Þjóðólfur


Þjóðólfur - 27.05.1910, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 27.05.1910, Qupperneq 2
86 ÞJOÐOLFUR, sem stóð tast ( þegar veittum lánum i) víxlum, ábyrgðarlánum o. s. frv.), sem ómögulegt var að innheimta á skömmum tíma. Flestar tilraunir til þess mundu hafa orðið til þess eins, að gera fjölda- mörgum mönnum um of örðugt fyrir, og jafnvel orðið til þess að setja þá á vonar- völ, án þess að nokkur trygging væri fyrir því, að fjeð innheimtist. Bankastjórnin áleit, að meira væri í húfi, ef gengið væri að mönnum með borgun hlífðarlaust á versta tfma ársins, en þó að fyrir kynni að koma, að hún yrði að borga út fáein ný veðdeildarlán í veðdeildarbrétum, er lántakandi gæti þegar gert sjer að fé, ef hann kysi það heldur en að fresta lántökunni um stutt- an tíma, Það ætti ekki að vera mönnum of- ætlun að sjá af þessu, að það er engin furða, þótt Landsbankinn hafi ekki ávalt fé á takteinum til nýrra lána eða vfxil- kaupa sfðan bankastjórnarskiftin urðu. Og vonandi er, að eitthvað rakni úr með vordögunum, og að þeir, sem bank- anum skulda, hvort heldur það eru víxlar eða aðrar skuldir, sem greiðast eiga á skömmum tfma, greiði þær hið allra fyrsta; mun þá verða til fétil veðdeildar- lána. Vér treystum því, að blöð, sem vilja vel landi og lýð, vilji eftirleiðis verja meira af rúmi en hingað til, til þess að hvetja menn til sparsemi, framtakssemi og skilvísi, og þar með afla þeim peninga- legs sjálfstæðis og allra annara gæða, er þeim dygðum fylgja, en takmarka fremur rúmið fyrir ástæðulausar árásir á Lands- bankann og yfirstjórn hans, ekki sfst þegar svo stendur á, að blöðin þurfa ekki annað en fara f bankann til þess að fá að vita hið sanna um deiluatriðin. Þau blöð, sem telja sig vini Lands- bankans (og hver gera það ekki ?), ættu að íhuga, að mest af því sem skrifað er nm hann, er honum til skaða, og væri almenningur jafn-sljóskygn á peningamál og ýmsir þeir, sem í blöðin rita, gæti það orðið hættulegt fyrir bankann. Það er skýrleiki landsmanna og þekking þeirra á blaðamenskunni, sem verndað hefur Landsbankann til þessa, og vér berum það traust til landsmanna vorra, að svo verði og framvegis. Það eru tilmæli vor, að blöð þau, sem hreyft hafa aðfinningum um þetta efni, taki grein þessa óbreytta upp í blöð sín, til skýringar málinu. Landsbankinn 17. Maí 1910. Bjórn Krisíjánsson. Björn Sigurðsson. lanðsbankareikningurinn 1909. Loksins er hann nú birtur, Lands- bankareikningurinn 1909. Og hann er býsna fróðlegur og upplýsandi. í fyrsta lagi ber hann það með sér, að árið 1909 hefir verið einkargott ár fyrir bankann að því leyti, að hann hefir grætt meira oglagtmeira fvarasjóð sinnen nokkurt undan- gengið ár. Hann hefir sem sé lagt í varasjóðinn sem tekjuafgang nær 70 þús- und krónur, sem er um 20 þús, kr. meira en árið 1908 og 1907, hvort um sig. Þá var tekjuafgangurinn hvort árið ekki nema um 50 þúsund kr. Svona vel hefur nú gamla banka- stjórnin skilið við. Hinn reikningslegi varasjóður er þann- ig orðinn 706 þús. krónur. Þetta er öllum lýðum Jjóst beint af reikningnum sjálfum, og ráðherra hefir ekki tekist að fá banka- stjórn sína til að geta breitt yfir þenn- an sannleika, En hann hefir getað fengið hana til annars, sem er brot á bankalög- unum. Og það er, að skifta varasjóðnum nið- ur í 3 liði eða parta. Þess háttar leik- araskapur er hvergi heimilaður í banka- lögunum né reglugerðinni. Þessi þrískifting er sem sé þannig í reikningi þessum: a. Áætlað fyrir tapi á útistandandi skuld- um á næstu árum(!). . kr. 385,000 b. Trygtmeð verðbréfum . — 290,800 c. í öðrum eignum bankans — 30,488,61 Samtals kr. 706,288,6! Það leynir sér ekki, að þessi fyrsti (a) liður er settur til þess að reyna að fá hina s ö m u niðurstöðu sem rannsóknar- nefndin fræga. En þessi aðferð, að áætla út í bláinn einhverja vissa upphæð af varasjóðnum »fyrir tapi á næstu árum« er sem sé leikaraskapur, er hvergi er heimilaður í lögum bankans, sem að sjálfsögðu gera að eins ráð fyrir einum, óskiftum varasjóði, er fái allar afgangstekjur hvers árs, en beri svo einnig hvers árs tap eftir því, sem fyrir kann að koma. En þetta, að varasjóðurinn er þó reikn- ingslega talinn svona hér, yfir 706 þús. krónur, sýnir berlega, að bankastjórnin hefir ekki treyst sér til, að hafa s ö m u skoðun, sem rannsóknarnefndin. Hún segir sem sje f skýrslunni nafn- frægu bls. 19—20: »Tap það, sem nefndin álftur, að bankinn hafi þegar beðið . . . nemur að minsta kosti 400 þús. krónum«. En sé það satt, að bankinn »h a f i þegar beðið* þetta tjón og banka- stjórn álfti það sannleika, þá á 11 i hún að draga þá upphæð frá í e i g n u n u m, lækka ábyrgðarlán og víxla um þ e s s a t ö p u ð u upphæð. Hún vill þó víst ekki telja með eignum fé, s e m e r t a p a ð ? Þetta hefir hún ekki treyst sér til að gera, heldur bersýnilega talið lánin og vfxlana með fullri höfuðbókarupphæð eignamegin, og þar með mótmælt því greinilega, að bankinn »hafi þegar beðið« þetta tjón. En til að friða ráðherra og ransóknar- nefnd, tekur hún þetta ráð, að á æ t lja ú t í b 1 á i n n líka upphæð sem nefndin til tók, »fyrir tapi á næstu árum«, og setja það sem sérstakan lið í varasjóðn- um gagnstætt bankalögunum. Það mun vera dæmalaust, að nokkur bankastjórn nokkurstaðar í heiminum hafi leyft sér að leika svona lagaðan skrípaleik, til að þóknast ráðherra og reyna að klóra yfir öfgar hans og leigu- tóla hans. Það Jiggur í hlutarins eðli, að a 11 i r varasjóðir eru til þess ætlaðir, að af þeim sé tekið það tap, sem fyrir kann að koma; ekki fremur e i n n hluti en ann- ar hluti þeirra. Eða hvað þýða hér »næstu ár« ?, hve mörg ár eru það. Er yfir höfuð nokkurn tfma hægt að segja, að þau ár komi ekki framar, sem banki geti beðið tap á — ef hann á annað borð á að halda áfram að starfa? Eða á þetta að skiljast sem bending um, að ráðherra ætli sér að koma bank- anum alveg fyrir kattarnef? Hann hefir lengi í félagi með öðrum vinum sínum barist fyrir því, að leggja Landsbankann niður, og allar aðfarir hans við bankann sýna, að það mun enn vera hans heit- asta ósk. En bankareikningurinn gefur tilefni til fleiri hugleiðinga, sem vér geymum næstu númerum af blaði voru. yraalfuninr „Zhorc“. Dönsk blöð skýra frá sfðasta aðalfundi í gufuskipafélaginu »Thore«, og sneð að félagið hefur nýverið gert 10 ára samn- ing við ráðherra um gufaskipaferðir hing- að, munu margir af lesendum blaðsins hafa gaman af að heyra ofurlítinn út- drátt úr fundargjörðinni er hér er að mestu tekinn eftir »Kongeriget Danmarks Skibsefterretninger*: »Fundurinn hófst með því að kjósa fundarstjóra Dam yfirréttarflytjanda. Að því búnu skýrði framkvæmdarstjóri fé- lagsins Thor E. Tulinius frá hag þess. Árið 1909 hafði verið meðalár, og alls hafði komið inn fyrir flutning um 550 þús. krónur. sem var dálítið minna en næsta ár áður. 44 ferðir höfðu verið farnar alls, þar af voru 39 farnar með skipum félagsins en 5 með öðrum skip- um. Ágóði, ásamt 21 kr. er færðar voru fram frá fyrra ári, var alls 100,228 kr. en þar frá gengu vextir stjórnarkostnað- ur o. fl. alls 48,421 kr., svo ágóði varð 51,807 krónur, og var honum skift þann- ig 41,800 kr. fært á vara og endurnýun- arkonto, 10,000 kr. útborgað sem ágóði, en það er 4%, og 7 kr. færðar fram til næsta árs. Af þessum 41,800 kr. er fært var á vara og endurnýunarkonto má endur- fremur draga 14,340 kr. fyrir skipavið- gerðir á árinu og 7764 kr. fyrir flokka- skipun á »Pervie« eða alls 22,105 ^r- því sú upphæð var dregin frá vara og endurnýunarkonto. Vara og endurnýun- arkonto hækkaði því um 19,695 krónur (en það mun vera álíka og kostnaður við að mála upp skipin Sterling, Ingólf og Kong Helga). »Útlitið fyrir árið 19x0 er eigi hægt að kalla annað en gott, þar sem Thore eins og kunnugt er hefir gert samning til 10 ára við íslensku stjórnina, og þar sem póstflutningsgjaldið hefir verið hækkað talsvert« segir framkvæmdarstjórinn, »og í tilefni af því hafa verið bygð tvö ný skip til ferðanna«. Reikningarnir voru samþyktir. Þá var skýrt frá því, að hr. Glosimodt er var nývalinn í stjórnina, leggi niður starfa sinn, þar sem ráðherra óskaði eftir því að einn af fjórum stjórnarmeðhmunum væri búsettur á íslandi, og samkvæmt því var kosinn í stjórnina hr. yfirréttar- málaflutningsmaður Sveinn Björnsson (sonur Bj. ráðherra Jónssonar). Samþykt var að heimila þeim meðlim- um stjórnarinnar sem búsettir eru f Kaup- mannahöfn að taka lán handa félaginu. E. Frimodt víxlari var endurkosinn í stjórnina, sömuleiðis voru endurskoðend- ur endurkosnir. Þetta er það er til tíðinda gerðist á fundinum. Reikningar félagsins þarf engra út- skýringa. En þar sem ráðherrá hefir komið því til vegar að Sveinn sonur hans var kos- inn í stjórnina, þá mætti ætla að ráð- herra gaéti séð um að félagið fylti vel alla samninga sína, og að skipin yrðu eins og Allþingi vill hafa þau »mun betri« en verið hefir. Annars er hún hreinasta hneyxJi aðferð sú, er Alberti hafði í sinni tíð í Danmörku, sð veita alla starfa hofgæðingum sínum og vensla fólki, en sama aðferðin er það, er notuð hefir verið hér á síðustu og verstu tímum. Ohajanði Jarþegaskip. Thoresamningurinn brotinn. Það hefir verið sagt um strandferða- skip Thorefélagsins, að þau eigi að vera engu síður en þau, er verið hafa hingað til. Og það mun vera eina skilyrðið, sem tekið er fram urn skip Thorefélagsins, annars er félagið sjálfrátt að öllu um það, hvaða dalla það sendir til landsins, eða hvert það verða skrautskip hin mestu. Islenska stjómin getur engu um það ráðið. Skip þau, er hér hafa verið áður, eru »Hólar« og »Skálholt«, við þau verður því að miða. I stað þeirra hafa komið þrjú skip, »Vestri«, »Austri«, og »Perwie«. »Vestri« og »Austri« eru báðir eins. Þeir eru verri en hinir bátarnir voru að því leyti, að þeir rúma miklu minna af flutningi, og annað farþegarúm er miklu verra, þó eigi séu .nema spýtubytturnar, en svo má nefna öll neðri rúmin á öðru farrými, því óhjákvæmilega fer öll æla niður í rúmin, ef út hjá ælubakkanum fer. Neðri rúmin standa frarn fyrir effi rúmin. Þau eru þvf réttnefndar »spýtu- byttur«, og nærri því frágangssök að nota þau, nema gallhraust sjóhetja hafi efra rúmið. Báðir þessir bátar rúma og færri farþega í lest og fara ver f sjó en hinir. Þeir verða því að skoðast mun verri en hinir voru, þó fyrsta farrými á þeim sé betra. Samningur sá, er ráðherra gerði við Thorefélagið, er því greinilega brotinn með bátum þessum. g. En út yfir tekur þó, er um »Perwiec er^að ræða, verri koladall getur varla. En »Perwie« verður að telja og er tal- ið strandferðaskip, og fer héðan til Vfk- ur (Keflav., Grindav., Eyrarbakka o. s. frv. Um daginn fór eg niður á afgreiðslu Thorefélagsins og spurði að, hvað pláss. á öðru farrými kostaði til Víkur. »6 kr. fyrir fullorðinn og hálfu minna fyrir barn«, var svarað. Eg fór um borð með konuna mína; hún ætlaði með skipinu. »Eg ætla að fá annað farrými«, kvað eg. vAnnað farrými! Pað er ekki til!!« var svarað. Eg fór til skipstjórans, mjög viðfeldins manns, og bað um annað farrými til Víkur, og gat þess, að afgreiðslumaður- inn hefði sagt mér, að það kostaði sex krónur. »Annað farrými«, svaraði skipstjórinn„ »það er ekki til. Þetta er einhver vit- leysa hjá afgreiðslumaninum*. »Gætið þá í taxta ykkar*. Jú, þar stóðu 2 farrými og verð á þvf til Víkur 6 krónur. En annað farrými fanst hvergi. Auk þess rúmar fyrsta farrými þar ekki nema 8—9 íarÞega, og lestarúm er óhaf- andi og óboðlegt í aila staði. Nú spyr eg: Er þetta ekki greinilegt brot á samningnum,. og vill ekki ráð- herra gera ýtarlega gangskör að því, að Suðurlandsundirlendið, er segja má, að hafi ekki aðrar ferðir en þessar, fái við- unanleg og boðleg skip, að minsta kosti eins góð og gömlu strandferðabátarnir voru. Þetta skip er óboðlegt öllum. Og allir ættu að varast, að hugsa um annað farrými á þvf I E.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.