Þjóðólfur - 10.02.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.02.1911, Blaðsíða 1
63. árg Reykjavík, Föstudaginn 10. Febrúar 1911. | JV 6. Stöðulöpin, stjórnarfiokkiirina Ofl dr. Jón Porkelsson. Á fjórða þingmálafundi í Bárubúð 27. f. m. neitaði i.þingmaður Reykvikinga, dr. Jón Þorkelsson, harðlega gildi stöðulaganna fyrir Island. Hefir þingmaðurinn í þessu atriði breytt skoðun sinni síðan á alþingi 1909? Eins og kunnugt er, þá bar hann upp frum- varp um stofnun hæstaréttar á íslandi. Meðal annara laga sem frumvarpsflytjandi (o: dr. J. Þ.) vildi láta afnema með hæsta- réttarlögum sínum, var I. liður 3. gr. stöðu- laganna 2. Jan. 1871, sjá Alþtíð. 1909 A. bls. 286, þingskjal 1*4, sbr. B. II, 1619. Það hefir varla verið tilætlun þingmannsins, að fara að afnema lög, sem ekki væru í gildi, og þessvegna hlyíur pingmadurinn pá að hafa talið að minsta kosti pessa grein stöðulaganna skuldbindandi fyrir ísland. í 6. gr. fjárlaga fyrir 1910—ign — en sjálfstæðisflokkurinn réði auðvitað þeim eins og öðru á því þingi — stendur svo: Úr ríkissjóði greiðist 1910 kr. 60,000; 1911 kr. 60,000. Alls kr. 120,000. Hvar skyldi heimildin vera fyrir þessari upphæð ? Hún er í stöðulögunum 1371, 5. gr., og hvergi annarsstaðar. Þess má geta, að Björn Jónsson og Skúli Thoroddsen voru skrifarar og framsögumenn tjárlaganefnd- arinnar. Þeir hafa þá bygt á stöðulögun- um, blessaðir. Og þessa grein fjárlagauna (o: 6. gr.) samþykti auðvitað allur „sjállstæðisflokkur- inn", Björn Jónsson, Skúli Thoroddsen, Jón Þorkelsson, Bjarni frá Vogi, Ben. Sveinsson o. s. frv. Og hver er þessi rikitsjóðuri> Björn Jónsson snýr því svo á dönsku, að hann kallar þenna ríkissjóð aðeins „Stat8/f<ww»“. Það skyldi þó ekki vera, að hann ætti við, með orðunum rikissjóður og Stat8/ía«<«, sjóð, sem Danaríki ætti. Það virðist ennfremur vera gengið út frá því, að rikil sé eitt, þvf annars hefði Ifklega verið tekið fram, að það vaeri úr ríkissjóði Danmerkur, svo það væri auðséð, að ísland heyrði að minsta kosti ekki undir petta ríki. "Sjdlf slœðismcnn“ á þingi 1909 hafa pá bœðt bygt lagasetningar s'tnar d pví, að rikið v<zri eitt q. danska ríkið), liklega „Det samlede danske Jtige", og að stóðulögin, sem sett voru tslandi af pessu „safnaða danska ríki“ Vtzru gild d Ulandi. „FóBtbr©ður“ nefnist fámennasta söngfélagið hér í bænum. j þv( eru þejr bræður Pétur bóksali og Jón bankaritari Halldórssynir og þeir bankaritararnir H. V. Björnsson og Einar Indriðason. Alt góðir söngmenn. Þeir héldu söngskemt- un á Miðvikudagskvöldið í Bárubúð og sungu mætavel að vanda. Þar var hús- fyllir. Þmgmálafundir Eyfirðinga. Stefán Stefánsson alþm. í Fagraskógi hélt fimm þingmálafundi í Eyafjarðarsýslu. 1. fundurinn var í Saurbæ 16. Des. Þar voru samankomnir 20—30 kjósend- ur. Fundarstj. Bened. Einarsson hreppstj. á Hálsi. 2. fundurinn var 17. Des. að Þverá í Staðarbygð. Fundarstj.: Kristj. H. Benja- mínsson á Tjömum. 3. fundurinn 18. Des. á Möðruvöllum. Fundarstj.: Kristján Jónsson í Glæsibæ, skrifari Ludvig Möller Hjalteyri. 4. fundur í Dalvík. Fundarstj.: Sigur- jón Jónsson læknir. 5. fundur 18. Jan. í Staðartungu. Fund- arstj.: Guðm. Guðmundsson á Þúfna- völlum. Aðalmálin á fundum þessum hafa verið: 1. S a mb a n ds m á 1 i ð. »Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja sambandslagafrumvarp það, er sambandslaganefndin lagði fyrir sfðasta alþingi, ásamt breytingum minni hlutans á því, og lýsir megnri óánægju yfir með- ferð síðasta alþingis á málinu, og jafn- framt meðferð ráðherra á því eftir að ;i lauk. Á I. fundi samþykt 16 móti 2. - II. — — 14 — IO. - III. — — 18 — 8. - IV. — — um 60 — enginn. - V. — var samþykt í einu hlj. svohlj. tillaga: »Fundurinn lýsir óánægju yfir meðferð meiri hlutans f sambandsmálinu«. 2. Stjórnarskrármálið. Á 1. fundi var samþykt í e. hlj. svo- hljóðandl tillaga: »Fundurinn skorar á alþingi, að samþykkja breytingu á stjórn- arskránni í lfka átt og lá fyrir sfðasta alþingi. ; Á 2. fúndi var óskað þessara breyt- inga: a. afnám konungkjörinna þingmanna með 11 : 9, b. afnám eftirlauna ráðherra með 11:9, c. þrjá ráðgjafa með 11 : 9, d. afnám opinberrar gjaldskyldu sem skilyrði fyrir kosningarétti 11 : 9, e. færa kosningarrétt niður í 21 ár með S '- 4- Á III. fundi voru liðir a., b. og d, hér fyr samþ. með 26 samhlj. atkv., en auk þess f. að þingmenn séu búsettir í landinu með 26 samhlj. atkv., og vakin athygli alþingis á c-lið, á 4. fundi var samþ. í einu hlj. stjórn- arskrárbreyting, og á 5. fundi var a og b-liður samþ. og ennfremur g. að tryggja þjóð og þingi skjót úr- ræði gegn hverskonar gerræði stjórnarinn- ar og h. að kosningar og kjörgengi til efri deildar tryggi þjóðinni meiri staðfestu f málum hennar, en ætla má með einföld- um kosningum. 3. Bankamál. »Fundurinn telur aðfarir stjórnarinnar gegn Landsbanka Islands mjög athuga- verða stjórnarráðstöfun og frávikning gæslustjóranna brot á gildandi lögum og skorar alvarlega á alþingi að rannsaka þetta mál eftir föngum og koma fram á- byrgð á hendur ráðherranum fyrir fram- komu hans f þvf máli. Á 1. fundi samþ. með 11 atkv. gegn 3, -2. — — — 15 — — 10, - 3. — — — 18 - - 8, - 4. — — — nær öllum atkv. Á 2. og 3. fundinum var ennfremur samþ. svohlj. tillaga: »Fundurinn skorar á alþingi að efla hag Landsbankans eftir því, sem ráð verða til, svo hann verði því færari um að fullnægja þörfum þjóðarinnar*. 4. Skattamál. Á 1. fundi var samþ., að ráða ekki skattamálinu til lykta, án þess að þjóð- inni gefist kostur á að greiða atkv. um það. Á 2. fundinum var mælt með verslun- argjaldi, en mótmælt hækkun á kaffi og sykurtolli. Á 3. fundi var borin upp samskonar tillaga og á 2 fundi, en feld með 21 atkv. móti 5, en í stað þess samþ., »að skora á alþingi, að fresta framkvæmd bannlag- anna, þangað til búið er að bera undir atkvæði alþingiskjósenda hvern gjaldamáta þeir vilja aðhyllast, hvort heldur toll á kaffi og sykri, eða verslunargjald af að- fluttum vörum. Samþ. 22 atkv. gegn 5. Á 4. fundi var frestun bannlaganna feld með 39 atkv. gegn 20, en aðhyltist verslunargjald. Á 5. fundi var samþ.: »svo framarlega sem bannlögin verði ekki numin úr gildi eða þeim frestað, tjáir fundurinn sig með- mæltun hækkuðum tolli á þeim tollastofn- um, sem þegar eru lögboðnir að undan- skyldum sykri*. 5. Samgöngumál. a. Nægilegt fé til brúargjörðar á Eya- fjarðará. Samþ. á 1., 2. og 3. fundi. b. Nægilegt fé til brúar á Svartaðar- dalsá. Samþykt á 4. fundi. c. Framhaldsbraut frá Grund að Saur- bæ. Samþ. á 1. og 2 fundi. d. Akvegar-áframhald fram Hörgárdal að Bægisá. Samþ. á 3. og 5. fundi. e. Akbrautaráframhald inn Svarfaðar- dal. Samþ. á 4. fundi. 6. Búnaðarmál. a. Ýmsar breytingar á girðingalögun- um. Samþ. 1. fundi. b. Búnaðarfélagastyrkur verði ekki lækkaður. Samþ. 1., 2., 3. og 4. fundi. c. Lagafrumvarp frá síðasta þingi um ábúð jarða o. frá 12. Jan. 1884 verði samþykt. Samþ. 1., 2., 3. og 4. fundi. d. að rjómabúastyrknum verði haldið áfram. Samþ. á 3. fundi. 7. Ábyrgðarfélög. »Fundurinn skorar á alþingi að semja lög um eftirlit af hálfu hins opinbera með öllum útlendum ábyrgðarfélögum sem starfa hér á landi, þar sem það sé tekið fram, að þau hafi hér varnarþing ognægi- legt tryggingarfé undir umsjón iandstjórn- arinn og umboðsmenn félaganna verði að fá leyfi landstjórnarinnar til þess að tak- ast starfið á hendur. Samþ. á 1. fundi 12 samhlj. atkv. — - 2. — með öllum atkv. 8. Afnám eftirlauna. »Fundurinn skorar á alþingi, að af- nema öll eftirlaun embættismanna (sér- staklega eftirlaun ráðherrans)*. Tillaga þessi var samþ. á fjórum fund- um, nema »sérstaklega eftirlaun ráðherrat var aðeins samþ. á 1. og 5. fundi. 9. Bitlingar. Á. 1. fundi samþykt svohlj. tillaga í einu hljóði: »Fundurinn skorar á Alþingi að af- nema, sem mest öll skáldalaun en veita stjórninni til umráða fé til verðlauna fyr- ir sérstök bókmentaleg listaverk eftir mati þingkosinna mannac, Tillaga þessi var og samþ, í einu hlj. á 3. fundi. 10. Berklarannsökun á nautgripum. Nauðsynleg var talin berklaveikisrann- sókn á öllum nautgripum í landinu á 1. 2. fundi. 11. S ó k n a r g j a 1 d a 1 ö gi n. Þeirra breytinga var óskað á þeim á 2. fundi að vitskertir menn og karlægir verði undanþegnir gjaldinu. 12. Bannlögin. Á 1. fundi var það mál ekki tekið fyrir, álitið óþarft, þar sem um gildandi lög er að ræða, er eiga að koma 1 fram- kvæmd. Á 2. fundi var samþ. að halda fast við gerðir síðasta þings 1 því máli með 13 atkv. gegn 5. Á. 3. fundi var undir skattamálum óskað frestunar með 22. atkv. gegn 5. Á 4. fundi var samþ. að halda fast við gerðir síðasta þings með 39 móti 20, og 16 kjósendur er eigi gátu mætt á fund- inum sendu til fundarins skriflega yfirlýs- ing og áskorun um að bannlögunum yrði ekki frestað. Þar eru því 55 : 20. Á 5. fundi var frestun samþ. með 9 atkvæðum. í allri sýslunni hafa því 73 greitt atkv. með lögunum en 56 á móti. 13. Stjórnarráðstafanir, Á 5. fundinum var samþ. 1 einu hlj. svohlj. tillaga: >Fundurinn skorar á næsta alþingi að skipa þingnefnd, til að rannsaka aðgerðir stjórnarinnar í landsbankamálinu, Thore- samninginn, lántökuna í útlöndum, leigu silfurbergsnámanna sem og alt annað er að fjárstjórn stjórnarinnar lýtur er orkað hefir tvfmælisc. Viðaukatillaga: »Fundurinn krefst fullrar uppreisnar fyrir hina ólöglega af- • settu gæslustjórac og var tillaga þessi Ifka samþykt. Slys. Nýlega datt Sigurður bóndi Sigurðsson á Húnsstöðum í Húnaþingi af hestbaki og meiddist svo, að hann beið bana af. Sigurður var duglegur bóndi og fékst eitthvað við sveitarmál.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.