Þjóðólfur - 04.11.1910, Side 2
184
ÞJOÐOLFUR.
hefrr oft siðustu árin með ijótum rithætti og
lymskulegum og biræfuum útúrsnúningi . . .
hlotið að vekja viðbjóð margra ráðsettra og
góðra manna. . . . Ætli að nokkur annar rit-
stjóri um víða veröld bjóði almenningi annað
eins. ... Eg get hugsað, að stjórnarblað
blámanns, sem B. Sv. vill heldur hafa fyrir
ráðgjafa en mentaðan Islending (o: það er
ráðgjafa Valtýs) yrði með líkum blæ og Þjóð-
ólfur er nú". I sömu grein segir, að Ben.
Sv., H. Þ. og aðrir andskotar valtýsk-
unnar „verði á sínum tíma dæmdir réttvegnir
og léttvægir fundnir«.
Mikils var faðir valtýskunnar dr. V. G.
virtur á þingi 1909 af sjálfum B. J.
Isaf. XXVI, 41: »það er ótrúlegt, hvað
vel hann kann altaf við sig i pjóðargapastokkn-
um, hann Þjóðólfsmanni. Það er eins og hann
geti aldrei setið sig úr fœri að pota sér par
inn‘.
I Isaf. XXVI, 55 er Þjóðólfur nefndur
»petta eina afturhaldsmálgagn höfuðstaðarins,
sem pjóðinni hefir enn ekki auðnast að verka
af sér“. Svo er spurt að lokum: „En hvað
ætla peir (o: Islendingar) pá lengi að láta
ópverrann hanga á sér".
Isaf. XXVI. 60 segir að Þjóðólfur hafi
borið út „hranalega illkvitnissögu i sinni venju-
legu skynsemisblindni, pessu niðamyrkri, sem
pað (o: Þjóð.) er altaf og óaflátanlega í“.
Þar segir og, að Þjóð. svari aldrei öðru
en vitleysu.
Skammaklausa þessi er þó fráleitt eftir
B. J- Hann er aldrei með þetta hógværa
blygðunarleysi, sem þar kemur fram.
Isaf. XXVII, 4 lýsir einu tbl. Þjóðólfs,
þar segir svo: „Mr. Þjóðólfur hefir lengi
verið göfugt málgagn. Það er kunnugra en frá
purfi að segja.
En sjaldan hefir dýrð hans fagurlegar skinið
en i gær.
Fyrsta blaðsíðan og nokkuð á aðra er nafn-
tausar skammir um héraðslækni Guðm. Björns-
son [þann, er Isafold lýsti nýlega við tarf-
inn, sem fældist sjálfs sín myndj.
Þá kemur venjuleg skammaromsa úr rektor
[o: B. M. Ó.J um Einar ritstjóra Kjörleifsson.
Þar næst er lúaleg aðdróttun að Halidóri
Daníelssyni [þeim er Isaf. sagði nýlega, að
spanaði alþýðu upp til ólöghlýðni.JAf því
varð »frúkosturinn« sem frægur er orðinn].
Loks kemur einna fínasta rúsinan: aðsend
klausa um ritstjóra Isafoldar (B. J.), sem ó-
kunnugir geta naumast skilið öðruvisi en að-
dróttun að honum um stórpjófnað úr sjálfs
síns hendi. ... Má nærri geta, hvort mál-
gagninu hefir ekki pótt sú sending sæt á bragð-
ið. Það er nytsemdarstofnun, annað eins mál-
gagn og petta!“
Isaf. XXVII, 39 „Hláturinn að barnaskap
og illindum Þjóðólfs er algerlega drepandi
ekki aðeins fyrir blaðið, heldur einnig fyrir pá,
sem eru svo óhepnir, að hann hefir i óleyfi
allra gert sig að málgagni peirra".
I sama blaði býður B. J. H. Þ. enn
upp á „hegningarlagavöndinn" og segir
að „pau ein viðskifti hér um bil sé mætum
mönnum við hann hafandi. Annað leyfir sjafdn-
ast orðbragð hans og framkoma".
Isaf. XXVII, 54 segir umjÞjóðóli;: „Stjórn-
málastefna sú, er hann heldur fram, værifyrir
löngu undir lok liðin, ef Vídalín hefði ekki
haldið henni við á pinginu. Og pegar Vídalins-
veldinu hnignar hér á landi, pá er Þjóðólfur
með sínu afturhaldsfargani^óðar kominn undir
græna torfu«.
Spá er spaks geta.
I sama blaði segir, að »þoka sé lífg-
nauðsyn« Þjóðólfi, því aðj hann berjist
móti Ijósinu (o: Valtýskunni).
Isaf. XXVIII, 62: »Og þetta. —
þettu (o: H. Þ.) senda ÁrneH-
inííar ít þing! I.úta óhlat-
vauda mena tlelca hí^ tii
1908 voru þeir ekki „flekaðir" til þess,
og því síður af „óhlutvöndum mönnum".
Isaf. XXVII, 64: „En petta er svo sem
ekki nema vanalegt um petta málgagn (0: j
þjóðólf), að pað hleypur með hégóma og vit-
leysu, ýmist af heimsku sjálfs sin og hugsunar-
leysi, eða pá, að miður hlutvandir menn gabba
pað og ginna eins og pursa".
isaf. XXVII, 69: »EðliIeg ýflng.
Allir Tita hvernig mannýgnra nant-
um verður við það, að sjá rauða
dulu. Ritstjóra Pjóðólfs verður
nákvæmlega eins við að heyra
»heim8kn« nefnda á nafn«.
Isaf. XXVIII, 40 brigslar H. þó um vit-
leysu, skort á samviskusemi og skort á sann-
leiksást.
Um þingmensku H. Þ. segir Isaf. XXVII,
47: »LolosinH. Þau stórtiðindi hafa orð-
ið vikuna sem leið, að hinn víðfrægi forvitri
og málsnjalli höfðingi i afturhaldsliðinu,
þingmaðnr Flóamanna, hefir
verið kosínn i nefnd!«
Isaf. XXVII, 72: » . . . . hann var
þiní^m. Flóam., ekki annað en nauða
liðléttur vikapiltur afturhaldshöfðingjanna«.
H. Þ. hefir víst mikið tarið fram síðan,
því að 1909 gerði „Sjálfstæðisflokkurinn"
hann að forseta neðri deildar. Svona lag-
ast menn, ef þeir fá að koma í námunda
við Björn og Einar.
Síðan 1906 og þar til H. Þ. skrifaði
undir aukaþingsáskorunina hefir hann
verið sömu skoðunar og Björn kallast
hafa verið. Þann tíma hefir hann verið
sæmilegur maður, eða ekki hefir annað
sést á Isafold. Jafnvel eftir aukaþingsá-
skorun þingmanna í vor var H. Þ. enn
ekki orðinn verri en svo, að hann var of-
góður til að hafa nokkuð saman við Lár-
us Bjarnason að sælda.
En L. H. B. er líka slæmur.
Þó voru þeir á Valtýskuárunum hvor
öðrum boðlegir.
J. P. Mííllers aðferð
við daglegar likamsæf-
ingar.
Á Miðvikudaginn var hélt sundfélagið
»Grettir« hér í bænum kveldskemtun.
Var þar margt að sjá og heyra, einsöng-
ur (Hjörtur Hansson), harmoniumspil (Br.
Þorláksson), fimleikar og aflraunir, er 2
menn úr »íþróttafélagi Reykjavíkur* sýndu
(Benedikt Guðjónsson Waage og Sigurjón
Pétursson) og var það alt góð skemtun.
En langmesta nýungin var það, að þar
var sýnt í fyrsta skifti opinberlega hér á
landi aðferð J. P. Miillers við daglegar
líkamsæfingar. Það gerðu þeir Benedikt
Guðjónsson Waage og Sigurjón Pétursson
og var það mjög fróðlegt á að líta. Á
undan hélt Guðmundur Björnsson land-
læknir ianga ræðu, meðal annars um J.
P. Múllers aðferð, er hann mælti fram
með.
Sundfélagið »Grettir« á þakkir skildar
fyrir að hafa vakið hér athygli á þessum
einföldu og hollu líkamsæfingum, sem
rutt hafa sér til rúms um víða veröld á
fáum árum. Fyrir 6 árum (1904) kom
út fyrsta útgáfan af bók J. P. Miillers, er
hann kallaði »Mit System. 15 Minutters
dagligt Arbejde for Sundhedens Skyld«
(Aðferð mín. 15 minútna daglegt starf
til viðhalds heilsunni!) Síðan hefir kom-
ið út af henni hver útgáfan á fætur ann-
ari og er hún orðin stórfræg og höfund-
urinn fyrir hana. Hefur hún verið þýdd
á flestöll tungumál Norðurálfunnar —
nema íslensku og hefir þó margt óþarf-
ara verið íslenskað heldur en hún. J. P.
Muller hefir sjálfur ferðast víða um lönd
og sýnt aðferð sína, er hvervetna hefir
vakið mikla athygli og aðdáun.
í kerfi J. P. Miillers eru 18 æfmgar og
er hver þeirra endurtekin 10—20 sinn-
um. Þær skiftast í tvær deildir og kem-
ur vatnsbað inn á milli þeirra. A und-
an baðinu gera menn 8 æfingar snögg-
klæddir, en á eftir því 10 æfingar alls-
naktir og strjúka þá um leið allan líkam-
ann nokkrum sinnum. Aðalkostir þessa
kerfis framyfir ýms önnur virðast eink-
um vera þeir, að það leggur ekki ein-
hliða áherslu á, að stæla vöðvana heldur
miðar það öllu fremur til þess að styrkja
húðina og starfsemi hennar, lungun og
meltinguna, ennfremur, að við það þarfn-
ast engin áhöld nema vatnsbali, sem jafn-
vel þarf ekki að vera af neinni vissri
gerð eða lögun, og loks ekki síst, að ekki
er tekið of mikið með, svo að Ijúka má
öllum æfingunum á skömmum tíma (15
mínútum þegar menn eru orðnir vel æfðir)
og að öllu er svo nákvæmlega niðurrað-
að og lýst í bók Miillers, að menn þurfa
aldrei að vera í vafa um, hvað menn eigi
að gera eða hvernig menn eigi að gera
neina æfingu, alt er þar lagt upp í hend-
urnar á manni.
Bók J. P. Miillers hafa allir gott af að
lesa, hvort sem þeir ætla sér að iðka
líkamsæfingar hans eða ekki, því að hún
hljóðar um margt annað og má margt af
henni læra um holla lifnaðarháttu, bæði
að því er snertir mat og drykk, klæðnað,
hreinlæti, svefn, hita o. m. fl. Bókin er
skemtilega skrifuð og af miklurn sann-
færingarkrafti.
jlíinnmg jóns ýirasonar.
Eins <og áður hefir verið getið hér í
blaðinu, verður aftöku Jóns biskups Ara-
sonar og sona hans minst 7. þ. m. á 360.
ártíðardegi þeirra. Stúdentafélagið hefir
gengist fyrir því, að tveir alþýðufyrirlestr-
ar verði fluttir, hinn fyrri á Sunnudaginn
kl. 5 síðd. Hann flytur Guðbrandur að-
stoðarskjalavörður Jónsson, og verður hann
um kirkjuna og.kirkjusiði hér á landi um
daga Jóns Arasonar, og um skoðun ka-
tólsku kirkjunnar á Jóni Arasyni. Á Mánu-
daginn 7. þ. m., kl. 5 síðd., flytur Jón
Jónsson sagnfræðingur fyrirlestur um Jón
Arason. Aðgöngueyrir á fyrirlestra þessa
eru aðeins 10 aurar á hvorn um sig, og
rná búast við að fjölment verði. Fyrir-
lestur Guðbr. verður fluttur í Iðnó, en
Jóns í Báruhúsinu.
Sálumessa Jóns biskups og sona hans
verður sungin á Mánud. kl. n árdegis í
katólsku kirkjunni.
En um kvöldið kl. 8, verður minning-
arsamsæti fyrir konur og karla haldið á
»Hótel Reykjavík*. . Aðgöngnmiðar á
2 kr. 25 au. verða seldir í bókaverslun
Sigf. Eymundssonar og ísafoldar.
Hafnfirðingar kváðu og ætla að minn-
ast Jóns Arasonar, og að líkindum Ey-
firðingar, Hólamenn og ísfirðingar.
Á Húsavík flytur Benedikt kennari
Bjarnarson fyrirlestur um hann.
ísafold ákærir ráðherrann.
í ísafold 29. f. m. stendur svolátandi
klausa :
»NýIega hefir verið borið á einn yfir-
dómara í blaðinu »Þjóðólfi« framferði,
sem virðist varða við lög; því framferði
á yfirdómari þessi að liafa beitt gegn
fulltrúa erlends ríkis, sem hefir kært dóm-
arann fyrir afbrotið. Þessari kæru var
eigi sint, málið ekki einu sinni rannsak-
að; en þessum alþýðumanni (o: vitni,
sem dæmt hefir verið fyrir srangan vitn-
isburð«, fyrir rétti) er refsað þunglega
fyrir atvik, sem virðist bera það með
sér, að hann hefir eigi haft annan ásetn-
ing, en að segja rétt frá fyrir rétti, þótt
hann hafi eigi tekið fram alt það, sem
dómarinn álítur, að honum hafi borið að
gera.
Eru allir jafnir fyrir lögunum hér á
landi ?*
Eins og lesendur ÞjóðóJfs muna, var
það ráðherrja sjálfur, herra Björn
Jónsson og enginn annar, er úrskurðaði,
að engin rannsókn skyldi verða hafin út
af kærum Brillouins konsúls á Jón yfir-
dómara Jensson (sbr. Þjóðólf 2. Sept.
slðastl.).
Og það var Björn ráðherra
Jónsson sem úrskurðaði sakamálsrann-
sókn gegn vitni því, sem »Isafold« er að
tala um.
Séu ekki allir jafnir fyrir lögunuro
hér á landi, þá á enginn annar en hr.
Björn Jónsson ráðherra sök á því. Það
er h a n n, sem lætur ekki lögin ganga
jafnt yfir a 11 a að dómi ísafoldar.
t
Jóhannes Þorgrímsson
dannebrogsmaður á Eyrarhúsum i Tálknafírði.
I síðasta tbl. Þjóðólfs var getið um lát
þessa merkismanns. Hann var fæddur
15. Júnf 1832 að Vindheimum í Tálkna-
firði. Foreldrar hans voru Þorgrímur
bóndi þar Jónsson hins auðga Þórðarsonar
á Kvigyndisfelli, og Sigríður Gísladóttir
prests í Selárdal Einarssonar. Hann ólst
upp hjá móðurbróður slnum, síra Einari
Gíslasyni í Selárdal, og kvæntist dóttur
hans Sigríði 10. Nóv. 1855, misti hana
13. Júní 1859. I annað sinn kvæntist
hann 24. Júlí 1861 Ingibjörgu Guðrúnu
Jónsdóttur hreppstjóra á Skeiði Árnason-
ar Gíslasonar prests Einarssonar) andað-
ist hún n. Des. s. á. Síðan dvaldihann
með tengdaforeldrum sínum einhleypur
4 næstu ár. Svo réðst hann að Sveins-
eyri í Tálknafirði og kvæntist þar I þriðja
sinn 28. Júlí 1865, Kristínu dóttur Bjarna
lngimundssonar hreppstjóra og óðals-
bónda á Sveinseyri; tók hann þegar við
búsforráðum og bjó síðan á allri Sveins-
eyri 30—30 ár. Langt varð eigi þetta
hjónaband heldur en hin fyrri, því Krist-
ín Bjarnadóttir dó af barnsförum i7. Júní
1870. Bjó hann svo ekkjumaður 4 ár
með frændstúlku sinni, Ragnheiði Krist-
ínu Gísladóttur frá Hringsdal og kvænt-
ist henni sumarið 1874. Lifir hún hann
ásamt 2 sonum: Jóni Kristjáni bónda á
Kvigyndisfelli og Jóhannesi Kristjáni tré-
smið, sem báðir eru kvæntir menn, og
dóttur, Þórunni, konu Kristjáns hreppstj-
Kristjánssonar í Eyrarhúsum ; en elsti son-
ur þeirra hjóna, Gísli Kristján, kennari og
organleikari á Vatneyri og kvæntur þar,
fórst með fiskiskipi frá Vatneyri á þessu
ári. Með þriðju konunni átti hann 2
börn, sem lifa, Ólaf Bjarna verslunarstjóra
á Vatneyri og Þórdísi, sem gifteríGlou-
chester í Bandaríkjunfím. Fyrir nokkrum
árum lét Jóhannes af búskapog fór ásamt
konu sinni til dóttur sinnar Þórunnar og
tengdasonar að Eyrarhúsum; þar dvaldi
hann til dauðadags. — Jóhannes Þor-
grímsson var um langt skeið talinn besti
bóndi og nytsemdarmaðnr í sveit sinni;
hafði stórbú eftir því sem þar gerist og
mannmargt heimili, hýsti vel og ræktaði
sína góðu og fögru eig-nar- og ábýlisjörð,
Sveinseyri, var heppinn aflamaður, enda
ötull fjörmaður að hverju sem hann gekk.
Hagleiksmaður var hann einnig og kunnt
svo gott skyn á þvf, er búnaðinum fylg-
ir, að hann var jafnan sjálfum sér ein-
hlýtur um flest, mörgum liðsinnandi, en
sjaldnast upp á aðra kominn, enda var
efnahagur hans ávalt álitlegur. Hann var
höfðingi heim að sækja og gestrisni hans