Þjóðólfur - 18.11.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.11.1910, Blaðsíða 2
192 f’JOÐOLKUR. sidaskiftin. Vér getum fundið innileikann i trúarljóðum hans, sem sjaldnast er um talað, en kirkjuleg getur minning vor ekki orðið. Vér, sem lúterskt nafn berum, hljótum að hafa flestallir samhug með siðbótar- hreifingunni fögru og björtu, svo sem hún hófst ( Wittenberg, með trelsisdagrenn- ingunni og sjálfsforræðinu andlega fyrir hvern einstakan mann. Og vér, sem heit- ast unnum henni einmitt slíkri, finnum sárt til þess, hvernig hugsjónirnar velkt- ust í vondri veröld. Og allir hljótum vér íslendingar að harma það, hvernig hinu andlega máli var hér þröngvað inn með veraldlegu valdi utan að komandi og hve margt ilt gekk 1 spor siðaskiftanna. Og ættum vér að fara i mannjöfnuð, sem hér skal alls eigi gert, mundi oss reynast, að flytjendur hins nýa siðar bera síst af verjendum hins gamla siðar (dreng- skap og dygðum. Það er bara hann Odd- ur Gottskálksson, sem manni er vel við af siðbótarmönnunum. Auðvitað verða menn að dæma alla menn ( Ijósi aldar- farsins, og þá voru vondir tlmar, eða eins og Jón Arason kvað: Drepinn kalla’ eg drengskap, dygð er rekin í óbygð. Þjóðleg er hún oss, minning Jóns Ara- sonar. Hann er íslensk þjóðhetji, og vér ber- um höfuðið hærra sem ídendingar hans vegna. Hann mænir svo hátt upp úr. Hann er svo stórfeldur í yfirburðum sfnum. Hann er listamaður ( Ijóði, sem lifir á tungu þjóðarinnar, rétt eins og bestu skáld vorra eigin t(ma. Hann er þessi frábæri gleðimaður með gamanyrðið altaf á vör- unum. Þetta risnullf á Hólum er eitthvað svo glæsilegt, íþróttir íjör og hreysti. Hvað það má gera úr sögunni hans fyrir börn! Smáæfintýrin frá bernsku hans eru svo skemtileg. Litli kotungssveinninn frá Grýtu verður konungur yfir öllu íslandi. Og seinasti kaflinn, sem er sú eiginlega saga Jóns Arasonar; hvað hann verður spennandi. Þau læra fljótt vísurnar hans, börnin; og þó enn betur það, sem Matt- hías lætur Jón biskup kveða. Það var hergönguhljóðfall, sem dundi við í bekkn- um, þegar hópurinn fór með orðin: Rfðum við á alþing enn — alþing enn, fjögur hundruð fræknir menn — fiæknir menn. Fremstir eru Ari og Björn — Ari og Björn, fylgir grár og gamall örn — gamall örn. Hann á einmitt enn svo mikið erindi til hinnar (slensku þjóðar, hann Jón Aras- son. Börnin skilja hann, og þá skilur þjóðin hann, Og var hann svo vondur eða góður maður? Börnin spurðu mig aldrei um það. Þjóðin spyr heldur ekki um það. Hann er söguhetjan eins og hann er, vondur og góður. Nú heyrir eigi til að minna á skuggahliðarnar. Eitt er víst, hann var stórum elskaður lffs og liðinn. Eitthvað töluvert gott hlaut að vera ( honum. Þau bergmáluðu altafhjá (slensku þjóð- inni, orðin sem nafni hans og niðji kvað öldinni sfðar: Blessaður veri hann biskup Jón bæði lífs og dauður. Hvað svona minningarhátfð hefði verið óhugsanleg 1750, og líka 1850, og enda núna aldamótaárið; hefði þá verið tekið aldarmissirið. Jón Arason á sérstaklega erindi til vor, þegar vér finnum til þess skýrar en endranær, að vér erum ogvilj- ura vera íslendingar. Hann er fyrstur landa til að finna skýrt og glögt (slenska þjóðernið ( andstæði við útlent þjóðerni og útlent vald. Og það var lika skiljan- legt, eins og á stóð. Og vfsast verður nú sagt, að þessi minning Jóns Arasonar sé til að blása npp þjóðargorgeir, samf-ra óvild eða kala til þeirrar þjóðar, sem vér eigum mest saman við að sælda, og komst hér fyrst að fé og völdum við fall Jóns Arasonar. En ósatt mal væri það með öllu. Og ekki veit eg annað óviturlegra eða skað- samlegra en að vekja upp hinn vonda draug þjóðarhatursins. Reiðilaust Iftum vér nú á hina löngu liðnu viðburði. Hefndir komu og fram á þeim manni, sem einn bar ábyrgð þessa voðaverks. En það er annað, sem vér viljum á lofti halda við þessa minning Jóns Arasonar og sona hans, og það er það, að vér sjálfir viljum hafa sögudóm á vorum miklu mönnum, og mótmælum þvf, að aðrir séu að dæma þá fyrir oss. Dæmi þeir sína eigin menn! Vér erum leiðir á þvf að sjá því alt af haldið fram ( dönskum ritum, að Jón Arason hafi látið líf sitt sem uppreistarmaður, hafi unnið sér óhelgi. Hann sem einmitt var að verja lög og rétt í landi, svo sem þá hafði sögulega skipast. Auðvitað var hann um leið að verja sitt eigið vald. Einhver fyrsta danska bókin sem eg las héf »Ove Malling: Store og gode Handl- inger«. Þar las eg til frægðar og ágætis um Davlð bónda, sem tók þann illa upp- reisnarmann John Arnesen og lét hann fá makleg maiagjöld. Þetta alt eftir göml- um og góðum krönfkum. Og sama er kent áfram. Sama eða svipað að hugsun t. d. hjá hinum lærða og mæta manni dr. Kaalund í höfuðriti Norðurlanda í mannfræðum. Fremur fáskrúðug er minning vor nú. Á 400 ára hátfðinni um miðja öldina hafa íslenskir listamenn vakið upp minning Jóns Arasonar og sona hans litfáða, og greypta, og í sönglist óðs og tóna, sem gerir þá aldarminning margfalt tilkomu- meiri en þessa nú. En gull þurfum vér að grafa upp úr söguminningum vorum sem mest og tfð- ast, oss til nytja. Og það finnum vér, að vér erum svo miklu auðugri fyrir það að hafa átt Jón Arason og syni hans — slfkir sem þeir voru — með kostum sfnum og löstum. , Vtð hér inni erum langaflest afkvæmi Jóns Arasonar. Blóðið segir til. Ljúft er oss að signa þetta full honum og sonum hans tilloflegrar rninningar. Nýar bækur. Björn austrœni: Milli fjalls og fjöru. Sögur úr íslensku sveitalífi. Rv. iqio. (Bóka- verslun Guðm. Gamalíelss.). Það hefir oft verið talað um það, að lítil væri viðbót sú, er vér íslendingar fcngjum árlega af skáldsögum. En nú hin síðari ár hefir samt talsvert bætst við. Friðrik nokkur Jónatansson, ættaður úr Flateyjardal í Suður-Þingeyarsýslu, kom með „Svein og Guðlaugu”; Sveinn Gunn- arsson á Mælifellsá kom með »Sögu Karls, hins sanna Islendingse; Jóhannes Friðlaugsson kennari í Aðaldal kom með smásögu, er hann „lét á þrykk út ganga"; Ásmundur Víkingur með „Orgelið" o. s. frv., er oflangt vrði upp að telja. Og nú bætist ein við hópinn; það eru sögur Björns austræna, þykk bók, 208 bls., og því stærst af þessum bókum. Björn austræni sómir sér vel í hópmeð ofangreindum höf., hver sagan, ef sögur skal kalla, er annari verri og veigaminni. Flestar eru sögur þessar eingöngu lýs- ingar á ýmsu milli himins og jarðar, lands- lagi, sjó, sauðfénaði, sálarlffi o. s. frr., en allar þessar lýsingar eiga sammerkt ( þv(, að vera illa gerðar. Fyrsta sagan, „Æska og elli", er 7 bls. Efnið í henni er, að karli nokkrum er strftt á jólanóttina, og sá, er strfðir hon- um, dettur fram af kletti og skaðmeiðir sig. Þessi saga er ekki annað en mælgi — óþarfa mælgi og slæmar lýsingar. Sfð- asta sagan í bókinni, „Raunir" á víst að vera aðalsagan, en hún er ekki lýsing á (slensku sveitalffi, heldur, ef nokkuð er, lýsing á andlega og likamlega sjúkri stúlku, leiðinlega sögð, og alstaðar notuð 10 orð, þar sem eitt mundi nægja. S»ársta sagan er máske „Met og mann- orð, en hún er svo teigð og illa sögð á alla lund, að flestum mun leiðast hún, t. d. snertir fyrsti kaflinn ekkert söguna, kemur ekki við söguefnið. Ein sagan nefnist „Stormur". Efnið er lánað — en breytt þó nokkuð — frá Ein- ari Hjörleifssyni. — En sá munnr! Lesið „Brúna" f Eimreiðinni og svo þessa sögu- nefnu, þar sem karlinn sannfærist um nyt- semi sundfélaga og búnaðarfélaga af því hann fellur í á og er nærri dauður, er aðalsöguhetjan, fr'amfaramaðurinn og and- stæðingur hans, bjargar honum með snndi. Ef höf. vildi framvegis sleppa miklu af þessu orðagjálfri sínu og langlokum, má vel vera, að hann gcti samið góðar sög- ur, þvf í sögum þessum kennir mikillar mannúðar og góðra tilfinninga. Bókin kostar 1 kr. 75 au. og þær fær enginn endurgreiddar, er bókina kaupir, hvorki af ánægju yfir lestrinum eða á annan veg. Topelius Zacharias: Bók nátt- úrunnar. Dýraríkið. Þýtt og lagað hefir handa íslenskum börntim Fr.Friðriksson. Bóka verslun Guðm. Gamalíelsson. Rv. iqio. 8vo. Bók þessi er 1. hefti 1. bindis í nýu bókasafni, er hr. Guðm. Gamalíelsson ætl- ar að fara að gefa út. Nefnist bókasafn þetta „Bókasafn æskunnar" og á það að flytja skemti- og fræðibækur, sérstaklega ætlaðar æskulýð íslands. Fyrst um sinn eiga að koma út af þvf 1—2 hefti á ári, og verður næsta bindið úrval af barna- sögum Topeliusar. Bók náttúrunnar er ágætisbók handa börnum, bæði fróðleg og skemtileg, og hlýtur hvert barn að hafa ánægju aflestri hennar. Hún er beinlfnis sjálfkjörin til þess að vera áframhald af stafrófskverinu, því lesbókin mun vera fullþung til þess, en Bók náttúrunnar fullnægir þar öllum skilyrðum. Hún er létt og látlaust rituð, og setningar stuttar og Ijósar, sem er nauðsynlegt, þegar fyrir börn er ritað. Og bókin hefir þann mikla kost til að bera, að börnunum htýtur að þykja skemtilegt að lessa hana, og vilja lesa meira. Hún eflir og glæðir þvf þekking- arþrána hjá barninu, í stað þess að eyði- leggja hana, eins og sumar bækur gera, auk þess, er hún flytur barninu margs- konar fróðleik um dýralífið, svo hún er ágæt sem kenslubók, börnin læra þar án þess að vita af því. Bók þessi hefir áður komið út bæði hjá Finnum og Svlum og unnið sér að verð- leikum einskært lof og hylli. Þýðandinn hefir breytt bókinni nokkuð ( þýðingunni og tekið upp í hana nokk- ur íslensk kvæði um dýrin t. d. eftir Pál Ólafsson, Steingrím Thorsteinsson o. fl. Bók þessi ætti að vera á hverju heimili þar sem börn eru; af því getur aldrei leitt annað en gott, og það mun ekkert foreldri sjá eftir þeim kaupum. Verði framhaldið af „Bókasafni æskunn- af“ eltir þessu, þá mun það miklum vin- sældum fagna. En þvi viljum vér beina til útg., að selja barnabækurnar innbundn- ar. Það er miklu haganlegra fyrir kaup- endurna, þvf óinnbundnar bækur þýðir lítið að fá börnum; þær fara fljótlega í sundir- Sigurbjörn Sveinsson: Engil- börnin. Með myndum eftir Jóhannes S. Kjarval. Rv. 1910. Laglegt barnaæfintýri, er lýsir ferð lítils drengs til ókunna landsins, en þangað fylgja honum þrjú engilbörn, Trú, Von og Elska. í bókinni eru sjö myndir eftir Jóhannes Kjarval, en betri mættu þær vera. Ann- ars er sjaldgæft, að sjá bækurmeð ístensk- um myndum. Vonandi fer það vaxandi. Ókunnugleihi Arnesinga. Af því það er kent nú í seinni tfð, að við eigum að bera hvers annars byrði, detta mér ( hug ástæður hjónanna f Stýfl- isdal í Þingvallasveit, Jóns Asmundsson- ar og Bóthildar ísleifsdóttir, sem hafa legið ( alt sumar mjög þungt haldin og þar af leiðandi ekki getað veitt heimili sínu forstöðu, sem þau hefðu þó haft mikla þörf fyrir efnanna vegna, og þar við bætist, að þau mistu tvo sína bestu bjargargripi í haust; en eg hef ekki heyrt ennþá, að þeim hafi að neinu leyti verið bættur sá skaði, sem þau höfðu þó átt skilið fyrir sinn mikla dugnað og framúr- skarandi gestrisni við alla nær og fjær. Ef margir legðust á eitt, ætti það ekki að verða tilfinnanlegt að bæta þeim þó ekki væri nema eitt gripsverð, og vildi eg óska, að Árnessýslubúar létu til sín taka í þessu efni, og ætti vel við, að það væri gert ( minningu þess, hversu mörgum sauðkindum hann hefir forðað frá dýibiti í sýslu sinni, og má vera, að slíkt hefði getað náð yfir næstliggjandi sýslur, svo sem Gullbringusýslu og Borgarfjarðar- sýslu. — Jón Ásmundsson hefir legið á grenjum í 43 ár og drepið 400 fullorðn- ar tóur og hátt á þriðja þúsund yrðlinga. Allir, sem hafa verið í sveit, vita, hvað það er slæm vinna að liggja á grenjum, og allir, sem þekkja til Jóns Ásmunds- sonar, vita, hversu hann hefir rækt það starf flestum betur, og verið lfklega flest- um hepnari; en borgunin er rojög lftil fyrir slfkan starfa, sem flestum mun vera kunnugt um, og heíði hann þó þurft að fa það vel borgað, því hann hefir haft atóra fjölskyldu fram að færa. Það væri mannlegt af Árnessýslubú- um, að þeir létu til s(n taka ( þessu efni, og bæru nú hver annars byrði í anda og sannleika og án mikils dráttar. Kunnugur. Hvað er að frétta? Brunl. 10. þ. m. brann bræðsluskýli í Viðey, eign P. J. Thorsteinsson & Co. Skaðinn talinn 150—200 kr. Norskt sildveiOasklp sökk ný- lega á Siglufirð'- Menn björguðust. Páll Zóphóniasson kennari flutti fyrirlestur á Hvanneyri 7. þ. m. um Jón biskup Arason. A Hvanneyraskólanum eru í vetur 26 nemendur. LeikfélagiO byrjaði að leika síðastl. Laugardag, og lék Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson. SklpaferOir, „Vestri" kom loks úr strandferð 12. þ. m. og fór til útlanda 14- s. m. „Ceres11 kom frá útlöndum 15. þ. m. Jón Brynjólfsson kaupmaður kom með skipinu. Arni Pálsson cand. phil. flytur er- indi um höfuðþætti úr kirkjusögu Islands

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.