Þjóðólfur - 27.05.1910, Blaðsíða 1
62. árg.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ BOGI BRYNJÓLFSSON ♦
♦ yfirréttarmálafiutningsmaður +
♦ er fluttur í Austurstræti 3 (fyrv. J
♦ afgreiðsla Þjóðólfs). ♦
♦ Tals. 140. Helma 11—12 og 4—5. ^
Landssjóðslánið og
bankaYaxtabréfin,
Landsbankinn lýsir því yfir, að
mikill hluti lánsins sé
ógreiddur til sín.
Oss er sönn ánægja að því að flytja
grein þá frá bankastjórum Landsbankans,
er prentað er hér á öðrum stað í blað-
inu, en jafnframt viljum vér vekja at-
hygli lesendanna á ýmsu, er grein þeirra
ræðir um.
Bankastjórarnir minnast á það, að ein-
kennilegt sé, að það hafi verið gert að
blaðamáli, þóttbankinn ekki kaupi banka-
vaxtabréfin og benda á, í sambandi við
það, að bankinn hafi áður afhent bréfin.
Vér viljum vekja athygli bankastjóranna
á þvl, að þegar bankinn fyr afhenti bréfin,
var það gert að blaðamáli, og að nú
stendur auk þess sérstaklega á, þar sem
landsjóður hefir tekið lán, einvörðungu til
þess að bankinn geti keypt bréfin, og
svo lengi sem það fé endist, er það bein-
iínis skylda bankans, svo framarlega sem
ráðherra fullnægir ákvæðum þingsins 1
þessu efni, að kaupa bréfin. Bankastjór-
arnir segja ennfremur, að viðskiftalega
séð, ættu þeir að fá sem flesta, er veð-
deildarlán fá, til þess að taka banka-
bankavaxtabréf. Þetta er bæði rétt og
rangt. Það er rétt að því leyti, að þeim
mun minna þarf bankinn að selja af bréf-
unum, en það er rangt vegna þess, að
það er ætíð til að baka lántakanda ó-
þarfan aukakostnað, því hann getur ekki
selt bréfin án meiri affalla en ef bank-
inn keypti, og það er rangt ennfremur
vegna þess, að síðasta Alþing hefir gert
bankanum að skyldu að kaupa bréf fyrir
lánið handa sér, og f umræðunum um
þau Iög, kom það skýrt fram, að allir
þingmennirnir voru sammála um það, að
kaupandinn gæti ekki notað bréfin, án
aukaóþæginda og kostnaðar. Og þann
kostnað á bankinn að spara lántakanda
og landinu.
Bankastjórarnir gera grein fyrir því, að
ráðherra hefir greitt bankanum rúmlega
eins mikið og nemur láninu, ogaðbank-
inn er búinn að afhenda landsjóði 900
þús. krónur í bankavaxtabréfum, en á nú
eftir að afhenda 700 þús. krónur.
En hvernig hefir hann afhent pening-
ana?
Hann heflr afhent þá með því að
hefja alla innieign sina í bankanum!
Eins og tekið hefir verið áður fram
hér í blaðinu og grein bankastjóranna
ljóslega sýnir, þá átti bankinn talsvert fé
4 hlaupareikningi og innlánsskírteinum;
þetta fé hefir verið hafið og á að greiða
fyrir það bankavaxtabréf.
Eins og eðlilegt og sjálfsagt var, þá
Reykjavík, Föstudaginn 27. Maí 1910.
M 22.
mótor-steiiioliD i
Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand-
inn segir að sé best?
la?
Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit
að er áreiðanlega langbest, nefnilega
Gylfie mótor-steinolia
frá
SkandinaYisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskab,
Kongens Nytory 6. Köbenhayn.
Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar
útvega yður hana.
var fé þetta að miklu leyti fast 1 lánum,
og það er laukrétt hjá bankastjórninni,
að eigi má undir neinum kringumstæð-
um heimta þau inn á skömmum tíma, því
af því gætu stafað almenn vandræði. Það
er því auðskiljanlegt, að bankinn eigi
óhægt með bankavaxtabréfakaup að sinni,
einkum er þess er gætt, að bankinti mun
hafa mist um 300,000 krónur af innstæðu-
fé sínu fyrir aðgerðir ráðherrans, bæði þá
er nefndarskipunin kom og svo 22. Nó-
vember síðastl.
Að setja fé landsjóðs að miklu leyti í
lán gerði sérhver bankastjórn, þar sem
landsjóður vill helst fá 4x/=% f vexti', og
bankinn verður einhverstaðar að fá það
fé aftur.
En ráðherrann á hér alla
s ö k!
Hann hefir e k k i greitt lánið í Lands-
bankann, heldur hafið þar innieign landsjóðs
gert bankanum því eins örðugt og hann
hefir framast getað.
Þegar afsetningin fór fram 22. Nóv.,
símaði ráðherra 1 allar áttir, að hann
hefði gert ráðstafanir utanlands og innan
til þess að bankanum væri engin hætta
búin, og blað hans, Isafold, hvetur, eins
og sjálfsagt er, alla til þess að láta inni-
eignir sínar standa þar áfram.
En nokkru síðar tekur ráðherra alt fé
landsjóðs út og segir: Komið með
bankavaxtabréf fyrir þau.
Allir sjá samkvæmnina í þessu og það,
hversu mikill styrkur þetta er fyrir bank-
ann.
Það þarf engrar útskýringar við.
í athugasemdum við Landsreikningana
1904 til 1905 leggja endurskoðendur
þeirra það til, að sem mest að hægt sé
af fé landsjóðs sé látið liggjainni í bank-
anum á vöxtum, og þessu er síðanaldrei
breytt.
Ráðherra er því siðferðislega skyldugur
til þess, að láta eins mikið og auðið er,
af fé landsjóðs, liggja inni í bankanum
til þess að styrkja hann.
Þegar sfðasta Alþingi var haldið, átti
landsjóður allmikið fé inn í bankanum,
og töldu allir það sjálfsagt.
Þegar lánið var tekið, var ekkert tillit
tekið til þess, heldur ætlast svo til, að
ráðherra greiddi a 11 I á n i ð inni í
bankann, en léti, auk þess, gömlu inn-
stæðuna standa, að svo miklu leyti, sem
landsjóður eigi þyrfti hennar til annara
þarfa.
Þetta hefir ráðherra brotið bág við.
Hann hefir aðeins greitt það af láninu
inn í bankann, er þurfti til þess, að það,
ásamt innieigninni, gerði eina og hálfa
miljón króna.
Þetta sjá allir að er brot frá ráðherra
hálfu, og grein bankastjóranna sannar
þetta.
Ráðherra ætti því, sem allra fyrst, að
greiða eftirstöðvar lánsins til Landsbank-
ans, ef hann annars hefir eigi fest það
annarstaðar, eins og Lögrétta heldur fram.
Það, sem bankastjórarnir í enda bréfs-
ins beina til stjórnarmálgagnsins — því
það eitt getur átt þau ummæli — finn-
um vér enga ástæðu til að svara, en
viljum þó vekja athygli á því, að það
eru fleiri en blaðamennirnir, er þurfa að
vita hið sanna um deiluatriðin — al-
menningur þarf þess líka, og að það eru
heimastjórnarblöðin, er mest og best hafa
stutt Landsbankann, bæði 1 deilumþeim,
er staðið hafa nú um hríð, og eins áður,
þá er »ísafold« og nokkrir fleiri vildu
jafna hann að rústum niður.
Landsjóður og banka-
Yaxtabréfin.
I Þjóðólfi nr. 20, 13. þ. m., er gefið
ótvírætt í skyn, að landstjórnin hafi enn
ekki staðið Landsbankanum skil á um
700 þúsúnd krónum, af 1% miljón, sem
landstjórnin- hafði tekið að láni í því
skyni að verja til kaupa á veðdeildar-
bréfum, og eru vanskil þau talin orsök f
því, að Landsbankinn hliðraði sér hjá
því, fáa daga, að kaupa veðdeildarbréf.
Það voru 2 lántakendur, sem bankinn
keypti ekki af veðdeildarbréfin, nema að
nokkru leyti, og tóku þeir veðdeildarlán-
in með því skilyrði og með góðu sam-
þykki þeirra, í staðinn fyrir að bíða með
lántökuna nokkurn tíma.
Af öðrum lántakandanum voru veð-
deildarbréfin keypt þegar, að svo miklu
leyti sem hann þurfti að selja þau; en
hinn átti vísa peninga í Islandsbanka,
sem honum hafði verið lofað út á bréfin.
Einkennilegt virðist, að þetta skuli vera
orðið að blaðamáli, þar sem það hefir
iðulega viðgengist að nndanförnu, að
veðdeildarlán hafa verið greidd sumpart
að nokkru leyti 1 veðdeildarbréfum, sem
Landsbankinn gat þá ekki keypt.
Þetta ætti þó ritstjóra Þjóðólfs að vera
kunnugt um.
Og viðskiftalega séð, er það skylda
bankastjórnarinnar, í hvert sinn sem veð-
deildarlán er veitt, að leitast við að fá
lántakendurna sjálfa til þess að halda
sem mestu af bréfunum, en taka sem
minst út í peningum; og er óþarfi að
leiða hjer rök að þessu.
Til skýringar á því, að landstjórnin á
enga sök á því, að Landsbankinn greddi
þessi tvö lán að mestu leyti í veðdeildar-
bréfum, viljum vér taka það fram:
1. að til veðdeildarbréfa-
kaupa hefir Landsbank-
anum verið beint af-
hentar úr landsjóði sam-
tals....................kr. 1,050,000
2. að landsjóður á auk
þess liggjandi fé í bank-
anum, sem hann getur
vísað á hvaða dag sem
hann vill................— 384,000
og ennfremur ... — 114,000
sem hann getur vísað
á með stuttum fyrirvara.
Þetta er samtals . . kr. 1,548,000
Nú hefir Landsbankinn enn ekki séð
séð sér fært að afhenda landsjóði meira
en 900 þúsund krónur í veðdeildarbréf-
um upp í þær 1,050,000 kr., sem land-
sjóður hefir b e i n t afhent Landsbank-
anum til kaupa á veðdeildarbréfum. Það
ætti því að vera öllum ljóst, að það
stendur ekki upp á landsjóð að afhenda
bankanum peninga.
Orsökin til þess, að Landsbankinn hefir
ekki enn getað afhent landstjórninni þessi
bréf jafnharðan, liggur í því, að Lands-
bankanum hafði á síðasta ári verið af-
hentar 600 þúsund krónur af þessu fé, og
þegar bankastjórnarskiftin urðu 22. Nó-
vember f. á., stóð Landsbankinn í veð-
deildarbréfaskuld við landsjóð um hér um
bil........................kr. 350,000
auk þess átti landsjóður þá
hjá Landsbankanum ... — 493,000
eða samtals — 843,000