Þjóðólfur - 09.09.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.09.1910, Blaðsíða 1
62. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. Sept 1910. ■ JS 38 s A'ei-wliiMÍii BDINBORG, BeykjaTÍk. Cftiríefitarveré Saía Mar 1EDINBDRE1.1S. Sept. Eins og" áður hefur verið auglýst, hefur verslunin Ed- inborg keypt úrvahð af vefnaðar-, fata- og skóvörubirgðum hinnar góðkunnu Th. f. Zhomsens-verslunar hér í bænum. Edinborg hefir keypt þessar vöruródýrt, ogmunþess vegna selja viðskiftavinum sínum þær ódýrt. Edinborg hefir oft boðið gið kjör, en í þetta sinn verða kjörin betri en nokkru sinni áður. í þetta sinn fást sannkölluð tækifæriskaup. Allir þurfa að fá sér vörur undir veturinn, og nú er tækifærið til þess að fá góðar vörur fyrir óheyrilega lágt verí. Munið, að útsalan byrjar 15. Sept. IW Komið, sjáið sariafærist. Cóðarmál Rrillouins og ráðherrann. I síðasta blaði var grein með þessari fyrirsögn. Vér höfum nú aflað oss upp- lýsinga bæði hjá hr. Jóni yfirdómara Jenssyni og öðrum viðvíkjandi deiluefni hans við Brillouin konsúl, og höfum kom- ist að þeirri niðurstöðu, að framsetningin sé eigi sem réttust hvað hr. Jón Jensson snertir. Samkvæmt upplýsingum hr. Jóns Jens- sonar eru leiðréttingarnar: »x. BriIIouin var ekki seld strand- lengjan niður undan konsúlslóðinni sem alger eign og kvaðalaus. Þvert á móti. Eftir beinum orðum samnings- ins öðlaðist Brillouin (eða réttara spítala- félagig franska, sem Br. var umboðsmaður fyrir) ekki öðruvísi eignarrétt yfir þeirri lóð, en að bærinn getur tekið lóðina ókeypis af honum, hvenær sem hann vill, undir veg og skipaklöpp. 2. Það er ekki rétt, að bæar- stjórnin hafi nokkurntíma lýst þvf yfir, a ð bærinn átti fyr- nefnda s t r an d Iengj u, og þá því síður, að hr. Jón Jensson hafi verið við staddur eða heyrt slíka yfirlýsing. Hr. Jón Jensson og þeir félagar voru eigend- um strandlengjunnar mótmælalaust frá bænum, þangað til þeir létu hana til Brillouins eða spítalafélagsins með fyr- nefndri kvöð. að bærinn gæti tekið hana þegar hann vildi. 3. Það er ekki rétt, að bæar- stjórnin hafi gefið samþykki sitt til lóðar- sölunnar 9. Okt. 1908. Hún gerði það þegar 1. Okt. s. á., með því að af- sala sér forkaupsrétti að konsúlslóðinni og samþykkja, að hún yrði byggingarlóð. Annars samþykkis til sölunnar þurfti ekki og var aldrei leitað, því að seljend- ur áttu lóðina, sem selja átti, en bærinn ekki. En jafnframt og bæarstjórnin á- lyktaði þetta, fal hún byggingar- nefnd að ákveða nánar, með samkomulagi við seljendur og kaupanda, h var 1 ó ð i n s k y 1 d i vera, svo að hún ekki kæmi í bága við fyrirhugaðar götur á því svæði. Þetta gerði síðan byggingar- nefnd á fundi 9. Okt. 1908, eftir að verkfræðingur bæarins hafði gert mæl- ingar á staðnum og uppdrátt af lóðinni 1 samvinnu við kaupanda og seljendur. Þar með var það mál búið frá bæarins hálfu, og uppdrátturinn yfir lóðina, eins og hún var seld og ákveðin, afhent bæ- arstjórninni. Það, sem byggingarnefndin ákvað þar fyrir utan á þessum sama fundi (9. Okt.), sérstaklega um skilyrði fyrir bryggjubyggingu niður undan strand- lengjunni, er Brillouin mun hafa óskað að fá leyfi til, var seljendunum.hr. Jóni jenssyni og þeim félögum, algerlega óviðkomandi og sett af byggingarnefnd- inni, gegn mótmælum þeirra, í sambaad við þetta mál (ákveðning lóðarinnar) enda lýstu þeir því þegar í stað yfir við bæ- arstjórnina, í bréfi, er lesið var þar upp, er byggingarnefndargerðin kom fyrir bæ- arstjórnina til samþyktar, að það atriði væri þeim óviðkomandi, og hafði bæar- stjórnin ekkert við þau mótmæli þeirra að athugas. Ritstjórinn verður nú að játa það, að hann furðar ekkert á því, þótt ráðherra hafi ekki þótt árennilegt að skipa saka- málsrannsókn gegn hr. Jóni Jenssyni, er málið var svo vaxið sem að framan er sagt, — en ekki verður verndar- bréf ráðherrans skiljanlegra eða afsakan* legra fyrir það, að bréf þetta, hvað hr J. J. áhrærir, verður nú að skiljast sem loforð ráðherra til Brillouins um, að neyta embættisvalds síns gegn saklausum manni í hreinu einkamáli. Annars hljóðar 3. gr. kaupsamnings þeirra Jóns Jenssonar og BriIIouins svo: »Afþessari lóð eru níutíu og þrjár álnir með sjávarströndinni(bordure de mer)ogber ekki að mæla flatarmál lóðarinnar nema fjörutíu og fimm álnum frá stórstraums- flæðarmáli. Þessar 45 álnir á að mæla til norðausturstakmarka hinnar seldu lóð- ar. En það er áskilið, að þessi 93 álna landræma, og sem er 45 álnir á breidd til norðausturs (en þessi landræma er miklu breiðari í suðvestur — (útsuðurs)- horninu) sé óskoruð cignarlóð franska

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.