Þjóðólfur - 17.06.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.06.1910, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 17. Júní 1910. 25. mótor-steinolíu í k ai Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé bestf Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steinolia frá Skandinavisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskab, Kongens Nytorv 6. Köbenhayn. Ef !þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ BOGI BRYNJÓLFSSON ♦ + yfirréttarmálafiutningsmaður + ♦ er fluttur í Austurstræti 3 (fyrv. t ♦ afgreiðsla Þjóðólfs). ♦ i Tals. 140. Helma 1 1 — 12 og 4—5. J ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Fylgið fer vaxandi. Samtal við Sig. alþm. Sigurðsson. Það var blíðskaparveður á mánudags- kveldið, er vér gengum til Sigurðar alþm. Sigurðssonar til þess að heyra álit hans á aukaþingskröfunni og hinum pólitisku kröfum nú. Og þegar veðráttan er blíð, þá eru allir í betra skapi, og því betra að heim- sækja menn þá. »Aukaþingið! — i£ins og þú veist, þá var eg fyrir austan er áskoranin var send, og gat þá ekki af ýmsum ástæðum ekki verið með, hélt líka, að nógur tími væri er eg væri kominn heim. Eins og þú veist hefi eg ætlað mér að fylgja í þessu efni vilja kjósenda minna. Margir þeirra eru með því, einstöku á móti, en flestir láta það afskiftalaust«. En vilt þú þá ekki bæta þér við á- skoranirnar? »Ur því áskorunin er send, kann eg ver við það, en hins vegar álít eg það sjálfsagt af ráðherra, að verða við áskor- uninni, þar sem meiri hluti alþingis er henni fylgjandi, og þingfrestunin er verið hefir umtöluð, getur ekki á nokkurn hátt komið til orða, nema sem hið mesta gjörræði gagnvart þinginu*. Álítur þú þá, að ráðherra geti ekki annað en boðað til aukaþingsins? Eg sé ekki, að það sé á nokkurn hátt unt fyrir hann að komast hjá því, nema þá með því, að hann rjúfi þingið og efni til nýrra kosninga, og það álít eg persónulega, að væri hið langbesta. í fyrra er var kosið til þings, var ein- vörðungu kosið eftir sambandsmálinu og varð það til þess, að ýmsir þeir urðu kosnir til þingsetu, er eigi eru góðir þing- menn frá almennu sjónarmiði. Og það er ekki nema eðlilegt, þvf eftir þeim málum var ekki kosið. Þingið sjálft og landið, hefði því mjög gott af þingrofi. Og frá þessu má skýra? Já — náttúrlega, eg sé sem sagt að ráðherra geti ekki annað en annaðhvort rofið þingið eða boðað til aukaþings. Nokkrir hafa viljað draga það f efa, að Skúli Thoroddsen væri með aukaþinginu, þrátt fyrir grein hans, er prentuð var í sfðasta blaði. En í nýkomnum »Þjóðv.« tekur hann af skarið um það, og segist weð aukaþingi vera, enda »var og eigi Þvf að neita, að margt gott gat af auka- þingi leitt. Aukaþingsfylgið fer vaxandi. Fleiri og fleiri þingmenn krefjast þess, og ráðherra verður því að taka málið fyrir á ný til nýrri og betri meðferðar. Nú hefir aukaþingið óneitanlega meiri hluta þingmanna með sér, og meiri hluta þingsins ber ráðherra að hlýða, eða þá víkja ella. Játvaröur Englakonungur og Pjólverjar. Það hefur ekki síður verið talað um dauða Játvarðar konungs í þýskum blöð- um en enskum. Öll þýsk blöð hafa flutt langar greinar um stjórn hans og stjórn- hæfileika. Sérstaklega ræða blöðin um áhrif hans og afstöðu til alþjóðapólitíkur- innar; það er auðvitað sú hlið af starf- semi hans, sem af ýmsum ástæðum hefur haft mesta þýðingu fyrir Þjóðverja. Þýsku blöðin eru svo að segja einróma 1 dómum sínum um Játvarð konung. Það er sama hvaða flokk þau fylla, — öll tala þau um hyggindi hans og hagsýni, og telja hann hafa verið framúrskarandi dug- legan 1 að efla og auka valdstöðu ríkis síns. En skiftar eru auðvitað skoðanir um það, hvort þessi pólitík hans hafi verið af persónulegum rótum runnin eða ekki. Enda þótt pólitík hans snerist mestan hluta ríkisstjórnar hans gegn Þýskalandi, viðurkenna þó þaulþýskustu blöðin, að Játvarður konungur hafi ekki gert svo af neinum fjandskap við Þjóð- verja og keisara þeirra, heldur af um- hyggju fyrir sínu eigin rfki. Ennfremur lýsa blöðin því yfir, að fjandskapur sá, sem kominn var milli Þjóðverja og Eng- lendiuga út af einangrun þeirri, sem Ját- varður konungur kom Þjóðverjum í með samningum sínum, sé mikið að réna. Það er nú nógu fróðlegt, að athuga póli- tík Játvarðar konungs, eftir því sem þýsk og ensk blöð skýra frá þessa dagana. Yfirráðapólitíkin og vöxtur hennar er aðalþráðurinn f sögu Englands á stjórnar- árum Játvarðar konungs. Hún byrjaði að vísú löngu áður en hann tók við völd- um, svo ekki er hægt að, kalla hann föður hennar. En hann var gagntekinn af henni, eins og Salisbury gamli (1895) og síðar einkum Chamberlain, settu hana í framkvæmd. Hugmynd Chamberlains hafði eiginlega tvær hliðar. Önnur var sú, að tengja England og nýlendur þess fastar saman með tollsambandi, sem í rauninni hefðu útilokað öll önnur ríki frá viðskiftum við breska ríkið, en hin að tryggja nýlendurnar sem best og auka þær svo mjög, að breska rfkið næði loks yfir alla jörðina. Til að koma þessu síð- ara atriði í framkvæmd, tók England að hefja ýmsar styrjaldir. Fyrst 1896 móti Mahlisn, til að vinna aftur hinar gömlu nýlendur Egyftalands 1 Sudin og Efra- Egyftalandi; síðan gegn Ashanthilandi og Nigeria, og loks gegn Búum. í þessum styrjöldum lögðu Englend- ingar landflæmi mikil undir sig og juku mjög veldi breska rlkisins. En yfirgangur þeirra aflaði þeim aftur á móti margra fjandmanna. Fyrst og fremst Rússa, en sfðar Frakka, sem fund- ust Englendingar skemma fyrir sér í Norður-Afríku. Þegar Marchand fór för sína til hvítu Nílar og Fashada 1897, voru viðsjárnar svo miklar, að stríðið var rétt skollið á. En í síðasta augnabliki létu Frakkar undan Englendingum, með þvf að þeir sáu, að þeir yrðu ofurliði bornir 1 ófriði. Ennþá hraklegri stjórnarósigur biðu Frakk- ar 1899, þegar þeir ætluðu að leggja undir sig soldánsríkið Onan við persneska flóann. Þá urðu þeir með samningum frá 21. Mars 1899 að láta af hendi öll þau yfirráð, sem þeir höfðu f Níldalnum, Dar Fur og Kordefan. Af því reiddust Frakkar Englendingum svo ákaflega, að í ráði var meðan á Búaófriðnum stóð, og það var enda reynt, að fá Rússa í sam- band við Frakkland, til að stofna als- herjarsamband meðal stórveidanna f Ev- rópu, til að reisa rönd við yfirgangi og yfirráðum Englands. Af hvaða ástæðum sú sambandstilraun strandaði, vita menn ekki enn. Nokkrir segja að zarinn hafi verið því mótfallinn. En þýsk blöð halda því nú fram, að Þýskaland hafi komið í veg fyrir það. Það er að minsta kosti víst, að samkomulag var hið besta milli Englendinga og Þjóðverja á síðari ríkis- stjórnarárum Viktoríu drotningar. Og þegar Bretastjórn fór að sjá, að hin svo- kallaða »glæsilega smaugrune (splendid Isolation) gat verið afar hættuleg á vorum tímum, hversu voldugt ríki sem í hlut á, þá bauð Chair.berlain jafnvel Þýskalandi samband, er tryggja skyldi bæði ríkin gegn ytri árásum. Þýskaland neitaði víst því boði með hliðsjón af Rússlandi, og virtist það hyggileg pólitík í þá daga. En samkomulag var þá hið besta milli þessara tveggja ríkja fram undir Búastríðið. Þegar Játvarður konungur tók við völd- um, var England gersamlega einangrað. Samkomulag þess við Þýskaland var gott, enda mjög gott, en viðsjárnar milli þess og Frakklands og Rússlands voru svo miklar, að stríð var enda ekki óhugsandi. Eftir nokkur ár var þessu gersamlega snúið við. Þessi breyting, öll hin nýrri stefna í utanríkispólitlk Englands, er mest að þakka Játvarði konungi persónulega. Hann sá að England mátti ekki við smaugruninni. Þýskaland hafði hafnað boði Chamberlains, og síðan hafði ýmis- legt komið á daginn, sem gerði samband við Þýskaland miður æskilegt, svo sem afstaðaj þýsku þjóðarinnar í Búastríðinu, iðnaðarsamkepnin þýska, sem Englend- ingar fóru nú að sjá að var hættuleg, og slðast, en ekki síst, mikli vöxtur þýska flotans. Það var því ekki annað að gera fyrir Englendinga en að reyna að vingast við óvini sína og andstæðinga, Frakka og Rússa. Englendingum veitti ekki erfitt að vingast við Frakka. Játvarður kon- ungur var þar hinn besti milligöngumað- ur, því bæði var hann nákunnugur öll- um helstu stjórnmálamönnum Frakka, og naut auk þess mikilla vinsælda hjá frönsku þjóðinni. Hann beindi nú pólitlk sinni gegn Þýskalandi, til að gera sættina ljúf- ari fyrir Frakka, og með aðstoð stjórn- málamanna, eins og Delcassé, tókst hon- um skjótt að fá þá til að gleyma hrak- förunum við Fashoda, og með sambands- samningum frá 1904 fékk hann Frakka alveg yfir á band Englendinga. Miklu erfiðara var að eiga við Rúss- land. Hann vissi að sambandstilraunir í þá átt myndu mæta mikilli mótspyrnu meðal Englendinga, af siðferðislegum ástæðum, og ef til vill enn meiri mót- spyrnu meðal Rússa, því Rússar voru þá sem ákafast að leggja undir sig lönd í Asíu, og það var fyrirsjáanlegt, að þeir og Englendingar myndu rekast þar á. Játvarður konungurgsá fljótt, að slík til- raun var árangurslaus, meðan ofstopi og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.