Þjóðólfur - 08.07.1910, Síða 3

Þjóðólfur - 08.07.1910, Síða 3
ÞJOÐOLFUR iii fyrir hendi en þær, sem fundarstjóri miðl- aði þar af þekkingu sinni. Það eru ósannindi hjá hr. A. K., að bróðir minn, sá er sendi skriflega kosn- ingu á fundinn og kaus okkur Arna í Vík til þess að mæta sem fulltrúa á Sauð- árkróksfundinum 8. Jan. hafi gert þá orð- sendingu með seðlinum, að hann vildi ekki hafa aukaþing. Það litur svo út, sem hr. A. K. sé að reyna að gera afsökun fyrir sig, að hann ekki náði fulltrúakosningu á Sauðárkróks- íundinn. En fyrir hverjum er hann að afsaka? Árinni kennir illur ræðari! Þá er hr. A. K. eitthvað viðkvæmur fyrir þvf, sem hann þykist hafa séð í kortaskál á Hafsteinstöðum. í kortaskál þessari eru, eins og gerist ýmisleg kort og bréfspjöld með íslenskum myndum, þar á meðal bréfspjald af ísafoldarblaði og hundi með gleraugu, sem settur er á móti því. Hann hefir 1 heitingum »að minn- ast þeirra dálítið nánar við hentugleika slðar«. Eg get ekki skiiið, að hr. A. K. eða nokkur annar maður þurfi að taka þessa mynd að sér, því það er mynd af hundi. A einurn stað í ritverki sfnu minnist hr. A. K. á >sigurglampa«. Þar mun hann eiga við það, þegar hann á fund- inum á Reynistað fór að verja aðfarir ráðherrans gegn Landsbankastjórninni 22. Nóv. Þá greip hann til þess óyndisúr- ræðis, að lesa upp fyrstu greinarnar af lögum nr. 12 frá síðasta þingi, og telja fundarmönnum trú um, að eftir þeim lög- um hefði ráðherrann þá farið, og verið að öllu réttmætt. Honum var þá bent á, að það væri annað bankastjórar og ann- að bankagæslumenn. Þessu gat hann ekki trúað. Þá var honum bent á, að lög þessi hefðu ekki verið í gildi 22. Nóv. Þetta þótti honum mesta óhæfa að tala, og las þá á spássíuna fyrir fundar- mönnum, hvenær lögin hefðu verið stað- fest og hafði mörg orð um heimsku þá, er andstæðingar hans kæmu með. Þá var lesin fyrir honum síðasta greinin 1 þessum lögum, sem segir: »Lög þessi öðl- ast gildi x. Janúar 1910«. Þetta hafði þau áhrif, sem eðlilegt var, að lítill trún- aður var lagður á upplýsingar þær, er fundarstjóri var búinn að gefa viðvíkj- undi bankastjórninni ográðherra, ogjafn- vel sumir álitu þetta blekkingartilraun. P'undarmönnum mörgum snerist þá hug- ur og álitu aukaþing nauðsynlegt, og kusu því okkur Árna, sem vorum því fylgjandi. Allir vissu, að hr. A. K. hlaut að hafa lesið lög þessi áður en hann gat farið að vitna til þeirra. Hr. A. K. segir, að eg hafi ráðist á tvo menn á fundinum á Sauðárkróki 8. Jan. Þetta er ekki satt. Hr. A. K. réð- ist þar á mig á þeim fundi, — ásamt öðrum manni, og neyddu mig, með árásum sfn- um á mig persónulega, að vitna til fram- komu hans og röksemdaleiðslu á fundin- um á Reynistað 1. Jan. Þetta þótti hon- um ekki gott, eins og hann rekur minni til, og kvartaði undan þessari meðferð fyrir fundinum, en fékk enga áheyrn. — Ekki talaði hann meira upphátt á þessum fundi, eníþess stað hvíslaði hann í eyra á sessunaut sínum, sem alloft tal- aði og bar jafnan fram sömu setningarn- ar, hversu margir sem hröktu þær, þang- að til Ólafur Briem sagði honum, að »vitleysan fengi ekki meira gildi fyrrr það, þótt hún væri oft upptekinn«. En ekki veit eg, hvort þeir félagar hafa trú- að því. — Þá minnist hr. A. K. á vopn þau, er menn beita til heilla fyrir sveit sína og land. Það munu margir geta *e'tt sér 1 grun, hvernig vopn þau eru, seiT> hann brúkar, ef þeir lesa oftnefnda ritgerð hans með tilheyrandi »mottó«, og einnig tekið tillit til aðferðar þeirrar, sem hann hafði, þegar hann var að reyna að koma í veg fyrir það, að land vort kæm- ist í símasamband við önnur lönd. Þá var haldið kappsamlega áfram, að fá menn til undirskrifta. Ekki er sagt, að hann hafi þá brostið ástæður og upplýs- ingar; en alt kvað það hafa kornið frá sama höfundi og upplýsingar þær, sem hann hafði til þess að miðla mönnum á »sjálfan nýársdag« í vetur. Hr. A. K. tekur fram, að hann sé ekki ófáanlegur til þess að gera »uppbót« á umrædda »Norðurl.«-grein. Þegar urn uppbót er að ræða, getur hann ekki átt við annað, en hann muni bæta ritsmfð sína og taka aftur heimsku þá og ósann- indi, er hann hefir í ráðleysi ritað þar. En best væri, að Jhann gerði það á bundnu máli; þá mundi hann verða þjóðkunnari og að líkindum komast á skáldalaun. Hr. A. K. gefur 1 skyn tvívegis, aðhann hafi skipuðum störfum að gegna, en skip- uð störf geta verið margvísleg og frá mörgurn stöðum. Skyldi framkoma hans á fundinum á Reynistað 1. Janúar, eða oft- nefnd ritgerð hans í »Norðurl.«, ásamt heitingum þeim, er hann hefir við mig, vera skipað verk. Hér að framan hef eg nú bent á æði- margt, sem »Norðurl.«-grein hans flytur lesendunum, og einnig gert viðeigandi at- hugasemdir við það, svo mönnum verði ljósara, að »mottó« hans á vel við hann sjálfan og framkomu hans, þá eru þó enn óhrærð mörg fúleggin í hreiðrinu hans Alberts á Páfastöðum, sem hann má liggja á í næðí fyrir mér. Hafsteinsstöðum 15. Júní 1910. Jón Jónsson. Surtshellir og Viðgelmir. Surlshellir. Hann var mældur af Matthíasi Þórðarsyni forn- menjaverði síðastliðinn laugardag, og er hann rúmir 650 faðmar á lengd. Hann er alstaðar hár og mun meðal- hæðin vera 10 álnir. Þrjú op eru áhell- inum auk hellismunnans, og má fara nið- ur í hellinn um insta opið. ,Ut úr hell- inum liggja 4 afhellar: B e i n h e 11 i r, 200 feta langur, um 9 fet á hæð og 13 —23 feta breiður, Hringhellir, 72 feta langur, um 2 fet á hæð og 7 fet á breidd. Báðir þessir hellar hafa sama hellismunnann, og er hann til hægri handar, þegar inn er komið. Á vinstri hönd er V í g i s h e 11 i r. Einstigi liggur upp í hann, og þar hafa útilegumennirn- ir haft bækistöð sína. Þar er rúm þeirra sporöskjulagað, og er það 25 feta langt að innanmáli. Þessi hellir er 600 feta langur og liggur endi hans út í Surts- helli, en á nokkrum stöðum er svo þröngt, að maður verður að skríða endilangur til þess að komast áfram, og eru tvær girð- ingar þar sem þrengst er, til þess að hindra umferð. Sumstaðar er hellirþessi hár, og á einum stað í honum er af- bragðs skautasvell, og er það ali sumar- ið. Ut úr þrengslum þessa hellis liggur fjórði hellirinn, er nefnast mætti R a u ð i- h e 11 i r, því þar er alt grjótið rautt. Hann er 200 feta langur, vfða hár mjög og einkennilegur; inngangurinn er þröngur. Viðgelmir er næstur Surtshelli að stærð, 630 faðrnar að lengd, 40—50 fet á hæð og 20—30 fet á breidd. Hann er því mikið hærri en Surtshellir og til- komumeiri. En hann er oplaus og af- hellalaus. Dropsteinar eru þar margir og fallegir og vil eg sérstaklega ráðaöll- um ferðamönnum til að skoða Víðgelmir og ganga hann á enda, því það marg- borgar sig. Hann er auk þess skamt frá Kalmanstungu og rétt hjá þjóðvegi norður. Þegar gengið er í hella, vil eg ráða mönnum til að hafa sterk stígvél, eða þá stígvélagarma, sem kasta má að göng- unni lokinni. Auk þess er nauðsynlegt að hafa vetlinga, því hraungrjótið er sárt viðkomu, flumbrar og meiðir, en nauð- synlegt að stinga niður hendi við og við, þvf oft er botninn stórgrýttur og illur yfirferðar. P. Z. Ritdómar. Nú virðist vera komin sú öldin, að þeir, sem rita um nýar bækur, fari mest eftir því, hvort þeir eru góðir kunningjar höf- undanna, eða þvert á móti — fjandmenn þeirra —, eg tala nú ekki um það, hvað pólitlkin hefir mikið að segja í ritdóm- um sumra manna. Eftir þessu fer svo það, hvort bókin er lofuð eða löstuð; og vanalega er nú svo komið á þessum yrfistandandi tímum, að höfundarnir — nýu — eru hafnir til ský- anna með væmnu oflofi, eða að það er sparkað í þá og gengið alveg fram hjá kostunum. Eg las nýlega tvo ritdóma eftir Þorstein Erlingsson, annan um kvæði Stephans G. Stephanssonar, í »Þjóðviljanum«, en hinn um ljóð Huldu í »Fjallkonunni«. Ekki ætla eg hér að fara að brigsla Þorsteini um pólitiska hlutdrægni í þess- um rjtdómum hans, því að eg get ekki séð, að hennar gæti þar nokkuð. En á hinu furðar mig meira, hvað skáldin geta stundum verið »ókrítisk«, er þau dæma um skáldskap annara. Þor- steinn sleppir t. d. alveg flestum lang- bestu kvæðunum hans Stephans, en minn- ist á önnur, sem hafa miklu minna gildi. En af því að Þjóðólfur tekur ekki mjög langar greinar, þá verð eg að fara fljótt yfir sögu og grfpa aðeins lítið eitt á ýmsu smávegis í ritdómi Þorsteins. Hann er t. d. stórhrifinn af kvæði einu, sem Stephan kveður eftir dreng, sem hann misti. Víst er kvæðið fallegt, en þó ekki nærri eins hrífandi og Þorsteinn lætur af því. Þorsteinn tilfærir þessi erindi meðal annars: »Eg trúi því ei eg hnugginn harmi grand, þó haili o’ní kvöldskugganna land. Við herra lands þess hef eg löngu sætst og honum treysti — við höfum fyrri mætst. En land hans mínum muna ljúfra var (drengsins) og moldinkærri — fyrst hannhvfldi þar«. Svo spyr Þorsteinn: »Sá nokkur fyr svo ramman harm í slíkum fjötrum?« Já, mikil ósköp, Þorsteinn! — að kvæð- inu ólöstuðu —; hvernig lestu, maður? Við eigum sæg af miklu áhrifameiri sorg- arkvæðum, með »karlmensku-sigri« þó. Síðan kemnr ályktunin hjá Þorsteini .... »Það getur blátt áfram verið voða- tilhugsun, að vera ofurseldur t i 1 v e r u tilfinningarlausri og ábyrgðar- lausri, eins og v o r t i 1 v e r a e r, þar sem ekki yrði flúið á náðir neins dauða«. Þorsteinn Erlingsson verður hér víst fyrsti maðurinn 1 hugsandi heimi, sem heldur því fram, að tilvera vor sé t i 1 - f i n n i n g a 1 a u s — að vér þó sleppurn ábyrgðarleysinu. Sæll ert þú, Þorsteinn! að vera tilfinn- ingalaus eins og blágrýtið! Altaf heyrir maður eitthvað nýtt! Að Stephan G. Stephansson hugsi svona eða óski slíks, eins og Þorsteinn virðist ætla, nær engri átt, því að hvað væri þá Stephan að syrgja kæran son? Af tvennu þungbæru er þó betra að j fella tár, en að vera eins og steinninn, ] eða verri en sauðurinn, og gleyma því, »að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta f u n d i ð t i 1« . Flest það, sem Þorsteinn tilfærir sem sýnishorn í ritdómi sínum um kvæði Huldu, finst mér fremur vatnsborið. Lang- bestar eru þulurnar hennar, eins og mig minnir að Jónas Guðlaugsson hafi gefið í skyn í einhverju blaði. Jónas skrifar heldur vel ritdóma um kvæði, þó að hann sé ekki nema lítið skáld. Mörg eru kvæðin vel kveðin eftir Þor- stein Erlingsson, en hann skrifar stundum illa og tilgerðarlega ritdóma um skáldskap. Sigurður. Góðir gestir. Með næstu ferð „Sterling" er hingað von tveggja manna, er eg vildi mega vekja athygli Reykjavíkurbúa á. Er ann- ar Klavervirtuosinn Arthur Shatluck, en hinn danskur organleikari, Julius Foss að nafni. Þessir menn koma hingað til þess að láta okkur heyra snild sína, þótt það að líkindum hafi beint peningalegt tap í för með sér. Arthur Shattuck er frægur maður um alla Evrópu, og þótt víðar væri leitað. Hann hefir nýlega — á leiðinni hingað — haldið koncerta í Kaupmannahöfn, og hrifið Khafnarbúa með list sinni. Eg hef séð dagblöð frá Kaupm.höfn, sem minnast á koncert hans, og lofa þau hann á hvert reipi; má á þeim sjá, að maður- inn er meðal heimsins mestn snillinga í sinni list. Kaupmannahafnar búar eru góðu vanir, og blaðamenn þeirra, er rita um músfk, láta ekki hlaupa með sig í gönur — en Shattuck hefir virkilega hrifið þá. Hann hefir með séreigið hljóðfæri — þarf ekl.i að spila á okkar, svo öllu er óhætt þess vegna. Julius Foss er organleikari í Kaupm.- höfn og talinn afbragðs spilari meðal Dana. Hann er maður mjög vel að sér, hefir skrifað kenslubækur í harmoníufræði o. fl. Hann hefir nú þegar ákveðið söng- skrá fyrir fyrsta koncertinn, og telur hún meðal annars stór opera eftir meistarann mikla, Hándel og Bach. Þetta verður eitt af þvf, sem vér höfum aldrei átt kost á að heyra fyr. Hr. Oscar Johansen að- stoðar. Látum oss nú sýna það og sanna, með þvf að fylla söngsalinn hjá þessum snill- ingum, að við eigum það skilið að fá að heyra eitthvað af því, sem heitir og er — múslk. Þeir, sem aldrei hafa komið héðan út fyrir landsteinana, þeir vita vissulega ekki hvað m ú s í k er; þeir fá nú tækifæri til að heyra það, og eg vona, að þeir láti það ekki ónotað. — Allir, sem hafanokk- ur tök á því, e i g a að vera viðstaddir þessa koncerta, og trúið þvf, að þeir fara þaðan betri menn en þeir fóru inn. Þar opnast fyrir þeim nýr heimur, sem þeir ef til vill aldrei hafa haft hugmynd um að væri til. Og hafið það hugfast, aðef þessirmenn geta gert sig ánægða með Reykjavíkurbúa sem áhorfendur, þá er enginn efi á því, að þetta er aðeins byrjun, — vér fáum þá héðan af á hverju sumri tækifæri til að heyra snillinga á þessu sviði. Þess vegna er svo mikilsvert að vér sýnum, að vér viljum taka þeim vel og séum þeim þakklátir fyrir að koma hingað — þenn- an langa veg — til þess að láta okkur heyra sanna músfk. Álfur. ,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.