Þjóðólfur - 08.04.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR
59
skift alt í einu á kunnáttunni í ensku og
Islensku, þá væri það stór framför«.
Það er ekki von að vel fari, þegar
slíkar og þvílikar raddir heyrast, enda
mun þjóðræknistilfinningin hjá mönnum
vera lítið annað en orðagjálfur. Allir
vita, að dönskuslettur eru daglegur varn-
ingur um alt land, og þó undarlegt megi
virðast, er eins mikið um þær viða til
sveita, sem í kaupstöðunum. Reykjavik
var fyrri hluta síðustu aldar alræmd fyrir
dönskuslettur og fyrir alt, er óþjóðlegt
væri, enda var þar þá danska eða ein-
hver dönskublendingur talaður nær ein-
göngu, og það af alíslensku fólki. En
þetta hefur farið mjög batnandi á síðustu
tímum, þó hvergi nærri sé gott. — Þar
kaupa menn »biletti« á »komedíur« og
íconcerta*, fara á »aktioner« og eru »ar-
resteraðir*. Kaupmenn »konkurera« hvorir
við aðra, halda »beholdningu«, gefa »ra-
bat« og »þéna marga peninga«. Prestar
»sakramentera« og »konfirmera«. Lög-
fræðingar »innkassera« og »prokurera«.
Myndir eru »innrammaðar«, smöblur*
smíðaðar og hús »betrekt«. Menn fá
»resept« og eru »ópereraðir«. Verkamenn
»taka upp á akkorð« og »lossa skip«.
Ungfrúr »spassera« og skemta sér á
»böllum«. Saumakonur sauma »líf« og
»skjört« og »punta hatta«. Húsfreyur
»laga mat« og »gera visit«, og vinnu-
konur »vaska upp í kokkhúsinu* og »spis-
kamersinu« og »stufa af anretningsborð-
inu«. —
Hér eru flestar þær konur, er eitthvað
vilja láta bera á sér — og þærerumarg-
ar — synir tengdafeðra sinna, og nú ný-
lega hefir niðurjöfnunarnefndinni þóknast
að raða öllum eftir föðurnöfnum, og er
það óneitanlega framför í dönsku áttina.
Annars er það einkennilegt, að íslensku-
kennari mentaskólans skuli vera einn af
þessum 15 ódauðlegu niðurjöfnunarmönn-
um, er alt í einu hafa gerst svo þjóðlegir,
að búa til niðurjöfnunarskrá á háútlenda
vísu, og er mikið, ef ekki fleira fer á
eftir.
A veitingahúsi hér í bænum hefir ný-
lega verið fslenskur þjónn, en dvalið
hafði hann eitthvað í Danmörku. Menn
myndu samt ætla, að hann hafi mælt á
íslenska tungu við íslenska gesti. Ónei —
hann talaði dönsku við þá(!!) Búðar-
þjónar eru hér margir danskir, og þurfa
viðskiftamennirnir að mæla á danska
tungu við þá, því fæstir þeirra skilja ís-
lensku, eða þykjast ekki skilja. Sumar
þjóðir (t. d. Englendingar) mundu gera
sér lítt að góðu, að þurfa að mæla á út-
lendri tungu í sínu eigin landi, þegar
þeir þyrftu að gera einhver smákaup eða
fá sér hressingu á veitingahúsi. Þessir
útlendu menn standa oft í vegi fyrir inn-
lendum mönnum, þegar um atvinnu er að
ræða, því þeir hafa þau miklu meðmæli
fram yfir þá, að þeir eru útlendir. Oftast
mun og þessum mönnum vera launað
betur en fslenskum, þó hinir íslensku
standi þeim fyllilega jafnfætis.
Komi hingað danskur beykir, þá halda
allir að hann sé verkfræðingur, sem sé
best fallinn. að takast á hendur að ann-
ast vatnsleiðslu og hitaleiðslu 1 hús, þvf
þau meðmæli ein eru nægileg, að maður-
inn sé danskur, og geti því gert alt, sem
gera þarf; því ekki þarf ekki að taka til-
lit til þess, hvernig verkið verður af
hendi leyst, enda munu þeir jafnan gæta
þess, að búa svo um hnútana, að engin
ábyrgð hvíli á herðum þeirra, þó alt sé
önýtt að litlum tíma liðnum.
Það er ekki langt síðan, að í ráði
'ar> að fá híngað danskan skógræktar-
fræðing, er átti að hafa að launum eins
mikið fé 0g þeir embættismenn hér, sem
best eru launaðir. — Þingið var samt svo
smásálarlegt, að eigi vildi það veita þeim
manni hærri laun, en sýslumenn margir
hafa. Var mikið um það rætt, að líklega
myndum við ekki fá þennan ágæta mann,
fyrst við ekki tfmdum að launa honum
betur. En viti menn. Maðurinn gerði
sér þetta að góðu, og hefði llklega tekið
boðinu, þó launin hefðu verið að mun
lægri.
Komi hingað útlendur maðar, er kann
einhverja íþrótt mun betur en menn hafa
áður átt að venjast, glápa allra augu á
hann, sérstaklega þó kvenfólksins, og fagn-
aðarlætin eru alveg ósegjanleg. Kven-
fólkið mænir vonar- og bænaraugum til
útlendra manna, er hingað koma, og und-
irgefnin stendur »uppmáluð« á andlitum
þeirra. Og líti þeir í náð sinni niður til
þeirra, og taki þær á göngu með sér um
bæinn eða út úr honum, er gleði- og
sælusvipurinn uppljómaður. — Annars
kemur töluverður stéttarmunur þar fram,
sem víða annarstaðar. »Offiserar spáss-
éra« með »heldri« konum og ungfrúm,
sem svo eru kallaðar, »dátarnir« með al-
þýðustéttar-ungfrúm, og sjómenn gera sér
að góðu griðkonur — en þó munumarg-
ar stúlkur alþýðustéttarinnar vera fult svo
siðgóðar sem þær, er hærra eru settar f
mannfélaginu. Að vísu mun stéttarígur-
inn ekki koma altaf til greina, því stund-
um kváðu »dátar« og sjómenn hafa feng-
ið »heldrimannadætur« á skemtigöngu
með sér, enda ber nú ekki svo mikið á
því seint á kvöldi, og góð skemtun þyk-
ir jafnan að »fara um borð«, eða sigla
um höfnina f góðu veðri.
Sumar frúr bæarins kváðu jafnvel vera
svo hugulsamar, að útvega griðkonum
sfnum og vinkonum útlenda menn til að
dansa við þær.
En sjaldan er gott oflaunað nema með
illu sé, og keraur það hér oft í ljós,
ekki sfður en annarstaðar, því lítt valin
orð kvað íslenska kvenfólkið fá að baki
sér hjá þeim útlendingum, er hafa kom-
ist í kynni við það, og ekki munu þeir,
margir hverjir, bera þeim ofgóða söguna
um siðgæði þeirra.
Ekki ber minna á þessu f búningi
kvenna, því altaf þarf að breyta honum
til að hanga í tískunni. »Móðblöð« hafa
hér allmikla útbreiðslu, og eru þau talin
einhver nytsömustu blaðakaupin, því þau
sýna útlit þeirra búninga, sem f »móðn-
um« eru þann og þanntímann. En »galli
er sá á gjöf Njarðar*, að venjulegast eru
þeir búningar fallnirúr »móð«, þegarþeir
eru teknir hér upp; — en hvað gerir það
till — Þeir eru samt í »móð« hér. —
Kvenhattar eru og sömu forlögum undir-
orpnir og þarf að breyta þeim, stundum
oft á ári.
Margt fleira mætti minna á, sem
sýnir þýlyndi íslendinga, og skal eg að-
eins benda á, þegar ráðherrann okkar
kom til Danmerkur f fyrra vetur. Þá
varð hann svo »hrifinn«, að hann gleymdi
öllu, er hann hafði áður sagt og kunni
sér ekki læti. Vildi og láta Dana sjá
það svart á hvftu, hvað mikill munur væri
á þeim og okkur, og kunni ekki að sýna
þann mismun betur, en með því, að líkja
okkur við »þurrabúð«, en þeim við
»herragarð«.
Opveginn.
*
* *
Athgr. Víða mun pottur þykja brot-
inn með, að smærri þjóðirnar vilja »de-
mentera« af þeim stærri. Og þótt vér
séum eigi höf. að fullu samþykkir, teljum
vér að eigi sé of brýnt, að efla það sem
íslenskt er, í hverju sem er. Og að þvf
miðar höf., þótt sum dæmi hans séu eigi
sem heppilegust. Meðal annars gerir
hann ofmikið úr dálæti kvenna á útlend-
ingum — þó höfum vér eigi viljað synja
greininni rúms, ef vera mætti, að eitthvað
lagfærist misfellurnar f þessu efni við á-
drepu hans. Ritstj.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
8
Ibuðir
smærri og stærri til leigu.
Sturla Jónsson.
8
00000000000000 co 0000 000000 c
„Hansa“. Aðalumboðsmaður vá-
tryggingarfélagsins „Hansa“ óskar þess
getið, að svar gegn greininni um það fé-
lag í sfðasta blaði komi í næsta tölubl.
Aths.: Skröfin um járnbr. og samg. í
Þjóðólfi nýl. voru fljótl. og grúsklaust rit-
uð. Um eitt atr. leitaði eg upplýsingar,
en hefi ekki fengið rétta: Við Álfósbrú
eru 5 9 (ekki 64) km. frá Rvík. Styttast
t. d. »löngu dagarnir« um nærri D/2 kl.-
st. — I sfðari gr. mispr.: 40 í stað 3 o
(km. milli bygða).
Grh. 5/4—’xo. B. B.
Leiðrétting. í síðasta blaði á 3. sfðu,
4. dálki 22. 1. a. n. hefir misprentast: út-
litsháttur fyrir lítilsháttar.
steypir, eins og að undan-
föruu, allskonar muni úr
járni og kopar.
Kopar keyptur háu verði.
Peir sem hafa í hyggju að
láta steypa eitthvað fyrir sig,
snúi sér til
Bjarnhéðins Jónssonar,
járnsmiðs.
Othelló,
Romeó og Julía,
Macbeth,
Hamlet,
Lear konung og
Sönghefti Jónasar Helga-
sonar (1875—1881).
Dóhatin jjóhannesson.
Laugaveg 19.
Allar
brúkadar íslenskar sögu og
Ijódabœkur kaupi eg fyrir pen-
inga einnig orðabœkur o. /I.
<3ófi. <3ófíannesson.
Laugaveg W.
eru aftur komnar í
Tiinbur- «»t* kolaversi.
mjög góðar,
verð: kr. 1,40—1,90—2,40,
nýkomnar
í Austurstræti í,
Ásg. €Sr. Gunnlangsaon & Co.
næstu ferð norðan um land
samkvæmt áætlun. En vænt-
anl. í Rvík 16. þ. m.
Sfigar,
ómissandi eign fyrir hvert hús,
t. d. ef brnna ber að höndnm,
fást í
Timbur- og kolaversluntn
„REYKJATÍK^.
fyrir kvenfólk
og karlmenn,
afar-ödýr,
i Austur str œti 1,
Ásg-. G. Gnnntaugsson &Co.
Stúkan Verðanði nr. 9.
Á næsta fundi talar landlæknir
Guðm. Björnsson um sjúkrasamlög,
og Pétur Zóphóníasson um síðasta
stórstúkuþing.
Félagarnir beðnir að Qölmenna.
Ritstjóii og ábyrgðarm.:
Pétur Z ó p h ó n í asso n •
Prentsmiðjan Gutenberg.