftið danska ? Og hvað gerir svo ráðgjafinn ? í staðinn fyrir að bera við að beita egg- inni, strýkur hann hnapphelduna með — bakkanum. Hann hefur með »stjórnar- ráðstöfun« sinni í raunogveru lýst yfir því, að hinn »sjálfstæði« íslenski ráðunautur sé undirgefinn dönsku vald- sviði. Danir athuga og dæma — fslenska stjórnin heyrir og hlfðir 1 í bréfi ráðgjafans segir svo fyrst, að gleymst hafi að tilkynna utanríkisstjórn- inni dönsku á opinberan hátt erindisbréf viðskiftaráðunautsins. Þetta munu vera hrein ósannindi. Tilætlunin var, og átti að vera, að færast þetta í fang einir, í trássi við Dani. Og B. J. hefði hér átt að svara á þann veg, að fslenska stjórnin hefði ekki fundið ástæðu til þess að birta þeim erindisbréfið sérstaklega, þar eð hún teldi þetta íslenskt mál ein- vörðungu; en úr þvf utanríkisráðh. ósk- aði eftir að fá að sjá skjalið, stæði það til boða, því að ekki væri það launung- armál. í þessu átti engin afsökun að koma fram, öðru nær. Þar sem B. J. hefir tekið svo þokka- lega af skarið, sem hann gerir í bréfinu, um stjórnmálastarf viðskiftaráðun., ernæst að ætla, að hann megi nú ekki framar tala um ísl. pólitík erlendis. Reyndar mundu flestir hafa talið það vatalftið mál, að þegar honum var ætlað, svo sem tek- ið hefir verið fram, að tala um ísl. menn- ingarmál, hlyti hann óhjákvæmilega að koma við í fsl. stjórnmálum, sem eru einn aðalþáttur íslenskrar menningar. En þeg- ar landstjórnin hefir skýrt starf hans á þessa leið, numið brott alla »pólitfk« (sem þó meðal annars víst átti að liggja á bak við), verður því ekki neitað, að erindi hans fer nokkuð að þynnast, — er og er tekið tillit til fullyrðingar fyrver. forsætis- ráðh. Neergaards um, að B. J. hafi líka sagt honum, að viðskiftaráðun. »ætti að sjálfsögðu ekkiaðgefasig að neinu því, er tilheyrði verk- sviði hinna dönsku verslunar- ræðismanna að því er Island snertir«! Sannleikurinn er þó, að þ a ð átti einmitt að vera aðalstarf hans, með lagi að svæla undan þeim áhrifin á fslensk viðskiftamál erlendis, er samkvæmt danskri skoðun öll eiga heima hjá þeim, sem *) Leturbreyt. gerð af greinarhöf.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.