Þjóðólfur - 17.02.1911, Síða 2
26
ÞJ OÐOLFUR
Pmgmálaflindir Skagfirðmga.
Þingmenn Skagfirðinga héldu 5 þing-
málafundi 1 héraði sínu.
1. fundurinn var í Haganesvlk 23.
í. m. Fundarstjóri þar var Páll Árnason
hreppstj. á Ystamói, en skrifari Guðm.
Daviðsson hreppstj. á Hraunum.
2. fundurinn var á H o f s ó s 24. f. m.
Fundarstj.: Jón Konráðsson hreppstj. í Bæ,
en skrifari sr. Pálmi Þóroddson á Hofsós.
3. fundurinn var í Kolkuós 25. f. m.
Fundarstj.: Friðrik Stetánsson fyrv. alþm.,
en skrifari: Sig. Sigurðsson kennari á
Hólum.
4. fundurinn vará Sauðárkrók27.
f. m. Fundarstj.: Páll V. Bjarnason sýslum.,
en skrifarar: sr. Arnór Árnason í Hvammi
og Gísli kaupfélagsstj. Jónsson.
5. fundurinn áReykjum í Tungu-
sveit 30. f. m. Fundarstj.: Magnús Gísla-
son hreppstj. á Frostastöðum, en skrifari
Brynleifur Tobíasson kennari í Geldinga-
holti.
Á fundunum voru þessi mál raedd.
1. S t j ó r n a rs k r á r m á 1 i ð.
»Fundurinn telur nauðsynlegt að stjórn-
arskráin sé endurskoðuð og gerðar ýmsar
breytingar á henni, þar á meðal (a.) að
konungkjörnir þingmenn séu afnumdirog
(b.) að konum sé veittur kosningarréttur.
En fundurinn leggur áherslu á, að engar
þser breytingar séu gerðar, sem veiki
roálstað Islendinga gagnvart Dönum að
því er snertir sambandsmáliðc. Samþ. í
einu hlj. á 1. fundi.
Á 2. fundi var samþ. með 55 atkv.
gegn 1 að »óska« stjórnarskrárbreytinga:
a. afnám konungkjörna þingmanna,
b. að konum verði veittur kosninga-
réttur og kjörgengi,
c. að íslensk mál verði ekki borin
upp í ríkisráðinu,
d. að breyta megi með einföldum
lögum tölu ráðherra.
e. að afnema megi með einföldum
lögum eítirlaun embættismanna,
f. að slíta megi sambandi ríkis og
kirkju með einföldum lögum, en með 35
atkv. gegn 8 var samþ., að leggja enga
áherslu á, að það yrði gert á næsta
þingi,
á 3. fundi voru samþ. a—f-liðir, en
auk þess:
g. að þingmenn verði eftirleiðis 36
að tölu og
h. að kosningarréttur verði bundinn
við lögaldur, en kjörgengi 5 árum hærra;
á 4 fundi var í einu hljóði samþ., að
stjórnarskrárbreytingin yrði »tekin fyrir og
afgreidd á næsta þingi« og stafliðir a—d
samþ., og ennfremur:
i. að þingið verði háð í tveim mál-
stofum og
j. að þingmenn þeir, er koma 1 stað
hinna konungkjörnu verði kosnir með
hlutfallskosningum um land ait;
á 5. fundi var samþ. með 27 : 1 að
skora á þingiö að taka stj.skr.m. »til
rækilegrar endurskoðunar og endanlegrar
afgreiðsluc.
Stafliðir a,c, d, e, g og j samþ. í e. h!.
— b samþ. með 23 atkv. gegn 3
— f. — — samhl. atkv.
ennfrejnur:
k. afnám ráðherraeftirlauna í e. hl.
l. að skipað sé fyrir um þjóðarat-
kvæði í mikilsvarðandi málum, er snerta
hagsmuni almennings. Samþ. 1 e. hlj.
2. Skattamál.
1. fundur var með farmgjaldi, en
mótfallinn eignaskatti af óarðbæru lausa-
fé og taldi mjög ísjárvert, að fastir skatt-
ar væru hækksðir að nokkrum mun. Var
þetta samhljóða.
Á 2. fundi var hið sama samþ. með
32 : 8.
Á 3. fundi var þessi tillaga feld með
8 : 4, en samþykt að aðhyllast stefnu
skattamálanefndarinnar.
Á 4. og 5. fundi var 1 einu hlj. samþ.
að aðhyllast tillögur skattamálanefndar-
innar, beint á einokun á tóbaki í stað
vínfangatollsins, næst honum bent á
faktúrugjald. Síðari hlutinn var samþ. á
4. fundi með 27 : 5, en á 5. fundi með
18 : 8.
3. Bankamál.
a. »Fundurinn er mótfallinn því, að
landsjóður kaupi hlutabréf í íslandsbanka«.
Samþykt á öllum fundunum.
b. » styrkj a Landsbankann eftir föngum «.
Samþ. 1.—4. fundi.
c. »Fundurinn telur sjálfsagt, að hið
svonefnda »bankafargan< verði tekið fyrir
á næsta Alþingi og æskir þess, að málið
útkljáist áður en því þingi verður slitið*.
A 1. fundi samþ. 27 : 8.
- 2. — — með meiri hl. atkv.
- 3. — — 1 einu hljóði.
d. Á fjórða fundi var aftur tillaga þessi
orðuð svo: »Fundurinn skorar á Alþingi
að taka til alvarlegrar íhugunar afskifti
landstjórnarinnar af Landsbankanum og
bankamálum landsins*.
Á 5. fundi var í e. hlj. samþ. svohlj.
tillaga frá Ólafi alþm. Briem:
e. »Fundnrinn er því mótfaliinn, að
seðlaútgáfuréttur landsjóðs til handa Lands-
bankanum sé takmarkaður meir en orðið
er, eða réttindi bankans skert á nokkurn
hátt og treystir því, að þing og stjórn
verði samtaka um að efla vöxt hans og
viðgang, eftir því sem föng eru til.
í annan stað álltur fundurinn, að land-
stjórnin geti haft fullkomið eftirlit með
landsbankanum, á þann hátt, að heimta
allar nauðsynlegar skýrslur af endurskoð-
endum bankans, og það því fremur, sem
stjórnin skipar annan þeirra. Hin vegar
telur fundurinn hættulegt og skaðlegt fyrir
hag bankans, að það lag koroist á, að
skipuð verði sérstök ransóknarnefnd við
ráðgjafaskifti, og skorar á alþingi að gera
fullnægjandi ráðstafanir til að aftra því,
nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi«.
Undir þessum umræðum kom fram til-
laga, sem hér í er færð undir »rannsóknar-
nefnd«.
f. Á 2. og 3. fundi var í einu hlj.
samþ. að »bankastjórum Landsbankans
væri bannað að hafa nokkur afskift af
pólitiskum "málum«. Svipuð tillaga var
samþ. á þessum tveim fundum um yfir-
dómendurnar.
4. Bannmálið.
Tillaga með bannlögunum vár
á 1. fundi samþ. með 22 atkv. gegn 5.
— 25 — — 17.
— öllum atkv.
— 24 atkv. gegn 17.
- 2. —
- 3- —
- 4. —
• 5- —
feld
11
10.
5. Kvennréttindi.
Tillaga: »Fundurinn mælir eindregið
með því, að alþingi veiti konum fult jafn-
rétti við karlmenn«. Samþ. á öllum
fundunum, stundum í einu hlj.
6. S í m a m á 1.
A 4. fundinum var f einu hlj. samþ.
svohlj. tillaga: »Þar eð fuil reynsla er
fengin fyrir því, að talsímasamband ís-
lands er í framkvæmdinni orðin álitleg
tekjugrein fyrir landsjóð, finnur fundurinn
ástæðu til þess að skora á Alþingi, að
það létti öllum starfrækslukostnaði við
allar símastöðvar á íslandi af híutaðeig-
andi hrepps- og sýslufélögum«.
Samskonar tíllaga var samþ. á 1., 2.
og 3. fundi, vildu líka láta endurgreiða
hlutaðeigendum þau lán, er þeir hafa tekið
í slíku skyni.
7. Eftirlaun.
Afnám allra eftirlauna — undantekn-
ingarlaust, var f einu hlj. samþ. á 1. fundi,
hið sama var samþ. á 4. f. með öllum
þorra atkv.
8. Fiskiveiðafélag.
Tillaga: »Ef frumvarp þess efnis, að
styrkja sjávarútveg landsmanna, á líkan
hátt og nú er styrktur landbúnaðurinn,
skyldi fram koma á næsta Alþingi, felur
fundurinn þingmönnum sínum að fylgja
því máli«. Samþ. með öllum atkv. á
1. fundi.
9. B r ú a r m á 1.
2., 3., 4. og 5. fundur vildu fá brú á
vestari ós Héraðsvatnanna.
10. Akbraut
frá Sauðárkrók fram Skagafjörð samþ. 4.
og 5. í einu hljóði, og »væntu þess fast-
lega, að ekki yrði frekari dráttur á fram-
kvæmd verks þessa«.
11. B ry g g j u m á 1.
I einu hlj. var samþ. á 4. og 5. fundi,
að skora á Alþingi að veita 6000 kr.
styrk til hafnarbryggjubyggingar á Sauðár-
krók.
12. K o n u n g k j ö r n ir þingmenn.
Umræður urðu um þá á öllum fund-
unum, og bornar fram mjög mismunandi
tillögur um þá á öllum fundunum neraa
hinum fyrsta, þar var engin samþykt ger.
Þegar atkvæðafjöldi er lagður saman á
öllum fundunum, kemur í ljós tillaga á
5. fundinum, er hljóðar svo: »Fundur-
inn mótmælir röddum þeim, er heyrst
hafa um að víkja núverandi konung-
kjörnum þingmönnum úr löglegum þing-
sessi þeirras. Er samþykt með öllum
greiddum atkv. (um 54) gegn 32 atkv.
13. Vantraust á ráðherra.
Trausts- og vantrausts-yfirlýsing til ráð-
herrans voru ræddar á 2.—5. fundi. Þeg-
ar atkvæði eru lögð saman, er v a n -
traustsyfirlýsingin til ráðherrans samþykt
með 54 atkv. gegn 42.
Á 2. fundinum var traustsyfirlýsing
samþ. 26 : 7 og á 3. fundi með 9 : 3,
v a n traustsyfirlýsing á 4, fundi með 27
samhlj. atkv. og 5. fundi með 17 atkv.
gegn 7.
14. Búnaðarmál.
Tillaga samþ. á 4. fundi: »Fundurinn
skorar á Alþingi að hlynna sem best að
landbúnaðarframförum og að auka styrk
þann, sem veittur er til búnaðarfélaganna«.
Svipað samþ. á 2. og 3. fundi.
15. Lögaldur.
Á 3., 4. og 5. fundi var saraþ. svohlj.
tillaga: »Fundurinn skorar á þingið, að
semja ný lög um lögaldur og færa lög-
aldurstakmarkið niður til tvítugsaldurs,
(Frh.).
Alþing'i.
I.
Þingsetning. Alþingi var sett 15.
þ. m. og prédikaði Björn prófastur
í Dvergasteini, Þorláksson á undan
þingsetningu í dómkirkjunni. —. Allir
alþingismenn voru mættir.
Forseti sameinaðs alþingis var kos-
inn Skuli Thoroddsen með 23 atkv.
Hannes Hafstein fékk 13 og Ólafur
Briem x.
Varaforseti var kosinn Sigurður
Gunnarsson með 20 atkv. Ólafur Briem
fékk 1, og 18 seðlar voru auðir.
Skrifarar í sameinuðu þingi kosnir
með hlutfallskosningu Sigurður Stef-
ánsson og Jón Ólafsson.
Forseti efrideildar var kosinn með
hlutkesti Jens Pálsson og fengu þeir
jöfn atkvæði hann og Kristján Jóns-
son.
Varaforsetar kosnir Stefán Stefáns-
son með 7 atkv. og Júlíus Hafsteen
með 7 atkv.
Skrifarar með hlutfallskosningu Krist-
inn Daníelsson og Steingrímur Jóns-
son.
Forseti neðrideildar var kosinn
Hannes Þorsteinsson við ítrekaða
kosningu með 14 atkv. Ólafur Briem
fékk 12, fengu jöfn atkvæði (12 hvor),
í fyrra sinni.
Varaforsetar Benedikt Sveinsson
með 14 atkv. við ítrekaða kosningu.
(Við fyrri kosninguna fékk Ól. Br. 2
og 12 seðlar voru auðir), og Hálfdán
Guðjónsson með 14 atkv.
Skrifarar með hlutfallskosningu Björn
Þorláksson og Eggert Pálsson.
í kjörbréfanefnd voru kosnir:
Kristján Jónsson, Jón Magnússon, Sig.
Stefánsson, Ben. Sveinsson og L. H.
Bjarnason.
Ráðherra lagði fram stjórnarfrum-
vörp þau er áður hefir verið getið um
hér í blaðinu, sín 12 í hvorri deild.
— 1 gær var enginn fundur haldinn.
Frumvarp um nýa stjórnarskrá bera
þeir Jón Þorkelson og Bjarni Jónsson
fram.
Hafnarl'óg fyrir Reykjavík flytja þeir
Magnús Blöndahl og Jón Þorkelsson.
Landbúnaðar?ieýnd fyrir þingið, skip-
aða 5 mönnum, vilja Sig. Sigurðsson,
Ól. Br. og Jón á Hvanná láta kjósa.
tingnefndir. Fjárlagan. (Nd.)Skúli
Thoroddsen, Pétur Jónsson, Sig. Sig-
urðsson, Bj. Sigfússon, Eggert Pálsson,
Bj. Þorláksson, Jóh. Jóhannesson.
Landsreikningan. (Nd) Ól. Briem,
St. St. Eyf., sr. Hálfd. Guðj.
Fjárkláðan. (Nd.) Jón Hvanná, Einar
Jónsson, Þorleifur, sr. Hálfd. Guðj.,
Pétur Jónsson.
Þingjlutningan. Jón Ól., Sig. Gunro
arsson, Þ. Jónsson.
Viðskiýtalagan. (Ed.) Kr. Jónss., Gunn.
Ól., Jósef, L. H. B., Ág. Flygenring.
Utanþjóðkirkjumenn (Ed.) Sig. Stef.,
Sig. Hjörl., E. Briem, Kr. Dan., Stgr.
Jónsson.
Hvað er að frétta?
Slysfarir. Konan Kristin Berg-
vinsdóttir á Stóraási í Mývatnssveit varð
úti 15. f. m. Fór hún ásamt dóttur að
leita að syni þeirra er stóð yfir fé. Dreng-
urinn haíði sig heim um kveldið, en
mæðgurnar viltust, en dóttirin komst um
morguninn til bæa, en móðir hennar dó-
síðari hluta næturinnar. (Gjallarhorn).
ISTý uppfynding. „Gjal]arhorn“
flytur 12. f. m. grein um Jóhann skáld
Sigurjónsson. Þar segir meðal annars
svo: „Þess má geta, til gamans, að hug-
vit jóhanns kemur fram í fleiru en skáld-
skapnum- Hann hefir fundið upp mjög
haglega gert áhald, sem ætlað er til þess,
að halda höttum föstum á höfði kvenfólks-
ins, og á það því að útrýma hinum ill-
ræmdu löngu hattprjónum, sem margir
karlmenn hata og margann hafa meitt, og,
kvenfólkinu sjálíu þykja óhentugir.
Jóhann hefir fengið einkaleyfi fyrir þess-
ari uppfynding sinni í Danmörku. Dansk-
ar konur eru mjög hrifnar af þessu áhaldi
og segja það einkar þægilegt, og ein af
helstu skartgripaverslunum í Austurgötu í
Khöfn hefir beðið um að hafa það á boð-
stólum.
Matthías Jochunison hefir
elr rn 11 f r*i to (\ »5 31