Þjóðólfur - 21.10.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.10.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLKUR. 177 3. Fjármálin. Um málið urðu tals- verðar umræður. Svofeld tillaga kom fram: »Fundurinn skorar á þingið að sjá ein- hver heppileg ráð til að fá fé inn t land- ið með sem allra bestum kjörum, sér- staklega til nauðsynlegra og arðberandi fyrirtækja«. — Samþ. með öllum greidd- um atkvæðum. 4. Landbúnaðarmálefni. Um Flóaáveituna urðu miklar og nokkuð heitar umræður. í því máli var upp borin svofeld tillaga: »Fundirinn skorar á Búnaðarfélag ís- lands að hraðá svo undirbúningi Flóa- áveitumálsins, að það geti lagst fyrir næsta þing«. Viðvíkjandi smjörbúunum var borin upp þessi tillaga: »Fundurinn álítur að smjörbúin megi ekki enn sem komið er við því að vera svift landssjóðsstyrknum, og skorar því á alþingi að lækka ekki þennan styrk fyrst um sinn úr þvf sem orðið er«. — Samþ. með öllum atkvæðum. Ennfremur var þessi tillaga samþykt með öllum atkvæðum: »Fundurinn skorar á alþingi að auka styrkinn til búnaðarfélaganna og til Bún- aðarfélags Islands«. Þá var borin upp þessi tillaga: »Fundurinn skorar á þingmenn sína að hlutast til um, að næsta þing skipi ullar- yfirmatsmann á lfkum grundvelli og fiski- yfirmatsmatsmann*. — Samþ. með flest- um atkv. 5. Samgöngumál. »Fundurinn telur þeim samgöngum á sjó, sem verið hafa í sumar með suður- ströndinni, mjög ábótavant og skorar á landsstjórnina að hlutast til um, að þeim verði komið í betra horf«. — Samþ. í einu hljóði. Önnur tillaga var borin upp svo hljóð- andi: a. Fundurinn skorar á alþingi að nema úr lögum skyldu Árnessýslu til þess að halda við aðalþjóðbrautinni gegnum sýsl- una. Ennfremur að brúaðar séu þær tvær ár í Ölfusinu, sem enn eru óbrúaðar, og hinar tvær brýrnar þar endurnýaðar. Loks, að ruðningurinn undir Ingólfsfjalli sé lagður niður sem vegur, en í þess stað komi bein braut frá Kögunarhól niður á holtið ofan við Ölfusárbrú*. b. »P undurinn skorar á alþingi að sjá u n, að fjárveiting til Grímsnesbrautar- innar verði tekin upp á fjáraukalög fyrir árið 1911 svo að ekki verði hlé á braut- argerðinni*. c. sFundurinn telur afhendingarákvæði núgildandi vegalaga ótæk og skorará al- þingi að breýta þeim og láta nýa af- hendingu fara fram«. Ennfremur: sFundurinn skorar á alþingi að binda styrkinn til póstvagnferða þvf skilyrði, að póstvagninn gisti í báðum leiðum við Ölfusárbrú og fari þaðan kl 9 að morgni dags á báðutn leiðum og hafi að öðru leyti eins fastákveðna áætlun og framast ur unt«.— Samþ. j ejnu hijóQj. 6. Heilbtigðismál. Svo hljóð- andi tillaga borin upp Qg samþykt: »Fundurinn skorar á alþingi að veita styrk alt að 25000 kr. til spftalastofnunar austanfjalls fyrir Suðurlandsundirlendið*. Ennfremur: »Fundurinn skorar á alþingi, að stófna íögbundna sjúkrasjóði yfir alt land og gera öllum jafnt að skyldu að tryggja sig í þeim«. — Samþykt með 6 gegn 5 atkv. 7. Mentamál. Ura það mál var nokkuð rætt, en engin ákveðin tillaga kom þó fram. Umræðurnar snerust helst í þá átt, að ekki væri rétt að hreyfa við fræðslulögunum á meðan þau hafa ekki lengri reynslu en orðin er. 8. Kirkjumálin. Um þau urðu nokkrar umræður, sérstakl. um skilnað ríkis og kirkju, en engin ákveðin tillaga kom þar fram, enda þarl þar og stjórnar- skrárbreytingu til. 9. Almennar umræður urðu um hitt og annað t. d. hvenær þing mundi koma saman næst. Kom í því efni bein fyrir- spurn frá Guðm. ísleifssyni. Spurningunni var að nokkru svarað af x, þingmanni sýslunnar. Fundi slitið. Eggerl Benediktsson. Ólafur Magnússon. Mannalát. Hjörleifur Einarsson var fæddur 25. Maí 1831 á Ketilsstöðum í Hjaltastaða- þinghá. Foreldrar hans voru Einar (d. 19. Ágúst 1881) prófastur í Vallanesi, Hjör- leifsson prests á Hjaltastað, Þorsteinsson- ar og miðkona hans Þóra Jónsdóttir vef- ara Þorsteinssonar og voru þau hjón bræðrabörn. Hann var útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1856 með 2. eink. og úr préstaskólanum 1858 með 1. eink. Vígð- ur 20. Maí 1860 að Blöndudalshólum er honum voru veittir 24. Nóv. 1859 Fékk 25. Okt. 1869 Goðdali, og 15. Maí 1876 Undirfell. Árin 1880—1882 var Undirfell lagt undir Þingeyrar og fékk sr. Hjörleifur veitingu fyrir hinu sameinaða prestakalli 13. Okt. 1880, en hélt Undirfelli þá það var aftur aðskilið. Hann var prófastur 1 Húnavatnsþingi 1885 til þess að hann fékk lausn frá prestsembætti sem var 23. Febr. 1906 eftir 46 ára prestsþjónustu. Hann var tvíkvæntur. í fyrra sinn kvæntist hann 18. Júlí 1859 Guðlaugu Eyjólfsdóttur bónda á Gíslastöðum, Jónssonar og voru börn þeirra: Einar Gísli skáld, fyrv. rit- stjóri, Sigurður Jón læknir, ritstjóri á Akureyri og Jósef Kristján prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd (d. 6. Maí 1903). Guðlaug andaðist 18. Apríl 1884 og kvæntist sr. Hjörleifur í síðara sinn 23. Apríl 1885 Björgu Einarsdóttur bónda á Mælifellsá, Hannessonar, og eru börn þeirra: Guðlaug og Tryggvi. Eftir að sr. Hjörleifur fékk lausn frá embætti flutti hann til Reykjavíkur og dvaldi þar til þess að hann andaðist 13. þ. m. Sr. Hjörleifur heit. var kappsmaður og fylginn sér, eldfjörugur og skemtinn í við- ræðum. Hann var mikill trúmaður, og starfaði meira að trúmálum en prestar alment gera, þannig var hann ásamt sr. Zóphóníasi próf. f Viðvík aðalfrumkvöð- ull að Prestafélaginu í hinu forna Hóla- stifti, og var fyrsti formaður þess, hann kom upp hjá sér kristilegu unglingafélagi o. fl. slíkri kristilegri safnaðarstarfsemi. Hann var góðtemplar og starfaði af alúð og kappi fyrir það mál, fór hann oft regluboðunarferðir um prófastsdæmi sitt og stofnaði stúkur, auk þess er hann var alltaf aðalmaður stúku sinnar. Það er enginn efi á því, að sr. H. E. var með merkustu nútíðarklerkum. Yms- ar trúfræðislegar greinar og ræður eru eftir hann á prenti. Hvað er að frétta? Sly»fat*ir. Þorkell Guðmundsson trésmiður 1 Bolungarvík druknaði 17. f. m. út af Edinborgarbryggju á ísafirði. Hafði verið ölvaður. 14. þ. m. druknaði við brúargerð á Norðurá í Borgarfirði Kristinn Jóhannes- son trésmiður írá Lauganesi við Reykjavík. Hafði brúin skemst af vatnavöxtum, og hjálparstólpar svifst i burtu. Enginn var sjónarvottur að slysinu, og vita menn því ekki hvernig slysið hefir atvikast, en haldið er að hann hafi verið á ferð yfir ána, þegar hjálparbrúin brotnaði. Heylxlaða brann nýlega á Eiði í Hestfirði með 100 hestum af heyi. („Vestri"). Vélarbátur með 3 mönnum fórst 29. f. m. í Hagabót á Barðaströnd. Þeir sem druknuðu voru: Guðni Guðmunds- son kaupmaður i Flatey, sem var eigandi bátsins, Pétur Hafliðason frá Svefneyum (sonur Hafliða dbrm. í Svefneyum) for- maður bátsins, talinn besti sjósóknari á Breiðafirði, og Einar Daðason vélarstjóri úr Skötuflrði. („Vestri"). Síldnrvoiði. Sæmundur Sæmunds- son i Stærra-Árskógi aflaði síðastl. vertið 1400 tunnur af sild. („Gjallarhorn1'). Trálofuð eru ungfrú Sólveig Jó- hannesdóttir i Hrísey og Jón Sigurðsson vélfræðingur frá Hellulandi i Skagafirði. („Norðurl."). Mamialút. 15. þ. m. andaðist á fsafirði frú Þórdís Jensdóttir. Hún var fædd i Reykjavík 3. Júlí 1849, dóttir Jens skólastjóra Sigurðssonar og Ólafar Björns- dóttur yfirkennara Gunnlaugssonar. 3. Sept. 1875 giftist hún Þorvaldi Jónssyni síðar presti á Eyri i Skutulsfirði og pró- fasts í Norður-Isafjarðarsýslu. 28. f. m. andaðist á ísaflrði Friðfinnur Kjærnested elsti borgari á ísafirði (íædd- ur 7. Des. 1828). Timbux-lijallua- fauk 21. f. m. hjá Guðm. Helga F'innbjarnarsyni í Sæbóli í Aðalvík, með lóðum og ýmsum tilheyrandi útveg, matbjörg o. fl. Skaðinn talin vera um 1000 kr. („Vestri"). Bæar>aimáll. Helgi JÓU8K011 grasfræðingur varð 28. f. m. doktor við Kaupmanna- hafnar háskóla fyrir ritgerð um þaragróður við ísland. Slcipafex-öir. „Vesta" kom norð- an og vestan um land 16. þ. m. með fjölda farþega. Fór sama dag. „Sterling" kom frá útlöndum 17. þ, m. fer til Flateyar í kvöld. „Ceres" fór til útlanda í gær. Bjarni Jónsson frá Vogi fór með skipinu. Oif tiujjar. 28. Sept. Bjarni Ivars- son bókbindari og Ragnheiður Magnús- dóttir Blöndal (frá Vallarnesi). 1. Okt. Magnús Þorsteinsson kaupm. og ungfrú Guðrún Emilía Smith. 7. s. m. Andrés Andrésson klæðskeri og ungtrú Halldóra Þórarinsdóttir. s. d. Þórarinn Einarsson frá Bergskoti Vatnsleysuströnd og ungfrú Guðrún Bjarn- dís Þórhallsdóttir. 8. s. m. Jóhann Guðmundsson Lindarg. 10 B. og ungfrú Sigrtður Dagfinnsdóttir. 10. s. m. Páll Jónsson járnsmiðu og ung- frú Vigdts Ástrlður Jónsdóttir. 13. s. m. Ágúst Ólason Sædal stýrimað- ur og ungfrú Mínerva Stefanía Jónsdóttir. 14. s. m. Guðm. H. Tómasson læknir og ungfrú Kamilla Theresa Jensen. 16. s. m. Jón Björnsson kaupm. og ung- frú Jakobína Sigurveig Guðmundsdóttir frá Grjótnesi á Sléttu. Mnttli. Pórðarson fornmenja- vörðurflutti síðastl.Sunnudag fyrirlesturum Eddukvæðin, og Sunnudaginn kemur kl. 5 flytur hann 1 Báruhúsinu fyrirlestur um íslensku skáldin fram til 1100. Aðgangs- eyrir er aðeins 10 aura. Giiðiiiumlur Björntiíson sýslu- maður og Snæbjörn Kristjánsson hreppstj., er botnvörpungurinn rændi, komu hingað til bæarins í gærkvöldi með Snorra Sturlu- syni. Vaxtahækknn. Englandsbanki hefir hækkað útlánsvexti um 1% eða upp i 5%. Jón Sigurðtxson. Eins og öll- um er kunnugt, eru 100 ár liðin frá fæð- ingu hans 17. Júní næsta ár, og getur það eigi skammlaust heitið, að enginn undirbúningur skuli vera hafinn til að minnast starfsemi hans í þarfir þjóðar- innar. — Minst hefir verið á það nú al- veg nýlega, að efla til samskota um land alt og reisa honum minnisvarða, og sann- arlega væri það vel farið, ef þvi máli yrði komið í framkvæmd. Ekki þarf nema góð samtök til að það geti orðið, þar sem reisa má sæmilegan minnisvarða fyrir 10,000 kr., og til að fá það fé, þarf eitthvað um 12 aura að meðaltali af hverju mannsbarni á landinu, eða eitthvað um 1 kr. af hverju heimili. Vilja íslendingar ekki sýna það í verk- inu, að þeir muni enn Jón Sigurðsson og kunni að meta hina ótrauðu starfsemi hans í þarfir lands og þjó*ðar? Jón Arason. 7. Nóv. næstkom- andi eru liðin þrjúhundruð ár tólfræð (360) síðan Jón Arason .biskup og synir hans Ari lögmaður og Björn prestur í Mel í Miðfirði voru hálshöggnir í Skálholti. Atburðar þessa verður minst hér í bæn- um þenna dag með fyrirlestri og sam- komu, þar sem verða ræðuhöld og ýmis- legt fleira, er síðar verður nánar auglýst. I*lng'fi*e»tuii. Stmað hefir verið til Kaupmannahafnar, að Árnessýsla hafi samþykt þingfrestun. Þingmenn sýslunn- ar hafa símað mótmæli gegn þessum ósanna fréttaburði, svo að gleði ráðherr- ans og fylgdarmanna hans verður fremur stuttvinn út af þeim sigri. Þingmálafundar- gerð Árnesinga að Tryggvaskála erbirt orð- réttlblaðinuí dag, og sjá allir, að fréttaburð- ur Fjallk. um, að tillaga um að skora á ráðherrann að halda þing á réttum tíma hafi verið feld, er uppspuni. Á þingmálafundi að Húsatóftum var heldur ekkert samþykt um þingfrestun. Um þann fund verður getið í næsta blaði. Silkitau, margar tegundir, einnig silkiplyss, nýkomið. Slurla Jónsson. PRESTUR i sveit, sem á gott safn af bókum og meira langt- um en alment gerist, bý'ður nú allar bækur sínar til sölu ef við- unanlegt boð fæst. Menn gefi sig fram sem fyrst. Afgreiðsla Þjóð- ólfs vísar á seljandann. Jörðin Þórisstaðir f Hvalfjarðar- strandarhrepp í Borgarfirði, fæst til kaups og ábúðar frá fardögum 1911. Menn snúi sér til eigandans Hjálmars Guðnasonar á Þórisstöðum. c&unóur í „c&ram“ verður næstk. laugardag á venjuleg- um stað og tfma (í Templarahúsinu kl. 8 lh síðdegis). Pétur Zópkóníasson innleiðir muræður um fjárhag Rvíkur. cftecjnfiápur og t&liuföt afar-ódýrt. Sturla Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.