Þjóðólfur - 08.07.1910, Síða 2

Þjóðólfur - 08.07.1910, Síða 2
IIO ÞJOÐOLFUR. »rétt, að borið sé undir atkvseði alþingis- kjósenda, hvern gjaldmáta þeir vilji helst aðhyllastc. En svo hugdjörf er hún, að það er »eindregintillaga hennar (nefndarinnar), að á næsta alþingi verði samþykt ályktun um, að slík almenn atkvæðagreiðsla skuli fara fram«. xEnnfremur telur nefndin sjálfsagt, að framkvæmd bannlaganna verði frestað, þangað til þeirri atkvæðagreiðslu er lokið«. Það leynir sér ekki, að nefndin er fast- ákveðin í því að vera óákveðin. Hún er svo sannfærð um, að hún hafi sjálf enga sannfæringu, og að það sé svo sjálf- sagt, að hafa enga sannfæringu, að hún ræður alþingi til að hafa heldur enga sannfæringu, — en hringla og hringla, fella það að ári, sem það samþykti í fyrra, gefa sig svo upp á gat og segja við kjósendur: »Vér erum 1 standandi vandræðum. Vér vitum ekki upp né niður í þessum íslensku skattamálum, ó- lukkans skattamálum — og þorum ekkert að ákveða. Blessaðir takið þið nú við og segið okkur, hvað við eigum að gera«. Fyr má nú vera úrræðaleysið. Að viðurkenna f öðru orðinu, að tekju- missirinn af áfenginu sé létt að bæta upp »á marga vegu«,en þora svoengan veginn að fara. Er nefndin orðin svona smittuð af hinni alræmdu persónu, sem skríður flöt á mag- anum af amlóðaskap annan daginn, en bölsótast hinn daginn, svo að alt ætlar um koll að keyra? Eða hefur hún lagt höfuð sín svo ræki- lega 1 bleyti, að þau séu orðin alveg gegnblaut ? Það er enginn minsti efi á því, að kjósendur landsins munu á sínum tíma vita það, hverju þ e i r eiga að svara sllkri nefnd og sllkum væntanlegum alþingis- spurningum. Þeir munu svara einum rómi: Ykkur veitum vér enga skatta né tolla. Þið hafið léttan aðgang að öllum upplýsing- um og skýrslum viðvíkjandi skattamálum og tollum, og þið þykist nógu frakkir og vitrir þegar þið eruð að biðja um kosn- ingu. Nú eru það þið, sem eigið að láta ykkar ljós skína. Það liggur 1 augum uppi, að alþýða manna hefur enga hent- ugleika til að dæma um það, hvernig sköttum og tollum skuli koma fyrir á hentugastan hátt. Og helst vill hún enga tolla og enga skatta. Þetta svar eiga þeir að fá og munu þeir fá. Bœníajörin norðlenska. Norðlensku bændurnir og bændaefnin komu til Sveinatungu x, þ. m. og gistu þar. Þangað var og kominn Sigurður Sigurðsson ráðunautur, er verður leiðsögu- maður þeirra f förinni. Frá Sveinatungu fóru þeir 2. þ. m. um Norðtungu, Lund, Kaðalstaði, Svignaskarð, Hvítárvelli og gistu að Hvanneyri. — Borghreppingar fjölmennir (50—60 karlar og konur) með séra Einar Friðgeirsson á Borg í broddi fylk- ingar, tóku á móti þeim við brúna á Gljúfurá og buðu þeim til miðdegisverðar á Svigna- skarði. — Frá Hvanneyri fóru þeir um Bæ- Varmalæk og fram í Lundareykjadal og gistu þar. Þaðan fóru þeir 4. þ. m. yfir Uxahryggi til Þingvalia og gistu þar Skoðuðu þeir Þingvöll, og kl. 12 um nóttina settust þeir í brekkuna fyrir inn- an þingmannaskálann og skýrðu hana Norðlendingabrekku. Þar voru inargar ræður fluttar og kvæði. — Frá Þingvöllum fóru þeir á Þriðjudaginn til Reykjavíkur og veitti Búnaðarfélagið þeim gistingu og beina. Það bauð þeim og til morgunverðar á Miðvikudaginn og héldu þeir þar ræður: Guðm. HelgasonJ form. Búnaðarfélagsins, Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum, Einar Helgason ráðu- nautur, Björn Jónsson ráðherra.JSig. Sig. ráðunautur, Bogi Th. Melsteð sagnfr. og Björn Bjarnarson bóndi í Grafarholti. Síðar um daginn skoðuðu þeir söfnin, gróðrarstöðina, klæðaverksmiðjuna Iðunni, Slátrunarhúsið og Alþingishúsið. Ur bæn- um fóru þeir aftur um hádegi 1 gær, og ætluðu að gista 1 Arnarbæli og Kaldaðar- nesiv Síðan tara þeir að Þjórsártúni og verða þar á smjörsýningu og íþrótta- móti. — Þaðan fara þeir um Rangárvalla- sýslu og Árnessýslu, og síðan norður Kjöl, og er þá ferðinni lokið. Þátttakendur fararinnar voru þessir: Albert Kristjánsson bóndi á Páfatöðum 1 Skagafirði, Einar Guttormsson frá Ósi f Hörgárdal, Eyólfur Kolbeins Eyólfsson búfr. á Mel í Miðfirði, Guðmundur Davíðsson bóndi á Hraunum, Guðmund- ur Jóhannesson bóndi á Auðunnarstöðum í Víðidal, Hannes Davlðsson bóndi á Hofi í Hörgárdal, Indriði Helgason bóndi á Reykhúsum 1 Eyafirði, Jóhannes Árnason á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Jón Guð- laugsson í Hvammi í Eyafirði, Jón Sig- urðsson búfr. á Reynistað, Jón Sigurðs- son á Ystafelli, Jónas Björnsson á Lækja- móti, Jónatan Líndal bóndi á Holta- stöðum, Magnús Jónsson bóndi á Sveins- stöðum í Þingi, Ólafur Jónsson búfr. á Söndum í Miðfirði, ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi í Skagafirði, Páll Jónsson bóndi á Stóruvöllum í Bárðar- dal, Páll Jónsson búfr.kand. á Akureyri, Runólfur Björnsson á Kornsá í Vatnsdal, Sigurður Jónsson bóndi á Arnarvatni við Mývatn, Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum, Sigtryggur Vilhjálmsson á Syðri- Brekkum á Langanesi, Tryggvi Hjartarson á Ytri-Álandi í Þistilfirði, Tobías Magnús- son bóndi 1 Geldingaholti, Tómas Pálsson, bóndi á Bústöðum í Skagafirði, Þorbjörn Jósefsson á Espihóli í Eyafirði, og Þor- steinn Þórarinsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði. Sigurður Sigurðsson skólastjóri er for- ingi fararinnar. Ekki var laust við óánægju meðal bæar- búa út af því, hvað fáir áttu kost á að sitja með þeim samsæti, og hefði ekki átt illa við, að borgarstjóri hefði gengist fyrir því, að þeim hefði verið haldið al- ment samsæti, því meðal þessara manna voru margir, er ýmsir bæarmenn þektu, og vildu því gjarnan sitja með þeim veislu. Ráðherrann í stjórnarsessi og í ísafold. Henni er heldur en ekki meinilla við að hafa nokkra mótspyrnu, stjórn- inni okkar núverandi. Það væri eitthvað þægilegra og næð- issamara fyrir hana, ef enginn þyrði að minnast á afrek hennar öðruvísi en með tómum lofgerðarsón, eins og „ísafold". Og nú er ráðið fundið. Ráðherranuro hefir hugkvæmst það snildarráð að veifa lagavendinum yfir höfðum hinna þverbrotnu andstæðinga- blaða. Peningarnir eru afl þeirra hluta, er gera skal. Það þarf peninga til þess að halda skoðunum sínum á lofti og gera þær almenningi kunnar. Ef hægt væri að baka andstæðing- unum nógu mikið fjártjón, stæðu þeir þá ekki lakar að vígi í baráttunni gegn stjórninni? Ef hægt væri að drepa öll andstæð- ingablöðin, mundi þá ekki verða friður í landinu? En í friði vill stjórnin fá að vera, hvað sem hún gerir. Það er um að gera. En á meðan Björn Jónsson var sjálf- ur í tölu stjórnarandstæðinga, taldi hann það ekki slíka nauðsyn sem nú, að ekki væri andað á stjórnina. Enginn hefir lýst því átakanlegar en hann, hversu óholt það er fyrir stjórn- ina að mæta engri mótspyrnu. I grein, er nefnist „Stjórnarandstöðuflokkur", í ísaf. XXXI. bls. 105, 5. Maí 1904, lýsir Björn Jónsson hinum hörmulegu afleiðingum af því á þessa leið: »-----Hún (0: stjórnin) spillist bráð- lega, verður tómlót, miðlungi vönd að athöfnum sínum, orðum og gerðum, sjálfbirg, drambsöm og drotnunargjörn um skör fram, ef ekki sœtir stöðugu eftirliti og að- haldi.------Reglulegur andstöðu- ftokkur, árvakur og skyldurœkinn, er eina ráðið til slíks aðhalds. Engin stjórn er svo fullkomin, svo lýtalaus, svo vönduð, að hún þarfn- ist ekki þess. Hún þarfnast þess alla tíð, meðan hún er við Igði, frá vöggu til grafar«.------- En nú er komið annað hljóð f strokk- inn. Nú vill ráðherrann fyrir hvern mun losna við þetta óþægilega „eftirlit og aðhald". Skyldi einhver spásagnarandi hafa komið yfir hann, meðan hann var að skrifa eftirfarandi klausu í áðurnefndri grein: »— Hitt segir sig sfálft, að stfórn- inni sjálfri — henni er ekki neitt Iiugleikið að hafa andstöðuflokk í móti sjer, og það því síðnr, sem henni er meira áfátt. Hún negtir eðlilega allrar orku til að efla sinn ftokksem allra mest, með legfdegum hœlti og ólegfileg- um, vandaðri aðferð og óvandaðri. Hún rœr að jafnaði að því öllum árum, að sem fleslir verði til að veita henni örugt fglgi, hvað sem hún gerir, hvort Iieldur er rétt eða rangt. Hún hefir miklu meiri og betri tök á því en mótstöðumenn hennar. Hún á vald á embœtium og öðr- um frama, skipun í milliþinganefnd- ir og hinum og þessum fríðindum öðrum. Pví ásæknari sem hiín heflr ver- ið í völdin og því gráðugri sem hún er í að halda þeim sem allra lengst, því minna skiftir hiín sér af verðleikum og hæflleikum. Flokksfglgið er henni fgrir öllu. Hún beitir valdi sínu aðallega til þess að úthluta fylgiflskum sínum trúrra þjóna verðlaunum. Viti Iuin einhverjum undanvillu- gjarnt í hjörðinni, vefur hún þann hinn sama að sér með kjassmál- um og blíðuatlotum og lœtur hann gegn-bakasi við brennheila geisla landsföðurlegrar náðar sinnar. Hversu illvíg sem hún hefir ver- ið, meðan hún var að brjótast til valda, og engu eirt þá, engu unað þá öðru en alt væri í logandi ó- friðarbáli, þá lýtur alt hennar tal og hennar málgagna eftir það að friði og sáttsemi. Henni kemur skiljanlega þá best, að þeir, sem hún er ylir sett og ekki heyra til gæðingahjörð- inni, hagi sér eins og sinnulausar rolur og gungur, jarmandi eftir þeim friðarsóninn og gerandihvorki að æmta né skræmta, hvað sem við þá er gert, og hvort sem gætt er viðunanlega hagsmuna lands og lýðs, eða alls ekki.-------«. Þetta eru óbreytt orð fyrv. ritstjóra ísaf. og núverandi ráðherra. Aðeins skal þess getið, að leturbreytingarnar eru ekki eftir ráðherra. Ekki er að kynja, þótt hann hafi þjáðst af megnu „valda lystarleysi", þar sem hann hefir gert sér í hugar- lund, að þannig hlgti stjórnin að vera. Til Alberts á Páfa- stöðLim. I 20. tölublaði »Norðurlands« þ. á. er rit- gerð eftir Albert Kristjánsson á Páfastöð- um, sem hann nefnir »Þóknun í bráðina til Jóns á Hafsteinsstöðum*. Eftir orðum hans að dæma, gremst honum það við mig, að eg í 10. tbl. »Norðra« tel hann »glöggan« mann og tek ekki af því, að hann, sem tillögumaður á fundinum á Reynistað 1. jan., geti verið óánægður yfir því, að fundurinn á Sauðárkróki 8. s. m. tók ekki tillögu hans til greina, að senda vantraustsyfirlýsingu á ráðherrann. Mikilmennum þjóðanna þykir sér óvirð- ing gerð, ef tillögum þeirra í opinberum málum er enginn gaumur gefinn. (En hr. A. K. virðist mér að helst hefði kos- ið, að allir hefðu þagað yfir tillögu hans eins og honum hefði ekki verið nein al- vara með að halda henni fram, eða hon- f um þótt minkun að því að bera hana upp og er svo að snoppunga sjálfan sig fyrir tillöguna). Ritgerð hr. A. K. er mjög löng; höf- undurinn er laginn að koma mörgum orðum að litlu efni, en þó sést ekki, hvað höf. meinar; honum hefir víst ekki verið það ljóst sjálfum, svo sem sjá má á því, að hún er mestmegnis er sett sam- an af ósannindum og heimsku. Mottó það, sem hann hefir valið, á því mjög vel við hann sjálfan og ritsmíð hans; er það því sú besta lýsing af hans andlega þroska og framkomu hans þar af leið- andi, og góð leiðbeining þeim, sem ekki hafa áður þekt manninn nema að nafn- inu til. Það á því vel við að benda á nokkur atriði í nefndri »Norðurl.«-ritgerð, því höfundarins er ekki víða getið. Hr. A. K. segir mig »ósannindamann að því, að hann hafi komið með »ísa- fold« á fundinn á Reynistað«, en viður- kennir þó, að hún hafi verið með sér þangað. Þá hefir »ísafold« komið Albert á Páfastöðum á fundinn og hann ver- ið í hennar þjónust daginn þann. Ef svo er, verður öll framkoma hans, bæði þar og í »Norðurl.«-ritg. skiljanleg. Hr. A. K. segir, að Árni í Vík hafi verið þar með aukaþingi; þetta er eitt af því fáa, sem er fyllilega satt hjá höf.; en svo segir hann, að meiri hluti fundar- manna hafi látið það skýrt 1 ljósi, að þeir væru á móti aukaþingi. Hann getur ekki átt við aðra en þá, sem mættir voru á fundinum og kosningarrétt höfðu. Hér gerir hr. A. K. hreppsbúum sínum vísvit- andi óvirðingn; að gera sllka yfirlýsingu, að þeir hafi komið fram sem bjánar vid kosninguna — það má búast við, að ekki virði honum allir á betra veg þessa hans yfirlýsingu. Hr. A. K. segir, að eg hafi margtekið það fram, að það mundi ekki hafa þýð- ingu að krefjast aukaþings, en hann dreg- ur það undan, sem eg einnig sagði, »að aukaþing gæti verið sjálfsagt og nauð- synlegt undir öðrum kringumstæðum*, þá var átt við, ef aðrar upplýsingar væru 1

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.