Þjóðólfur - 02.09.1910, Page 2

Þjóðólfur - 02.09.1910, Page 2
142 ÞJOÐOLFUR. gildis, að hún sé ströng í eítirliti sínu við embættismennina, og vilji láta lögin ná jafnt til allra. Það er auðvitað skylda hverrar stjórnar að hún láti rannsaka til hlitar, ef bornar eru sakir á embættismenn landsins, ekki síst ef þeir eru sakaðir um svik, eins og hér átti sér stað um háttstandandi d ó m - a r a . Það var því líka ótvíræð skylda ráðherra í þessu tilfelli, að neita allrar orku til að komast að því sanna í þessu máli; og ef sakirnar reyndust sannar, sem bornar voru á yfirdómarann, þá er það auðsætt, að bæði lög og virðing landsins heimta að hann yrði dæmdur eftir verð- leikum. En ef yfirdómarinn reyndist sak- laus að þeirri ósvinnu, sem honum er borin á brýn, þá hefði ráðherra þar haft tækifæri til að sýna af sér eitthvað af þeirri röggsemi, sem hann er altaf að láta fylgismenn sína hrósa sér fyrir. Því þjóðin á heimtingu á, að ráðherra hlutist til um, að útlendingum eða öðr- um líðist ekki að ósekju og mótmælalaust að bera aðrar eins sakir á embættismenn landsins og hér hefir verið gert í kærunni. Þetta hlýtur að setja blett bæði á embættismanna- stettina og landið sjálft. En ráðherra, með landsföðurumhyggju sína og sterku sómatilfinningu fyrir landsins hönd, telur sér málið óviðkomandi! Þykir þjóðinni ekki vel borgið heiðri sínum í höndum þessa manns? Og þykir þjóðinni ekki gott til þess að vita, hversu vel þessi er- lendi sendimaður hlýtur að bera oss sög- una og réttarástandinu ílandinu? Vissu- lega er hr. Björn Jónsson farinn að vekja athygli annara þjóða á oss með fleiru en bannlögunum; en þá er eftir að vita, hvort sú athygli verður^oss til vegsauka eða ekki. Eða hvað sýnist mönnum ? En í þessu sambandi er einnig eftir- tektavert bréf það, sem prentað er hér að framan og ráðherra skrifaði undir í vetur. Þar kveður nú við nokkuð annan tón. Þá stendur svo sem ekki á hr. Birni Jóns- syni; hann er þar reiðubúinn til að gera hvað sem er fyrir konsúlinn í þessurn málum hans, og »gera alt semjmögulegt er til að varðveita og útvega honum óskertan rétt hans í öllum málum« o. s. frv. En hvaða mál eru það þá, sem ráð- herra á við í þessu bréfi? Eftir orðalag- inu að dæma og þegar tillit er tekið til, undir hvaða kringumstæðum þetta bréf er skrifað, er það ljóst, að þar er átt við einmitt þetta sama mál, sem hér er skýrt frá að framan, auk ýmsra annara mála, sem óþarfi er að telja upp hér. Hr. Björn Jónsson ráðherra er þá svo »þénustu- viljugur* við konsúlinn, að hann vill tak ast á hendur að annast um deilumál hans, eða vera nokkurskonar málaflutn- ingsmaður hans. Eg þekki nú engin dæmi þess, og hygg að það muni vera fátítt, að ráðherra nokkurs lands gerist þannig málaflutningsmaður^prívatmanns, eða réttara sagt, iofi aðtvera það, enda fmynda eg mér, að þaðimundi í hverju landi vera talið stjórninni lítt sæmandi, og enn ósæmilegra þá auðvitað, að ganga siðan á bak orða sinna og halda ekki loforð sitt. En hr. Björn Jónsson hefur ef til vil vill annan mælikvarða en aðrir menn um hvað sæmilegt er eða ekkki? Þó mun hann hafa órað eitthvað fyrir því, að þetta bréf mundi vera á »tak- mörkunumc, því sagt er, að hann hafi farið pukurslega með það og fáir fengið að vita um það1). En hvað hefir þá hr. Birni Jónssyni tengið til að skrifa þetta bréf? Og hvað i) Bréf þetta var ókunnugt öllumstjórn- arráðsroönnum, nema B. J., I. E. og Ara Jónssyni, Það var ekki bókfært (journali- serað) þar fyr en í sumar, er konsúllinn sjálfur sendi stjórnarráðinu það, í afskrift þó. Þá lét skrifstofustjórinn á i. skrif- stofu, E. Br., bókfæra afritið. mun honum hafa gengið til, er hann sendi einn af starfsmönnum Stjórnarráðsins og sér handgenginn mann (,4raJónsson) til hr.Bril- louin ogbað hann þessað hann léti málflutn- ingsmann sinn ekkert aðhafast í málum þessum nema í samvinnu eða samráði við Stjórnarráðið (því hr. Brillouin hafði líka annan málflutningsmann auk ráðh., nfl. Svein Björnsson, son ráðherra)? í stuttu máli, hversvegna er honum svona mikið umhugað um að hafa hönd í bagga með þessum málum hr. Brillouins? Að vísu hefur honum óneitaulega mátt þykja mál þetta við Jón Jensson að mörgu Jeyti fróð- legt ef það er satt, að hann hafi sjálfur verið meðeigandi að lóð þeirri, er hr. Brillouin var seld, og muni hafa lengið 2000 franka af kaupverðinu í sinn hlut. En einmitt þess vegna sýndist vera því meiri ástæða til tyrir hann að reyna að hraða málinu og gera hreint fyrir sínum dyruin, eða það mundi hver maður í hans sporum hafa óskað, er vissi sig hafa hreint mjöl í pokanum. Það hlaut því að vera í þágu ráðh. að gefa hr. Jóni Jens- syni sem fyrst tækifæri til að hreinsa sig. Hversvegna hefur þá ráðherra vanrækt þessa skyldu sína gagnvart sjálfum sér, hr. yfirdómara Jóni Jenssyni og landinu sjálfu? Svo munu fleiri spyrja enn eg, er þeir vita málavöxtu. V'o:r popnli. Málaferlabrask ráðgjafans. Mannorðsvörn Björns. Vitað hafa menn það lengi, að ekki hefir hann verið fastur í rásinni, ráð- g j a f i n n okkar núverandi. Ekki er það í fyrsta sinní nú, að hann hefir afklætt sjálfan sig, höfðinginn sá. I einhverju ofboðs-skelfingar-ráð- leysu-grunnhygnisfáti hafði hann, ráð- gjafinn, höfðað um 50 meiðyrðasakir á hendur þeim »vinum« sínum í hinum herbúðunuro, andþófsherbúðum, þeim Jóni Ólafssyni, Pétri Zóphóníassyni og Þorsteini Gíslasyni, Voru málshöfðanirnar þær af því sprotnar, að víta gerðu þeir ýmsar stjórnárráðstafanir hans, hins þjóðnýta, þjóðholla og ráðsnjalla afreksmanns, ráð- ; g j a f a n s . Orðsjúkur má hann vera. Og fyrri hefir hann höfðað meiðyrða- j mál, þjóðmennið það. Jafnan hefir hann haldið, að engin sakar- efni væru á sjálfan hann eða hans blað. En sjálfur hefir hann ekki verið því o r ð- varari en aðrirmenn.semhann hefir verið öðrumjmanni orðsjúkari. Hefir hann þvíjafnan og blað hans fengið samstundis miklu fleiri mál á hálsinn, en viðlit var fyrir sjálfan hann að höfða. Svo fór það líka nú. Að vísu vissi hann það, að ekki stend- ur hann lengur sem ábyrgðarmaður á »ísafold« að lögum. Þess vegna þeysti hann nú öruggari en nokkru sinni áður í málaferlaleiðangurinn. En gleyma gerði hann þvf, að sonur hans, — sem í barnslegu sakleysi drógst á það, að negla nafn sitt á pappír ráð- gjafans og er að upplagi vandaður og góður drengur —■ verður nú að taka við skellunum fyrir ritsyndirnar hans föður síns. Hefir hann (o: O. B.) nú þegar fengið um 90 meiðyrðamál á hálsinn — flest þeirra fyrir illmæli, sem ráðgjafinn, faðir hans, hefir látið »á þrykk út ganga< á Isafold- arpappírnum. Þeg ar allar þessar stefnur dundu á Ó. B, gerðist hann afskaplega skelkaður og grátbændi þá, »vini« ráðgjafans í hin- um herbúðunura, að halda málunum hvergi fram að sinni, og höfðu þeir ekki brjóst í sér til að neita honum um það. Bað Ó. B. nú karl föður sinn með grát- staf í kverkunum að gera sátt og kyngja nú öllum málum sfnum niður — helst á fastandi maga, eins og landsyfirdómurinn hafði þröngvað O. B. til að gera, þegar hann rétt áður hafði rent niður illmælum ísafoldar um landsyfirdóminn, í tugthúsinu. En méð þvf að ráðgjafinn hefir það til, að vera brjóstgóður, og svo vegna þess, að blóðið rann honum til skyld- unnar, þar sem sonur hans óharðnaður og barn að aldri átti í hlut, þá félst gamli maðurinn á það, að láta niður falla mál sfn. Stóð nú í samningaumleitun heilan mánuð. — Var nú hinn sonurinn (o: Sv. Bj.) sem ekki mun vera verr-feðrungur, sendur út af örkinni til að undirbúa máltíðina handa gamla manninum. En á sfðustu stundu hvarf karlinum matarlystin o g gekk frá öllum sá 11 a t i 1 b o ð u m s í n u m . Halda því öll þau mál áfram, sem nú hafa verið lögð til sátta, en auk þess fær ÓI. Bj. að minsta kosti önnur 90, eða ef til vill miklu fleiri, meiðyrðamál á háls- inn, og auðvitað flest öll þeirra fyrir fyrir munninn á honum »babba« sínum. Ætli B. J. borgi sektirnar fyrlr dreng- inn? Eða ætli hann verði látinn sitja þær af sér í tugthúsinu ? Fráleitt. Gamli maðurinn er svo vanur að leita samskota »með þjóð vorri« í þarfir rnáls síns, að hann gæti vel látið fara að ganga lista f því skyni. ' Hann gæti líka t. d. látið náOa dreng- inn. Hann þarf ekki annað er að skrifa nafn sitt »á hornið* og fara svo með það í »kabinettið«. Það væri lang-hampaminst. En, viti menn. Síðan gamli maðurinn hljóp á sig með málaferlin, hefur hann verið svo skikkaniegur, að ekki einn stafur hefur eftir hann verið prentaður í Isafold. En síðan hefur Isafold líka verið alveg meinlaus og auðvitað að öllu eins og lé- legri »barnablöð« eru vön að vera. En hvað skyldi nú gamli maðurinn lengi sitja á sér? frá almennu sjónarmiði. Eg vil strax taka það fram, að eg er enginn iögfræðingur, og þótt eg minnist hér á dóma, er nýverið hafa verið kveð- inn upp af yfirdóminum, þá ætla eg mjer ekki þá dul, að meta þá eða dómsástæð- urnar. Þeir Kristján háyfirdómari Jónsson og Tryggvi Gunnarsson hafa stefnt ráðherra íslands fyrir ummæli þau, er hann hafði um bankastjórn Landsbankans (þ. e. a. s. þá) í afsetningartilkynningu sinni til al- menngins 22. Nóv. sl. Orðin, sem þeir stefna þar fyrir, eru eftir almennri, og óhætt að segja allri málsvenju meiðandi, og víst er um það, að fjölmargt af því, er ráðherra hefir stefnt ritstjórunum fyrir, er að mun minna meiðandi en þau ummæli. En dómurinn hefir fallið á þá leið, að málunum hefir verið vísað frá dómi, bæði við undirrétt og yfirrétt. Ummælin sjálf hafa ekki komið til greina, og í forsendum dómsins eru um- mælin meiðandi talin. En hversvegna er málunum vísað frá? Vegna þess að dómar þessir telja, að málin heyri ekki undir meiðyrðalöggjöf- ina, heldur undir landsdóminn. ísafold er mjög kampagleið yfir þessu, og telur þetta hrakför mikla, og munu menn af hinni óljósu yfirborðshugsun blaðsins og fljótfærni geta skilið þá framkomu. En sigurinn er smár. En hver er afleiðing dóma þessara ? Afleiðingin er sú, að hér eftir virðist enginn geta stefnt ráðherra íslands fyrir hvaða meiðandi ummæli sem er, sem hann kann að rita í bréfum sínum og: láta birta almenningi. Þeim verður öllum vísað til landsdóms- ins! En í þessum efnum er landsdómurinn ófær dómari, og það verður að breyta núverandi löggjöf hið bráðasta, því til- vísun í landsdóminn er hégóminn ein- ber, auk þess sem það er rangt, að láta landsdóminn fjalla um slík mál. I fyrsta lagi er það við landsdóminn að athuga, að sá, er fyrir ummælunum verður, hefir ekki kærurétt til landsdóms- ins, það hefir eíngöngn neðri deild Al- þingis, svo að sá sem meiddur er, verður því að rita _neðri deild þegnsamlegt er- indi um, að hún vilji taka málið fyrir og stefna, og það sjá allir, að það er ein- vörðungu komið undir flokkaskiftingu þar, pólitiskri þó, hverjar útreiðir málið fær. í öðru lagi er landsdómurinn eftir eðli sfnu pólitiskur dómstóll, og á því eigi að' fjalla um slík mál, er í samanburði við lanusmál þau, er hann fjallar um, eru smámál. Afleiðingingin af dómum þessum, ef þeim ekki verður áfrýað og breytt af hæstarétti er því sú, að sá, er ráðherra sem slíkum, þóknast að ærumeiða á einn eða annan hátt, verður að bera það með kristilegri þolinmæði og fær enga leið- rétting á þeim málum, hversu rangt mál sem ráðherra hefir — það hefir enga þýðingu, Að kæra til landsdómsins hef-- ir hinn meiddi engan rétt til, og það, hvert neðri deild vill gera svo eða ekki,. fer eftir því, hver stjórnmálaflokkur þar ræður. ísaf. er, eins og áður er sagt, kampa- gleið, en það er af því hún hugsar að- eins um yfirstandandi augnablik, og að Björn Jónsson er n ú ráðherra; en dóm- ar þessir gilda ekki eingöngu fyrir B. J.. sem ráðherra, heldur og alla ettirkom- andi ráðherra íslands þar til lögunum er breytt — ef þau eru rétt skilin. Og lengi getur vont versnað! Sá get- ur setið í ráðherrasæti, er notaði frið- helgi sína f þessu efni — því svo virðist: mega nefna það — svo að mörgum þætti nóg um. Og víst er um það, að svo lengi sem. dómar þessir standa óhaggaðir, þá eru ekki lögin jöfn fýrir alla. Meiðyrðalöggjöf vora þarf að snfðaalla upp að nýu, og dómar þessir ættu affi veita mönnum alvarlega áminningu um, að breyta þeirri löggjöf svo( að meíð- andi ummæli ráðherra heyri þar undir,. alveg eins og meiðandi ummæli annara embættismanna og leikmanna. S t e i n n. Hvað er að frétta? 2HíOíli-di 24. Ágúst. »Hér ba^a ver’^ óþurkar lengi, en er nú fyrir nokkru kominn þurkur, og hey hirt. Tíðarfar nú hið ákjósanlegasta og grasspretta góð. Hvalur náðist i Bæum á Snæfjalla- strönd nýlega. I*|óöli<itíö héldu Isfirðingar 6. f. m. Héi-að8hátín héldu Vestur-ísfirð- ingar á Söndum í Dýrahrdi H-’ Þ- m. LíU Iwnididk 19- f- m. fanst Hk skamt frá Hnífsdal. Þóttust menn kenna að það muni vera af manni semHelgihét frá Grafarósi, Gunnlaugsson. Hafði hann

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.