Þjóðólfur - 23.03.1910, Side 2

Þjóðólfur - 23.03.1910, Side 2
5« ÞJOÐOLFUR. kost á að ganga fram nneð braut í Noregi, s«m verið er að byggja, og einnig t. d. á Jótlandi, kynna sér síðan vandlega brautarstæðið hér — og bera svo saman. Hann hefði og þurft að vinna um tíma að grjóti í Noregi. — Þá er eg viss um, að hann liti öðrum augum á þetta mál. Yottorð. Það, sem Norðmönnum þeim, er hér unnu að símalagningunni 1906, brá mest við, var, hve auðvelt væri að vinna jörð- ina hér, og vandalítið að leggja símann, móts við samskonar störf 1 Noregi, og gat eg vel skilið það. Eg hafði þá tal af mönnum á allri leiðinni milli Sf. og Rvíkur, og var alls staðar sama viðkvæð- ið: »Þetta er blátt áfram flatneskja og mjúklendi (Prærielandskab)*. Þótti að eins leiðast við hraunin, hvað lítið »hrykki frá« við skotin, vegna þess hve hraun- grjótið er holótt (bergið ósamfelt). Þeir höfðu ekki gjört sér hugmynd um, að hér væri svona miklu auðveldara að vinna að jörðinni, en heima hjá sér. En hér er það ekki svo óalment að finnast—eins og V. G, — »alt verst sem næst er«. Dagamunnr. Þá er V. G. fer að reikna út »hvað svo væri fengiðc, ef járnbraut kæmist að Ölfusárbrú, byggir hann þann útreikning fyrst og fremst á þvf, að þangað sé »ein dagleið frá Rvlk, sé farið hægt með hlaðna vagna eftir flutningsbrautinnic. Við Ölfusárbrú eru 64 rastir (Km.) frá Rvík. — Hingað eru 8 km., því nær hallalaus, góður vegur. Eg hefi farið það ótal sinnum með hlaðnar kerrur, og er 2 stundir með 600 pd. hlass, en 2,20 með 800 ‘8; en þann þunga (800 8) leggur V. G. til grundvallar fyrir »hesthlassi*. Nú er víða erfiðari og verri vegur á leiðinni til Ölvbr., og dregur úr hestunum, er til lengdar ekur. Svo þurfa þeir hvfld og fóður á langri leið. Það er því nóg f lagt að fara 64 km. á 20 stundum, og 4 stundir til hvíldar. Þetta verður að vísu ekki nema einn almanaks-dagur, og mun því V. G. telja þetta »blekkingalaus« rök, þótt sumum þyki það máske nokkuð lang- ur vinnudagur. En aftur verða dagarnir ekki eins drjúgir fyrir austursveitamenn að járnbrautarendanum við Ölvbr. Þá eiga t. d. Áshreppingar »1—2 dagleiðirc að heiman þangað. En milli Áshrepps og Ölvbr. eru 1j km. eða rúml. 5 stunda ferð með 800 ® hlass. — Þetta »bendirc greinilega á »skuggamyndirc til að leiða »almenningsálitið« »vilt vegar*. Nú og þá. Ekki skilst V. G. að verzlunarhættir og ferðalög geti breytst neitt við það, að járnbrautarsamband kæmist á við Rvík. Að því er áður vikið. Hann virðist og ekkert tillit taka til sfmasambands, né bú- ast við aukning þess um austursveitir. Eg mundi nú skoða þetta í þeirri ljós- mynd, að bændur gætu mætt aðkeyftu vörunum við brautarendann, um leið og þeir færðu sfna vöru þangað, og sendu hana án þess að fara sjálfir nema ein- staka sinnum. Enda býst eg við, að vöru- skemma kæmi fljótt upp við brautarend- ann, hvar »f byggð« sem hann væri. En mér þykir of skamt farið, ef ekki er að Þjórsá eða Rangá; enda mundi fljótt koma þörfin að bæta þeim spotta við, þótt fyrsti áfanginn væri við Ölvb. Flutningataxtanum skifti eg mér ekki af. Það segir sig sjálft að hann getur ekki orðið hærri fyrir menn, en hestflutn- ingur (þó tími sparist), og að vörur má hann ekki gera dýrari en þær eru í kaup- túnunum við sjóinn (Eb. og Stk.). Verzl- unin hiyti að færast að brautinni; það sér hver maður að væri tilveruskil- yrði fyrir hana; svoiað ekki er til neins, að hampa flutningskostnaðargrýlunni fram- an f nokkurn meðalgreindan mann, né öðru af sama tagi. Kunningi minn, V. G., verður nokkuð »gamaldags« þegar hann er að reikna út 1 kostnaðinn við ferðina með 8 hestburði á kerrum frara og aftur milli Ölvb. og Rvíkur og fær út, að hann sé »kannske i 1—2 kr.« fyrir hestagæslu og kaffi ; ann- að ekki. Maðurinn, hestarnir (3—4), vagnarnir 2 og hirðing þeirra, — þótt þessir hlutir séu hvlldarlftið að starfi 2—3 (almanaks)daga — það eru ekki pening- ar! Of mikill ellisvipur og »villu«-þoka yfir þessari »skuggamynd« 1 Brngð og lykill. Lýðblaðrara-bragð er að því, er V. G, talar um skilningsskort »þeirra, er hafa 20 kr. f daglaunc, á kjörum bænda. Eins og allir hljóti að vera svo gerðir, að geta ekki skilið neitt, sem þeir hafa ekki »upplifað« sjálfirl Og sumir þekkja af eigin raun þröngan hag, þótt þeir ein- hverntíma komist í betri kringumstæður. En þarna mun nú vera lykillinn að þeirri ráðgátu, hvers vegna V. G. er svona skilningssljór f járnbrautarmálinu. »Það er von, að þeir sem hafa« ... alið aldur sinn við »strit og stríð« bændalífs- ins uppi í há-sveitum á íslandi, og aldrei hafa séð járnbrautir, né áhrif þau, sem þær hafa á þjóðlífið, þar sem þeirra nýt- ur,.,. »eigi erfitt með að skilja þetta«. »Kapp er best með forsjá« er »motto« hjá V. G. En eg vildi ráða honum til að enda járnbrautarmáls-ritgjörð sína með spakmælinu: »Hægra er að kenna heil- ræðið, en halda það«. Slæmur. Svo hirði eg ekki að elta grein kunn- ingja mfns, V. G. lengur. Hún er (og væntanl. verður) öll af sama toga spunnin. Ekki ætla eg heldur að fara að gylla járnbrautina. En láta má eg f ljósí, að eg hafi þá von, að hún gæti að liði komið. Byggi eg þá von á líkum, dregn- um af öðrum dæmum, sem áður er á minst, og reynslu hjá öðrum þjóðum. Því eg get ekki annað hugsað, en að í því til- liti sé líkt efni í þjóð vorri og landi, og að hvorttveggja geti tekið framförum, ef framfara-meðulin fengist. Og sé hér nokkurs staðar not fyrir járnbraut, eins og sakir standa nú, þá er það þarna. En það, sem eg aðallega vildi hafa sagt, bæði h. heiðr. höf., V. G., og öðr- um, er finna hjá sér köllun til að ræða og rita um það, sem þá brestur öll skil- yrði til að hafa vit á, er, að þeir gæti hófs í mótmælum sfnum gegn slfkum nýjungum. Þeir geta þar unnið verra verk, en þeir vildu. Allir þeir, sem af vanþekkingu hömuð- ust móti sfmamálinu, bera nú kinnroða fyrir það, enda þótt þeir eigi gætu valdið drætti þess. Þeir gátu að eins spilt því að nokkru (sveitaleið í Þingeyarsýslum o. fl.). V. G. er enn ungur maður, og gæti vel lifað það, að sjá blessunarrík áhrif »járnbrautar austur í Árnessýslu«, og ann eg honum þess, að þurfa ekki að bera blygðunarroða í elli sinni fyrir það, að hafa »vilt almenningsálitið« íþvímáli,og tafið fyrir framgangi þess með þvf að auka á fáfræði almennings með vanþekk- ingu sinni. Grafarholti, ,8/3—’io. Björn Bjarnarson. Ritsmídi Mercuriusar í ísafold um Skuldbindingaskrár Landsbankans verða athuguð 1 næsta blaði. Stjórnarskrá - þingræði og valðrán. I stjórnarskrá vorri, eins og f stjórnar- skrám almennt nú á tímum, er valdinu þrískift, í löggjafarvald, framkvældarvald og dómsvald. Löggjafarvaldtd er hjá konungi og .41- pingi í sameiningu. Framkvæmdarvaldiö er hjá konungi ein- um, en hann lætur ráðherra (og aðra em- bættismenn) framkvæma það fyrir sína hönd. Dómsvaldid er hjá dómendum. Þingræði er sú regla, að konungur taki sér þann einn mann fyrir ráðherra, sem hefur traust og fylgi meiri hluta löggjafar- þingsins, og haldi honum að eins svo lengi, sem hann nýtur þessa trausts og stjórnar í samræmi við vilja þingsins. Verksvið Alþingis er þannig aðallega löggjafarvaldið, en því er jafnframt í sjálfri stjórnarskránni veitt mjög víðtækt eftir- litsvald og rannsóknarvald (21. gr. stj.skr.), og þar af leiðandi kosningarvald (c: vald til að skipa menn til starfa — 26. gr.), og úrskurðarvald á landsreikningunum (sem það framkvæmir í lagaformi). Með ýmsum öðrum lögum er þinginu ennfremur veitt eftirlitsvald og kosningar- vald (skipunarvald til starfa), og má þar minna á vald þingsins til að skipa(kjósa) gœslustjóra fyrir Landsbankann og annan endurskoðunannann við bankann. (Svipað er með menn í bankaráð ísl.banka o. s. frv.). Eins kýs þayjirskoðunarmenn lands- reikninganna. Alt þetta eftirlitsvald (og valdið til að kjósa menn til að framkvœma pað) er þinginu veitt til þess, að það geti, sjálf- stætt og stjórninni óhdð, haft eftirlit með því, að lögum sé fylgt, og með landstjórn- inni sjdlfrt, hversu hún fari með vald sitt, og ýmist til að líta eftir, hversu beitt sé valdi því, sem þingið hefur veitt ein- hverri stofnun (Isl.banki), eða stofnun, sem er landsins eign, þótt sjálfstæð sé að ýmsu leyti (Landsbankinn). Landsbankanum er aðallega (og nú nær eingöngu) stjórnað af framkvæmdarstjóra (nú framkvæmda- stjórum), sem landstjórnin skipar. Þvf kýs Alpingi gæslustjóra, sem hafa skulu eftirlit með starfsmanni (starfsmönn- um) landstjórnarinnar og með afskiftum ráðherra, sjd/fs af bankanum, og skýra pinginu, sem hefur kosið pd, frá því sem þeim þykir tilefni til. Það er auðsætt at þessu, að til er ætl- ast, að löggjafarwaldinu sé hér trygt eftir- lit með framkvæmdarvaldinu og starfs- mönnum þess. Sé pessu valdi kipt úr höndurn pingstns og landstjórnin hrifsi pað til sín, pd er ptngið par með rænt valdi sínu, og alt eft- irlit að engu gert. Því að ekki bætir úr því sá skrípaleik- ur, að landstjórnin fari sjálf að hafa eitir- lit með sjálfri sér!!! Hvað er nú það sem ráðherra hefir að hafst gagnvart Alpingi í framkomu sinni í vetur í bankamálinu? Hann hefir, eigi að eins dn allrar /aga- heimildar og að fornspnrðu pinginu, held- ur pvert ofan í skýr og ótvíræð dkvœðt laganrta (frá sfðasta þingi, er hann sjálfur hefir undirskrifað) svift Alþingi eftirlits- mönnum þess vid Landsbankann — gœslu- stjórununi. Með þessu hefur ráðherra brotið eina helstu frumreglu stjórnarskrdrinnar, hann hefur brotið gildandi lög (nýju bankalögin) og hann hefur brottð pingrœðisrcgluna, með því að brjóta á bak aftur vilja og kosningu Alþingls, — hrækt framan í þingið. En hann hefir gert meira. Hann hefir tekið sér í hönd það vald, sem hann hafði rænt frá þinginu, og skipað sjdlfur alveg ólöglega gæslustjóra I Og hann hefur gert enn meira. Eftir að háyfirdómari Kristján Jónsson hefir fengið úrskurð dómara („fógeta konungs") fyrir því, að hann sem löglega kosinn gæslustjóri af Alpingis hdlfu eigi aðgang að því að rœkja störf sin og skyldur i bankanum, óhlýðnast ráðherra dómsvald- inu, brýtur einnig pað á bak aftur og virð- ir það að vettugi, en heldur áfram viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, að skipa nýa, ólóglega gæslustjóra, og misbeitir valdi sínu yfir framkvæmdastjórum bankans til að banna þeim að hlýða úrskurði dómar- ans, banna þeim að viðurkenna Kr. J. sem gæslustjóra. Það veit þó ráðherra, sem hvert „barn í lögum" veit, að slíkir dóms-úrskurðir „fógeta konungs" eru það rétthærri en aðrir dómar, sem áfrýja roá, að fógeta- úrskurðum ber að hlýða skilytðisiaust, þótt áfrýað sé, uns peim er hrundið með ceðra dótni. Að hlýða ekki, það er uppreisn gegn lögum og landsrétti. Það er fallegt — eða hitt þó heldur! — að sjá þann mann, sem á að gæta lands laga og réttar og ganga sjálfur á undan öðrum í löghlýðni, gera sig sekan um slíkt — kenna jmönnum með eftirdæmi sínu að virða að vettugi, fyrirlíta, lögin, og skapa þannig óstjórn i landinu. Hann rænir hjer valdi dómstólanna og hrifsar það sér í hönd. Og A attunda púsund króna hefur hann borgað fyrir bankarannsókn sína (og það verður væntanlega meira fé enn, sem í þá hít fer), og þetta fé hefir bankinn verið látinn borga sumt, en mikinn part af því landssjóður. — Ekki hafði þó ráðherra látið eins eyris fjárveitingar til þessa af alþingi, þó að það væri saman komið og ætti setu meðan hann skipaði rannsóknar- nefnd þessa. Eins og ráðherra þessi hefir í öðrura efnum brotið fyrirmæli fjárlaganna, eins hefir hann hér greitt fé í heimildarleysi. Hann hefir í þessu máli brotið frum- reglur sljórnarskrárinnar, brotið lög tands- ins, þar á meðal fjárlögin, soift alpingi eflirlilsrélli sínum, brotið á bak aftur og einskisvirt dómsvaldið, og öllu þessu valdi hefir hann rcent sér í hönd. Þessu verður ekki með rökum á móti mælt. Þetta er óhrekjandi. Hvað á nú að gera, til að varðveita rétt alþingis og þjóðarinnar og halda uppi lögum landsins? Hvað á að gera til að brjóta á bak aftur þetta rússneska einveldi? Hér er ekki um neitt flokksmál að ræða. Öllum landsmönnum, sem opin hafa aug- un og fullan skilning á, hvað hér er að gerast og hvað hér er í liúfi, hlgtur að vera jafnhugað um það, að varðveita rétt alþingis og frelsi þjóðarinnar gegn al- ræðisvaldi og ólögum. Það verða stundum gloppur 1 lögum þjóðanna. Þannig er sagt um Sólon, er er hann samdi Aþeningum lög, að hann hafi gleymt að ákveða nokkra sérstaka refsingu fyrir móðurmorð. Þegar hann var spurður að, hvernig á þessu stæði, svaraði hann, að sér kæmi ekki til hugar að nokkur maður drýgði svo svívirðilegan glæp. Eitthvað líkt yrði um svör hjá oss ís- lendingum, ef spurt yrði, því vér hefð- um enga ráðstöfun gert í stjórnarlögum vorum, til að gera þjóðinni auðið að taka í taumana, ef vjer fengjum einhvern tfma ráðherra, sem eftir hætti manna í þjóðveld- um Mið-Ameríku færi að gera sjálfan sig að alræðismanni og taka sér einum löggjafar- vald, fjávreitingarvald, eftirlitsvald með

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.