Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.09.1910, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 16.09.1910, Qupperneq 1
Þ JOÐOLFUR. 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 16. September 1910. M 40. Skýrsluþýðing J. O. í „Reykjavíkínni“. Eg hafði búist við því, að tilraunir rnínar til þess að koma hér inn bresku fé til ýmsra fyrirtækja. mundu mæta mótspyrnu. Afstaða ílokkanna er þannig, að naumast varð hjá þvi komist, að rígur yrði milli einstöku manna, fyrst og fremst úl af þvi, hverjir kvnnu að verða næstir þvi að hafa hag af því, að nýtt fjármagn vrði leitt inn í landið o. s. frv. Hr.. Jón Ólafsson alþm. hefir nú orðið fyrstur til þess, að reyna að vinna þessum tilraunum ógagn. Hefir hann birt svokallaða þýðingu í 41. og 42. tölubl. »Reykjavíkur« á ýmsum skýrslum, er fé- lagið »The British North-Western Syndicate, I.imiled« heflr fengið frá mér. Þýðingin er að ýmsti leyti villandi, og einnig hefir þýð. komið með nokkrar athugasemdir, sem réttara er að svara. Því miður hefi ég ekki nægan tíma til þess að skrifa rækilega móti »Reykjavíkinni« að ])essu sinni, með því að ég fer til útlanda aftur á morgun, en »Rvík« kom út í dag. Eg hefi aldrei dregið neinar dulur á ])að, að eg álít lífsskilyrði fyrir Island og íslenskt þjóðerni, að útlendu stórté sé veitt inn i landið í svo miklum mæli, sem unt er og sem fyrst. Hæltan er sú, að menn geli ekki unað hér við örbirgðarlif á eyðiflákum þessa víðáttumikla lands, sem ekkert innlent afl endist til að nota. A hinu er engin hætta, að ofmikið fé streymi hingað inn. Peningar leita þangað einungis, sem sótst er eftir þeim og þeirra er þörf. Og oftast cr það erfiðara verk, að fá fé til fyrirtækja, heldur en að sporna á móti því. Það er og auðsælt, að hvert tækifæri sem íslendingum býðst lil þess að auka starfsté og vinnuafl í landinu á að nota til þess að geta betur, stig af stigi, mætt hinum nýu vaxandi straumum erlendrar menningar, án þess að þjóðerni voru verði ofmikið boðið. Eg hygg að þeir menn séu nú fáir orðnir, sem þora að halda fram þeim kenningum, að íslendingar eigi að byggja kínverskan múr um hin dreitðu, strjálbýlu hverfi vor. Þessvegna hygg eg að það verði vanþakklátt verk, eins og peningamálum landsins er komið nú, að spilla fyrir samvinnu landstjórnarinnar og alþingis við útlenda auð- menn, er kynnu að fást lil þess að ráðast í framlög stórfjár inn í ís- land. Strákslegar árásir á menn út af þeim efnum munu verða óvin- sælar, og er því treyslandi, að flokkahatrið muni þó lægja sig nokkuð, þegar til þeirra mála kemur. Landsstjórnin hefir skipað nefnd af báðum flokkum til þess að ihuga og leggja til um peningamálin. Þetta var gert eftir tillögu frá báðum þingflokkum. Allir þeir, sem komið gat til tals að nefndin sneri sér til, hafa verið á fundum með henni undanfarna daga o. s. frv. Alt bendir þannig til, að takast muni að bjarga þessu máli upp úr feni persónulegra skamma og ósanngirni, sem meginþorri þjóðarinnar mun vera orðinn dauðleiður á í opinberum deilum llokkanna. Til þess að slyðja að þessu sama, að því leyti er snertir sam- komulag manna um að reyna að koma hér inn bresku fé til afnota fyrir stjórn og landsmenn, vil eg reyna að leiðrélta nokkur atriði í himim þýddu skýrslum, er helst geta valdið misskilningi. .T. Ó. kallar mig »sýslumann íslands« í þýðingu sinni, en í ensk- unni slendur að eins »sýslumaður frá íslandi«. Þýð. hefur verið svo ofl og lengi í Vesturheimi, að hann ætti að vita að þetta er rangþýtf hjá honum. Eg hefi auk þessskýrt frá því i öðrum slað í ritinu livað sýslumaður er, og er það því ástæðuminna að þýð. vill láta svo sýnast, sem eg hefði þótst hafa aðra meiri nafnbót, heldur en þá sem eg átti. Fyrsti kafli skýrslunnar um ísland er fullur af mjög villandi mis- þýðingum, en eg gel ekki eltst við þær allar, það yrði alt oflanglmál. Fyrsta atriðið sem verður að minnast á, er rangfærslan á »að- kpmnum mannfjölda« hér á landi, þá er fiskiveiðarnar standa hæst. Á enskunni er talað um mannfjölda umhverfis lslandsstrendur (lloating population). Þvi næsl er sagt i þýðingunni að l'élagið muni vilja leyfisbréf til að »hagnyýta« auðsuppsprettur landsins. Þetta er óheppilega valið orð. í frumritinu er sagl að félagið muni leitast við að fá rétt til þess að efla framþróun í landinu (develop). Þá er ein misþýðingin þar sem þýð. leggur út: »hin ýmsu fyrir- tæki, sem lagt er lil að verði stofnuð« með klausunni: »Hinar marg- víslegu ráðagerðír minar«. »Yfirráðgjafi« stendur í íslensku þýðingunni, en á enskunni »prime- minister«, sem er rétt orð um þann ráðgjafa, sem einn er settur yfir alt. Þessu næst má þess geta að þýð. lætur svo sýnast sem ósatt sé sagl um eitthvert »stofnleyfisbréf«, er félagið hafi fengið. Þarrangþýð- ir hann orðið »consession«, sem einungís merkir levfi, en ekki leyfis- bréfið sjálft. Á öðrum stað er það skýrt tekið fram í skýrslunni, að einkaréttindi þau, sem félagið vildi fá, verði einungis veitt af alþingi. Alt það sem stendur í skýrslnnni um þetta er því rélt sagt. Á einum stað í skýrslunni er þess getið að auka mætti æðardúns- tekjur hér á landi, ef fé væri fvrir hendi til þess. Þetta vill þýð. gera hlægilegt. En allir, sem þekkja nokkuð til æðarvarps, vila, að liægt er að auka varp nær alls staðar hér við land með tilkostnaði. Seinni skýrslan, um eignir þær sem eg hefi afsalað félaginu, er enn þá rangfærðari í þýðingunni. Fyrsta atriðið sem vekur athvgli, er klausa, er þýð. hefir gleiðletr- að, án þess að gela þess, að i enska ritinu er það ekki gert, sem allir álíla sér þó skylt að gjöra, þegar liöfð eru eftir annara orð á prenti. í þessari setningu rangþýðir hann nokkrar eða ýmsar fasteignir með »fjölda fasteigna«, er hann segir að eg hafi álitið »úrvalið úr öllum fasteignum landsins«, í stað þess að á enskunni kemur það rétt fram, er eg ætlaði að segja, nfl. að eg áliti þessar umræddu eignir meðal hinna bestu í landinu. Þessu næst munu menn reka augun í aðra gleiðletraða setningu, sem er rangþýdd. t enska ritinu er það sagt að eg ætli að »selja« með- al heldri íslendinga nokkur af hlutabréfunum, en i þýðingunni er sagt, að þeim skuli verða »fengin hlutabréíin í hendur«. Allir munu sjá, hvað hér er gefið í skyn. En á hinn bóginn má þess geta, að hlutir félagsins hafa verið seldir auðmönnum og heldri félögum ytra, og hefði þýð. átt að vita að það er optast aðferð á »syndikats«, gagnstætl al- mennum félögum, að hluthafar eru valdir sem best eftir tilgangi félagsins. Þýð. gerir þá athugasemd um lóðareign, sem breska félagið tekur að sér, að það liggi fjarri sjó, að varla muni finnast einn einasti sleinn í landinu, þótt sagt sé að reiturinn sé vel lagaður til fiskverkunar. Við þetta er að athuga, að örskammt er til fjörunnar fyrir norðan landið og að auðvitað verður nú alls staðar að laga stakkstæði undir fisk- verkun hvort sem er. Mjög mikið af grjóti er í landinu sjálfu. Þetta er feikna mikið landsvæði og er því rétt að geta þess, að það mætti vel nota til fiskverkunar í stórum stíl, er önnur lönd eru uppnotuð eða dýr. Þýð. segir að vöruhús mitt í Rvík sé ekki nema »tvær lofthæðir«. En í skýrslu minni er það kallað þrígólfað. Englendingur, sem séð hefu húsið nú, segir að það sé að minsta kosti rétt talið þrígólfað, eða öllu lieldur ætti að teljast fjórgólfað. Þá finnur þýð. að því, að bæjarbryggjan er nefnd »Quay« í skýrsl- unni, og leggur það sem »hafskipabryggja«. En um þetta er vanþekk- ing hans auðvilað að kenna. Þessu næst gefur liann í skyn, að rangt sé sagt um liúsið að það sé hið stærsta viðskiftahús á íslandi og telur þar á móti Thomsens, Edinborgar og ýmissa annara verslunarhús í Reykjavík. ITann vill lála svo sýnast, sem húsið sé borið saman við mörg önnur hús að stærð, i stað þess að í frumritinu kemur það skýrt fram að lalað er einungis um stærsta búðarúm undir einu þaki. Þýð. getur um það, og vill vera fyndinn út af því, að kjallarinn í húsinu var ekki fullgerður fyr en nú fyrir skemstu. Gólíið í kjallar- anum mun vera eitl hið sterkasta og vandaðasta sem nokkurn tíma hefir verið gert hér á landi, og mun vera fyrirbygt að þýð. geti glatt sig yfir því að vatn komi upp i honum, enda hefur verkfræðingur bæj- arins haft yfirumsjón með bygging hans. Allar eignir þær, sem eg hefi selt félagi þessu, hefi eg aflient félaginu til eignar og umráða fyrir mörgum þúsundiim minna vrrð en þær hafa kostað mig sjálfan. Þetta tek eg fram, ekki af þviaðegþurfi að standa öðrum reikningsskap af þessari sölu heldur en hluthöfunum í félagi minu, en eg vil í eitt skifti fyrir öll, vegna annara málefna, sýna fram á það livað satt er í þessu efni. Þess má geta, að framan á skýrslur þessar er prentað, að það sé einkamál hluthafa og öðrum óviðkomandi. Er því árás þessi ókurteis, um leið og hún er ranglát. Þeir sem standa að baki baráttunnar á móti þvi, að breskir peningar fáist inn í landið, ætlu í raun réttri að álíta sig ofgóða til þess, að beita slíkum meðulum. Eg mun ef til vil síðar fá tækifæri til þess að sýna þeim fram á, hve viturlega þeir hafa farið þar að ráði sinu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.