Þjóðólfur


Þjóðólfur - 18.03.1910, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 18.03.1910, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUR. 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 18. Mars 1910. J* 12. mótor-steinolíD í Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé best? Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steinoliu frá Skandmavisk-Amerikansk Peiroleums Akiieselskab, Kongens Nytorv 6. Köbenhayn. Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. pp Mæsts blaö Þjóöólfs kemur út á Miövikudag' 33. þ m- Botnvörpusektirnar og ráðherrann. Á fundunum, er haldnir voru hér í „Iðnó" í vetur, þar sem traustsyfir- lýsingarnar voru samþyktar kveld eftir kveld af sömu mönnunum til ráðherr- ans, lýsti ráðherra því yfir (sbr. ísaf. io. Febr. 1910, 2. bls. 3—4 dálki), að „hálli á hellu hefði legið við að yrði út af botnvörpusektunum vegna þess, að vitnast hefði það, sem þingið varði alls ekki, er það samþykti að láta ekkert af þeim renna í ríkissjóð. En það var, að hinn fyrri ráðherra, H. H. hefði gert á sinni tíð (1905), að oss fornspurðum, beinan samning við fjár- laganefnd fólksþingsins og gfirráð- gjafann danska (J. C. Chr.) um, að 2/3 sektanna m. m. rynnu íríkissjóð". Svo mörg eru þau orð. Vér skul- urn strax taka það fram, að ritstjóri Þjóðólfs var ekki á fundunum, og veit því ekki hvert rétt er frá skýrt, en það þarf ekki að efa, þar sem stjórn- armálgagninu farast svo orð, og ráð- herra eigi mótmælir. Enda var það líka alkunna, að það voru fyrst og fremst þessi ummæli ráðherrans, er öfluðu honum traustsyfirlýsingarinnar. Það varð að finna eitthvað til þess að friða fólkið. Og þetta ráð var tekið. Og skammirnar dundu á H. H. bæði á fundunum og utan þeirra af stjórnardindlum bæarins og eins f ísaf. Hvar sem er, er búist við því, að æðsti maður landsins, ráðherrann sjálf- ur, skýri fyrst og fremst eigi frá neinu öðru en því, Sem rétt er, það sé eitthvert hið æðsta boðorð hans, og þótt ráðherrann, eins og ísaf. seg- ir, væri dæmdur ósannindamaður af yfirdóminum, er hann var ritstjóri ísa- foldar, þá var ekki nema eðlilegt, að nokkrir létu tilleiðast að trúa orðum hans og votta honum traustið, þótt þá megi nú iðra þess, er sannleikur- inn er kunnur orðinn, enda gat ráðh. sagt satt í þessu efni þrátt fyrir það. Til þess nú að bæta úr þvi, að þessi „samningur" yrði haldinn, hafði ráðh., að því er hann skýrði frá, lof- að að fylgja því, að þessu ákvæði fjár- laganna, er hér að lítur, verði breytt á næsta þingi, en jafnframt skýrði Þjóðviljinn írá því — hann hafði frétta- ritara á fundinum — að sem betur færi dytti ráðherranum ekki í hug, að ,efna þetta loforð sitt! En hvað er þá satt um samning- inn, er H. H. á að hafa gert? Fjórir menn geta um þetta efni borið sérstaklega, nefnilega fyrverandi ráð- herrar, H. Hafstein, J. Chr. Christen- sen, Neergaard og Zahle ráðherra. Hannes Hafstein mótmælti því strax, að ráðherra hefði skýrt hér rétt frá. Og nú eru komnar upplýsingar frá þeim Christensen og Neergaard. Bréf þeirra hljóða svo: Kaupmannahöfn 1. Mars 1910. Til fyrv. rádherra H. Hafstein, Reykjavík. Til svars upp á háttv. bréf yð- ar frá 16. f. m. skal eg skýra frá því, að ummæli mín á fundi At- lantseyafjelagsins lutu að þeim samningi, sem gerður hefur verið milli íslands og Danmerkur með samþykkt alþingis á málaleitun þeirri frá fjárlaganefnd fólksþings- ins, sem forsætisráðherrann flutti vorið 1905, viðvíkjandi botnvörp- ungasektunum m. fl. Ennfremur skal eg taka það fram, að þér hafið ekki gert við mig aðra samn- inga um téð málefni en það, er þér lofuðuð og efnduð, sem sé að þér skylduð bera málið upp fyrir þinginu í því formi, sem okkur kom saman um, styðja mál- ið þar og reyna að koma því fram. Þetta loforð hafið þér efnt og eg hef yfir engu að kvarta að því er snertir yðar afskifti af málinu. En það, sem eg hef kvartað yfir og enn verð að átelja, það er það, að alþingi hefur vikið frá því sam- komulagi, sem það undirgekst með samþykki sínu 1905. En þar sem það nú er upplýst, að eftir- maður yðar ætlar sér að kippa málinu í lag aftur, þá bíð eg nú þessa, og gleðst yfir því, að þar með verði rutt úr vegi örðugleika fyrir góðu samkomulagi milli þjóð- anna okkar. Eg minnist þakklátlega fagurra daga á íslandi og tjái yður sér- lega virðingu Virðingarfyllst yðar J. C. Christensen. Kaupmannahöfn, 2. Mars 1910. Hr. fyrv. ráöherra H. Hafstein K. af Dbr. p. p. Sem svar upp á h. bréf yðar 16. f. m. skal eg skýra frá þvi, að eg þekki ekki neinn annan samn- ing milli yðar og fyrrv. forsætis- ráðherra J. C. Christensen viðvíkj- andi islenska tillaginu til fiski- veiðaeptirlitsins en það samkomu- lag, að þér skylduð bera málið fram á alþingi, styðja það þar, og reyna að fá það samþykkt. Það er eingöngu þessi samningur, sem eg hef bent til í ummælum mín- um við Björn Jónsson ráðherra. Með sérstakri virðingu yðar N. Neergaard. Af bréfum þessum er það augljóst, að ráðherra hefir farið með ósannindi á fundunum í Iðnó. Af upplýsingum þessum má enn- fremur sjá, að fjárlaganefnd Fólks- þingsins hefir ekkert haft með þetta mál að gera. Af upplgsingunum sést, að eng- inn samningur hefir verið gerður. Allt tal ráðh. B. J. um samning er H. H. hafi gert um þetta, er ó- vitandi eða vísvitandi uppspuni. Lagleg frammistaða af ráðherra! Síðasta tölublað stjórnarmálgagns- ins viðurkennir þetta líka, þótt það beri á móti því í hinu orðinu. Þar segir svo, eítir að skýrt er frá efni bréfanna: „Með öðrum orðum: Hér er þá eigi um bindandi samning að tefla fyrir íslendinga, heldur aðeins einfalda fjárveitingu á fjárlögunum. Og virð- ist nokkuð djúpt f ár tekið, að telja oss íslendinga samningsrofa fyrir það, að fjárveiting þessi var numin úr fjárlögunum". Hér viðurkennir blaðið, að eng- inn samningur sé til staðar. En svo heldur stjórnarmálgagnið áfram og segir, að ráðherra B. J. hafi sagt satt á fundunum, og það sé ó- svífin fjarstæða að segja annað. Samrými það hver og einn sjálfur við fyrri ummælin, sem hér eru tekin orðrétt eftir stjórnarmálgagninu. Sérhver getur dæmt þetta mál sjálf- ur, þarf ekki leiðbeiningu annara til þess. Eða vorkunarlaust ætti það að vera. Framkoma ráðherra vors er hér sem annarstaðar svo, að eigi er viðunandi, og ætti að opna allra augu fyrir því, að nauðsyn er á þvf, að skifti verði þar sem fyrst. Henrick Erltes kaupmaðurí Köln, er ferðast hefir hér á landi tvisvar áður, fer frá Kaupmannaböfn 29. Maí næstk. beina leið til Akureyrar og þaðan norður á Sléttu, en síðan ætlar hann að ferðast um Ódáðahraun og jafnvel suður að Vatnajökli. Aukaþing-. Allir krefjast aukaþlngs. Fundur á Seyóisfiröi. Á Seyðisflrði var haldinn fundur um bankamálið síðastliðinn Þriðjudag. Þar voru samþyktar eftirfarandi tillögur: 1. Fundurinn telur: a. aðfarir ráðherra í Landsbankamálinu óhyggi- legar og viðsjárverðar, b. að engir löglegir gæslustjórar séu nú við bankann, þar sem Kristján Jónsson háyfirdómari, þrátt fyrir óraskaðan réttarúrskurð, hefur eigi, hvorki af landstjórn nje bankastjórn, verið við- urkendur gæslustjóri, c. að vald þingsins og réttur þess sé að vett- ugi virt með frávikningu gæslustjór- anna, d. að einveldi það, sem ráð- herra hefur tekið sér yfir Lands- bankanum sje óþolandi. Samþykt með 55 atkv. gegn 18. 2. Til þess að alþingi gefist sem fyrst kostur á að komast að réttri niðurstöðu um hag og stjórn Lands- bankans og kippa henni í lögskipað horf, ályktar fundurinn að skora á ráðherra að hlutast til um, að kvatt verði til aukaþings sem allra fyrst, og skorar á þingmann kjördæmisins að framfylgja þeirri áskorun. Samþ. með 42 atkv. gegn 17. 3. Með því að fundurinn telur aðfarir ráðherra, einkum gagnvart Landsbankanum, í gufuskipamálinu og með skipun viðskiftaráðanautsins, skaðlegar hagsmunum og áliti þjóð- arinnar, lýsir hann yfir fyista van- trausti á stjórn hans. Samþykt með 3 5 atkv. gegn 11. Þingmaðurinn var andvígur öllum tillögunum".

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.