Þjóðólfur - 23.09.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.09.1910, Blaðsíða 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 23. September 1910. J* 41. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ X BOGI BRYNJÓLFSSON ♦ X yfirréttarmálafiutninflsmaður ♦ X Austurstræti 3. X X Tals. 140. Helma 11-12 og 4-5. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Saga „franska bankans". (Framh.). Vér höfuni áður drepið á að nokkru i afstöðu hr. Björns Jónssonar við »Franska bankann« í öndverðu. Áður en hr. Bril- louin sigldi fyrst í Nóvember f. á., gaf hr. B. J. út svohljóðandi yfirlýsingu: / sambandi við stofnun Samvinnu- banka ísl. fasteigna finnur rúðlierra ís- lands áslœða til að lýsa þvi yfir, að hann telur bankaslofnan þessa slórnauð- sgnlega fyrir hina íslensku þjóð og eitl af aðalskiiyrðunum fyrir verulegum fram- förum landsins, að hann álilur að stojn- að sé til fyrirtækis þcssa að öllu leyti á skynsamlegan hátt, sérstaklega að fyrir- lækið sé bygt á Irygguni grundvelli, þar sem tryggingarnar eiga einungis að vera fasteignir hmdsins og ábyrgðir opin- berra stofnana, að hann ber fult traust til þeirra manna, er stofnendurnir hafa selt lil að sljórna bankanum, og að landsstjórnin muni þií styðja /yrirtœkið eftir föngum og löggjafarvaldið muni einnig greiða fyrir því á allan hátt. Reykjavík 't. Nóvember 1909. Björn Jónssoim. Mega góðir menn hér at sjá, að hr. !B. J. var heldur en ekki stimamjúkur við þá félaga. Hafði hann nú bæði gefið konsúlnum og sFranska bankanum« »verndarbréf«. Og þegar hr. E. H. sigldi 24- Des. f. á., þá fékk hann og »verndar- bréf« hja ráðherra, eins og vér höfum áður getið. Er »verndarbréf« hr. E. H. .á danska tungu skráð og hljóðar svo sem íhér greinir; »/ Anledning af hr. E. Iljörleifsson’s Rejse til Udlandet, hvor han skal virke for Fremskaffelsen af Kreditlilbuð lii Opretielsen af en Hypotekbank her i Reykjavik, finder jcg mig foranledigt til den Udtalelse, al jeg anser hr. /í. Iljör- teifsson í alle Maader overventlig paa- lidelig og solid Mand og al Man derfor Irygt kan stole paa de Oplysninger han ■vil give vedrörende nævnte liankstiftelse, hvilket Anliggende jeg anser for en af de vigiigste Relingelser for Landcts Frcm- skridt og Nationens Udvikling. I Tilfœlde af at dcr sknlde blivc op- retlet en Hypotekbank her i lteykjavik anscr jeg det som fuldstœndig sikkert, at baade Itegering og Alting vil vœre villig til Udnœvnelsen af hvilken som helst Bankkontrol, der vilde blive opstillet af Hensyn lil Bankkreditorerner Önske«. Á íslenskit hljóðar þetta svo: »Út af ferð hr. H. Hjörleifssonar til állanda, þar sem hann á að vinna að álvegnn lánstilboðs lil slofnunar Fasl- eignavcðsbanka hér í Reykjavík, lœt eg eigi nndir höfuð leggjast að lýsa yfir því, að eg lel lir. E. Hjörleifsson í hvi- velna framíirskarandi áreiðanlegan og ábyggilegan mann, og að það sé því óhœtt að reiða sig á þœr upplýsingar sem hann gefur nm greinda bankasto/n- un, en það mál tel eg eitt helsta skilyrði fyrir framförum landsins og þroska þjóð- arinnar. Ef Fasteignaveðbanki yrði stofnaður hér í Reykjavík, tel eg það /ullkomlega víst, að bœði landsstjórn og alþingi verði Ijúfl að skipa fyrir nm hvert það eftirlit með bankanum sem krafist kynni að verða vegna óska lánardrotna hans«. Hr. J. P. Brillouin hafði auðvitað átt við ýmsa örðugleika að stríða, áður en hann fékk lánstilboð það, sem áður er birt (í 37. tbl.). Samkvæmt bæði bréfum hans og hr. E. H. til félagsins, voru það einkum þessi þrjú atriði, sem spiltu fyrir málinu og Frökkum þóttu ískyggileg. 1. Landsbankarannsóknin og frávikning banka- stjórnarinnar. Þótti Frökkum sem flestum öðrum ó- kunnugum mönnum, allar þær aðfarir heldur vofeiflegar og éngu líkara, en að bankinn og landið væru að fara eða væri farið á höfuðið. Þar sem ráðherra vissi 22. Nóv. s.l., að verið var með málaleit- anir um lán til Islands í útlöndum, mála- leitanir, sem hann sjálfur hafði munnlega og skriflega heitið fullu fylgi sínu, þá er því undarlegra, að hann skyldi nálægt hálfum mánuði eftir útgáfu »verndarbréfa« sinna og meðmælabréfa, bera þau vopn á Landsbankann, sem hann hefði átt að geta séð, að kynnu að verða stórhættuleg þessum málaleitunum, og lánstrausti lands- ins yfir höfuð. 2. Hr. Bjarni Jónsson frá Vogi viðskifta- ráðunautur. Norskt blað flutti í Janúarmánuði þ. á. ágrip af tölu einni, er viðskiftaráðunaut- urinn hafði flutt í Kristjaníu. Þar átti hann að hafa sagt svo: síslendingar vilja ekki a ð ú 11 e n d i n g a r t a k i sérbólfestuáíslandi, .... ef til vi 11 yrðu þó Norðmenn und- anskildir«. Auðvitað eru F'rakkar eins og aðrar þjóðir, að þeir vilja ekki leggja fé sitt til þeirra landa, sem vilja alveg útbyrgja þá. Vér viljum auðvitað ekkert fullyrða um það, hvort fyrnefnt norskt blað hefur hermt orð viðskifta- ráðunautsins rétt, enda stendur það á engu, því að frásögn blaðsins spilti fyrir framgangi málsins. Þess skal aðeins getið, að ekki er það kunnugt, að hr. Bjarni Jónsson hafi mótmælt frásögn blaðsins eða leiðrétt hana í nokkrum greinum. Þó þykir oss ótrúlegt, að hann hafi talað svo óvarleg orð, sem eftir honum eru höfð. 3. Lög um aðflutningsbann áfengis. Frakkland er, eins og kunnugt er, afar- mikið vínyrkjuland. Bann gegn innflutn- ingi áfengis telja F'rakkar stórhnekki þess- um mikilsverða atvinnuvegi sínum. Að vísu skiftir þá, að því er til fjárhags- ins tekur, alls engu, hvort slíkt bann kemst á á landi hér eða eigi. En þeir hugsa á þá leið, að þeir megi hvergi veita frakknesku fé til þeirra landa, er reyna á nokkurn hátt að setja slagbrand fyrir frjálsa atvinnuvegi og verslun þeirra. Þetta telja þeir meginreglu, er þeim sé skylt að fylgja í hvívetna. Og þar sem nú Island var riðið á vaðið og hafði lög- tekið algert aðflutningsbann áfengis, þá var auðvitað, að Frökkum mundi falla þungt, að brjóta áður sagða meginreglu sína án þess að nokkur kæmi á móti. Einnig virtist þeim sem stórþurður mundi verða á tekjum landsjóðs, þegar vínfangatollur- inn hyrfi. Varð þeim þá spurn, hvaðan landsjóði ætti að koma tekjur í það skarð. Varð vorum mönnum heldur ógreitt um svör, nema hvað hr. Ind- riði á að hafa sagt Brillouin, að »finansministeren« (fjármálaráðgjafinn, þ.e. hann sjálfur) yrði að sjá fyrir því. Vitum vér eigi aðra lausn á því máli. A hinn bóginn mátti færa F'rökkum heim sann- inn um það, að ísland væri lítt skuldugt, og að lfklegt væri, að mörgum atvinnu- málum landsins mætti hrinda í stórum betra horf en nú eru þau í, ef eigi skyrti til fé og framtakssemi. Þar sem nú fé var ófáanlegt nema handa Landsbankanum til bráðabirgða og landinu’á síðan, þá varð auðvitað eigi um stofnun Fasteignaveðbanka að ræða þá þegar, með því skipulagi að öllu leyti, sem hugsað hafði verið til. Nú gat að- eins verið um samkomulag við Lands- bankann að ræða. Um það í fyrsta lagí, hvort hann vildi taka fyrnefnt bráðabirgðarlán, og í ö ð r u 1 a g i, hvort hann vildi semja um samnotkun þess fjár við F'ranska bankann. Forstjórar Lands- bankans, þeir hr. Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson, voru lengi hinir þverustu um fyrra atriðið. Þóttust jafnvel aðra stund- ina hafa gnægðir fjár 1 banka sínum. Ráðherra lést vera því mjög hlyntur, að bankinn tæki þessu lánstilboði, og mun vera ástæðulaust að efast um, að hann hafi verið sömu skoðunar í Marsmánuði síðastl., sem hann lét uppi í skjölum þeim, sem að framan eru birt. Forstjórar Landsbankans kváðust jafn- vel stundum jatnvel ekkert lánstilboð haía fengið og höfðu yfirleitt öll þau undan- brögð í frammi og vlfilengjur, er þeim voru föng á. Aftur á móti reyndust gæslu- stjórarnir, þeir hr. Jón Gunnarsson og og Oddur Gíslason, miklu vitugri á alt málið í heild sinni, samningafúsari og betri viðureigna í hvívetna. Var nú oft og lengi þingað um málið fram og aftur, ýmist hjá ráðherra eða í Landsbankanum. Þess þóttust menn snemma kenna, að ýmsir menn, og einkum hr. Sveinn Björns- son, sonur ráðherra, mundu leggja þungt til málanna. Bjuggu þessir menn til ýms- ar grýlur til tafar málinu. Er oss nú full- kunnugt orðið, hvað framferðum sumra ) þessara manna olli. Enn má geta þess, I að ekkert var til sparað, að sverta þá j suma og rægja, er að þessum málum j stóðu. Minnumst vér meðal annars ým- j issa hviksagna, er hr. Jón Ólafsson alþm. J skrá'setti og birti í blaðinu »Reykjavík« 23. Mars, er hann kvaðst hafa heyrt um bæinn, sjálfsagt mestmegnis af munni uppgjafa- vatnskerlinga, kaffikerlinga og annara viðlíka sögusmettna. Einnig minnumst við þess, að einn mikilsvirtur og ríkur banka- maður og stjórnmálahöfðingi hældist um það á opinberum mannfundi í Vetur, að sFranski bankinn« væri nú dauður. í blaðinu »I,ögrétta« 28. Jan. 1910 stóð og grein um »Franska bankanns, og stóð þaðan eigi alllítill gustur, enda þóttust margir vita, hvaðan hann blési. Loks sá bankastjórnin sitt hið vænsta, að veita ádrátt um, að taka við ofan- greindu lánstilboði til bráðabirgða. Þá var síðara atriðið um samnotkun þess fjár milli Landsbankans og »Franska bankans«. Settu þeir Birnir tveir í önd- verðu fulla synjun fyrir alt slíkt samfélag. Til þess eins, að gjalda télögum beinan kostnað af útvegum tilboðsins, kölluðust þeir eigi alls ófúsir, en tóku þó og Utt af um þetta, og eigi stórmannlega. Þóttu sumir menn kenna þess á þeim herrum, forstjórum Landsbankans, að þeir þættust sjálfir alls ómáttugir til meiri háttar skifta við íslenska stórbanka, en auðvitað létu bankastjórar slíkt ekki uppi í o r ð u m sínum. Gekk nú í þessu þófi nær því mánaðar tíma. F'anst það á, að ýmissar bragða mundi leitað til þess, að losa fé- laga »Franska bankans« við málið. Voru jafnvel gerðir menn til hr. Brillouins, eftir þvf sem heyrst hefir síðan, með' þeim ummælum, að hann sleppi kröfunni um íhlutan þeirra og stofnun sérstaks banka. Eigi skulum vér þó fullyrða neitt um það, hvort ráðherra hefir átt þátt í þeim sendi- ferðum. En hvort sem að málum þessum setið lengur eða skemur, urðu þær lyktir á að þessu sinni, að 6. Apríl 1910 var gerður samningur sá milli Landsbankans annars vegar og »Franska bankans« hins vegar, er nú skal greina: y>Samningur milli Landsbanka fslands og »Sifs«. 1. gr. Sljórn »Si/s« sé skipuð af trún- aðarmanni Rouviers, einum manni frá Landsbankamim oy einum manni úr »Sif«, oy samþykki landstjórnin hina tvo síðaslnefndu. 2. gr. Breyting á reglugerð »Sifs« má gera eftir kröfu Landsbankans og í sam- ráði við »Sif.«. 3. gr. Landsbankinn og »Sif« slyðja að þvi í sameiningu, að landslán vcrði tekið og lög til þess sctl á nœsta þingi. '1. gr. Landsbankinn og »Si/« bera að hálfu allan kostnað við »Sif« frá upp- hafi og hálfl ár eftir að landslán er tek- ið, þó ekki lengur en 1S mánuði frá því að »Sif«bankinn teknr lil slarfa. Afatl- inn koslnaður má þó ekki nema meiru en 10 — tiu — þásnndum jeróna. 5. gr. »Si/« gefur Landsbankanuni eftir kaup á veðdeitdarbréfum landsjóðs. <>. gr. Landsbankinn kaupir af «Sif« 5°l« Kassaobligalionir þess banka að */* htula þeirrar upphœðar, er hann fœr netto hjá Ronvier, oy setur »Sif« Lands- bankanum að handveði jafnmikla upp- hœð í veðskutdabréfum sínum, sem kassa- obligationanum nemur að minsta kosti lil tryggingar þvi, að Landsbankinn liði ekki neill tjón af kanpum kassaoblika- tionanna. 7. gr. »Sif« veiiir aðeins lán gegn 1. veðrélli i fasleignam eða 2. vcðrétli nwst á eftir veðdeild Landsbankans, nema sam- komulag verði milli »Sifs« og Landsbank-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.