Þjóðólfur - 29.10.1910, Side 2

Þjóðólfur - 29.10.1910, Side 2
ÞJOÐOLFUR. 180 hlutablöðin núverandi hefði í fyrra vor ýtt undir Dani til að synja fjárl. frá þing- inu 1909 staðfestingar. Ætli Isaf. hefði ekki kállað það landráð ? En „forlíkast gerðu fjandmenn" tveir. Skúli aðhyltist evangelium Valtýs 1897. Þá sagði Bjöm Jónsson um Skúla, líkt og sagt var um Pál biskup: Engi þótti Skúli jafnaðarmaður 1 fyrstu . . . þótt nú yrði hann góður, er hann varð valtýskur. Að endingu má nefna eitt lítilsháttar atriði, er vel sýnir, hversu Skúla og Birni er jafn ant um sjálfa sig: Skúli greiddi á al- pingí 1895 atkvæði með íiárveitingu til sjálíN sín. Isafold vítti það þá harðlega (sjá Isaf. XXII, ). Björn Jóns- son greiddi líka atkvæði með sér sjálfum í ráðherrastöðuna á alþingi 1909. Þjóð- viljinn kunni eitthvað illa við það. VaDsmannarániI. Eins og getið var í síðasta blaði komu þeir Guðmundur sýslumaður Björnsson og Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson með Snorra Sturlusyni síðastl. Fimtudagskveld. »Rvík« birtir í síðasta blaði greinilega frásögn af ferð þeirra, og segir þar svo: »Það var missögn í síðasta blaði, að þeir heiðu farið á báti frá »Varanger« yfir í botnvörpunginn. Sýslumaður lét leggja Varanger að honum. Um atlögu þeirra og vörn botnvörp- ungsins segist þeim svo frá: Undir eins og Varanger kom að hlið botnvörpungsins, stökk sýslumaður upp á þilfarið og bauð Snæbirni að koma með sér. En í sama bili kom skipstjóri botn- vörpungsins með heljarmikla öxi reidda, og bjóst að leggja henni í höfuð sýslu- manni, en þegar Snæbjörn sá það, brá hann skjótt við og stökk upp á þilfarið og skipaði um leið skipverjum á »Varan- ger« að Ijá sér eitthvað í höndina. Skip- stjórinn á »Varanger« þreif þá afarmik- inn járnkari og barði honum með svo miklu afli í öldustokk botnvörpungsins, að járnkarlinn hrökk sundur í miðju. Greip þá Snæbjörn þann hlutann, er hann náði í, og vatt sér að enska skipstjóranum, og mun honum þá ekki hafa þótt Snæbjörn fýsilegur viðureignar, eða að minsta kosti lét hann öxina síga. Alt þetta gerðist á miklu skemri tíma, heldur en þarf til þess að lýsa þvf. A leiðinni til Englands leið þeim all- vel, að öðru leyti en því, að hvílurúm þeirra voru afar-slæm. Urðu þeir að liggja á trébekkjunum, að minsta kosti fyrst í stað. Skipstjórinn hafði sig lítt frammi á leið- inni, og var sem hann forðaðist að láta þá sýslumann sjá sig. Hann mataðist í eld- húsinu og hafðist þar við oftast, en gægð- ist þó stundum niður til þeirra þegar þeir voru lagstir f hvílu. Skipverjar gerðu margar tilraunir til þess að ná járnkarlinum af Snæbirni, en árangurslausar urðu þær allar, hverjum brögðum sem þeir beittu. Hann hélt járnkarlinum alla leið til Englands. Ferðin til Englands gekk vel, og var altaf haldið áfram með fullum hraða. Til Hull komu þeir 12. þ. m. nál. kl. 8 um kvöldið, Stóð þá svo á, að þeir gátu ekki lagst við hafskipaklöppina, og fór skipstjóri því i land á báti, en neitaði að taka þá sýslumann með sér. Múgur og margmenni beið í landi, því að fregnin um brottnám valdsmannanna var kunn orðin af símskeyti þvf, sem héðan hafði verið sent, og hafði fólk því safnast saman, þegar það frétti, að botn- vörpungurinn væri að koma, Skipstjórinn notaði nú tímann til þess að raupa af hreystiverki sínu og ljúga ýmsum sögum, bæði í blaðamenn og aðra, og hentu blöð þau, er út komu um kvöld- ið, gaman að »happadrætti« þeim, sem botnvörpungur þessi hefði fengið við strendur Islands. En á tíuuda tímanum kom danski kon- súllinn í Hull um borð í botnvörpung- inn til þess að sækja þá sýslumann og hreppstjóra, og fór hann með þá að landi annarstaðar, til þess að þeir skyldu ekki lenda í mestu mannþyrpingunni. Þeir losnuðu samt ekki alveg við hana, því að óðara en þeir stigu á land, þyrpt- ust fréttasnatar blaðanna að úr öllum átt- um og létu þá engan frið hafa. Og áleitni þessari héldu blaðamenn áfram, hvenær sem færi gafst á, þá tvo dagu, sem þeir sýslumaður stóðu við í Hull. Blöðin í Hull fluttu samtal við sýslu- manninn og myndir af þeim félögum, og tvö blöð í Lundúnum sendu menn til Hull, til þess að leita frétta hjá þeim og taka af þeim myndir. Og tónninn í blöðun- um var allur annar, eftir að þau höfðu haft tal af sýslumanni og vissu hið rétta. Danski konsúllinn kom þeim fyrir f gistihöll einni og bauð þeim á skemtun með sér þegar fyrsta kvöldið. Skipstjórinn var mjög hróðugur fyrst í stað, sagðist hafa tekið þá með sér til Englands til þess að »ná rétti sín- um« 0. s. frv., en eftir að hann hafði haft tal af útgerðarmönnum skipsins, fór töluvert að dofna yfir honum. Útgerðar- mennirnir sögðu honum þegar upp skip- stjórastöðunni og sömuleiðis stýrimannin- um. Og ekki fær botnvörpungurinn þessi að fara til Islands aftur, meðal málið stendur yfir. Verður hann látinn veiða í Hvítahafinu á meðan. Sýslumaður kvaðst hafa verið í öllum einkennisbúningi, svo enga afsökun hafði skipstjóri þar. Og viðvíkjandi landhelgis- takmörkunum gat sýslumaður þess, að tveir eða fleiri siglingafræðingar hefðu þegar mælt afstöðuna, og komist að þeirri niðurstöðu, að botnvörpungurinn hefði verið langt fyrir innan landhelgislínuna. Alt væri því eins og það ætti að vera frá Islendinga hálfu. Enginn veit ennþá, hverja hegningu skipstjóri og útgerðarmenn verða dæmdir í. En sjálfsagt fá þeir háa sekt, og væntanlega fær skipstjóri allþunga hegn- ingu fyrir þrjóskuna, ránið og tilræðið við sýslumann, hvort sem það hefir verið al- vara eða ógnun ein. Danski konsúllinn í Hull sér um rekst- ur málsins. Þeir sýslumaður láta mikið yfir þvf, hve hann sé lipur maður og elskuverður f alla staði, og lét hann sér mjög ant um, að þeim liði vel meðan þeir stóðu við á Englandi. Hinn 14. m. hittu þeir skipstjórann á »Snorra Sturlusyni*, er þá var á Eng- landi að selja afla sinn, og bauð hann þeim far með sér til íslands, og sama kvöldið kom símskeyti sama efnis frá útgerðarmönnam »Snorra« hér, »Miijóna- félaginu«. Yfir höfuð láta þeir sýslumaður og hreppstjóri hið besta yfir för þessari, segja hana hafa verið reglulega ókeypis skemti- ferð Til dæmis sagðist Snæbjörn hafa verið með eina 25 aura í vasa sínnm, þegar hann fór, og þeir væru þar ennþá, og kvaðst hann mundi geyma þá til minja um för þessa. En járnkarlinum gleymdi hann 1 Englandi«. Þeir eru nú báðir komnir heim til sín, fór Snæbjörn 21. m., með »Sterling«, en sýslumaður daginn eftir með »Ingólfi«. Dáinn 23. þ. m. Jóhannes Þorgríms- son dannebrogsmaður á Eyrarhúsurn í Tálknafirði. Hans verður minst nánar síðar. Portúg'al. Róstusamt hefir löngum verið suður á Pyreneaskaga og sjaldan hafa konungar setið þar öruggir í sessi. Nú hafa Portú- galir ekki einungis svift Manuel konung völdum, heldur einnig afnumið konung- dóm með öllu og sett þjóðveldi á stofn. Astand þjóðarinn hefir verið bágborið mjög og frelsishreyfingar allar verið bæld- ar niður og þótt frjálslindir menn hafi komist til valda um stund, hafa þeir litlu áorkað. Klerkavaldið hefir verið öflugast og var konungur, en þó einkum ekkju- drotningin, móðir hans, á valdi klerka. Hafði það verið f ráði að loka Cortes (þinginu) og er lítill vafi á að sú fyrirætl- un hefir ráðið miklu um, að uppreist var hafin; sagt er að fundist hafi eiginhand- ar skipunarbréf konungs um að loka þingifiu. Þótt þjóðveldi sé á stofn sett eru fram- tíðarhorfur Portúgals all óglæsilegar og veldur því mest algert mentunarleysi al- þýðu og hinn bágborni fjárhagur rfkisins. Að vísu eru skólaskyldulög 1 Portúgal en þrátt fyrir það er aðeins '/s hluti þjóðar- innar læs og skrifandi; lögunum er alls eigi hlýtt, börn eigi látin ganga 1 skóla og þeir skólar, sem starfa eru afarlégir. Alþýðan er mjög framtakslaus og flest verkleg fyrirtæki eru 1 höndum útlendinga, helst Englendinga. Þá er fjárhagur rlkisins ekki glæsilegri; ríkisskuldirnar aukast árlega og eru þegar orðnar sve m’iklar, að fyrirsjáanlegt er, að ríkið losnar aldrei við þær á sómasam- legan hátt. 1892 varð ríkissjóður að nokkru gjaldþrota, þar eð færðar voru niður rentur á innlendum og útlendum rlkisskuldum, að miklum mun. Nú eru ríkisskuldir Portúgals alls um 2500 milj., en árlegur kostnaður við þær 124 milj. Á tjárlögum 1909- 10 voru tekjurnar gerð- ar 275 milj. en útgjöldin 300 milj. og eru þannig útgjöld við ríkisskuldir næstum 42% af öllum útgjöldum ríkisins. Þrátt fyrir það að Portúgal er eitt meðal frjó- sömustu landa Norðurálfu, er að eins rúmur helmingur landsins ræktaður; lands- búar standa mjög lágt f landbúnaði og þekkja lltið til nýtfsku verkfæra. Flestar eignir eru í höndum stóreignamanna er búa í borgunum og leiguliðar hafa við mjög örðng kjör að búa. Verslun og sigl- ing er mest í höndum útlendinga; Portú- lagir eiga aðeins 36 gufuskip. Englend- ingar eiga mest af því fé er liggur í fyr- irtækjum í landinu og hefur það skapað Portúgal mjög mikið fjárhagslegt ósjálf- stæði. Nú er þjöveldið er á stofn sett, er auðvitað hinni miklu Qársóun konungs- ættarinnar lokið og lfklega missa klerkar og kirkjan eitthvað af auð sínum, en þrátt fyrir það mun stjórnin eiga erfiða aðstöðu meðan alþýða er svo gjörsteydd allri mentun og ríkisskuldir gleypa alt að helming allra gjalda ríkisins. Ping’frestun. ísaf. og Fjallk. hafa fylst heilagri bræði út af þvf, að Þjóðólfur gerði þeim hann óleik, að prenta í síðasta blaði fundar- gerðina frá Ölfusárbrúarfundinum orð- rétta og í heilu lagi, því sjálfar hafa þær, ráðherraþernurnar, flutt fundar- gerðina afbakaða og orðum aukna. Hafa þær ekki önnur ráð, en að drótta því að Þjóðólfi, að h a n n hafi f a 1 s a ð fundar- gerðina, felt úr klausu aftan af henni, klausu sem millibilsritstjóri ísaf. A. J. Johnson (»ritíi«í untlurinii« alþekti) segir að standi þar skýrum stöfum með bleki (!!). Raunar hefir upprunalega verið skrifuð klausa í enda fundargerðarinnar, sem stryimd hefir verið út af luadar- stjóra. sjálfum, og taldi Þjóðólfur auð- vitað ekki 1 e y f i 1 e g t að birta hana, þar sem hann prentaði nöfn fundarstjóra og fundarskrifara, því slíkt hefði verið hin megnasta ósvífni gagnvart hlutaðeig- andi fundarstjórnendum, sem bera ábyrgð á því, að fundargerðin sé rétt. En ef ætti að taka upp þá reglu, að prenta það sem sem strykað er út, þá á auðvitað að prenta a 11, sem strykað er út; því eftir hvaða reglu ætti annars að velja það, sem takast ætti með ? En það hefir Isaf. ekki gert, því klausan sem hún er að vitna í, og ráðherraþernurnar vilja ómögulega missa, hljóðar svo í heilu lagi: »Loks var borin upp svofelld tillaga frá Joh.(!) V. Danílssyni(!). Fundurinn skorar á alj>ingi (0 ráðherra að kalla næsta þing saman á réttum tíma. Tilagan(l) feld.« [Stafrétt eftir fundargerðinni. Orð- inu alþingji heflr ísaf. og Fjallk. slept úr klausu þessari, og er það þó eigi slður útstrykað en hin orðin]. En nú hafa þær, ráðherraþernurnar, fengið eitthvert vottorð frá þeim fundar- stjóra og fundarskrifara, um að tillaga að skora á ráðherra að kalla næsta þing saman á réttum tíma, hafi verið feld á fundinum. En hafi svo verið, þá er fund- argerðin röng, en á því bera þeir auð- vitað ábyrgðina, en eigi Þjóðólfur. En eftir því sem áreiðanlegir menn segja af fundinum, þá var framkoma fundarstjóra hr. Eggerts Benediktssonar hreppstjóra (»bóndi« stendur í tundargerðinni, en er strykað út) í Laugardælum í lok fund- arins þannig vaxin, að hann hefir ekki séð sér annað vænna, en að stryka þessa umþráttuðu klausu úr fundargerð- inni, til þess að leyna gerræði því, er hann beitti fundinn, með því að meina fundinum að láta í ljósi réttan vilja sinn 1 þessu máli (o: þingfrestunarmálinu) þar sem hann neitaði að bera upp þá tillögu, sem best sýndi skoðun fundarmanna í því máli. Það var tillaga frá síra Gísla Skúla- syni, að fundurinngengiaðþví sem vísu, að ráðherra kallaði alþingi saman áréttum tíma. Fundurinn áleit það sem sé óhæfilega getsök gagnvart ráðherra, að hann hefði f hyggju að fresta þinginu, og vildi þess vegna ekki beinlínis skora á ráðherra að fresta ekki þinginu. Þess skal og getið, að enginn fundarmanna mælti þingfrestun bót. Hver trúir ísafold? Hún hefir lengi steininn klappað hún ísaf. gamla með það að flytja rangar fréttir og óáreiðanlegar. Blaðamennirnir hafa oft rekið sig á það, að svo er, enda munu þeir telja það jafn líklegt hvort það sé rétt eða rangt er þar stendur. Ljóst dæmi þess, hversu lltinn trúnað blaðamennirnir leggja á orð ísaf. geta menn séð af dæmi þessu, er bar við nýlega. Þegar skeytin um uppreisnina f Portú- gal kom hingað, nefndi Þjóðólfur nýa for- setann Braga, og skýrði frá helstu æfi- atriðum hans. ísafold nefndi forsetann aftur Denaget. Blöðin Ingólfur, Fjallkonan og Þ j ó ð v i 1 j i n n eru ekki 1 fréttasamband- inu, en urðu að »lána« fréttina hjá hin- um blöðunum, og það gerðu þau. En þau tóku hana öll eftir Þjóðólfi. Ekkert þeirra trúði ísafold! Ekki einu sinni Fjallkonan! Nú er oss spurn — hverjir trúa Isafold? Norðurland — líklega.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.