Þjóðólfur - 20.05.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.05.1910, Blaðsíða 2
82 ÞJOÐOLFUR. látinna vandamanna 100 kr. á ári, næstu | 4 ár. Ofannefndan styrk tel eg einskis virði. j Langt of lágan. Þessar ioo kr. svara til I eins ómagaframfæris, eftir því sem víða tíðkast að taka með ómögum nú á tím- um, og mundi þvf hrökkva lítið til að létta undir með hreppum eða einstak- lingum, ef um nokkra fjölskyldu væri að ræða. Fyrst öllum er gert að skyldu að vátryggja sig, sem sjó stunda, þá er ekki til neins að vera að neinu káki; þess vegna tek eg hiklaust undir með fundar- mönnum í Ólafsvík, að sjálfsagt sé að borga 200 kr. á ári f næstu 5 ár, eftir að maður hefir druknað, þvf það munar þó dálítið um það, hvort heldur væri um ekkju og börn að ræða, eða ellihruma foreldra, eða máske hvorutveggja, sem mistu þannig fyrirvinnu sfna. 7. gr. oftnefndra laga ákveður, að til- landsjóðs megi aldrei nema meiru en 15,000 krónum. I þeim efnum er eg enn á sama máli og Ólafsvíkurfundurinn, mér finst slíkt tillag langt of lftið, mætti a)ls ekki vera minna en það, að hver sjó- maður gæti verið líftrygður fyrir 1000 kr. án þess þó að hækka þyrfti iðgjöld þeirra og útgerðarmanna úr því sem gert er ráð fyrir með þessum lögum. Annars get eg ekki séð, að lög þessi verði að nokkru verulegu liði. Löggjafar landsins ættu að hafa það hugfast, að koma lögunum svo fyrir og gera þau þannig úr garði, að þau séu sem aðgengilegust fyrir þjóðina. Engin ástæða til að skylda menn til að vera í því lífsábyrgðarfélagi, sem er miklu dýr- ara og óhagkvæmara en önnur félag, sem vér eigum kost á að tryggja líf okkar í. Aður en eg legg pennann frá mér, skal eg leyfa mér að benda á tvær aðrar leiðir, sem eg álít að hefðu verið heppilegri fyrir landsbúa, og um leið komið ein- staklingnum betur. 1. Að öllum, sem sjó stunda einhvern tíma ársins (minst eina vertíð), væri með lögum gert að skyldu að líftryggja sig í lífsábyrgðarfélagi, sem landstjórnin hefir samið við, og þá fengið líftrygging fyrir íslenska sjómenn með vægari iðgjöldum, en venjulegt er, sökum fjöldans, sem líf- trygði sig. Enginn væri líftrygður fyrir minna en 1000 krónur. 2. Hin leiðin er í alla staði æskilegri, að landið sjálft stofni innlent vátrygg- ingarfélag fyrir sjómenn, eða helst alla landsbúa; engum væri leyfilegt að vá- ftyKgja sig fyrir minna en 1000 krónur, og engum skuldheimtumanni væri leyfi- legt að hreyfa við því fé hjá eftirlátnum vandamönnum. Allir eigum við að ganga út trá því, að hér sé um afar þýðingarmikið mál að ræða, mál, sem allir gjaldendur landsins eiga fúslega að styðja; það á alls ekki við að kúga sjómannastéttina ( þessu efni, eða þá er búa við sjávarsíðuna. Að endingu vil eg óska þess, að allir góðir drengir létu þetta mál til sín taka, bæði með því að gangast fyrir fundar- samþyktum hver í sínu bygðarlagi, er stefndu að því, að fá fyrnefndum lögum breytt til batnaðar, og einnig að láta á- lit sitt opinberlega í ljósi í dagblöðunum. (Sjómaður og útgerðarmaður). „járnbrautar-skraj". — Svar til B. B. Grafh. — Sjálfsagt ber mér að vera þakklátur fyrir upplýsingar og leiðbeiningar í járn- brautarskrafinu í Þjóðólfi nr. 13 þ. á. Ætla má, að sá sé »vinur er til vamma segir«. Einkum þegartiler sagt jafn kunnuglega, kurteislega og án sjálfsálits. Aldrei hef eg ætlað mér að fara í blaðadeilur sem snerta menn og flokka jafnt og málsá- stæður eða meira. Getsökum í minn garð, háðglósum og því líku er eg aldrei vanur að svara. Ekki heldur aukaatrið- um eða meiningamun sem jafnan má teya á báðar hliðar. Hef og enn matið meira að kasta skít á túnið mitt en að elta menn í því líkum erindum. Hér nenni eg ekki að tefja mig nema við tvö atriði einungis: dagleiðirnar og síma- málið. En ráðleggja vil eg öllum errita vilja og meta kunna, að lesa grein mlna til samanburðar og sjá það sjálfir, hve nákvæmlega og hlutdrægnislaust B. B. hefir tilfært sumt af orðum mínum. I. »Við Ölfusárbrú eru 64 rastir.frá Rvik« segir B. B. Ekki rétt. Vegurinn þar á milli er 58 ti) 59 rastir. »En milli Ás- hrepps og Ölvesárbr. eru 17 km.« Líka rangt. Vegurinn milli brúa er 19 rastir eða mjög nálægt þvíj(77 r. 44 st. við Þjórsárbrú). »Þá eiga t. d. Áshreppingar 1—2 dagleiðir að heiman þangað« — þ. e. að Ölfusárbrú. Sjálfsagt gengur það vel í augu sumra manna, að eg telji 1 dagleið 64 r., og svo 1—2 dagleiðir 17 r. — »Þetta bendir greinilega> á« — hvað? Dagleiðir yfir höfuð taldi eg eltir því sem menn austanfjalls ferðast vanalega á einum degi. — Miðaði hvorki við stunda- fjölda ué rastatölu —. Nú er algengt að menn fari með hlaðna vagna milli Rvk. og Ölfusárbr. á 1 sumardegi, 14—16 st. eða skemri degi en sólarhring. Sumir fara lengra. I áfangastað hjá Laugar- dælum eða úr honum eða á nálæga bæi i Flóanum. Margir hafa legið skamt fyr- ir utan brúna við Ingólfsfjall. Á síðustu árum hefir verið bannað að liggja á þessum stað með ferðahesta. Og sýslu- sjóður Árness. hefir greitt fyrir átroðning á öðrum stöðum. Síðan mun algengast að menn hafi náttstað á Torfeyri eða Kotströnd, 50 r. frá Rvík og fáum r. minna. I 9 ár hef eg farið þessa leið með hlaðinn vagn, einu sinni á ári eða oftar. Hef því bæði reynt dagleið þessa sjálfur og séð til annara. Sjaldan verið til muna yfir 1 stund milli merkissteina, 5 r., að smáhvíldum undanskildum, og í brúklegri færð. Margir skifta um ækishesta, en hvíla stutta stund. Vatna að eins oggefabita, eða láta grípa niður á stöku stað, og kasta mæði yfir brekkum. — Lftt væri það brúklegt langferðamönnum, að hafa jafn lata hesta og Grafarh. hestar eru (nær i1/* st. 5 r.). Eg hef stundum séð til þeirra —. Ekki var það úr Áshreppi einum, að eg taldi 1—2 dagleiðir til Ölfusárbr., heldur sameiginlega með 10 hreppum öðrum, og liggja þeir allir lengra burtu en hann. Holtahr. taldi eg ekki með. Allur er hann þó lengra frá Ölibr. en skottið á Áshr. Samt eiga flestir Ás- hreppingar lengri leið að Ölfbr. en Holta- menn, og þeir er lengst eiga, seinfara dagleið og erfiða (Þykkvabæingar o. fl.). Því taldi eg þá fremur en hina. Sumir, sem eg taldi eiga */2—1 dagl. til brautarendans umtalaða eiga þangað lengri leið en margir Áshr.ingar (t. d. Tungnamenn). Hélt eg að ógreindari menn en B. B. skildu það, að þetta gat jafnað hitt, og oflangt mál væri að telja hvern bæ, en of erfitt að mæla leiðir ó- mældar. Á hvað bendir það, að vera svo mál að svara, að sjást verði svarið áður en í ljós er komið, hverju verið er að svara? Svo fór fyrir B. B. um »Nú og þá« o. fl. atriði. Þetta mun ekki eiga neitt skylt við fallega nýa orðið: »Iýðblaðr- ara bragð*. H. Þó ekki eigi vel við að blanda hjá- liðna símamálinu saman við framtíðar- járnbrautarmálið, get eg þó ekki þagað algjörlega við gorgeirnum í því máli, hjá Grafarh. kunningjanum. Hann segir: »Allir þeir, sem af vanþekkingu hömuð- ust á móti slmamálinu, bera nú kinnroða fyrir það« o. s. frv, Eg veit nú að vísu ekki, hvort B. B. telur mig meðal þeirra er »hömuðust« móti símamálinu. Mér er og nákvæmlega sama, hvort honum þókn- ast. En málsins vegna og sannfæringar minnar, vildi eg ekki láta hann né aðra — sem hæsta rétt — dæma mér þann kinnroða, er eg hef aldrei fundið minstu ögn til, og kann lfklega aldrei að bera. — Eg býst við að margir segi eða hugsi hið sama —. Sannfæring mín er að öllu leyti óbreytt frá því er áður var: Síma- sámningurinn vakti hneyksli meðal flestra ódansklundaðra íslendinga. Hann verð- ur lengi til skaða og skapraunar fyrir mikinn hluta þjóðarinnar. Meira lá á því, að bæta fjárhag landsbúa, en að spilla honum. Og betur hefði farið, að bíða nokkur ár með jafn stórfelt fjármál. Bíða eftir því, að loftskeytasamband fengist, bæði fullkomnara og miklu ó- dýrara. Bíða við, að leggja á löngum svæðum síma slitgjarna og reisa straura fúagjarna, þar sem hvorttveggja mátti án vera. Búast mátti við því, að biðin þyrfti ekki að verða löng, eftir betra skeyta- sambandi. Var þá- þegar sannað, að senda mátti skeyti, án síma, lengri leið en milli ísl. og Danm. Skeyti samskon- ar og með ritsíma. Síðan hefir þó að- ferðin og áhöldin við þessi loftskeyti, verið aukin og endurbætt. Hafa þau því rutt sér mjög til rúms á síðustu ár- um víðsvegar, bæði um höf og lönd. Auk þess er nú farið að t a 1 a saman milli fjarlægra staða, án síma, á svipaðan hátt og með talsímanum. Líklegt að menn sjái bráðum — betur en fyr — hve stutt verður þess að bíða, að símaþræðir og staurar milli fjarlægra staða, verði taldir meðal forngripa eða óþarfir og jatnvel ónýtir. Aldrei hef eg — né aðrir, svo eg viti — neitað því, að þægilegt væri að hafa símasamband á sem flestum stöðum, og að hagnað mætti hafa af því á ýmsum hátt. Hinu neita eg, að enn sé fengin vissa fyrir sönnum hag eða ábata almennings af símasambandinu. Féþúfa varð sfmalagningin einstökum mönnum. Svo getur enn orðið. Margir njóta þæginda og getað sparar ómak fyrir sím- ann, Þvl er ekki von að þeir vilji missa hann aftur. Margir láta líka frá sér fara aura og kr. að óþörfu. og spara þann tíma eða flýta því erindi, er að litlu liði kemur. Lítið mun batna hagur landsbúa þó kr. berist úr buddum þeirra fyrir óþörf símskeyti, bæði 1 landssjóðinn og til útlendra auðfélaga. Þó talið sé í reikningum símans, að reksturinn borgi sig vel og landssjóður hafi hagnað af honum. Hvað sannar það um sannan ágóða? Ekki neitt. Nema sýnt verði jafnframt með áreiðan- legum tölum, hve mikið af tekjunum er óþarfur skattur, og hve mikill er hagn- aðurinn og óhagnaðurinn að öðru leyti. Nývaknaðri þjóð hættir bæði við of- brúkun og v a n brúkun á svæðum ný- breytninnar. Henni hættir líka við því auðvitað, að anda um of móti nýjum sið- um og fyrirtækjum. En engu síður við hinu, að grípa athugalítið þá siði og þau mannvirki, sem þar eiga ekki við, eða úrelt eru orðin. Svona fór í símamálinu og svona getur farið í járnbrautarmálinu. Svona er síminn notaður af sumum, og svona mundi járnbraut notuð. Við notkun járnbr. mundu sumir láta peninga frá sér fara til hægðarauka. En krónurnar kæmu ekki til þeirraaftur fyrir það eitt, að reikna háu verði tfmasparnaðinn, hestahvíldina, hagræðið o. fl. þessháttar. Það er »gamaldags« að vísu, að meta tímann ekki hátt, þann tíma, sem óvíst er, hversu notaður yrði. Og »gamal- dags« er það, að vilja ekki skuldameira, en virðast má fært að borga. Hitt er ný tíska hér á landi, að oflofa flestarný- ungar, meta hátt margskonar tekjur ó- vissar, og telja það með tekjum sem aldrei verða tekjur, nema á pappfrnum. Svo og að skulda mörgum og svfkja suma. Eyða og skulda, f stað þess að spara og borga. »Gamaldags — nýmóðins. — Hvort er betra ? Vigfús Guðmundsson. * •fí -f: Athgr. Rétt þótti að leyfa hinum heiðr- aða höf. rúmfblaðinu, þótt vér séum hon- um ösamdóma, og mun greininni verða svarað síðar. Ritstj. Hvítárbakkaskólinn. Frá veturnóttum 1909 til sumarmála 1910 voru 38 nemendur á lýðháskólanum að Hvítárbakka í Borðarfirði; stúlkurvoru 12, en piltar 26. / eldri úrsdeild: 1. Benedikt Jónsson Hvammi, Húnav.s. 2. Bergþór Jónsson Fljótstungu, Mýras. 3. Gunnar Sigurðsson Hausthúsum, Snæ- •ellsnessýslu 4. Ingvar Árnáson Skarði, Rangárv.sýslu. 5. Ingvar Jónsson Flagbjarnarholti, Rang- árv.sýslu. 6. Jósefína Hansen, ísafirði. 7. Karlotta Albertsdóttir Pávastöðum, Skagafj.sýslu. 8. Kristín Pálsdóttir Bjarnarstöðum, Mýrasýslu. 9. Lúðvfk Davíðsson Hvftárbakka, Borg- arfirði 10. Lúðvík Jónsson Suðureyri, ísaQ.sýslu. 11. Magnús Magnússon Guðrúnarstöðum, Húnav.sýslu. 12. Magnús Þórðarson Hvammi, Kjósars. / ijngri drsdeild: 1. Aðalheiður Hallgrímsdóttir Hvammi, Húnav.sýslu. 2. Björn S. Blöndal Ási, Húnav.sýslu. 3. Björn Teitsson Kringlu, Húnav.s. 4. Davíð Þorgrímsson Kárastöðum,Húna- vatnssýslu. 5. Eiríkur Einarsson Finnstungu, Húnav.s. 6> Elín Egilsdóttir Reykjavík. 7> Guðjón Eiríksson Kjóastöðum, Árness. 8. Guðlaug Hallgrímsdóttir Hjallalandi, Húnav.sýslu. 9. Guðlaugur Einarsson Moldartungu, Rangárv.sýslu. 10. Guðmundur Jónsson Ánastöðumv Húnav.sýslu. 11. Guðmundur Pálsson Bjarnarstöðum,, Mýrasýslu. 12. Hálfdan Jónasson Litluhlíð, Skagafj.s„ 13. Helga Sigurðardóttir Steinstöðum, Eyjafj.sýslu. 14. Helgi Þorláksson Smyrlabergi, Húnav.s. 15. Kristrún Kristgeirssdóttir Gilstreymiv Borgarfj.sýslu. 16. Magnús Jónsson Brekku, Húnav.s. 17. Oddur Ólafsson Hraunsási, Borgarfj.s. 18. Sigurborg Þórarinsdóttir Stórulág, Skaftaf.sýslu. 19. Sigurður Guðmundsson Kalastöðum,. Mýrasýslu. 20. Sigurður Guðmundsson Tröð, Snæ- fellsnessýslu. 21. Sigurjón Jóhannesson Torfalæk, Húna- vatnssýslu. 22. Sigrún Sigurðardóttir Lundi,Borgarfj.s. 23. Skarphéðinn Magnússon í'róðastöðum, Mýrasýslu. 24. Þórdís Halldórsdóttir Brúarreykjum, Mýrasýslu. 25. Þórður Ólafsson Sveinatungu, Mýras. 26. Þórey Sigurðardóttir Steinstöðum, Eya- fjarðarsýslu. Aths. Nr. 6 og 11 hafa eigi áður veríð í yngri deild skólans; nr. 6 hefur verið 2 ár 1 Blönduósskóla, en nr. n

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.