Þjóðólfur - 17.06.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.06.1910, Blaðsíða 2
98 ÞJOÐOLFUR. sjálfsgorgeir Rússa var ekki brotinn á bak aftur. Frá því sjónarmiði var samning- urinn milli Japana og Englendinga gerð- ur 30. Janúar 1903, sem beinlínis kom til leiðar árás Japana á rússneska flotann 1 Port Arthur og Chemulps ári síðar. Ella hefðu Japanar ekki séð sér slíkt fært. Á þennan hátt tókst Englendingum að brjóta Rússa og þjóðhroka þeirra á bak aftur, án þess að það kostaði þá rauðan eyri eða dropa blóðs. En það ruddi aft- ur samningnum, sem gerður var við Rússland 1908 braut. Með þeim samn- ingi skiftu þessi stórveldi Persalandi á milli sín í raun og veru, þótt sjálfstætt eigi það að heita að nafninu. Og á sama tíma var Japan komið á heljarþrömina 1 peningalegu tilliti, enda þótt Japanar bæru sigur úr býtum. Hafa Englending- ar vafalaust sjeð fyrir, að svo mundi fara, og gert samninginn við þá með það fyrir augum. Eftir að þessar aðalþrautir voru yfir- unnar, áttu Englendingar ekki erfitt í fangi með hin smærri rfkin. Vegna mægða konungsættarinnar áttu Englendingar vfst vinfengi Spánar og Danmerkur. Noreg og Portúgal keyptu þeir með fjárláni, og Tyrki unnu þeir með því að styrkja Ungtyrki. Englend- ingar reyndu ennfremur að fá Ítalíu og Austurríki til að segja Þjóðverjum upp trygðum, en þær tilraunir strönduðu á »bræðratrygð« Frans Jósefs keisara. En síðan hefur þó mjög tekið að kólna milli ítala og Austurríkis. Þrátt fyrir þessa pólitík Játvarðar kon- ungs gegn Þýskalandi, sem satt að segja getur ekki kallast vingjarnleg, hefur hann sjálfsagt aldrei ætlað sér að brjóta þá á bak aftur með vopnum. Aðaltilgangur hans var að gæta þess, að þeim tækist ekki að leggja undir sig lönd eða nýa markaði, sem þýddi það sama sem að bola Englendingum burt. Hann vildi Englands vegna brjóta samkepni Þjóð- verja á bak aftur, og kendu þeim að neyta máttar síns til að ryðja vörum sín- um braut. En það var ekki hægt með öðru en bera þá ofurliði með tröllefldum stórveldasamtökum (Coalition). Og tækist honum að lama þá fjárhags- lega, vissi hann, að þeir urðu að minka flotabyggingar sínar. En það þýddi það sama og að nýlendupólitík Þjóðverja voru öll sund lokuð. En stríði var Játvarður konungur víst altaf mótfallinn, og eftir að sumir Eng- lendingar hvöttu þess ákaft, dró hann altaf úr því. Hann sá, að England hafði ekki hag af því í neinu tilfelli. Eng- land myndi missa mátt sinn, enda þótt það bæri sigur úr býtum, og gætu þá Frakkar og Rússar orðið enn hættulegri keppinautar. En sigruðu Þjóðverjar, var heimsveldi Englendinga orðið stopult. Þannig var pólitík Játvarðar konungs, og viðurkenna nú Þjóðverjar jafnt og Englendingar, að hann hafi verið lang- hygnasti stjórnmálamaður 1 Evrópu. Meðan hann lifði, lét hann aldrei mik- ið á sjer bera, vann altaf með hægð og 1 kyrþey. Hann var gersamleg mótsetn- ing Vilhjálms Þýskalandskeisara í þvf efni. Almenningur sá ekki mikið annað við hann en >mesta snyrtimenni Evróput, eins og hann var kallaður. En nú virð- ist annað uppi á teningnum. Englend- ingar harma það mjög nú, að hans nýt- ur ekki lengur við. J. G. Frfinskur konsiúll í Vestmanna- eyum er skipaður Halldór Gunnlaugsson læknir. yiukajiing eða líjið. Ritsíma og danðann. Þegar ritsímamálið var til umræðu á Alþingi 1905, voru harðar pólitiskar deil- ur meðal manna hér í bænum. Aftur- haldsmönnunum þótti það alt of mikið 1 ráðist, að taka ritsíma og leggja hann um landið, og gekk þáverandi ritstjóri Björn Jónsson mest fyrir mótstöðunni gegn því þarfamáli. Ymsir af þeim, er þá voru framarla í baráttunni með ritsímanum, fengu þá hótunarbréf, um að þeir skyldu verða drepnir, ef þeir fylgdu málinu fram; en þeir er bréfin fengu, virtu þau ekki meira en svo, að þeir köstuðu þeim í rusla- kistuna, voru ekki að birta þau til þess að monta yfir því, að þeir hefðu fengið slík bréf. Á meðal þessara bréfa man eg eftir einu til Jóns alþm. Ólafssonar. Það átti að hengja hann næsta kveld kl. 12, og var dreginn upp gálgi á bréfshornið til sannindamerkis. En kveldið kom — og enginn sást, og Jón lifir enn. Þessar bréfaskriftir eru ekkert annað en götuskrákaskapur, sem vitanlega er ljótur og á að leggjast niður, en um það skeið, og eins enn, þótt minna sé, er nóg af slíkum nafnlausum bréfum með bæarpóst- inum. Honum, Isafoldarmanninum, þótti það leiðinlegt, að hann skyldi ekki fá slikt bréf; honum fanst það vera frægðarauki, að fá það, — það bæri vott um dugn- aðarviðurkenningu, vott um, að menn hefðu vakið eftirtekt og væru álitnir for- ingjar, meiri háttar þó. En hér um daginn bættist úr þessu. Ráðherrann fékk hötunarbréf; hann átti að drepa, ef hann ekki boðaði til aukaþings. En nú er sá tími liðinn, og ráðherra lifir enn. Bréfið þetta, eins og hin, marklaus og ljótur strákskapur, ekkert annað. En það hefir B. J. unnið við þetta, að nú er hann í þ v í a t r i ð i jafn snjall Jóni Ólafssyni, er hann mest elskar og virðir. Og það er ekki svo lítils virði þó, að það glæsilega takmark skuli hafa náðst. Og gleðin og ánægjan yfir frægðinni var svo mikil, að bréfið var óðar birt í stjórnarmálgagninu. En það var nú ó- þarfa grobb. Valur. Danskir meiin. Björn Jónsson ráðherra telur sig danskan. Það vita allir þeir, er nokkuð hafa fylgst með á síðari tfmum, og hafa t. d. lesið „ísafold", að núverandi ráðherra íslands, herra Björn Jónsson, dannebrogsriddari af náð Alberti, hefir verið einna harð- orðastur Islendinga í garð Dana, talið þá „aumingja", „kartnögl á heimsmenning- unni“ o. s. frv. Hann hefir og hvað eftir annað haldið því fram, að „ísland ætti að vera fyrir íslendinga, og að ís- lendingar vildum vér allirvera". En nii hefir hann sjálfur sýnt það svart á hvítu, að íslendingur vill hann ekkl vera, heldur danskur maður. Hann hefir sjdlfur veitt leyfi til, að hans sé getið í danskri bók, sem nýlega er komin út og heitir: Krak’s blaa bog. Tre tusinde nulevende dan- ske Mœnd og Kvinders Levnedslöb indtil Aar 1910«. — Þess er getið í formála nefndrar bókar (bls. 5—6), að hverjum manni, er bókin getur um, hafi verið send próförk af æfiágripi sínu, áður en prentað var, og því auðvitað Birni Jóns- syni sem öðrum, svo ekki getur hann kent því um, að ekki hafi honum verið kunnugt um útkomu bókar þessarar og nafn hennar. Enda veit eg að fleiri ís- lendingar hafa átt kost á vegsauka þess- um, en hafa neitað að láta sín þar getið, nema titli bókarinnar yrði breytt, og þar stæði Danir og lslendlngar. Það hafa þeir Hannes alþm. Porsteinsson og dr. Jón landsskjalavörður Porkelsson gert, og vissi hvorugur af öðrum fyr en löngu síðar. Ekki ber því að neita, að fleirum em- bættismönnum hefir orðið sú skyssa á, sem hér er um að ræða, en J>eir hafa það sér til málsbótar, að þeir hafa aldrei farið eins hörðum og óvirðulegum orðum um »dönsku mömmu« og Björn Jónsson, og J>eir hafa heldur ekki veifað íslenska fánanum eins hátt framan í lýðinn, eins og J>essi útvaldi sonur »dönsku mömmu«. Hvað ætlar þjóðin lengi að J>ola skriðdýrshátt manns þessa og mikilmennskugor- geir? * * Aage Meyer Benedictsen danskur rithöfundur og ferðamaður, mjög kunnur, kom hingað með Sterling, og ætlar að ferðast um landið í sumar. Hr. Aage M. Benedictsen er af íslensk- um ættum. Móðir hans, Anna Marie, er fædd á Isafirði en faðir hennar var jens Jakob stórkaupmaður í Kaupmannahöfn og sonur Boga Benediktssonar rithöfunds og óðalsbónda á Staðarfelli. (Staðarfells- ætt). Hann er því 3. maður frá Boga. Voru þau mörg börn Boga á Staðarfelli, þar á meðal Hildur kona Bjarna amtm. Thórarensens. Sigríður seinni kona Péturs biskups Péturssonar, Jóhanna Sophía fyrri kona Jóns háyfirdómara Péturssonar og Ragnheiður kona Mart. Smith konsúls. En faðir hans var danskur, Ferdinand Meyer stórkaupmaður í Kaupmannahöfn. Hr. Aage Meyer Benediktsen hefir ferð- ast mjög mikið einkum um Indland, Persíu, Balkanskagann og Rússland, og nokkur ár dvaldi hann við nám við há- skólann 1 Moskva. Hann er kennari við alþýðuháskólann íKaupmannahöfn, og van- ur að flytja fyrirlestra, og flytur þá vel og skemtilega, og kann frá mörgu fróð- legu að segja af ferðum sínnm. Fyrir- lestur heldur hann í Mentamannafélaginu, en búast má við þvl að hann haldi einnig fyrirlestur fyrir bæarbúa um yfirráö Eng- lendinga á Indlandi. í sumar ferðast hann hér, fyrst stutta ferð um Suðurland, svo Borgarfjörð, en aðalförin er um Norðurland. Hann hefir áður verið hér á landi, er hann var dreng- ur að aldri. Tilboð frrí Kngl. danska Land- búnaðarfélaginu. Þjóðólfi hefir verið sent eftirfarandi: »Það er vert að eftir því sé tekið á ís- landi, að hið konunglega danska Landbúnaðarfélag tekur að sér að útvega unglingum, sem landbúnað vilja nema, vinnumensku á góðum bóndabæ- um í Danmörku — fyrir 1. Nóvember hvert ár. Þessir menn vinna 2 ár — á vegum félagsins — sitt árið á hvorum stað. Launin eru 175 kr. fyrir fyrra árið, 200 kr. hið síðara. Nemendur eiga að halda dagbók. Bæði ungir íslendingar og Færeyingar geta komið til greina, ef þeir kunna dönsku og hafa verið eitt ár áður við landbúnaðarnám í Danmörku. Þennan undirbúning vill félagið taka að sér að útvega með hæfilegum kjörum. Þeir nemendur, er óska að fá vinnu- mensku 1. Nóvember 1910, verðaaðvera 17 vetra, og eiga að senda sóknarskjal, er þeir sjálfir hafi ritað, til félagsins (Vestre Boulevard 34, Köbenhavn B), inn- an loka Ágústmánaðar, og láta fylgja með því 1. skýrslu um fæðingarstað, fæðingarár og foreldranöfn, 2. vitnisburð um hegðun, siðgæði og skólalærdóm, 3. læknisvottorð um vöxt og heilsufar, 4. vottorð frá fyrri húsbændum um, að pilturinn sé vel vinnufær, 3. ef umsækjandi er ekki fullra 18 vetra, verður vottorð um samþykki frá föður hans eða lögráðanda að fylgja með. Nemandinn verður að hlíta hinum dönsku vinnuhjúalögum. Það er ekki ólíklegt, að þetta geti orðið til góðs gagns fyrir unga Islendinga«. Hvað er að frétta? Bisliupsvígsla. V a 1 d i m a r B r i e m vígslubiskup verður vígður 28. Á- gúst næstk. Skógarverðir hafa verið skip- aðir: Sumarliði Halldórssonyf- ir Kjósar-, Borgarfjarðar-, Mýra-, Hnappa- dals-, Snæfellsness- og Dalasýslu. Hann á að hafa aðsetur í Borgarnesi. Stefán Kristjánsson á Vöglum, yfir Þingeyarsýslu. Guttormur Pálsson á Hallorms- stað, yfir Múlasýslur og Austur-Skaftafells- sýslu. Einar Sæmundsson á Eyrarbakka yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallar- og Árnessýslur. — Kofoed Hansen hefir fyrst um sinn umsjón yfir Reykjavlk, Gullbringusýslu, Vestur-Barðastranda- Isa- fjarðar- og Strandasýslur. Flóa-úvt-itim. Talbifzer verk- fræðingur, sem unnið hefir að Flóa-áveitu- mælingunum, er nú kominn hingað enn og heldur áfram verki sínu þar eystra. Hann fór austur á leið 13. þ. m og með honum Sig. Sigurðsson ráðunautur. Gufuskipid „Egill“ sokkið. Eitt af skipum Wathnesfélagsins, „Egill", sem lengi hefir verið í förum milli Norð- urlands, Austurlands og Noregs, sökk ný- lega við Stavangur f Noregi. Hafðiverið þar til viðgerðar. „TJller“ sokkinn. Gufuskipið „Uller", sem lengi hefur verið í förum milli íslands og Noregs, og var í fyrra strandferðaskip við Austurlandið, sökk ný- skeð fram undan Stöðvarfirði. Skipshöfn- in bjargaðist til lands á bátum. SitipstriiníE Þrjú frakknesk segl- skip rak á land í ofsaveðrinu 8. f. m. á Fáskrúðsfirði. Tvö þeirra voru fiskiveiða- skip, »Daniel« frá Dunkerqueog „Moette" frá Paimpol, en eitt var flutningsskip, „Frivol" frá Paimpol. Talið víst, að „Daniel" yrði strand, en óvíst um hin. Einn maður druknaði. Mannalát. Magnús Jónsson á Kirkjuvogi í Höfnum andaðist 17. Febrú- ar. síðastl. Hann var fæddur 6. Nóv. 1830, sonur Jóns síðast prests á Felli í Mýrdal, Torfasonar prests á Breiðabóls- stað, Jónssonar prests í Hruna, Finns- sonar biskups. Kona hans var Ingigerð- ur Ketilsdóttir bónda í Kotvogi, Jóns- sonar. Molííilii við Eyafjörð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.