Þjóðólfur - 10.02.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.02.1911, Blaðsíða 2
22 ÞJOÐOLFUR Útdráttur úr þingmálafundargerð í Ólafsvík. Þingœáláfundur var boðaður af þing- manninum og haldinn 20.—21. Jan. — Þingmaðurinn ekki mættur, þrátt fyrir blíðviðri; sat í næstu sveit. — Fundar- stjóri kosinn H. Steinsson héraðslæknir með öllum greiddum atkv. Skrifari kosinn Snæbjörn Jónsson. Auk nokkurra annara komu þessi mál til umræðu: 1. S í m a m á 1. Tillaga: »Fundurinn skorar á alþingi, að veita á þessu þingi fé til ritsíma og talsíma, sem verði lagður um sýsluna frá Borgarnesi yfir Kerlingarskarð til Stykkis- hólms, og önnur álma yfir Fróðárheiði til Ólafsvíkur og Hellusands*. Samþ. með 26 samhlj. atkv. 2. Lfftrygging sjómanna. Til'aga: a. »Fundurinn skorar & al- þingi að breyta lögum um vátrygging sjómanna frá 30. Júnl 1909 f það horf, er hreppsbúar hafa áður farið fram á f í áskorun til stjómarráðsins. Samþ. með 34 samhlj. atkv. b. Fundurinn skorar á alþingi að láta það ekki fyrir koma, að það afgreiði jafn mikilsvarðandi IÖg, sem vátryggingar- lög sjómanna, án þess þjóðinni gefist kostur á að ræða slfk mál heima f héraði. Fundurinn lítur svo á, að talsverð lftils- virðing á þjóðinni felist í slfkum gerðum þingsinsc. Samþ. með 29 sarahlj. atkv. 3. Samgöngumál. Tillaga: a. »Fundurinn telur veg yfir Fróðárheiði bráðnauðsynlegan, sérstaklega með tilliti til þess, að heiðin er aðalleið til læknis úr Staðarsveit og nokkrum hluta Miklaholtshrepps og aðalpóstleið, auk þess sem hún er elni vegurinn milli suður- og vesturhreppa sýslunnar. Jafnframt skorar fundurinn á alþingi að veita fé til vega- gerða yfir nefnda heiði á næsta fjárhags- tfmabili. Samþ. með 46 samhlj. atkv. b. Fundurinn skorar á alþingi að leggja fé til brúargerðar yfir Fróðá. Samþ. með 46 samhlj. atkv. c. Fundurinn skorar á stjórnina að hlutast til um, að strandferða- og milli- landaskip Thore- og Sameinaða félagsins hafi fasta áætlun til Ólafsvfkur í hverri ferð milli Ólafsvíkur og Stykkishólms. Samþ. með 50 samhlj. atkv. d. »Fundurinn skorar á stjórnina, að hlutast til um, að strandferðabáturinn »Vestri« komi við á Arnarstapa minst þrisvar sinnum fram og til baka. Samþ. með 49 samhlj. atkv. e. Fundurinn skorar á alþingi að veita eigi minni styrk til gufubáts áBreiðafirði en hingað til hefir átt sér stað, og jafn- framt að ferðir hans verði settar f sam- band við hinar reglulegu strandferðir*. Samþ. með 47 samhlj. atkv. 4. Sambandsmálið. Tillaga: »Fundurinn lætur f Ijósi ó- ánægju sína yfir því, hve lftið núverandi stjórn hefir gert til þess, að koma sam- bandsmálinu í viðunanlegt horf, og telur ólfklegt, að henni sé framvegis treystandi til þess, þar sem hún liingað til hefir að- eins gengið aftur á bak í því máli«. Samþ. með 31 atkv. gegn 13, að viðhöfðu nafnakalli. 5. F j á r m á 1. a. »Fundurinn skorar á alþingi, að forðast allar þær fjárveitiagar, sem einu nafni kallast bitlingar. Samþ. með 31 samhlj. atkv. b. Fundurinn lýsir yfir vantrausti sínu á ráðherra og meiri hluta þingmanna, sérstaklega með tilliti til meðferðar þeirra í fjármálum landsins. Jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að hann er mótfallinn nýjum sköttum og skorar á alþingi að takmarka svo útgjöld landsjóðs, að tekjur og gjöld standist nokkurn veginn á«. Samþ. með 17 atkv. gegn 7. 6. Strandvarnir. a. »Fundurinn skorar á alþingi, að veita minst 2000 kr. styrk til að létta undir með sýslu- og hreppssjóði til að halda úti mótorbát alt árið til varnar landhelgi Ólafsvíkur. Samþ. með 26 samhlj. atkv. b. Fundurinn skorar á alþingi að semja nýtt frumvarp til laga, er fari í þá átt, að hver sá, sem getur komið fram lög- legri kæru á seka botnvörpunga, fái 10— 15% af sektarfénu, auk kostnaðar við að ná númeri og einkennisstöfum af skipinu. Fundurinn lítur svo á, að með slíku fyrir- komulagi aukist tekjur landsjóðs f þeirri grein og það verði til stórra bóta fyrir landhelgina.« Samþ. 30 samhlj. atkv. 7. Sóknargjöld. »Fundurinn skorar á alþingi að breyta lögum frá sfðasta þingi um gjöld til prests og kirkju, þannig, að prestar verði settir á föst landsjóðslaun eins og aðrir em- bættismenn, og gjöldum til kirkju jafnað niður eftir efnum og ástæðumc. Samþ. með 24 samhlj. atkv. 8. Stjórnarskrármálið. >Fundurinn skorar á alþingi, að koma fram stjórnarskrárbreytingu á þ e s s u þ i n g i, og hafi sú breyting meðal annars inni að halda þessar breytingar: a. Afnám konungkjörinna þingmanna. b. Afnám eftirlauna embættismanna. c. Að kosningarréttur til alþingis sé miðaður við 21 árs aldurs f stað 25 ára, sem nú er. d. Að kjörgengi til alþingis sé miðað við 25 ára aldur, f stað 30 ára. e. Að enginn sé kjörgengur til alþingis, sem ekki hefir verið búsettur á ísland 5 síðustu árin. f. Að veita megi konum’ kosningar- rétt með lögum. g. Að skipa megi með lögum fyrir um fyrirkomulag kirkjunnar gagnvart land- stjórninni*. Samþ. raeð 19 samhlj. atkv. 9. P ó s t m á 1. »Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um, að í stað bréfhirðinga komi póst- afgreiðsla í Ólafsvfk, að það leggi til þess nauðsynlegt fé á næsta fjárhagstímabili*. Samþ. með 22. atkv. 10. Þegnskylduvinna. »Fundurinn er hlyntur þegnskylduvinnu, en skorar á alþingi að gera ekkert í þvf máli að þjóðinni fornspurðri«. Samþ- með 24 samhij. atkv. 11. A ð f 1 u t n i n gs b a n n á fengis. a. »Fundurinn skorar á alþingi, að fresta framkvæmd bannlaganna, þar til fundin er trygg leið til að bæta landsjóði missi áfengistollsins. Samþ. með 24 atkv. gegn 14. b. Fundurinn skorar á alþingi, að leggja ekki toll á matvöru né hækka kaffi- og sykurtoll úr því sem nú er. Samþ. með 32 atkv. gegn 2. c. Fundurinn skorar á alþingi að leggja toll á óáfenga drykki«. Samþ. með 27 samhlj. atkv. 12. B a n k a m á 1. »Jafnframt því sem fundurinn telur fram- komu ráðherra í hinu svokallaða banka- máli óréttmæta, skorar fundurinn á al- þingi að taka málið til alvarlegrar íhug- unar«. Samþ. með 16 atkv. gegn 5. Yms fleiri mál voru fædd. Fundinum slitið 2i"Jan. kl. 11 e. m. Skattamál lslands. Athugasemdir út af tillögum skatta- málanefndarinnar eftir Steíán B. Jónsson. IV. (Siðasti kafli). Margt er það fleira, semmérvirð- ist athugavert við tillögur skatta- málanefndarinnar, þó að margt sé þar einnig gott og skynsamlegt — og jafnvel flest. En í þetta sinn verð eg þó að láta nægja það, sem komið er, að mestu leyti; enda hef eg þegar yfirfarið aðalatriðin, ervar aðalatriðið, og gert við þau mínar athugasemdir. Þó vil eg leyfa mér, að segja fáein orð enn um nokkur atriði í nefndarálitinu. 1. Að heimila þinginu, með á- kvæði í Qárlögunum, að hækka og lækka hina föstu skatta, eftir vild í hvert sinn, álít eg afar-óheppilegt og viðsjárvert, og algerlega óþol- andi með öðru inóti en því, að há- mark þeirra væri fyrirfram fast- ákveðið. 2. Það, að leggja það undir úr- skurð yfirvaldsins eða stjórnarráðs- ins, hvort fasteign, sem skift hefir verið i fleiri parta, megi teljast til skattgjalds í fleirum sérstökum deild- um, eða ekki, álít eg óþarfa ákvörð- un, og því ranga. Um það ætti eigandinn eða eigendurnir að vera alveg einráðir, aðeins að virðingin ekki lækki við slíka sundurdeiling. — í þessu sambandi dettur mér í hug, þegar landsmenn sóttu hér um árið um leyfi til stjórnarráðsins i Khöfn til að mega syngja á sálma- bókina »nýu« við almennar guðs- þjónustur, sem þá var þó búið að semja og fullprenta. — Slíkt virðist mér vera altof varfærnisleg hand- leiðsla, á fullorðnu fólki sem kallað er. Svo miklir vesaiingar erum vér þó tæplega, sem betur fer; og slíkt er þó varla til að efla sjálfstæðis- tilfinning vora til muna alment. 3. Svo virðist mér, sem skatta- nefndum, og yfirskattanefndum þó öllu fremur, sé ætluð helst um of ótakmarkað vald á starfssviðum sín- um. Eða hvað langt nær ákvæðið um, að yíirskattanefndir skuli »lag- færa skattskrár og jarðamat, cftir því, sein þeim þykir rétt vera?« — Og það, að þær geti breytt skattskrám við endurskoðun þeirra, ef þeim virðist eitthvað vera óljóst eða rangt, o. s. frv. — f þess stað œtti að til- taka, að slíkar lagfæringar og breyt- ingar mættu því að eins eiga sér stað, að fullsannað væri, að eitt- hvað væri of óljóst eða rangt. Það, að veita yfirskattanefndum skilyrð- islaust æðsta úrskurðarvald í öllum kærumálum út af eignamati o. þ. h., álít eg vera ihugunarvert, jafnvel þó að þær eigi að vera sérlega vel valdir menn, þá virðist nokkuð hæp- ið að reiða sig á, að þeir hafi ávalt nægilegan kunnugleik um eignir og hagi einstakra manna í Qarlægum sveitum, til þess að úrskurða ágrein- ingsmál þeirra í því efni fullkom- lega réttlátlega undir öllum mögu- legum kringumstæðum. — Þá álít eg réttara að gera gangskör aðjþví, að rannsaka til hlýtar framtals- skýrslu eða eignamat kæranda til þess að geta bygt slíkan fullnaðar- úrskurð á fullgildum sönnunum. 4. Aukatekjurnar. Ýmislegt mælir með því, að sérstök gjöld séu tekin fyrir embættisverk unnin í þágu ein- stakra manna, landsjóðnum til inn- tekta. En þá virðist líka sanngjarn- ast, að hinir einstöku menn séu sjálfráðir um það, hvað þeir kaupa af slíkum embættisverkum; og, að þeir þurfi ekki að borga fyrir þau embættisverk, sem yfirvaldið neitar að framkvæma og ekki eru unnin; en svo virðist nefndin þó ætlast til, samkvæmt 22. gr. laga- frumvarp um gjöld fyrir fógeta- gerðir, er svo hljóðar: »Ef hcegt er að ákveða gjaldið fyrirfram, skat greiða fógeta það áður en hann byrj- ar gjörðina, þá er hann krefst þess, °g er gjaldið eigi afturkrœft, þótt gerðarbeiðnin sé kötluð aftur, eða fógeti neiti að fremja gerðina, nema svo sé, að hœrra gjald hafi verið borgað fyrir fram fyrir gerðina, en greiða hefði átt, er hún var leidd til lykta«. Hvernig er þetta að skilja? Svo virðist, sem skattamálanefndin ætlist til, að sérstök ómakslaun séu borguð fyrir að innkalla hinar fyrir- huguðu aukatekjur landsjóðs, og einnig tekjur sveitasjóðanna, 21/* og þar yfir, og í einu tilfelli 20%, og styðst hún sennilega víð venjuna í því efni. Má og vera, að það sé sanngjörn krafa, þó að mér sé það ekki Ijóst; en sé svo, þá væri líka sanngjarnt að kosta því til innheimtu á öllum almennum gjöldum. En hvað miklu mundi það nema um um alt árið yfir alt landið? — Það mundi nema nálægt 30,000 kr. um árið fyrir landsjóðstekjurnar ein- göngu, þó innheimtulaunin væru ekki nema aðeins 2%, og sennilega alt að því jafnmiklu fyrir innheimtu annara almennra gjaldk. Nú lít eg svo á, það þar sem inn- heimtumennirnir eru launaðir starfs- menn þjóðarinnar, þá beri þeim að vinna þjóðinni alt það gagn, sem þeir geta, án aukaborgunar, svo framarlega sem laun þeirra eru við- unanlega há, sanianborið við laun annara borgara þjóðfélagsins, og þá því fremur, sem innheimta almennu gjaldanna er eitt af aðalstörfum þeirra, sem embættunum tilheyra, enda mun innheimta almennu gjald- anna vanalega fremur auðsótt og fyrirhafnarlitil, til samanburðar við almennar fjárinnheimtur. Margt mætti enn segja um ýms atriði nefndarálitsins, svo sem ura tillögurnar um hinar einstöku und- anþágur frá almennu gjöldunum fyrirhuguðu. — Um vandhæfi eftir- litsins með framtalinu á svo marg- brotnum aukatekjum. — Um gildi gildi og sérréttindi þjóðkirkjunnar. — Um stimpilgjald og stimpilmerki o. fl. Að því er aðalreglu stimpil- skyldunnar snertir, þá virðist hún sanngjörn. Álitamál um gjaldaupp- hæðirnar. En í stað stimpilmerkja ætti að sjálfsögðu að nota frímerki, ef það kostar minna, enda ætti að mega áætla tekjurnar af því gjaldi út fyrir sig í fjárlögunum eins fyrir því, en það mundi gera eftirlitið auð- veldara og áreiðanlegra. Um aðflutningsgjald vísa eg til þess, sem eg hefi sagt um það efni í 56. tbl. Þjóðólfs, 30. Des. 1910. segja þeir í Vestmanney- um, er þaðan komu um síðustu helgi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.