Þjóðólfur - 30.12.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.12.1910, Blaðsíða 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 30. Desember 1910 56. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | BOGI BRYNIÓLFSSON ♦ ♦ yfirréttarmálaflutningsmaður $ ♦ Austurstræti 3. J ♦ Tals. 140. Helma 11 — 12 og 4—5. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ►♦♦♦« *--------í Gísli Syeinsson & Yigfús Einarsson yfirdómslögmenn. ;Skrif8tofutíml II1/.—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263. ; Skylduverk. (Endir).------ XXVII. r. Á k æ r a: Skuldabréf varasjóðs veð- sett Landsbankanura. Þetta er brot á bankalögunum. 2. S v a r : Þetta er hreinn og beinn uppspuni. Landmandsbankinn hefir aldr- ei heimtað neitt veð af Landsbankanum. Hefðu skuldabréfin verið veðsett Lands- bankanum, þá hefðu honum verið send veðsetningarskírteini undirrituð af fram- kvæmdarstjóra og öðrum gæslustjóra (sjá 24. gr. laga um stofnun Landsbanka, 18. Sept 1885). XXVIII. 1. Ákæra: Bankastjórnin var ekki reiðubúin að svara í hvaða pappírum varasjóður væri. 2. Svar: Þetta eru bein ósannindi. Bankastjórnin svaraði viðstöðulaust, að varasjóður væri fólginn í ríkisskuldabréf- um og bankavaxtabréfum. XXIX. 1. Ákæra: Víxla- og ávísanaeign bankans, eins og hún er í raun og veru, kemur ekki heim við bækur bankans og reikninga hans. 2. Sva r: Þetta er satt. Þar er skekkja, sem bankastjórnin vissi af, en hafði ekki getað fundið út t hverju lægi, hvort það væri fólgið f reikningsvillu eða skrifvillu. En upphæðin er helmingi minni en nefndin segir. XXX. Ákæra: Það er ekki hægt að benda á, að framkvæmdastjóri eða gæslu- stjórar, sem báðir eru þingmenn, hafi gefið þinginu nokkrar upplýsingar um það, að bankinn gæti ekki lagt til trygg- ingarfé veðdeildarinnar, nema með því, að taka til þess sjóð, sem ætlaður vartil tryggingar tjóni því, er Landsbankinn sjálfur kynni að verða fyrir, en ekki veð- deidin. 2. Svar: Til þess að sanna, að þessi ummæli eru hreinn og beinn uppspuni, nægir að vísa í Þingtíðindin 1902, C. bls. 64. Þor er skýrt frá þeim upplýsingum, sem bankastjórnin gaf þinginu um þetta atriði. XXXI. 1. Ákæra: Varasjóður má ekki vera fólginn í tryggingarfé veðdeildanna, en það er hann, og þetta er brot á lögum bankans. 2. Svar: Þetta sýnir algerða van- þekkingu nefndarinnar á lögum bankans. Þar segir svo (sjá 7. gr. laga um stofnun Landsbanka, 18. Sept. 1885): »Bankinn má táka lán gegn tryggingu í eignum sjálfs síns«. — Hvar er eitt einasta ákvæði í lögum eða reglugerð bankans, er meini bankastjórninni, að ráðstafa verðbréfáeign varasjóðs eins og hún hefir gert? Svari rannsóknarnefndin því. XXXII. 1. Ákæra: Bækur bankans voru í ólagi. 2. Svar: Allar bækur bankans voru í góðu lagi. Þær eru til sýnis, og banka- stjórnin er óhrædd að leggja þær fram fyrir sanngjörnum rétti. * Þá eru helstu ákærurnar taldar og svör- in við þeim birt. Sumumkann að þykja, að þetta atriði hafi tekið upp of mikið rúm og of langan tíma, en eg er annarar skoðunar. Bankamálið er þýðingarmesta málið, sem til umræðu er heima á Islandi. Það er mál, sem snertir hvert mannsbarn í landinu. Það er frá mínu sjónarmiði mesta hatursmálið, sem nokkurn tfma hefur átt sér stað síðan ísland bygðist. Blöðin hér hafa sagt frá því óglögt og hlutdrægt. — að minsta kosti einhliða. Menn hér vestra hafa yfirleitt engar fréttir um það fengið nema í molum, að undan teknum þeim fáu, sem séð hafa skýrslu rannsóknarnefndarinnar og svör banka- stjórnarinnar. Eg ber það óhræddur undir dóm óblindra og sanngjarnra manna, hvorir hafi réttara fyrir sér, þeir sem halda að Björn Jónsson og rannsóknar- nefndin hafi farið að öllu leyti eftir bestu sannfæringu og samvisku og komið fram í bankamálinu heppilega fyrir landið og þjóðina og sanngjarnlega gagnvart banka- stjórninni, en að bandaktjórnin hafi verið sek um mörg og stórkostleg lagabrot og jafnvel glæpi. Eg ber það óhræddur undir óvilhallra manna dóm, segi eg, hvort þeir hafi á réttara máli að standa en vér hinir, sem höldum þvf fram, að ofsóknarandi hafi ráðið mestu af hálfu Björns og nefndarinnar; að ódrengilega — óforsvaranlega ólöglega hafi verið farið að við bankastjórnina og óheppilega fyrir landið og þjóðina. Ákærurnar geta menn nú lesið og athugað, og svörin og rökin á móti, og sé hvortjveggja vegið og metið hlutdrægnislaust, þá finst mér að niður- staðan hljóti að verða sú, að ekkert ein- asta af ákæruatriðunum — öllum þessum fjölda — sé þannig vaxið, að ekki mætti segja það sama um hverja einustu banka- stjórn í veröldinni með eins miklum rök- um og rannsóknarnefndin hefir gert í skýrslu sinni. Bankastjórnin hefir ekki gert sig seka um fjárdrátt, svo einum einast eyri nemi, og hún hefir sýnt það og sannað með lögum og reglum bankans sjálfs, að hún hefir rækt störf sín samkvæmt þeim. — Geri einhver Bjarnar-vinur svo vel, að hrekja þetta, ef hann treystir sér til. Það er ekki nóg, að hrópa hátt, að einhver sé glæpa og óbótamaður. Réttvlsi vorra tfma, þar sem hún fær að njóta sfn, — heimtar það, að sóknir og varnir séu jafnt heyrðar í hverju máli og dómur feldur eftir. því. Og réttvísi vorra daga mót- mælir því eindregið — sem betur fer — að annar málsaðiii hafi vald til þess, að dæma í sínu eigin máli; óháðir dómstólar verða að gera það, og siðmenningin krefst þess, að ekki einungis þeir lágu hlýði dómum, heldur einnig þeir háu, — og það jafnvel ráðherrar. Eg sagði í síðasta kafla, að óháðir dómstólar yrðu að skera úr þessu máli sem öðrum. Óháður dómstóll — bæar- fógetinn í Rvík — hefur úrskurðað af- setning gæslustjóranna 22. nóv. 1909 fyrir fult og alt ólöglega; hefir úrskurðað, að Kr. Jónsson sé löglegur gæslustjóri. Annar óháður dómstóll — landsyfirréttur- inn — hefir staðfest þenna úrskurð, þenna dóm; hefir einnig dæmt gerðir ráðherra ólöglegar. En hvað gerir ráðherra? Maðurinn, sem mest talar úm það, að lögin eigi að ganga jafnt yfir alla. Beygir hann sig undir lögin? Hlýðir hann dómum? Nei, hann virðir æðsta innanlandsdóm að vettugi, Hann gefur embættismönnum og öðrum þá fyrir- mynd, að hlýða e k k i lögum eða dómum. Sanngjarnir menn sjá, hvílfkur voði öllu réttarfari landsins er búinn, ef einn maður er látinn komast upp með það, að reka eftir geðþótta embættismenn landsins, setja í þeirra stað hverja, er honum sýnist, og gefa engan gaum dómum, sem bygðir eru á lögum landsins. Eitt af því, sem af slíku leiðir, er það, að embættismenn, skipaðir af honum, þora ekki annað en sitja og standa, skrifa og tala eftir hans boði og banni, þótt það sé þvert á móti heilbrigðri skynsemi, þvert á nróti lögum þjóðarinnar, þvert á móti embættisskyld- um þeirra og þvert á móti þeirra eigin samviskn. Ekkert er lfklegra, en aðslíkt geti leitt af þannig löguðu einveldi. Eitt er að minsta kosti mjög sennilegt, og það er það, að ráðherra mundi reka og reka og skipa nýa embættismenn, þangað til einhAerjir fundust nógu þýlyndir til þess að verða auðsveipt verkfæri í höndum hans. Því þótt einhver hefði kjark til að breyta ettir eigin sannfæringu og yrði rekinn fyrir það, og þótt hann ynni mál á móti ráðherranum, þá þyrfti hans há- tign, ráðherrann, ekki að fara eftir dóm- um eða beygja sig undir lög. Þetta er eitt meðal annars, sem vakir fyrir þeim mönnum, sem heimta auka- þing. Þeir vita, að Björn Jónsson er skyldur að hlýða fógetaúrskurði, alveg eins og hver annar borgari landsins. Þeir vita, að hann var skyldur að viðurkenna Kristján Jónsson (og Eirík Briem eftir anda úrskurðarins), sem löglegan gæslu- stjóra þangað til öðruvísi kynni að verða dæmt af æðri dómstólum. Þeir vita, að rétti staðurinn fyrir Björn Jónson til þess að svara fyrir öll þessi lagabrot og ólög- hlýðni, er á Alþingi, og þess vegna er það, að meiri hluti allra þing- manna, og þar á meðal allir for- setar þingsins hafa krafist auka- þings nú þegar, ogmeiri hlutiallr- ar þjóðarinnar heimtar það með þeim. Ef þingmenn neita kröfum frá meiri hluta þjóðarinnar — eða kjósend- anna, þá brjóta þeir þjóðræði, og það er sfra Björn Þorláksson á Dverga- steini viljugur að gera. En meiri hluti þingmanna hefir svo ljósa meðvitund urn jKíagnús Sigurðsson yfirréttarmálaflutningsmaður, Aðalstræti 18. Venjulega heima kl. 10—11 f. h. og 5—6e. h. Talsími 124. SvQtnn cföjörnsson yfirdómslögmaður. Hafnarstræti 16. (á sama staö sem fyr). Talsími 202. Skrifstofutími 9—2 og k—6. Hitlist venjulega sjálfurll—12 og 4—5. skyldur sínar gagnvart þjóðinni, að þeir neita ekki kröfnm hennar. Konungkjörnu þingmönnunum má segja það til hróss, að þeir hafa í þetta skifti komið fram með vilja þjóðarinnar. Ef ráðherra neit- ar að kall'a saman aukaþing, þegar meiri hluti þingmanna krefst þess, þá er það brot á þingræði, en brot á þing- ræði er hvarvetna talinn stjórnarfars- legur glæpur. Hvað mundi hafa ver- ið sagt — hvað mundi Björn Jónsson hafa sagt — um Hannes Hafstein í lík- um kringumstæðum ? Svari þeir eftir bestu samvisku, sem muna eftir gauraganginum 1908. Samkvæmt áliti Björns Jónssonur og þeirra, sem honum fylgja að málum, er honum sjálfum heimilt, að reka menn úr embætti fyrir fult og alt, þegar honum svo sýnist, án þess að sannað sé fyrir dómstólunum, að þeir hafi í nokkru brot- ið embættisskyldnr sínar, og það alveg eins, þótt dómstólarnir úrskurði, að þeir hafi fulla heimild til þess að halda em- bættunum. Hann sjálfur hefir heimild til að skipa menn í embætti fyrir tultog alt, eftir eigin geðþótta, hafa þá þar eins lengi og skamt og honum sjálfum sýn- ist, og reka þá, þegar honum sjálf- um þykir við eiga. Hann á sjálfur að úrskurða, hvort hann sjálfur þurfi að hlýða dómum og beygja sína hátign undir lög eða ekki. Hann er sjálfur yfir æðsta dómstóli innan- lands. Hann sjálfur hefirvald tll að neita kröfum meiri hluta þingsins með meirihuta þjóð- arinnar ábak við þær kröfur. Þessu mótmæla þingmenn, þessu mótmælir þjóðin heima og þessu mótmæla nokkrir Islendingar hér vestra, — eg er einn þeirra. Það skal tekið fram, að fjöl- margir af flokksmönnum Björns sjálfs krefjast aukaþings, og sýnir það, að þeir fylgja ekki foringjum sfnum í blindni. Hvað er það annars, sem Björn getur haft á móti aukaþingi ? Ef hann treystir málstað sínum, truir hann þá ekki á sigur, þar sem flokkur hans er þó í meirihluta á þingi? Aukaþingskostnaðurinn hefir verið gerður að grýlu, það er satt; en fram á það hefir verið sýnt, og aldrei mótmælt með rökum, að aukaþing þarf ekki að valda eyris aukakostnaði. Því er þannig varið sem hér segir: — Stjórnin og þingið hefir loíað, að stjórnarskránni skuli verða breytt á næsta þingi; af því leiðir það, að aukaþing verður að vera

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.