Þjóðólfur - 17.12.1910, Blaðsíða 1
62* árg.
KeflaYíkur-samþyktin.
Eg sé, að það er töluvert ritað nú um
samþykt þá, sem mennirnir í Keflavík
hafa verið látnir gera nýlega, eða um
þann lið hennar, sem fer fram á, að ráð-
herrann stytti kjörtímabil þeirra konung-
kjörnu þingmanna, sem nú eru, og til-
nefni nýa konungkjörna þingmenn fyrir
næsta þing. Eg sé, að blöð andstæð-
ingaflokksins gera alt sitt besta til þess,
að sýna fram á með lögfræðislegum rök-
um, að slíkur skilningur á 14. gr. stjórn-
arskrárinnar sé á engum rökum bygðar.
Eg ætla nú alls eigi að ræða þetta
mál frá lögfræðislegu sjónarmiði, þvl jeg
er ekki lögfróður maður; enda virðist
mér nærri þvf, að það sé að gera slík-
um óvitaskap of hátt undir höfði. En
eg hygg, að það sé hægur vandi að sýna
fram á, hve haldlitlar þær ástæður eru,
sem formælendur þessa skilnings á 14. gr.
stjórnarskrárinnar hafa til brunns að bera,
ef málefninu er snúið dálítið við.
Mér hefir skilist, að veigamesta — og
reyndar einasta frambærilega — ástæðan
hjá þeim sé sú, að þó stjórnarskráin að
vísu segi með ótvíræðum orðum, að kjör-
tímabilið skuli vera 6 ár, þá sé samt
meiningin sú, að það skuli aðeins ná
yfir 3 regluleg þing. Þvl verði, segja
þeir, að stytta kjörtímabilið þegar svo
stendur á sem nú, að það vegna flutn-
ings þingtímanum að öðrum kosti mundi
ná yfir 4 regluleg þing.
Eg ætla nú ekkert að fara út í það,
hvaðan mönnunum í Keflavík koma vits-
munir eða heimild til, að skýra stjórnar-
skrá vora eftir sínum geðþótta og til að
skora á ráðherrann að frarafylgja þeirra
skýringu, sem er þvert ofan í þann skiln-
ing, er áður hefir verið lagður í þessa
grein. Eg ætla að setja svo, að þessi
lögskýring væri rétt, og athuga, hverjar
verða hugsanréttar afleiðingar hennar.
Það er þa auðsætt, að svo framarlega
sem það er tilætlun stjórnarskrárinnar, að
kjörtímabilið skuli aldrei geta náð yfir
fleiri regluleg þing en þrjú, þá er það
einnig tilætlun hennar, að það skuli aldr-
ei geta náð yfir færri regluleg þing en
þrjú, nema þingmaður deyi á kjörtíma-
bilinu, því stjórnarskráin segir áreiðan-
lega ekki eitt í dag og annað á morgun.
Nú verða tilnefndir nýir konungkjörnir
þingmenn, segjum t. d. 1. Mal 1911.
Kjörtímabil þeirra endar þá 30. Apríl
1917. Þeir eiga þá að mæta á hinu
fyrsta reglulega þingi 15. Febrúar 1913,
á hinu öðru reglulega þingi 15. Febrúar
19^5 °g á hinu þriðja reglulega þingi
15. Febrúar 1917.
En setjum nú svo, að landið verði þá
svo heppið (eða óheppið) að eiga fyrir
ráðherra einhvern jafn-mætan mann sem
Björn Jónsson og jatn-geðþekkan þing-
mönnum Gullbringu- og Kjósar-sýslu.
Setjum svo, að hann, af einhverjum á-
stæðum álíti sjer hentugt að fresta þing-
inu 1917 fram á sumarið, t. d. þar til í
Maí eða Júní eða lengur (eins og sagt
er, að Björn Jónsson hafi álitið). Setjum
svo ennfremur, að hann sé það mikil-
menni, að hann þori að bera þetta á-
form sitt fram í ríkisráði (sem sagt er,
að Björn Jónsson hafi ekki þorað) og að
honum tækist að fá því framgengt. Þá
Reyjavík, laugardaginn
17. Des. 1910.
M 54.
Frá i dag og til Jóla verða allar vörur við verslun Jóh.
Ögm. Oddssonar, Laugaveg 63
seldar með mjög miklum afslætti.
T. d.
Kaffi á 0,66.
Grjón á 0,12 (í 10 pd. II3/*)
Sykur 0,26 og 0,27 aura,
og allar aðrar nauðsynjavörur
eftir þessu.
3
05
•H (M
^ V—<
>
£
oc
o
C$
S 0
'O
0
Glervara.
Þrátt fyrir hið afarlága verð,
sem á henni hefur verið áður,
verður hún seld ineð
IO°/o afslætti.
Hinir margþráðu og marg-eftirspurðu SKELJA-
KASSAR komnir aftur.
Karlm.-alklæðnaðir\
100/o af»l.
MYNDA- og PÓSTKORTA-ALBÚM, hund-ódýr.
Basar.vörur allar með 10--15°/o afsl.
Póstkort
á 2, 5 og 10 aura.
0 & Sterósköp og Ster r 0-
V ci skóps-mgndir með luílf-
K SS: M r—1 virði.
Sömuleiðis Jólakort.
Viudlar, Cigaretiur og Reyktóbak af mörgum
tegundum hvergi eins ódýrt.
Best fyrir einn og sérhvern að sannfærast um það
sjálfur, að þetta er ekkert auglýsingaskrum.
Rvík 12. Des. 1910. Virðingarfylst
JÓH. ÖGM. 0DDSS0N
Laugaveg 63.
yrði óhjákvæmilegt, til þess að fullnægt
yrði 14. gr. stjórnarskrárinnar, eins og
Keflavíkurmennirnir skilja hana, að lengja
kjörtímabil hinna konungkjöruu þing-
manna svo, að þeir samt sem áður geti
setið á þremur reglulegum þingum, sem
þeim annars mundi ekki gefast kostur á.
Að þetta sé hugsanrétt og óhjákvæmi-
leg afleiðing af Keflavíkursamþyktinni, því
hygg eg, að jafnvel Keflavíkurmennirnir
sjálfir treysti sér eigi til að neita, svo
framarlega sem stjórnarskráin á að vera
órjúfanleg lög, en eigi pappírsgagn, sem
hver ráðherra á að geta teygt eins og
hrátt skinn, sér og sínum fylgifiskum í
vil.
En ef nú skyldi svo til bera, að hinir
konungkjörnu þingmenn væru eígi á þess-
um tlma geðþekkir ráðherra — mundu
þá Keflavíkurmennirnir verða látnir halda
fram lögskýring sinni? Mundu þeir þá
ekki einmitt verða látnir gera aðra sam-
þykt um það, að kjörtímabilið samkvæmt
stjórnarskránni nái aðeins yfir 6 ár, og
að þvf geti hinir konungkjörnu þingmenn
að þessu sinni ekki fengið að sitja nema
2 regluleg þing?
Þessum spurningum verða Keflavlkur-
mennirnir að svara, ef þeir vilja láta
skoða sig sem hugsandi menn, en ekki
sem óvita. Ó.
Hvað er að frétta?
Jarðarkaup. Altalað er, að Jón
óðalsbóndi Árnason 1 Þorlákshöfn hafi
selt Þorlákshöfn fyrir 30,000 krónur.
Kaupandinn er íslendingur, en hann
mun kaupa fyrir hönd útlendinga — Frakka.
Valdsmunnaránið í erlendum
blöðum. Útlent blað, er vér höfum séð,
endar ummæli sfn f tilefni af valdsmanna-
ráninu : (G. B. og S. K.) á þessa leið:
»Af ofanrituðu má sjá, hvernig fara
mundi, ef íslendingar sjálfir, eins og tal-
að hefir verið um — ættu að sjá um sjó-
varðveisluna, Hið eina, er botnvörpung-
arnir bera virðingu fyrir, er danska varð-
skipið*.
Er ekki eitthvað hæft f þessu?
Jólabókln. Þeir Árni bankaritari
Jóhannsson og Theodór sonur hans hafa
gefið út 2. hefti af Jólabók sinni. Er
hún fjölskrúðugri en í fyrra. í henni eru
Jólaljóð eftir Guðm. Guðmundsson, Valdi-
mar Briem og Matth. Jochumsson, jóla-
minningar eftir Þórhall biskup og Guð-
mund Magnússon og saga eftir Selmu
Lagerlöf. Bókin er vönduð að ytri frá-
gangi og mjög handhæg jólagjöf, og
mörgum vafalaust velkomin.
Bæar-annáll.
Lík drengslna úr Hafnarfirði, elr
týndist 3. Júlf sfðastl., fanst 9. þ. m. í
klettaskoru uppi í Lyklafelli, nokkuð
langt frá veginum. Líkið fann Bjarni
Jensson smali frá Þormóðsdal. Hafn-
firðingar sóttu það daginn eftir og var
drengurinn jarðaður að Görðum, að við-
stöddu fjölda fólks.
SklpaferOlr. »Vesta< fór til út-
landa 11. þ. m. og »Ceres< daginn eftir.
Með »Ceres« fóru Brillouin konsúlll og
Claus, frakkneskur verkfræðingur, er dval-
ið hefir hér um tíma. Guðm. trésmiður
Jakobsson fór og til útlanda.
»Ask<, skip frá Thorefélaginu, kom
hingað 13. þ. m. frá útlöndum, fer aftur
f dag.
Þinglýsingar 24. Nóv.:
Björn útgerðarmaður Gfslason selur Jó-
hanni P. Péturssyni gagnfræðing og Sig-
urði stud. art. Guðmundssyni húseign nr.
45 við Bergstaðastræti með tilheyrandi
fyrir 16000 kr. Dags. 5. nóv. 1910.
Einar M. Jónasson yfirréttarm.fl.m. sel-
ur Sigurjóni Ólafssyni trésmið húseign nr.
58 B við Grettisgötu með tilh. Dags. 15.
Nóv. 1910.
Jón Magnússon bæarfógeti og skiftaráð-
andi í dánarbúi Guðmundar Daníelssonar
selur ekkju Önnu Guðmundsdóttur hálfa
húseign nr. 60 við Laugaveg fyrir 1700
kr. Dags. 31. Des. 1909.
Samúel Jónsson trésmiður fær uppboðs*
afsa.1 fyrir húseigninni Gíslaholti við Vest-
urgötu fyrir 3000 kr. Dags. 3. Febr. 1909,
Sigurður Matthíasson Laufásveg 16 sel-
ur yngispilti Helga Bjarnasyni húseignnr.
50 við Njá’sgötu með tilh. Dags. 22. Nóv.
19^0.
Sigurjón Ólafsson trjesmiður selur Einari
M. Jónassyni yfirréttarmálafl m. húseign
nr. 40 B. við Njálsgötu með tilh. Dags.
15. Nóv. igro.
Þingl. 1. Des.:
Árni Sigbjörnsson selur Helga Árnasyni
dyraverði. Jóni Vilhjálmssyni skósmið og