Þjóðólfur - 18.03.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.03.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR ússonar, og bjuggu þau á Laugabóli rúm 50 ár. Börn eignuðust þau xo, og eru 5 þeirra á lifi: Halldór búfræðingur bóndi á Rauðamýri, Jón bóndi i Tröllatungu í Strandasýslu, Magnús sýslumaður í Hafn- arfirði, Valgerður kona Kristjáns bónda í Múla, Þorlákssonar og Þórður, er býr á Laugabóli. Jón sál. var dugnaðarmaður mikill og búhöldur góður, og bætti ábýlisjörð sína mikið. Fékk hann verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs níunda. Hann var 16 ár formaður í Bolungavik og aflaði manna mest. Hreppstjóri var hann allmörg ár. Má óhætt fullyrða, að hann hefir verið einhver nýtasti bænda þar vestra. fSnjóílódim -T-e»tret. Eins og getið var í 9. blaði, tók snjóflóð með sjer 2 bæi á Breiðabóli í Skálavík 1. þ. m. Þar er margbýli. Bjó Sigurður Guðmundsson og Jóhanna Hálfdanardóttir kona hans og fimm börn þeirra í öðrum bænum, en 1 hinum Ari Pjetursson og Lovísa Sturla- dóttir, gömul hjón, og fórust þau og Sig- urður og eitt barn hans, en konan og börnin fjögur náðust eftir 40 klukkutíma, og varð þeim það til llfs, að skápur, er stóð fyrir framan rúm þeirra, hélt súðinni uppi, svo hún féll ekki alveg. Á G e 11 i 1 Súgandafirði hljóp snjó- fljóð og tók tvö sjávarhús ásamt fiski, og jafnframt er talið víst, að það hafi brotið tvo smábáta. Á Kaldárhöfða við Skutulsfjörð féll snjóflóð og braut bræðsluhús og sóp- aði burtu keri með 16 lifrarfötum. Tjónið metið 500—600 kr. Snjóflóð kom á Naustum við ísafjörð 3. þ. m. og rann á hlöðu og fjárhús og braut hvorttveggja nokkuð, og drap 8 kindur. Á Norðureyri hefur snjóflóðkom- ið tvisvar eða oftar 1 vetur, en ekki orðið að skaða, en þar er bærinn í allmikilli hættu. JarðarfSr manna þeirra er fórust 1 snjóflóðinu í Hnlfsdal, tór fram með miklu fjölmenni á ísafirði 26. f. m., og fóru allir í eina gröf, — en tveir eru ó- fundnir. Var gröfin 6X14 álnir að stærð. — Guðm. Guðmundsson og Lárus Thor- arensen ortu erfiljóð, er sungin voru; ræður héldu síra Þorvaldur Jónsson og Bjarni Jónsson guðfr. Pétnr jMC. Bjarnason konsúll og verksmiðjueigandi á ísafirði er orðinn konunglegur hirðsali. í ofveðrinu 28. f. m. rak 6 báta á land á ísafirði af höfninni og skemdust sumir allmjög. Bryggja brotnaði á Dverga- steini 1 Álftafirði; þar brotnaði mótor- bátur og þar fauk hjallur. Harðindi afarmikil hafa verið um altland. Slmaslit afarmikið og hafa margir dagar verið, sem ekki hefir náðst sam- band við ísatjörð, og nokkra daga um mánaðamótin var síminn á Smjörvatns- heiði slitinn, en er nú kominn úr lagi. Skipakaði? Rétt áður en ofveðr- ið skal) á, hitti Ceres vélarbátinn Argo eign Péturs kaupm. Thorsteinsson fyrir utan Vestmannaeyar. Bilað hafði vélin eitthvað og varð ekki notuð, og bauð Ceres að draga bátinn til lands, en bát- verjar vildu eigi, sögðust ætla að sigla. Rétt á eftir kom ofveðrið, svo Ceres hafði nóg að bjarga sér hvað þá smábátur þessi, og eru þvl allar líkur fyrir því að hann hafi farist. — Formaður hans var Krist- mundur Eysteinsson kvæntur barnamaður, en stýrimaður Jón Árnason fyr skipstjóri (einhenti) hér úr bænum. Hásetar voru Jón Pétur Jónatanssson kvæntur maður í Hafnarfirði, á 3 börn, Gunnar Jakobsson ,rá Hraunholti, Benjamín Einarsson skósrt. hér úr bænum, Hallgeir Arnbjörnsson, Þór- ólfur Tómasson, Alexander Ásbjörnsson og fiuðjón Guðlaugsson. Friðrfk KritstjúnNison útbú- j stjóri við íslafidsbanka á Akureyri, hvarf síðastliðna laugardagsnótt. Hið síðasta er menn vita um hann, er að kl. 3 að nótt- unni sat hann við vinnu heima hjá sér. Hefir síðan eigi sést eða fundist, þrátt fyr- ir ítrekaða leit. Fr. Kr. var maður vin- sæll og velmetinn þar nyrðra. Laura ströndnð. Klukkan hálf tólf á miðvikudaginn strandaði póstskipið Laura á skeri fyrir framan Hafnarhöfða rétt fyrir utan Skagaströnd. Mjög dimt hríðarveður var en stormur lítill, og björg- uðust farþegar og póstur í land, og eigi kvað vera nein bráð hætta á ferðum. Björgunarskipið Geir fór norður, og talið líklegt að hann nái Lauru út. Sagt er að maskínan í henni sé eitthvað biluð. Sýsluínndur Skagfirðinga er ný- afstaðinn. Þar var meðal annars rætt um 1000 ára hátíð fyrir héraðið, vildu margir láta halda hana jafnframt og biskupsvígsl- an fari fram heim að Hólum í sumar. Sá varð endir á því, að því var vísað heim 1 hreppana til umsagnar, og verður því að likindum ekki fyr en að ári að hátíð þessi verður haldin. Ámi Hafstað vildi selja sýslunni ung- lingaskóla sinn í Vík, og var þvi líka vís- að til umsagnar heim í hreppana, og verð- ur því ekki afráðið fyr en að ári. Um Hólaskóla var mikið rætt, og sím- skeyti frá stjórnarráðinu um hann. Frá því verður skýrt nánar siðar, er allar upp- lýsingar eru komnar. Bœar-annáll. Veitt er 2. prestsembættið 11. þ. m. Bjarna Jónssyni guðfr. á ísafirði. Jón Trausti hefir nú lokið við þriðja þátt „Heiðarbýlisins“, er »Fylgsniðu heitir, og er byrjað að prenta hann. I „Kvöldvökunum", er út koma á Akur- eyri, kom út saga síðastliðið ár, er „Borgir" heitir. Hún kvað vera sérprentuð og til sölu þótt lítið beri á því, og launt sé með farið af útgefandanum. Frú Helga Gad er að þýða á dönsku smásögur hans, er komu út i fyrra vor, og hefir í hyggju að þýða næst „Heiðarbýlið" á dönsku. Smásagan „Sigurbjörn sleggja" var þýdd í fyrra á þýsku af Heinrich Erkes kaup- manni í Köln, en nú er búið að þýða hana á sænsku í blaðið „Upsala" og verið að þýða hana á frönsku í úrvals- safn skáldsagna frá öllum löndum, er heitir „Mille nouvelles". Fiskiskipunum („Skarphéðinn" og „Margrét") er slitnuðu upp í ofsaveðr- inu 28. f. m., náði Faxaflóabáturinn „Ing- ólfur" út 11. þ. m. Sly». Barn á fimta ári, Magnea Björg, dóttir Sigmundar Magnússonar á Vestur- götu 57, beið bana af byssuskoti 11. þ.m. Drengur á 12. ári var að fara með byssu, er var hlaðin, og hljóp skotið í höfuð barnsins og drap það þegar. Skipacl'erOir. ytCeresm kom að vestan n. þ. m., og fór til útlanda 13. s. m. ySterlinga kom frá útlöndum 11. þ. m. að kvöldi, og voru meðal farþeganna Hall- dór Bardal bóksali frá Winnipeg, Þorvald- ur Krabbe verkfræðingur og frú hans, Magnús Pétursson læknir, Matthías Þórð- arson skipstjóri og frú haus. „Sterling" fór til ísafjarðar 15. þ. m. Guðm. L. Hannesson lögfr. tók sér far með »Ster- ling» vestur þangað. VeiULncli afarmikil ganga hér í bæ og hafa verið í nær allan vetur. Kvef- vesöld, hálsbólga og lungnabólgu. Póra Melisteð hefir fengið samhrygðarbréf frá konungi, í tilefni af láti manns hennar. Or-mii í ÍSauðugerði. 15. þ. m. kl. 8 um kvöldið kviknaði í húai í Sauðagerði hér í bænum, og brann þar í- búðarhús, fjós, hlaða og hesthús sem alt var áfast við íbúðarhúsið. Engin var heima nema tvö börn, annað á 10. ári en hitt á 7. ári og kviknaði út frá olíumask- ínu er börnin höfðu sett um koll. Maður sá er bjó þar heitir Bergur Jónsson, og varð engu bjargað úr húsinu og var alt óvátrygt. Hann er bláfátækur, svo þörf væri að rétta honum hjálparhönd. Húsin voru eign Þorleifs Guðmundssonar frá Há- eyri, en þau voru í ábyrgð. Sturla Jóns- son kaupmaður átti þar hey fyrir 200— 300 kr. og brann það óvátrygt. — Veður var hvast um kveldið, en það var til láns að engin hús voru þar svo nálægt að hætta væri á að kviknaði í þeim. MálverUaisýiiiiig Ásgríms Jóns- sonareropin þessa daga kl. 11—4. Hana ættu sem flestir að sjá. Þar er feikna- stór og fögur mynd af Heklu. Er hún tekin úr Hreppunum og sjást á henni fjórir bæir, þar á meðal Stórinúpur. Án efa besta og stærsta íslenska málverkið. Fleiri myndir eru þar fallegar, t. d. Galtafell, Skógarkot í Þingvallasveit, minni mynd af Heklu o. fl. Myndirnar eru flestar úr Árnessýslu, Vestmannaeyum, Reykjavík og Snæfellsnesi. Þó eru þar nokkrar annarstaðar frá, t, d. falleg mynd af fjall- lendi frá Möðrudal á Fjöllum, frá Bíldu- dal og frá Ítalíu. Niðnrj ölnunarskráin er nú tilbúin. Alls er jafnað niður 92,385 kr. Gjaldendur um 3300 kr. Hæst er Edin- borg með 2000 kr. Gjaldendur voru í fyrra 3143, og niður var jafnað þá 88,380 kr. Meðalútsvar nú eins og í fyrra um 28 krónur, en í hitteðfyrra var það 33 kr. 75 au., en þá var ekki lagt á vinnukonur 4 króna útsvarið, og það munar miklu. Skráin er nú samin að dönskum sið. Þar finst ekki Jón Pálsson, heldur Páls- son Jón. Alt tuggið upp á dönsku, og telja víst dansklunduðu og alþjóðlegu mennirnir þar framför mikla. Þinglýísingar 3. þ. m.: Pétur trésm. Ingimundarson selur hluta- fél. Völundi erfðafestuland sitt */»5 hluta Norðurmýrarbletts nr. 2, fyrir 1,728 kr. 30. Dags. 19. f. m. Samúel trésm. Jónsson, Gunnar trésm. Gunnarsson og Guðm. steinsm. Sigurðs- son selja Sturla kaupmanni Jónssyni hálfa húseign slna nr. 46 við Hverfisg. Dags. 24. f. m. Sigvaldi trésm. Bjarnason selur hluta- fél. Völundi húseign sína nr. 5. við Mið- stræti með öllu tilh., fyrir 35,000 kr. Dags. 14. Nóv. 1908. Skúli Jónsson selur Jóni Helgasyni Uxa- hrygg hálfa húseign sína nr. 21 við Ný- lendugötu með öllu tilh. fyrir 3200 kr. Dags. 25. f. m. Uppboðsafsal til handa Vilhjálmi Ing- varssyni trésm. fyrir hálfri húseigninni nr. 33 í Bergstaðastræti að upph. 1975 kr. Dags. 10. f. m. Pinglýsingar 10. þ. m. Guðm. steinsm. Einarsson selur Davíð ritstjóra Östlund húseign sína og verslunarbúð nr. 6 við Ingólfsstr. með öllu tilh. Dags. 2. þ. m. Stjórn Landsbankans selur Sigurði Jós- úa Björnssyni húseign bankans nr. 46 við Vesturgötu með öllu tilh., fyrir 5000 kr. Dags. 8. þ. m. 19. Febr. Ingibjörg Jóns- dóttir húsfrú, Njálsgötu 48. 20. s. m. Ragnheiður Magnúsdóttir hús- frú Laugaveg 73. 22. s. m. Kristín Rósa Jónsdóttir hús- kona á Klapparstíg 24. 23. s. m. Guðrún Gísladóttir úr Hafnar- firði, dó á Landakotsspitala. 24. s. m. Sveinn Olafsson, Smiðjustíg 11. 1. þ. m. Kristín Jónsdóttir ungfrú frá Steðja 1 Flókadal, dó á Landakotsspítala. 3. s. m. Jón Guðmundsson Grettisgötu 17 (druknaði sbr. síðasta bl.). 6. s. m. Guðmundur Lárusson, sjómað- ur, Ránargötu 24. S. d. Filippa Þorkelsdóttir, þurfalingur úr Skefilsstaðahreppi. 8. s. m. Margrét Einarsdóttir, ekkja, Melkoti 1 Rvík. S. d. Jóhanna Þorgeirsd, gift kona úr Hafnarfirði. S. d. Þorvaldína Þorvaldsdóttir, þurfa- lingur úr Arnarfirði. 10. s. m. Jón Árnason (frá Garðsauka). feikfélag Reykjavikur: Sinnaskifti, Leikið í Iðnaðarmannahús- inu Sunnudag 13. Mars, kl. 8 síðdegis. I síðasta sinn. Tekið á móti pöntunum á aðgöngu- miðum í afgr. ísaf. Hérmeð votta eg undirskrifaður mitt innilegasta hjartans þakklæti hinu heið- virða „Hvítabandi" í Reykjavík, fyrir þá miklu og mannúðlegu hjálp, sem það í nokkur umliðin ár, auosýndi minni hjartkæru eiginkonu í hennar þunga og langvinna sjúkdómi, og bið eg Guð að launa því það. Reykjavík 13. Mars 1910. ________________Tómas Halldórsson. cTií íaigu. Enn þá fást íbúðir og einstök herbergi með húsgögnum og forstofuinngangi, á móti snðri 1 Bergstaðastræti 3. Mikið úr að velja. Lág leiga. Sveitamenn! þegar þið komið til bæarins, þurfið þið ekki að ómaka ykkur til að fá ykkur vindla og allskonar tóbak búð úr búð, heldur farið beint í Tóbafesverslnnina í Ansturstræti 4 því hvergi fást vindlar og allskonar tóbak betra og ódýrara en i Tóbaksverslun R. P. Leví, Austurstræti 4. Munið þad! Stúkan Verðanði nr. 9. Á næsta fundi syngja Fóstbrœður. Stúkan óskar að félagar sinir Qöl- menni. Ýmislegt timbur fær Timbur- og kolaverslunin „Reykjavík" nieð „Prospero44 16.-20. þ. m. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: E*étur Zóphóníasson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.