Þjóðólfur - 03.12.1910, Qupperneq 1
62. árg.
Reykjavík, Laugardaginn 3. Desember 1910.
M 51.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ BOGI BRYNJÓLFSSON ♦
J yflrréttarmálafiutningsmaður J
J Austurstræti 3. J
♦ Tals. 140. Helma 11—12 og 4—5. ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Stjirnarsaga Jjarnar.
Svartr á Hofsstöðum
sagði fyrir.
1. Formáli.
Eins og kunnugt er, hafa sumir menn
á landi hér háð langa og harða baráttu
fyrir flutningi æðstu stjórnar landsins
hingað í landið. Þótti flestum mönnum
sem létta mundi þá af synjunum þeim á
konungsstaðfestingu íslenskra laga, er svo
algengar voru og illræmdar orðnar, með-
an stjórnarherra sá sat í Kaupmannahöfn,
er flytja átti íslensk mál fyrir konungi og
svara til sakar fyrir meðíerð sína á stjórn-
arlögum landsins. Svo væntu menn þess,
að stjórnin bæri meiri umhyggju fyrir
högum landsins og léti sér framar skitta
öll mál þess, ef stjórnarherrann væri hér
búsettur, en áður hafði reyndin á orðið.
Það var og geta manna, að maður ís-
lenskur, er ætti lögheimili á íslandi,
mundi að öllu samlögðu reynast þjóð-
hollari, og að hann mundi Iáta sig meir
skifta skoðanir og almenningsálit íslend-
inga en danskur maður, búsettur í Kaup-
mannahöfn.
Það er mönnum kunnugt, að stjórnar-
herra íslands flutti sig inn í landið með
skjifstofu sína samkv. breytingu þeirri á
stjórnarskrá íslands 5. Jan. 1874, er kon-
ungsstaðfestingu hlaut 3. Okt. 1903 og í
gildi gekk 1. Febr. 1904. Frá þeim tíma
hefir stjórnin átt að heita innlend í mála-
flokkum þeim, sem venjulega eru kölluð
>sérmál« íslands. Ánægja manna með
stjórnarbreytingu þessa varð þó hvergi
öblandin, enda var stjórnarbreytingin
k e y p t af Dönum, en ekki g e f i n, eftir
þvl sem Landvarnarmenn litu á málið, og
«ftir þvf sem hinir stjórnarflokkarnir mundu
hafa á það litið, ef þeir hefðu haldið
fyrri skoðunum sfnum á afskiftum rlkis-
ráðs Dana af sermálunum, því að flutn-
ingur þeirra fyrir konungi í ríkisráði var
1 ö g m æ 11 u r í breytingu stjórnarskrár-
innar 3. Okt. 1903. Ennfremur varð
^a 1 týski -Stjórnbótar-Fram-
sbknar-Framfara-Þjóðræðis-
Sjálfstæðisflokkurinn brátt lítt
unnandi stjórnartilhöguninni nýu, enda þó
að þeir ynnu ósleitilega með fjandmönn-
um sínum fornum og nýum að fram-
gangi og samþykt stjórnlagabreytingar-
innar 1903. Illgjarnir menn og óorðvarir
kváðu óánægju þessa sprottna af því, að
þessi marguppskfrði flokkur hefði ekki
þegið aðrar sæmdir fyrir vasklega fram-
göngu sína fyrir Valtýskuna og stjórnlaga-
Þreytinguna 1903 en 2 — tvær — Albertskar
riddaranafnbætur, aðra á velbygðugan eðla
heiðursmann Valtý doktor Guðmundsson,
og hiiia á þann fróma mann, þá ritstjóra
Isafoldar, síðan veleðla og einkennisbúna
hágöfgi og nú réttan og sléttan Björn
Jónsson ráðgjafa. Má hverjum sýnast
um þetta og svo um það tala, sem hann
vill.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ Gísli Syeinsson ♦
& Yigfús Einarssont
♦ yfirdómslögmenn.
^ Skrifstofutimi II1/.—I og 5—6.
^ Þingholtsstræti 19. Talsimi 263.
♦
♦
♦
;
Þegar ráðherrastjórnin nýa var hér sett
á laggirnar 1904, var glaumur mikill og
gleði. Skorti þá ekki drykkjur stórar og
veisluhöld hin prýðilegustu. Sköpuðust
þá allmörg ný embætti og sýslanir, sem
hin nýa landstjórn hlaut að skipa. Þótti
stjórnarmönnum og fylgdarmönnum ráð-
herrans, sem þá var, sem endurfædd
væri gullöld íslands. Flokkurinn
með mörgu nöfnin stóð álengdar, horfði
á glauminn og gleðina og sýndi brátt
heldur ilt bragð á sér, svo sem oftast er
um börn, sem eru eða kallast vera höfð
út undan. Kölluðu þau nýu stjórnina
flokkstjórn, en kváðu hana eigi
mega heiti landstjórnar bera.
Það er eigi ætlun vor, að skrásetja hér
sögu þeirrar stjórnar, sem að völdum sat
fyrir stjórn vora nú. Þetta eiga aðeins
að vera upphafsorð. Er það áform vort,
að skýra í stuttu máli og brotalaust frá
stjórnarfari í landinu, svo sem það hefir
verið sfðan Björn Jónsson gerðist ráðgjafi.
2. Björn kjörinn ráðgjafl á flokksþingi.
Sumarið 1908 vann Valtýski-Stjórnbót-
ar-Framsóknar-Framfara-Þjóðræðis-Land-
varnar-Sjálfstæðisflokkurinn mikinn sigur
í baráttunni um völdin. Þegar á þing
koma og einsætt þótti, að Hannes ráð-
herra hlyti að láta af völdum, gerðust
viðsjár miklar með görpum margnefnda
flokksins, svo að nær þótti til vandræða
stefna. KöIIuðust margir hafa til vald-
anna unnið, þeirra manna, er eigi máttu
tignarheiti bera, enda var sá ljóður á ráði
flokksins, að eigi mátti verða nema einn
mágurinn að sömu og einu dótturinni.
Nefnum vér einn þeirra tilkallsmanna
Bjarna Jónsson frá Vogi. Hann er ofurhugi
mikill. Hafði hann sýnt drengilega fram-
göngu gegn »Uppkastinu« um Dali vestur
og víðar um landið. Svalg hann stórum skyr
búandmanna um sumarið, og þótti sýnn
brestur í skyrsáum manna vestur þar um
haustið. Er og skyr kallað góð fæða og
ódýr, enda þarf skotsilfurs lftils f Dölum,
því að þar eru skytningar engir. Þó urðu
þær lyktir á valdatilkalli Bjarna að þessu
sinni, að eigi þótti hann svo framur
maður, að hafa mætti hann landráð á
hendi. Flestir mæltu f upphafi Kristján
Jónsson dómstjóra til valdsmensku. Gerð-
ist hann þó eigi heldur ráðherra. Bar til
þess yfirlætisleysi hans op óframgirni.
Seiddi Jón Þorkelsson til í ' Hannes
Þorsteinsson tæki ráðherradóm, en Björn
Kristjánsson glapti honum seiðinn. Eru
þá ótaldir tveir einherjar Valtýskunnar,
þeir Björn og Skúli. Sátu nú Æsir oft
og lengi á þingum og réðu ráðum sínum
um þetta hið mikla vandamál. Héldu
flestir í upphafi taum Skúla, en ekki hélt
hann sjálfur mjög á máli sínu. Björn
færðist og fast og lengi undan, enda
kvaðst hann lengi hafa verið hart hald-
inn af valdalystarleysi. Var nú málum
jVIagnús Sigurðsson
yfirróttarm&laflutningsmaður,
Aðalstrœti 18.
Venjulega heima kl. 10—11 f. h. og 5—6 e. h.
Talsími 124.
manna komið í allóvænt efni. Beittist
Björn Kristjánsson loks fyrir því, að lækn-
ast mætti valdalystarleysi Bjarnar. Var
fyrst leitað til Guðmundar læknis Hannes-
sonar. Var hann á báðum áttum og kall-
aðist ófær til að »operera« valdalystarleysi
úr Birni, enda væri maðurinn orðinn
hrumur af elli, og eigi mundi lífi hans
með öllu óhætt, ef skera skyldi úr hon-
um svo gamalt og grómtekið mein. Var
svo leitað ráða flestra lækna og smá-
skamtalækna, sem í flokknum voru, og
kölluðust allir ófærir til, enda mikið í
húfi, ef illa tækist til. Þótti mönnum nú
einsætt að leita til Skúla aftur og vinna
hann til að taka völd, Þá kvað Þorsteinn:
»Þessu var aldrei um Álftanes spáð,
að ættjörðin frelsaðist þar«.
Við kviðling þennan brá mönnum svo
i mjög, að þeir vildu eigi hætta á það, að
týna svo frelsi landsins, að þeir gerðu Skúla
að ráðgjafa, því að þeir vissu, að Þor-
steinn var spekingur mikill, forvitri og
nærgætur um margt. Kvað Þorsteinn og
ekki fullreynt um lækningar Bjarnar, því
að enn hefði eigi verið sótt ráð að Þórði
á Kleppi. Það varð nú sammæli allra
bestu manna flokksins, að sækja ráð að
Þórði. Gengu þeir Björn Kristjánsson
og sfra Jens á fund Þórðar, en Einar
Hjörleifsson hafði orð fyrir þeim og bað
Þórð allþarflega ásjá. Lýsti hann krank-
leika Bjarnar með mörgum spaklegum orð-
um. Kvaðst og sjálfur hafa kent hins sama
meins, og marga sinna manna. Að svo
mæltu setti Þórð hljóðan um stund og hugs-
aði málið. Kvað hann veiki þessa afar-ill-
kynjaða, en bjóstþóvið, að sér mætti auðn-
ast með guðs hjálp og fyrirbænum Einars
og annara halgra manna, að bæta Birni
meinið. Kallaðist og eigi nenna að drepa
hendi við sæmd sinni og kvaðst því mundi
freista, enda alt geranda fyrir vin sinn og
ættland. Sagði þó stórmikla tvísýni á
því, hvort sér mætti takast svo lækning
valdalystarleysins, að eigi mundi Björn
henda frá sér völdunum jafnharðan aftur,
þótt mein hans bættist svo í svip, að
hann ynnist til að taka við þeim. Þökk-
uðu þeir Einar Þórði mörgum fögrum
orðum drengskap hans og áræði. Svo er
sagt, að Þórður læknaði valdalystarleysi
Bjarnar fullkomlega, svo að hann greiddi
sjálfum sér atkvæði til' ráðgjafatignar.
Þykir af því mega marka, hvílíkur snill-
ingur Þórður á Kleppi er um læknis-
dóm. Og svo var lækning Þórðar al-
ger, að ekki hafa sögur farið af því, að
Björn hafi síðan leitast við að henda frá
sér völdum, slðan er menn hans kjöru
hann til þeirrar tignar.
Fjós brann fyrir nokkru 1 Miklaholi
1 Skagafirði hjá Þorgrími óðalsbónda
Helgasyni. Brunnu þar inni 7 nautgripir.
Kviknaði í ösku og brann fjósið um nótt.
Sveinn iRjörnsson
yfirdómslögmaður.
Hafnarstræti 16.
(á sama stað sem fyr).
Talsimi 202.
Skrifstofutimi 9—2 og 4—6.
Hittist venjulega sjálfurtl—12 og 4—5.
ijaðhúsið í Rcykjavik.
í síðasta tölublaði Þjóðólfs hefir ein-
hver »Óþ.« ritað grein um baðhúsið hér
í bænum. Með því að eg er formaður
hlutafélags þess, sem á baðhúsið, vil eg
svara grein þessari nokkrum orðum.
Greinarhöfundurinn byrjar með því, að
fara vingjarnlegum orðum um baðhúsið,
telur það nytsemdarstofnun og styrknum
til þess úr bæarsjóði vel varið. En því
undarlegra virðist það vera, að greinar-
höfundurinn skyldi ekki snúa sér til stjórn-
enda baðhússfélagsins og bera upp að-
finningar sínar við hana, en þá fyrst fara
að rita í blöðin, ef stjórnendur vildu ekki
taka þær til greina. Svona hefði hver
sannur vinur baðhússins farið að. En
hr. »Óþ« hefir alls ekki snúið sér til stjórn-
endanna, og yfir höfuð hefir ekki
komið til mín né meðstjórn-
enda minna nokkur ein einasta
umkvörtun y f i r b a ð h ú s i n u e ð a
baðverði nú í næstu tvö ár.
Sfðasta aðfinslan, sem borin var fram við
stjórnendurnar, var sú, að loftið væri ekki
nógu gott 1 steypibaðaklefunum, og úr
þessu var þegar í stað bætt. Eg skal þó
taka það fram, að nú ( haust birtist grein
í Fjallkonunni viðvíkjandi baðhúsinu, en
hún var mjög almenns efnis og gerði sum-
part svo strangar kröfur, að ómögulegt
var að uppfylla þær.
En auk þess, sem þessi aðferð hr. »Óþ.«,
að fara að rita ásakanir á hendur bað-
húsinu f opinbert blað, án þess að hafa
látið stjórnendur vita, hvað honum virtist
ábótavant, sýnir að hann er ekki vinur
þess, þrátt fyrir hin vingjarnlegu orð í
byrjun greinarinnar, þá sýnir aðal innihald
greinarinnar, að hann er blátt áfram
ó v i n u r þess, því flest af þvf, sem hann
segir um baðhúsið, er gersamlega
ó s a 11, og ef greinarhöfundurinn er
gæddur almennri skynsemi, hefur hann
hlotið að sjá, að hann með grein sinni
hlyti að vinna baðhúsinu mjög mikið
tjón, með því að vera að hræða fólk frá
því að baða sig þar.
Fyrstu ósannindin hjá greinarhöfund-
inum eru þau, að baðhúsið hafi eigi
komið að tilætluðum notum vegna þess,
að margir, sem f öndverðú vöndu komur
sfnar í baðhúsið, séu með öllu hættir
ferðum sínum þangað af þeim orsökum,
að mönnum þykt þrifnaði í baðhúsinu
sjálfu í mörgu áfátt, og að þess séuýms
dæmi, að menn hafi fengið þar sjúkdóma,
t. d. útbrot og kláða. Eg skal nú fyrst
athuga þessar »orsakir« og sýna fram á,
að greinarhöfundurinn fer með rangt mál
um það, að menn séu hættir að sækja
baðhúsið. Að því er hina fyrnefndu or-
sök snertir, þá virðist mjög ósennilegt að
nokkuð sje hæft í því, að menn séu
óánægðir með þrifnað f baðhúsinu, úr