Þjóðólfur - 30.12.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.12.1910, Blaðsíða 2
2i8 Í>J OÐOLFUR á eftir, með óðrum orðum, reglulegt þing ign og aukaþing 1912. Verði auka- þing kailað saman 1910, þá má sam- þykkja þar stjórnarskrárbreytinguna, og svo kemur reglulegt þing 1011. Munur- inn er sá, að þingið átti að verða 1911 og 1912, en yrði annars 1910 og 1911 kostnaðurinn yrði nákvæmlega sá sami. Nei, það er ekki kostnaðurinn, sem Björn Jónsson setur fyrir sig, heldur hitt, að hann vill halda einveldinu sem lengst. Nú sem stendur breytir hann eins og einvaldur konungur gerði á miðöldunum. Vald Noregskonungs, sem Islendingar lutu um eitt skeið, var meðal annars það, sem hér segir: Hann átti landið alt, svoog fólkið, sem í var landinu, Hann átti það á sama hátt og menn eiga naut og sauði og annan fénað, það, sem hann bannaði, var hegningarvert, hvort sem það var rétt eða rangt, Hann hafði hið æðsta hegn- ingarvald. Hann einn hafði vald til að veita grið. Hann var hinn æðsti dóm- ari. Hann var einvaldur yfir embættis- mönnum, lenum og jarðeignum krúnunn- ar og öllum ríkistekjunum. Hann átti ótakmarkað vald yfir öllum utanríkis mál- um. Hann réði yfir verslun við útlönd, og hann bar enga ábyrgð nema fyrir guði. Svona mikið vald í eins manns hönd- um telur við menning vorra tíma óviður- kvæmilegt, og sérstaklega, þegar einn maður hrifsar það til sín, án samþyktar úr nokkurri átt. ‘Margir spyrja sjálfa sig á þessa leið: Hversu lengi á þetta að ganga? Hversu lengi ætla íslendingar að líða þetta ? Hví er ekki haldinn allsherjar þjóðfundur á hinum fornhelga stað, Þingvelli, og ráð- gjafanum þar gerðir tveir kostir: Annað- hvort að hlýða dómum og lögum þjóðar- innar og kalla saman aukaþing, þar sem aðalágreiningsmálið verði útkljáð, eða að öðrum kosti víkja sæti? Eða ef hann neitar kröfu meiri hluta þingsins, því kalla þá ekki; forsetarnir saman þing án hans og hrópa hann af? Eða hví skrifa þeir ekki konungi og krefjast þess, að hann skipi ráðherra að kalla þing saman þegar í stað ? Ætlar þjóðin og fulltrúar hennar og fulltrúar konungs að beygja sig undir þrældómsok Nerós? Ætlar hún og þeir að kyssa á vönd Calicule ? Ætlar hún og þeir að vera flugur Domitians ? — Já, svona spyrja menn, og mér finst það í alla staði afsakanlegt. Hugleiðmg um farmtoim o.fl. Eftir Stefán B. Jónsson. Mikið tala menn um það nú, að auka tekjur landssjóðssins með breyttum, og auknum tolla- og skatta-álögum; tíl þess fyrst og fremst, að bæta honum líklegan tekjumissi af aðflutningsbanninu fyrirhug- aða; og svo til þess, að mæta hinum sí- vaxandi fjáraustri þings og stjórnar í allar áttir. — En menn tala minna um það, hvernig auðið sé, að minka eða takmarka útgjöld tandssjóðsitis, rétt eins og að það sé annaðhvort óþarft eða ómögulegt—-og þó ættu allir að vita (og jafnvel einnig þeir sem hæst hafa launin og lægstu út- gjöldin tiltölulega til hins almenna), að gjaldþol landsmanna er mjög takmarkað, og það svo, að því er vissulega nóg boðið nú þegar, og fátækari hluta fólksíns of-, boðið í því efni; með fram vegna þess, hve álögunum er óhentuglega og órétt- látlega fyrir komið að sumu leyti. Það virðist því eiga fult eins vel við, að ræða um og uppgötva, ný og öflug ráð til þess að auka tekjnr landsmann, svo að hann geti hæglega risið undir álögunum tij landssjóðsins og annara almennra þarfa, sem alt af fara vaxandi, eins og óhjá- kvæmilegt er. Þingið og stjórnin ætti- fyrst og fremst og um fram alt, að uppörfa almenning og styðja hann öfluglega á allan hátt í því, að nnka framleiðsluna í lnndinu fyrir það fyrsta um helming, og svo áfram. — Það er nndirstaðan — það er, að auka tekjur almennings; það, og það eitt, er að auka auðinn 1 landinu, og gjaldþol almennings, — og þegar það er orðið, þá mun oss alt annað gott tilleggjast, og þá verður ánægjulegra og auðveldara en nú, að auka tekjur landssjóðsins eftir þörfum, með auknum skatta-álögum; en allra helst þó, ef fjárráðamönnum þjóðarinnar, lærist jafnframt, að fara ráðdeildarlegar en nú, með þann vorn sameiginlega sjóð. Nú sem stendur, munu gjöldin til lands- sjóðsins nema um eða yfir 20 kr. á hvert mannsbarn í landinu, árlega. Auk þess, hvíla á almenningi, líklega alt að því önn- ur eins gjöld, til annara sameiginlegra þarfa innan héraðanna, auk þungra vaxta og afborgana af einka-skuldum fólksins, sem nema miljónum. Og þó að þau gjöld séu ekki hærri, á mann, en gerist sum- staðar erlendis meðal velmegandi þjóða, þá eru þau þó einmitt tilfinnanlega há orðin hér, samanborin við þjóðarauðinn í heild sinni, og það er aðal-atriðið. Engu að slður er það mikilsvert um- ræðuefni, hvernig auðið sé að jafna álög- unum niður á almenning, svo að sem hagfeldlegast og réttlátlegast sé; og þá einnig hinum r.ýu skatta-álögnm — sem hinum eldri —, ef að þær hinar nýu eða fyrirhuguðu skatta-álögur, eru annars ó- hjákvænfilegar, nú þegar. — En pað parf að fara varlega i pcer sakir. — Og það þarf þá jafnframt, að leggja aðal-áhersluna á aðal-atriðið, það, að efla gjaldþol lands- manna. Um farmgjalds-hugmyndina eða faktúru- tollinn, er það að segja, að hann er efaj laust eins heppilegur, — með tveimur skil- yrðum þó —, og flestar aðrar útgjalda- kvaðir, sem á oss hvíla nú, ef ekki skyn- samari en þær flestar. En þau 2 skilyrði eru: 1. Að hann sé svo einfaldur og ó- brotinn, að komist verði sem mest hjá sérstakri tollgæslu og innheimtu-kostnaði, án þess þó að örfa freistinguna til tollsvika, um fram það, sem nú er. — 2. Að allar eða flestar þær vörur séu undanskyldar þeim tolli, sem óhjákvæmilega verður að flytja til landsins, hvað sem þær kosta og hvernig sem árar. — Vörur, sem ómögu- legt er án að vera, og sem land vort hefir engin, eða ekki hagfeld skilyrði til að framleiða. Svo sem: Rúg-korn, bygg og bankabygg, baunir, hafra, haframil, hris- grjón, hveiti, mais-korn, kaffibaunir, kand- Issykur, kol, steinolía, salt, baðmeðul, dburð- arefni, kaðlar, færi, sement, kalk, þakjdrn, jdrn og stdl í stöngum, gtrðingavír og stólþar, timbur, ofnar og allskonar vélar. Þó að allar þessar upptöldu vörur verði undanskyldar farmtollinum, þá verða þó eftir til toll-afgjalds alt að 1—200 þúsund tonn af aðfluttum vörum frá útlöndum, árlega, upp á alt að 8 miljónir króna, eftir því sem verið hefir, og er það álit- legur gjaldstofn. Þó nú svo færi, að þær tölur lækkuðu um helming, vegna hins nýa tolls — og sennilega, lækka þær tæp- lega meira en það, fyrstu árin, enda vafa- samt, hvort þær mundu fremur lækka en hækka; — þá samt gæfu þær landssjóði alt að 600 þús. kr. tekjur árlega, þó að tollurinn væri ekki yfir segjum 10 aurar á 100 pund og 10 aurar á krónu. En ef að það þætti ekki nóg, þá væri auðvitað hægt, að hafa tollinn hærri, — það væri líka langtum þolanlegra, þegar allra llfs- nauðsynlegustu vörurnar væru undan- skyldar. Með þessu, að leggja farmtollinn á allar aðfluttar vörur, að undanskyldum þeim allrá nauðsynlcgustu, er tvent unnið í einu: 1. Að afla landssjóði tekja, af þeim vörum, sem að þarflausu og til skaðræðis, eru nú fluttar inn í landið, fyrir mörg hundruð þúsunda kr. árlega; — þó að auðvitað sé, að mikið af þeim vörum, eru að meira eða minna leyti nauðsynlegar. — 2. Að styðja að þvf, að draga úr innflutningi óþarfa varningsins (sé það annars auðið), og spara með því mikil óþarfa fjárútlát út úr landinu. Þegar þvl 'skal svara, hvort að þessi farmtollur sé sanngjarn, þá kemur það fyrst til greina, hvernig honum verður fyrirkomið og það, hverjar vörutegundir verða undanþegnar. — Og svo vaknar þá líka sú spurning, eins og ósjálfrátt, hvers- konar aðrar álögur að séu sanngjarnar.— Og min skoðun er sú, að yfirleitt séu engar álögur fullkomlega sanngjarnar, nema hundraðsgjöld af skuldlausum eign- um, og nettó arði af atvinnurekstti eða drs- launatn, að frádregnu nauðsynlegu viður- væri og öllum öðrum óhjákvæmilegum kostnaði, — Eða getur nokkur kallað það sanngjarnt, að beita lagalegri þvingun, til að taka ögn af hverjum bita frá munn- inum á fátæklingnnum, sem eru alla daga að vinna fyrir knöppu viðurværi sínu og sinna, og neita sér um flest eftirsókt þæg- indi lífsins, vegna skyldunnar, og hafa þó lítinn eða engan afgang ? Getur það verið sanngjarnt, að leggja nokkur gjöld á þann sem ekkert á, nema máske börn, sem hann er að reyna að ala upp fyrir þjóð- félagið, og svo meiri eða minni skuldir, sem hann sér, ef til vill, lftil eða engin ráð til að borga? Nei, ekkert getur rétt- lætt slfka aðferð, þótt hún sé gerð Iögleg og sé vanaleg; svo lengi. sem nokkur skuldlaus eign er til 1 þjóðfélaginu. Og ekkert getur réttlætt sllka aðferð, að þvinga gjöld út af fólki, undir neinum kringum- stæðum, nema óhjákvæmileg almtnn nauð_ syn krefji. — Ekkert annað en velferð þess mannfélags, alment, sem í hlut á, getur réttlætt slíka takmörkun eignarréttarins, jafnvel þótt rlkir menn eigi í hlut, hvað þá gagnvart öreigunum. — Löngun ein- stakra manna í há laun, um fram sanna þörf, eða fjárausturs-tilhneiging löggjafanna eða framkvæmdavaldsins, til að gleðja og auðga fáeina menn getur engan veginn réttlætt slfkt ofbeldi. Að leggja toll á allar lífs-nauðsynlegustu vörur, sem enginn getur án lifað, álít eg því með öllu ógerlegt. En verði séð fyrir því, að frarnantaldar nauðsynjavörur verði toll-fríar, og því jafnframt, að tollgæslu- kostnaður eða tollsvik, leiði ekki af farm- tollinum, þá álít eg, að hann sé fult eins sanngjarn, í það minsta og nokkur annar núgildandi tollur á landinu, hvort sem hann miðast við þyngd að eins, eða bæði þyngd og verð vörunnar. * . * Athugas. Vér getum ekki séð betur, en að afleiðingin af því, að hafa ýmsar vörur undanþegnar fármgjaldi eða faktúrugjaldi, sé sú, að óhjákvæmilegt sé, að hafa toll- eftirlit; verði það haft, eins og nú er, að treysta yfirlýsingum kaupmanna sjálfra, sem undir hælinn er lagt, að ætfð væru réttar, að minsta kosti er mikil freisting til þess íyrir þá, að tíunda ekki sem best. Eftirlit með því, að þeir telji rétt fram, er ókleyft án tollgæslu. En sé gjaldið aftur jafnt af öllum vörum virðist þess ekki freraur þörf en nú. En þá er farmgjaldið eigi sem réttlátast, er jafnt á að greiða af kolatonni og farmi af dýrum silki og gullvarningi. Ritstj. Mannalát. Nýdáin er húsfreya Guðfinna Jónsdóttir frá Deild, kona Ólafs oddvita Björnssonar í Gestshúsum á Álfta- nesi. Hún dó af barnsförum. Mesta merkiskona. Verðlai lír Ræktunarsjóði. Af vöxtum Ræktunarsjóðsins 1909 veitti stjórnarráðið 6. Október eftirnefnd- um 49 mönnum þessi verðlaun fyrir unnar jarðabætur: 200 kr, fékk: Magnús Gfslason, Frostastöðum, Skagafj.s. 160 kr. fékk: Sigurjón Jónsson, Ós- landi, sömu sýslu. 126 kr. fékk: Hjálmar Þorgilsson, Hofi, sömu sýslu. 100 kr. fengu: Þorsteinn Davlðsson, Arnbjargarlæk, Mýras., Vigdís Jónsdótt- ir, Deildartungu, Borgfj.s. og Bjarni Arason, prýtubakka, Þingeyars. 76 kr. fengn: Einar Árnason, Holti, Skaftafs., Einar Árnason, Miðey, Rang- árvs., Guðmundur Jónsson, Baugstöðum, Árness., Eggert Finnsson, Meðalfelli, Kjósars., Jón Pálsson, Fljótstungu, Mýras., Jón Guðmundsson, Skarði, Dalas. Ragúel Olafsson, Guðlaugsvík, Strandas., Kristófer Jónsson, Köldukinn Húnavs. Sigurður Jónsson, Litlu-Seilu (Brautar holti), SkagaQs,, Stefán Stefánsson, Hlöð-’ um, Eyafjs., og Guttormur Einarsson, Ósi, sömu sýslu. 60 kr. fengu: Friðrik Björnsson, Litlu-Hólum, Skaptaf.s., Vigfús Gunn- arsson, Flögu, sömu sýslu, Bárður Bergs- son, Eyvindarhólum, Rangárvs., Albert Á. Eyvindsson, Skipagerði, sömu sýslu, Jón Bárðarson, Drangshlíðardal, sömu sýslu, Kristinn Jónsson, Hömrum, Árness., Guðjón Finnsson, Reykjanesi, sömu sýslu, Guðmundur Snorrason, Læk, sömu sýslu, Gísli Pálsson, Kakkarhjáleigu, sömu sýslu, Ingvi Þorsteinsson, Snæfoksstöð- um, sömu sýslu, Jens Pálsson, Görðum, Gullbrs., Bjargmundur Guðmundsson, Bakka, sömu sýslu, Jón Halldórsson^ Káranesi, Kjósars., Ólafur Stefánsson, Kalmanstungu, Mýras., Guðmundur Sig- urðsson, Helgavatni, sömu sýslu, Sveinn Torfason, Hafþórsstöðum, sömu sýslu, Steingrímur Andrrjsson, Gljúfurá, sömu sýslu, Sigurður Magnússon, Stóra-Fjalli, sömu sýslu, Þorsteinn Bjarnason, Hurðar- baki, Borgarfj.s., Sveinn Finsson, Kolls- stöðum, Dalas., Pétur Hjálmtýsson, Hörðubóli, sömu sýslu, Guðbrandur Jóns- son, Spákelsstöðum, sömu sýslu, Sigur- björn Bergþórsson, Svarfhóli, sömu sýslu, Andrjes Magnússon.Kolbeinsá, Strandas., Björn Guðmundsson, Örlygsstöðum, Húnavs., Halldór Jóhannsson, Vöglum, Skagafj.s., Jósafat Guðmundsson, Krossa- nesi, sömu sýslu, Jóhann Helgason, Syðra-Laugalandi, Eyafj.s., Jónas Jóns- son, Lundarbrekku, Þingeyars., Björn Björnsson, Laufási, sömu sýslu, Gísli Helgason, Skógargerði, N.-Múlas., og Gísli Þorvarðsson, Papey, S.-Múlas. Stúlinn »Gryðja* er án e^a sú góðtemplarastúkan hér í b»i sem starfar nú af mestu fjöri og kappi, eru fundir hennar líka mjög vel sóttir og engin stúka hefir tekið inn jafnrnarga nýa meðlimi og hún, enda hefir hún þrefaldað meðlima- fjölda sinn á yfirstandandi ársfjórðung. Fundir þar eru skemtilegir, fjörugir og fræðandi. Þeir er óska að ganga 1 stúk- una og vilja þar af leiðandi fá upP*ýs" ingar um hana, geta snúið sér til ritstjóra þessa blaðs eða starfsmanna stúkunnar. Fundir á Fimtudagskveldin. Björn Jónsson. Símað er frá Höfn 23. þ. m.: „Ráðherra heldur fyrir- lestra 1 lýðháskólum á Jótlandi. Óskar samhygðar og brúlagningar mill* Danmerk- ur og Islands. Stjórnarblaðið „Riget" krefst af ráðherra skýringar á framkomu ísafoldar". Ritstjóri og ábyrgðarm.: Pétur Zóphóniasson Prentsmlðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.