Þjóðólfur - 01.07.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.07.1910, Blaðsíða 1
62. árg Reykjavík, Föstudaginn 1. Júlí 1910. Jti 27. Jarnajræíslumál. Eftir séra Jóh. L. L. Jóhannesson. $TÖr til Brynjólfs og Finns og sr. Ófeigs, osr sto meira. I. Þeir tveir heiðnrsmenn, Brynjólfur á Minna-Núpi (( 51. tbl. Þjóðólfs 1909) og Finnur á Kjörseyri (í 1.—-2. tbl. Þjóðólfs 1910) hafa báðir fundið ástseðu til að rlsa upp og andmæla ritgerð minni um fræðslumál barna í 34.—40. tbl. Þjóðólfs f. á. Af því að þetta mál er svo mikils- vert, þá langar mig til að gera fáeinar athugasemdir við greinar þessara manna, en alls eigi af því, að mig langi svo mjög til að eiga þar síðasta orðið. Mergurinn málsins hjá Brynjólfi er eins og áður það, að hann hyggur, a ð u n g - lingaskólar með lýðháskóla- sniðiogeins vetrar skólaskyldu á árunum 16 — 20, verði vænlegri til sannrar alþýðumentunar, heldur erbarna- fræðslan, sem nú er, lögboðin. Hann segir, að þá þyrfti eigi að heimta af ó- fermdu fólki annað en kristindóminn og það, sem nauðsynlegt er til inntöku í unglingaskólana, og býst við að heimilin, með aðstoð prestanna, geti veitt þá fræðslu. Móti þessu virðist mér það mæla, að þessi undirbúningsfræðsla þyrfti að vera í mörgu nærri því jafn mikil sem það, er nú er heimtað af börnum, ef nemend- urnir eiga að geta haft góð not af fræðsl- unni í unglingaskóla. Einnig efast eg um, að Iýðháskólar með öllu sínu fyrir- lestraverki séu hentugir til að veita þessa sömu fræðslu sem nú er lögskipuð. Þess ber að gæta, að hinir svo nefndu lýð- háskólar hafa, í höfuðatriðinu, eigi beint það markmið að auka þekkinguna, heldur miklu fremur hitt, að göfga hugs- unarháttinn. Þar er styrkur þeirra og á því byggist þeirra tilveruréttur, sem góð uppbót á því, er hina skólana vantar. Sú vöntun stafar af þeirri sök, að þar sem leggja verður höfuðáhersluna á að auðga vitið, þar reynist oft erfitt að full- nægja hinu svo vel sem æskilegt er. Verk lýðháskólanna verður þannig miklu frem- ur að g 1 æ ð a en f r æ ð a, því þótt aukn- ing á þekkingarforðanum sé vitanlega ávalt nokkuð samferða hinu hjá þeim, þá mun þó vakningin eiginlega vera það, sem mest er hugsað um. Nú vita allir, að þekkingin er mönnum óumflýanleg nauðsyn í lífínu, og því má engan veginn gera neitt það, er getur minkað hana frá því, sem ætti að verða með góðri barnafræðslu samkvæmt núgildandi lög- um; en eg er hræddur um að svo yrði, ef lýðháskólar ættu einir að annast um hana. Eg segi að ekkert megi minka fræðsluna, og eg geri ráð fyrir því, að engum mentunarelskum manni sýnist þetta, sem nú er heimtað við fullnaðarprófið, vera ofmikill mentunarforði handa almúga- wanni fyrir alla æfina, einkum þó þegar þess er líka gætt, að sumt af þessu (svo sem d. lestur, reikningur og skrift) eru í sjálfu sér eigi mentun, heldur aðeins mentunarskilyrði. Gaman væri nú að fá að vita, h v a ð þeir gera sig ánægða með að ófermdu unglingarnir læri minst, sem vilja draga að veita fólkinu undirstöðufræðsluna þangað til á 16.—20. ári. Eftir því svari hlýtur það nokkuð að fara, hversu mikinn tíma fólkið þarf að vera á unglingaskólunum þeirra. Eftir minni hyggju þurfum við helst bæði góða barnafræðslu og llka góða lýðháskóla. Sé barnafræðslan góð, þá held eg að ung- lingaskólar þeir, er stofnaðir kunna að verða til áframhalds af henni og við- halds, geti að skaðlausu haft lýðháskóla- snið, og ef svo svo reyndist, þá væri það ágætt. Að ætlast til þess af heimilunum, að þau geti sama sem hjálparlaust veitt nokkra verulega fræðslu fram yfir það, að kenna börnunum að lesa og byrjun í skrift, það virðist mér mjög ónærgætin krafa. Lestrarkenslan er afarmikið verk. Nú á dögum er ekki á bæura, víðast hvar, fleira fastafólk, en rétt verður kom- ist af með minst til gegninga og þjón- ustubragða. og sumstaðar ekki það, held- ur verður að taka hjálparfólk um sama tíma, ef það þá fæst, til þessara verka, og stundum til að kenna börnunum að lesa, ef þau eru mörg, þótt foreldrin hafi nóga kunnáttu til þess sjálf. Heimili, sem tæplega hefur fólk til dag- legra nauðsynjaverka, getur eigi hæglega veitt mörgum börnum fræðslu, þótt allir þess fáu heimamenn væru útskrifaðir af alþýðuskóla og vel að sér. Svo talið um það, að erfiðleikarnir verði eigi nema fyrst í stað, og alt lagist þegar heimilin hafa mörgum á að skipa, er gengið hafa á unglingaskðlana, finst mér því nokkuð út í loftið hjá Brynjólfi vini mínum. Úr aðstoð prestanna vil eg enn á ný gera fremur lítið. Eg býst ekki við að þeir hafi á hendi, svo að nokkru um muni, aðra kenslu heldur en kristindómsfræðsluna, einkum undir ferminguna. Vel veit eg það, að þeir höfðu áður aðaleftirlitið með alþýðufræðslunni og , leystu það verk, margir hverjir, mjög vel og samvisku- samlega af hendi; og eg efast stórum um, að fræðslunefndirnar núna geri það jafnvel eða betur; en sjálfa kensluna höfðu prestar eigi að neinu ráði á hendi, nema fræðsluna f trúarbrögðunum. Það hefði og verið torvelt fyrir þá, að stunda sjálfir kenslu á mörgum börnum út um alla bæi, og ennþá törveldara hlyti það þó að verða nú, með slíkri tilsögn í mörgum náms- fræðum, þar sem þing og stjórn er altaf að fækka presturo. Ekki treysti eg mér til að sanna með rökum, að barnafræðslan, sem nú er heimtuð, sé einhlýt til alþýðumentunar, enda hefi eg hvergi haldið því fram. En hinu hefi eg viljað halda fram, að hún dugi betur til að veita allra nauðsyn- legustu fræðsluna, heldur en aðrar að- ferðir, er komið hafa til tals. Brynjólfur getur heldur trauðla sannað, að það fyrir- knmulag, er hann heldur fram, sé ein- hlýtt í þessu efni. Hér er um þann hlut að ræða, er reynslan ein getur fært sönnur fyrir; þetta hefir hann og sjálfur séð eftir á, og því kemur hann með uppástunguna um að veita einhverju héraði undanþágu frá barnafræðslulögunum, en láta það menta fólk sitt í unglingaskólum og sjá svo hvort betur dugi. Mér skilst að fullnaðarprófskröfurnar ættu að vera hinar sömu eða líkar, svo þá þykir honum eigi of margt eða of mikið heimtað, fremur en mér; deilan er aðeins um hvaða ald- ur sé hentugastur til að fá fræðsluna. Framkvæmd á þessari tillögu, um 30 ára skeið, væri ágæt til að fá áreiðanlegt reynslusvar. En samt vantar mig að vita, hversu marga unglingaskóla Brynjólfur býst við að hann þurfi, t. d. f Árnessýslu, þessu til framkvæmdar, og hverju afhinu núheimtaða ófermdu unglingarnir eiga að sleppa. Kostnaðarins vegna þurfa menn að hugleiða það vandlega. Báðir erum við vfst samdóraa um það, að eigi þurfi síður að hugsa um mentun hugsunar- háttarins en þekkingargáfurnar. Helsti kjarninn í grein Finns virðist mér vera það, að hann villalls eigi hafa hei m a vist arskó 1 a o g heldur eindregið með heimilis- fræðslunni. I ritgerð minni nefndi eg víst hvergi fasta heimavistarskóla, heldur gerði svona upp til sveita helst ráð fyrir farskólum, en efnið hjá mér var alls ekki að tala um slíkt. Það var aldrei ætlun mín, að halda fram neinu vissu skólafyrirkomulagi, heldur vil eg láta hvert fræðsluhérað í því efni haga sér eftir því sem hentugast þykir. Megin- efnið hjá mér var, að halda fram nauð- syn skólafræðslu í einhverri mynd, af því að eg álít heimatilsögnina allsendis ónóga, um annað var eg eiginlega eigi að tala, og svo það, að mentunarkiöfurnar væru hreint ekki of harðar. Deilan milli okkar Finns getur þvf eigi verið af því, að okkur hafi borið á milli með heimavistar- skólana, því þar hefi eg ekkert sagt, heldur stafar hún af hinu ólíka áliti okkar á gæðum heimilafræðslunnar. Grein Finns gengur og öll í þá átt, að rífa niður það, sem eg hefi sagt um galla þeirrar fræðslu. Skylduverk. [ísafold flutti nýlega (15. f. m.) grein eftir A. J. Johnson, sem er f Amerlku, og var hún svar gegn grein, er hr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir ritað í »Heimskringluc. — Með því að stjórnar- menn nota þettaskrif A.J. Johnson ósleiti- lega, — meðal annars hafa látið sérprenta það —, virðist ekki vera úr vegi, að birta hér grein hr. Sigurðar, svo menn geti dæmt í milli þeirra og séð, hver fer með réttara mál, hver sé prúðari í rithætti sínum og hver hafi meiri dómgreind í því, er þeir rita umj. Það er skylduverk hvers manns, að þegja ekki lengur en góðu hófi gegnir um ýms þau mál, er almenning varðar. Þögnin er talin gullvæg, — og hún er það undir ýmsum kringumstæðum; en hún getur orðið að skæðustu ósannindum á vissum tímum og við viss tækifæri: »Ef eg þegi, þá lýg eg«, sagði Washing- ton forðum, og það var þá gullvægur sannleikur, — það er oft gullvægur sann- leikur. Eg er einn þeirra mörgu, er um langan tíma hafa þegjandi hlustað á allan þann gauragang, sem fram hefir komið austan hafs og vestan f sambandi við stjórnar- baráttu íslendinga heima. Vestur-íslensku blöðin — sem annars geta sjaldan verið sammála um nokkurn skapaðan hlut eða óskapaðan — tóku saman höndum, sór- ust f fóstbræðralag — eftir því sem best varð séð — fyrir rúmu ári síðan til þess að níða sárstakan flokk manna heima á Islandi. Þá var barist þar um völd og líklega stefnu, — barist af alefli á báðar hliðar. Skylda vestur-íslensku blaðanna var að gefa íslendingum hér rétta, ó h 1 u t - dræga hugmynd um það, hvernig í öllu lá; þau áttu að birta á víxl greinar úr blöðum beggja flokkanna heima, til þess að almenningur gæti séð sóknir og varnir, kærur og svör, og gæti sjálfur dæmt um málstað hvors flokks fyrir sig. Hugsið ykkur mann svo þröngsýnan, að hann læsi annaðhvort Heimskringlu eða Lög- berg. Mundi hann fá rétta hugmynd um stjórnarfar hér ? Mundi hann ekki halda, að allir íhaldsmenn væru þjófar og bófar, ef hann læsi einungis Lögberg? Og mundi hann ekki hugsa það sama um hinn flokkinn, ef hann læsi einungis Heimskringlu ? — Og hugsið ykkurmann svo þröngsýnan, að hann læsi einungis annaðhvort Sameininguna eða Breiðablik nú á dögum. Mundi hann ekki fá þá hugmynd, að sannleikurinn væri allur öðru megin og lýgin öll hinu megin? Vissu- lega væri ekkert Kklegra. Það fór fjarri því, að blöðin hér flyttu óhlutdrægar frásagnir um baráttuna heima. Verstu ákærur og skammagreinar mótstjórnarblaðanna voru bírtar hver á fætur annari, en svörin við þeim aldrei birt — eða örsjaldan. — Með öðrum orðum, blöðin hér vestra komu fram eins og einhliða, keyptur eða leigður laga- flækjumaður, sem reynir af ýtrasta megni að sverta annan málspartinn, en fegra hinn, án tillits til þess, hvor hafi rétt fyrir sér og hvor rangt. — Vilji menn efast um þetta, þá vísa eg þeim á Lög- berg, Heimskringlu og Baldur, á meðan baráttan stóð yfir heima. Sanngirni er það umfram alt, sem þjóðirnar verða að krefjast af blaðamönn- um sfnum. Drengskapnr f bardaga- aðferð þeirra á að vera þeim heilög skylda; en drengskapar hefir eigi ávalt verið gætt í afskiftum vestur-fslensku blaðanna af austur-fslenskum stjórnmálum f seinni tíð. Margir menn, sem hafa haft viðbjóð á þessari aðferð, hafa gert sig seka um þá yfirsjón, að þegja við öllu, og eg fyrir mitt leyti er einn þeirra mauna. En grein sú, er birtist í Lögbergi 3. Mars eftir hr. Baldur Sveinsson með fyrirsögninni »Drengskaparheitiðc, knýr mig — og ef til vill marga fleiri í þessari bygð og annarstaðar til þess, að taka penna í hönd og reyna að sýna það, sem hér er um að ræða, á sanngjarnari hátt en gert hefir verið í vestur-ísl. blöðunum, — á sanngjarnari hátt frá okkar sjónarmiði að minsta kosti. Mér þykir fyrir því, að verða að eiga orðastað við kunningja minn og skóla- bróður, hr. B. S., og mér þykir sérstak- lega fyrir því, að fornvinur minn, hr. Benedikt Sveinsson bróðir hans, skuli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.