Þjóðólfur - 22.04.1910, Page 1

Þjóðólfur - 22.04.1910, Page 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 22. Apríl 1910. M 17. mótor-steinoliu á @ i »ia? Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé best? Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steinoliu frá Skandinavisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskab, Kongens Nytorv 6. Köbenhayn. Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. Gleðilegs sumars óskar Þjóðólfur öllum lesendum sínurn. Ráðherra íslands. Tvíliöiðinn. Eins og menn muna, tók kapt. Schack til máls um íslandsmál við fyrstu um- ræðu fjárlaganna í þjóðþinginu. Hafði hann margt að athuga við framkomu Björns Jónssonar. Meðal annars fann hann sterklega að því, að hinn svonefndi verslunarráðunautur, alþm. Bjarn Jónsson frá Vogi, skuli hafa leyfi til aðlátaopin- berlega í ljósi Danahatur sitt og skilnað- arskoðanir, bæði í ræðu og riti. Lofaði danska stjórnin því, að leita upplýsinga um mál þetta hjá ráðherraís- lands, og við 2. umræðu fjárlaganna lýsti forsætisráðherrann því yfir, »að hann heíði átt því láni að fagna, að mæta algerlega sömu skoðun« hvað máli þessu viðviki hjá sínum ísl. félaga. Og hann las upp bréfaviðskifti um ráða- nautinn, sem farið höfðu á milli utan- ríkisráðaneytisins danska og ráðherra Is- lands. Samkvæmt því virtist það eng- um vafa undirorpið, að Björn Jónsson ráðherra í raun og veru vildi koma vel fram í máli þessu. En hinir síðari viðburðir hafa farið í aðra átt. Bréf það hið fyrnefnda, þar sem Björn Jónsson lét svo alúðlega álit sitt 1 Ijósi viðvíkjandi viðskiftaráðunautnum, athug- aði alþm., ritstjóri Skúli Thoroddsen í Þjóðviljanum. Var það að hans dómi alt of góðviljað í garð Danmerkur. Og þess vegna skrifar »ísafold«, blað ráð- herrans, sem hefir son ráðherra að rit- stjóra, á þessa leið (ísaf. s/3 ’io): »En að honum sé af ráðherra meinað að láta í ljósi skoðanir sínar á sjálfstæðis- máli voru, og segja frá þeirri baráttu vorri, eins og Þjóðv. virðist halda, það nær engri átt. — Nægir 1 þVí efni að benda til hinna skorinorðu greina, er Bjarni hefir skrifað í mörg sænsk, norsk og dönsk blöð um sjálfstæðismálið, og mun stjórnin síður en svo hafa amast við þeim«. Hversu undarlega þetta hljóðar, munu menn sannfærast um, þegar það er borið saman við hið fyrnefnda bréf ráðherrans til utanríkisráðherrans. Þar segir svo: »Svo sem erindisbréfið skýrlega ber »með sér, á viðskiftaráðunauturinn a 11 s »ekkert að fjalla umpólitík »og verðum vér því að telja það »mjög miður farið, ef hann, sem »stjórnarráðið efast um, hefir viðhaft »sllk pólitisk ummæli um sam- sbandið milli Danmerkur og íslands »sem þau, er standa í hingaðsendum »blaðaúrklippum ; höfum vér fyrir »því gert ráðstöfun tilþess, »a ð það komi ekki oftar fyrir, *og beri það við, mun hann »samkv. 6. gr. erindisbréfsins t a f a r- »laust verða kvaddur heim«. Það er víst varla unt að hugsa sér tvenn ummæli mótsettari hvert öðru. Þegar ráðherrann 1 brjefi sínu efaðist um, að ráðunauturinn hefði látið sér slík orð um munn fara, — þar var verið að tala um, hvað annar maður hafði eftirhonum, — voru honum sýndar greinar, sem birst höfðu í »Pólitiken« og »Dannebrog« und- irskrifaðar af Bjarna Jónssyni sjálfum. Og andinn 1 greinum þessum er hinn sami og í hinum fyrnefndu blaðaúrklippum. Og þegar ísaf. jafnvel g o r t i r af þess- um greinum, virðist svo sem ráðherrann vilji bæta ruddalegri hæðni gegn Dan- mörku og þjóðþingi — við fúlustu tvö- feldni. Eftir slíka framkoma, virðist það rétti- lega til orða tekið, eins og Schack kap- teinn gerði við 3. umræðu fjárlaganna, að Björn Jónsson sé eins og maður með tveimur andlitum, annað síbrosandi og elskulegt, sem hann snýr að Danmörku, en annað sem snýr að Islandi og segir við íslendinga með djarflegum grettum: »Þið skuluð ekki hugsa neitt um það, sem eg segi við Dani, því það hefir ekki minstu þýðingu«. ' Ætla mætti, að íslendingar yrðu fljótt fullsaddir á sllkum manni, hvort sem þeir eru velviljaðir 1 garð Dana eða ekki. Danir eru fyrir löngu búnir að sjá, að einungis er hægt að líta á hann með hinu mesta vantrausti, bæði persónulega og pólitískt. Og þjóðin verður, án nokk- urs tillits til innanlands-deilumála, að heimta, að danska stjórnin láti í ljósi sama vantraustið, og hagi sér að öllu leyti eftir því. A t h g r. Grein þessi er lauslega þýdd úr Dannebrog. Álítur Þjóðólfur að það sé gott, að sem flestir sjái hvert álit ráð- herra hefir ytra, og hver orsökin er að álitsleysi hans. Hún sést svo skýrt í grein þessari; það er tvöfeldni og óorð- heldni, er eyðileggur álit hans. „frœðslumál barna“. Eftir séra Ófeig Vigfússon. (Frh.). ----- En nú kemur önnur ástæðan, sú, að sameining prests- og kennara-starfsins mundi valda sundrung 1 fræðsluhéruðum. Eg held, að þessi hræðilega ástæða sé ekki gerhugsuð. Hvað ætti svo sem að valda þessari sundrung? Auðvitað trúarlegar ástæður. Menn með annari trú en prestkennarinn, eða trúleysingjar, ef nokkrir eru, mundu { amast við, og, ef til vill, einnig hamast gegn kenslu hans á börnum sínum eða annara o, s. frv. En því þá tremur að æsast gegn kenslu prestkennara en kenslu hvers annars trú- aðs kristins manns? Þvl vel mentaður og trúaður prestur er engan veginn lík- legri til að vanrækja hina verslegu fræðslu eða spilla henni með trúfræði sinni, en hver annar trúaður maður. Og svo er það einnig víst, að hver einasti kennari hefir óbeint eða beint, óvitandi eða vit- andi áhrif á nemendur sína 1 áttina til þeirrar trúar, eða þess trúleysis, sem hann sjálfur gengur með eða lifir 1. Og af þessari ástæðu meðal annars vill sr. Jóh. og hver góður og vitur mentavinur, að kennarar séu mentaðir, trúaðir og sið- góðir menn. Hver ástæða er þá til að óttast fremur sundrung í fræðsluhéruðum út uf lýð- fræðslu kennara, sem jafnframt væri prestur, heldur en út af kenslu kennara, sem væri einlæglega trúaður maður — sömu trúar og presturinn, og jafn-heittrú- aður eða þá heitari en presturinn? En ef óttastmásundrung út af þessu, þá má einnig, og ekkislður, óttastsundr- ung í fræðsluhéruðum út af kenslu hvers manns, sem vera skyldi, ef svo ber und- ir, og þá ei g i s í s t, ef kennari væri annarlegrar trúar eða trú 1 aus. Hinir trúuðu í fræðsluhéraði mundu eigi slður amast við trúleysingjum í kenn- arastóli, en trúlausir við trúuðum. Og yfir höfuð munu foreldrar og forráðend- ur nemenda t. d. amast við annarlega trúuðum kennara, hver sem hann er eða verður. En út af öðru en þessu, get eg vart hugsað mér sundrung 1 fræðsluhéraði í sambandi við prestkennara; því að prest- kennari yrði auðvitað, eins og hver ann- ar kennari, háður fyrirmælum og eftirliti fræðslunefndar og yfirstjórnar fræðslumál- anna, og mundi, eigi síður en hver ann- ar, fylgja 1 starfi sínu öllum fyrirskipuð- um lýðfræðslureglum, svo að út af slíku og því um llku er sundrung varla hugs- anleg. Að m. k. þó ekki fremur fyrir það, þótt kennarinn sé líka prestur, held- en eitthvað annað, t. d. sjómaður, versl- unarmaður, fátækur bóndi, vinnumaður, eða alt mögulegt annað en prestur, eins og gengið hefir og ganga mun, eftir því sem nú horfir við. Þessi sundrungar- ástæða og óttinn við hana er þvf ástæðu- laus. En þá kemur þriðja ástæðan, sú, »að andlegu frelsi þjóðarinnar gæti orðið hætta búin af slíkri sameiningu«. Og þá er það trúarofstækis- og klerka- veldisgrýlan, sem komið er með til að sýna fram á hættuna. Því að frá þessari grýlu á þessi hætta að stafa, o^ þessi grýla á að hremma og gleypa 1 sig, lík- lega helst öll landsins börn. En hvernig getur sr. Jóh. og skoðana- bræður hans ætlað, að prestkennarar með mentaðri trú eða trúaðri mentun frá góð- um presta- og kennaraskóla, mundu verða líklegri eða hneigðari til trúarofstækis en hver annar trúaður mentaður, eða ment- aður trúaður maður? Eg vil ennþá taka það skýrt fram, að eg hefi altaf gert ráð fyrir því, að prest- kennarar yrðu sem best mentaðir til hvor- tveggja starfsins, en alls ekki illa eða ómentaðir. Og eg veit ekki betur, en að m e n t - u ð u m mönnum, hvar sem þeir eru, hafi verið, og sje yfir höfuð, miklu siður hætt við trúarringli og trúarofsa, en ómentuð- um mönnum, og að því betur eða meir sem maðurinn er mentaður, því síður hrífst hann af hvers kyns vingli og æsing, hvort sem hann er prestur, kennari, bóndi eða hvað annað. Vel veit eg það, að trúin er hjartans mál, og að öll hjartans mál eruviðkvæm og heit. En því betur sem trúin er ment- uð, því betur trúir hún og breytir eftir því, að hún á að lifa og starfa 1 kyrþey og hljóði í hvers eins hjarta, og út frá því í kristilegu verki; að hún er ssannfær-' ing um það, sem rnaður ekki sér«, og að þessi sannfæring, trúin, verður e k k i flengd eða rekin, með ofsa og látum, inn 1 huga og hjörtu manna, heldur á hún, eftir eðli sínu, að lifna og lifa í sálu eins fyrir áhrif annars, eins og ljós af Ijósi eða líf af lífi. Eg held líka, að við Islendingar yfirleitt séum að eðlisfari engir trúarhitamenn.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.