Þjóðólfur - 24.02.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.02.1911, Blaðsíða 2
30 ÞJÓÐÓLFUR. skifti mjög geðfeld, þá er engin vissa fyrir þeim. \ð sonur minn sé riðinn við silfur- bergið er ósannindi — helber ósannindi. Náman var uppunnin af Thor Tulinius og þetta franska félag, sem er miljóna- félag, vildi leita að nýum námum, sem við höfum ekki ráð á; framsal til þeirra skylda eltir leigusamningnum. Frávikningin var um stundarsakir (hvarf aftur að bankamálinu; samhengi var ekki gott hjá ræðumanni)—þótt það gildi enn — ætlaði annars að setja þá inn í bank- ann i. Jan. s.l. — en gerði það ekki vegna þess, að dönsku bankamennirnir sögðust þá leggja til við Landmands- bankann, að hann hætti öllum skiftum við okkur, og það væri sama og að stofna bankanum f voða eða fella hann niður. Landstjórnin ætti því þakklæti skilið. Ný nefndarskipun væri óþörf. Lárus H. Bjarnason: Óheppi- legt, en vanalegt, að ráðh. myndi ekki eldri gerðir sínar. Hefði altaf haldið fram afsetning til fullnaðar. Hefði látið Svein son sinn gera það, og las upp tvo landsyfirdóma því til sönnunar. Efaði frásögn ráðh. um dönsku bankastj. — og þvf spurði ráðh. ekki stjórn Land- mandsbankans að því í utanförinni? — ekki var hún svo stutt. Danskir þjónar ættu ekki að ráða lögum hér. Framsal til Frakka á leigusamningum væri engin skylda — og las upp 12. grein samn- ingsins frá 17. Júní, þar sem segir, að framsal megi ske með samþ. ráðherra. Spurði hvert rétt væri, að sfðan hefði náman selt silfurberg fyrir yfir 100,000 kr., en landsjóður fengið aðeins rúm 20 þús. kr., — hitt hefði verið flutningskostnað- ur og allskonar kostnaður. Ráherra B. J.: Eg hefi ekki »látið« Svein segja neitt um þetta efni eða ann- að, hann hefir gert það sjálfur, nóg vitni að ummælum dönsku mannanna. Vissi ekkert um þessar 20 þús. — hvorki til eða frá. En sagði, að ræður L. H. B. væri til að »flækja, villa og blekkjac. Kristján Jónsson hélt mjög langa ræðu, var það mest saga málsins frá þv( 26. Apríl á sfðasta þingi, að raðherra sagði honum frá nefndarskipuninni og til þessa dags, en fór ekki neitt út í rann- sóknarnefndarskýrsluna. Sngði, að sér hefði strax orðið sundurorða við raðh. daginn eftir 1. nefndarskipunina og hann hefði sfðar fengið flokk sinn til að neyða ráðh. til að gefa yfirlýsing þá, er hann gaf í neðri deild 1 fyrra. Lýsti annars ósannindi, að stjórn bankans hefði kvatt menn til úttekta, þvert á móti —, og nefndi dæmi. Gamla nefndin fann ekk- ert, en þá var skipuð ný nefnd, og 15. Október var það ákveðið að reka okkur frá strax og hægt væri að ná f einhverja átyllu, það sagði mér handgenginn mað- ur ráðh., er eg skal slðar nefna ef vill. 15. Nóv. kom sfðasta gerðabókarbréfið og fórum við gæslustjórarnir þá og höfð- um samtal við ráðherra og færðum hon- um munnlegar ástæður okkar, meðal ann- ars, að ekki væru nema 6 vikur eftir af tíma Tr. G. og 1 ý reglugerð ætti að koma 1. Janúar — hún er ókomin enn eftir meira en ár — og sagði ráðh. þá: »J r ja, það verður þá svo að vera«. Vma- boð hefði hann setið hjá ráðh. 17, Nóv., en 20. Nóv. hefði ráðh. ákveðið, að reka sig og framkvæmt það 22. Nóv., og 3. Jan. igro hefði hann tilkynt með bréfi, er lögregluþjónarnir hefðu fært sér, að afsetningin væri endanleg. Hér væru brotin lög a efri deild og brotnir dómar á >ei. Vér hefðum því lögbrota-stjórn og dómsbrOts-stjom. Mót- mælti ummælum ráðh. um dönsku banka- mennina; heimtaði skjallegar sannanir. I Sigurður Hjörleifsson taldi að- eins orðamun á tillögu sinni og L. H. B. mælti annars með nefnd 1 máli. Lárus H. Bjarnason svaraði Sig- urði fáum orðum. Ari Jónsson vildi minnast á nokk- ur atriði, er honum fundust athugaverð hjá rannsóknarnefndinni og ekki að fullu svarað af gömlu bankastjórninni, varþað lækkunin á varasjóði gamla sparisjóðsins/ að öll bankastjórnin hefði ekki ákveðið trygging lánanna. að víxlar hefðu átt að vera keyptir af Tr. G. og öðrum gæslu- stjóranum, þá hefði bankirin staðið betur, að Tr. G. hefði talið tapið 100 þús. kr. í Lögréttu — nefndin 400 þús. kr. og ómögulegt að dæma þar milli vegna ókunnugleika. Varasjóð bankans væri nauðsynlegt að hafa í lagi, en það væri ekki hægt að telja bréfin hjá stjórnar- ráðinu eða Landmandshankanum, hvort sem þau hefðu verið veðsett eða ekki, ekki unt að ná í þá. Vixilkaup starfs- manna bankans gæti oft verið nauðsyn- leg, en bankastj. vantaði vald til þess að vgita þeim það leyfi. Annars ekki altaf sama trygging í sama nafni. Ummæli dönsku bankam. teldi hann rétt; sér hefði sagt sjómaður, vitnið að þeim ummæl- um. I silfurbergsnámunum hefði ráðh. gert hið besta, samningur hans mikið betri en gamli samningurinn, er Magn. Steph. gerði. Lárus H. Bjarnason taldi óþarft að svara Ara — hans ummæli snertu flest smáatriði, er engu skiftu, kom ann- ars undarlega fyrir, að hann skyldi vera fremstur undir vantraustsyfirlýsing tilráð- herra, þar sem ráðh. hefði gert hann að því, sem hann væri. Stgr. Jónsson: Nefndarskipun hefir siðferðislega og stjórnarfarslega þýðingu fyrir þjóðina. Alstaðar efast um réttmæti raðstafana stjórnarinnar, jafnvel mest af flokksmönnum henn- ar. Álit hennar farið út á við. Hér verður að rannsaka, hver sök á. Annars var afsetningin hættuleg og háskaleg fyr- ir landið. Ófært með öllu, danskir banka- þjónar ráði nokkru um íslensk mál, eða er stjórn vor svo aum, er »danska mamma* segir eitthvað ? Björn Jónsson ráðh. sagði, að allur þessi gauragangur kæmi af þvf, að þessir herrar, gæslustjórarnir vildu ekki missa af þessum bitling. E' durtók, að hann gerði alt til að styrkja bankann. Bað Kr. J. afsökunar á, að hann væri ekki viðbúinn að svara honum, en að L. H. B. sagði hann að gengi ofdramb. Slðan uiðu smahnippingar milli L. H. B., forseta og Steingr. Öllum persónulegum slettum er hér slrpt nema tveimur, en þær voru marg- ar, einkum milli ráðh., L. H. B. og Ara. og þessi smáræða, er Sig. Hjörl. hélt, var öll í þeim dúr. Það er fyrsta ræð- an, er vér höíum heyrt til hans. Ef hann getur ekki talað þingmannlegar, væri gustukaverk fyrir flokkinn og aðra, að gera hvað auðið er til þess að hann tali ekki oftar. Það var hörmulega bágbor- in ræða. Þegar til atkvæðagreiðslu kom voru tillögur S H. feldar, en tillaga L. H. B. samþykt síðan með öllum atkv. gegn 2 (Ara og Sig. Hj., er vildu nefnd í sam. þingi) og voru í nefndina kosnir: I.árus H. Bj irnason formaður, Stetan Stefánsson skrifari, Ág. Flygenring, Sigurður Stetánsson og Sigurður Hjörleifsson. Hinir tveir síðustu úr meirihlutanum. Vantraustyjirlýsingin tit Ráðherra. Hún er rædd í neðri deild í dag. Talað hafa Benedikt Sveinsson (um 40 mín.) og Jón Jónsson í Múla í nær 2 klt. og báðir mælt með að hún yrði samþykt. Var þá fundi frestað til kl. 5 og héldu þá umræð- ur áfram. Pingmálafundir Skagfiröinga. (Niðurl,). ---- 16. Vátrygging sjómanna. Á 2. fundi var óskað breytinga á lög- unum, a ð vikugjaldið yrði 10 aur. frá ’/ó—V11! a ð tryggingarféð sé greitt af hendi hvernig sem sjómaðurinn deyr — landi eða sjó, a ð öllum, er ráða sig vertíðarlangt, sé gert að skyldu að gera það skriflega og að gjald útgerðarmanns- ins falli burtu. Alt í einu hlj. 17. Stjórnartrumvörp. Á 3., 4. og 5. fundi var í einu hljóði samþ. svofeld tillaga: »Fundurinn telur, æskilegt, að stjórnin flýti svo fyrir stjórn- arfrumvörpunum, að þingmenn geti lagt þau fyrir kjósendur sfna á þingmálafund- um þeim, sem þeir halda, áður en þeir fara á þingc. 17. R a n n s ó k n a r n e f n d á r á h e r r a. Á 4. fundi bar sr. Árnór Árnason prestur í Hvammi Iram svohlj. tillögu: »1 tilefni af þvf, að fundinum virðist stjórnin hafa farið mjög geyst og óvar- lega í ýmsurn fjárhagslegum stórmálum þjóðarinnar, svo sem í bankamálinu, lán- tókumáli landsjóðs o. fl., er skorað á al- þingi, að skipa nefnd samkvæmt 22 gr. stjórnarskrárinnar til þess að rannsaka framkvæmdir stjórnarinnar í hinum ýmsu mikilvægu fjármalum þjóðarinnar«. Sam- þykt með 30 atkv. gegn 23. Á 3. fundi bar Rögnvaldur Björn sson < Réttarho ti fram svohlj. tillögu: »Fundurinn krefst að nefnd verði skipuð á þinginu, sarnkv. 22. gr. stjórnarskrárinnar, til þess að rannsaka ýmsar geiðir stjórnarinnar, svo sem banka- málið, Thoresamninginn, samninginn um silfurbergsnámuna, afskifti stjórnarinnar af frönsku og ensku fjarbralli, hvert fjár- lagabrot hafi átt sér stað og ýmislegt fleira*. Samþ. nieð 27 atkv. gegn 1. 19. Þ i n gt ím i nn. 2. fundur (um 12 kjósendur) vildi láta flytja þingtlmann til sumars, og kaus helst 17. Júnf fyrir þingsetningardag, en á 3. fundi var það felt með 20 gegn 16, að flytja þingtfmann til sumarsins. 20. Sambandsmálið. Tillögur: a. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir meðferð núverandi stjórnar ogmeirihluta alþingis á sambandslagafrumvarpinu. Á 1. tundi feld með 5 móti 26. - 4. — samþ. — 28 — 16. - 5. — — — 22 — 2. b. Fundurinn er samþykkur stefnu þeirri, er síðasta alþingi tók í sambands- málinu og telur sjálfsagt, að hvergi sé kvikað í því máli. Á 1. fundi samþyki með 26 móti 5 - 2. — — — 33 — 6 - 3- — — — c. 10 — 0 • 4- — feld — 29 — 3i c. Fundurinn leggur áherslu á, að engum nýmælum í sambandsmálinu verði ráðið til fullra iykta af alþingi, nema eftir þingrof og nýar kosningar, og krefst þess, að þar að lútandi ákvæði verði tekin upp í stjórnarskrána*. Samþ. í einu hlj. Till. frá Jósef J. Bj. 21. Fj á r m ál. Á 5- fundi var í einu hlj. samþ. svo- feld tillaga frá Ól. Briem alþm.: »Fundurinn álftur að peningaleysi það, er svo tíðrætt hefir orðið um ( seinni t(ð, eigi dýpri rætur en svo, að úr þvf verði bætt til frambúðar með greiðari aðgangi að lánum, enda naumast fyrir hendi nauð- synleg skilyrði fyrir góðum framgangi og tryggum arði fyrirtækja, sem algerlega eru reist á lánsfé. Á hinn bóginn ligg- ur Ijóst fyrir, að útlend lán, er að ein- hverju leyti misfarast, geta orðið til þess að lama fjárhagslegt sjálfstæði lands- manna, sem hlýtur að teljast hinn traust- asti grundvöllur og einkaskilyrði fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í öðrum greinum. Fundurinn skorar því á Alþingi, að gæta allrar varúðar við lántöku handa land- sjóði, og sérstaklega sjá svo um, ef nýtt lán er tekið, að það sé ekki hærra en brýn þörf krefur, og að því sé einkum varið til að borga eldri og óhentugri lán, sem hvíla á landsjóði og Landsbankan- um«. Á 4. fundi var í einu hlj. samþ. svohl. tillaga frá Pálma kaupm. Péturs- syni: »Fundurinn telur mjög varhuga- vert, að þingið stuðli til þess, að miklu útlendu skuldafé sé hleypt inft í landið umfram það, sem þegar er orðið«. 22. B i t 1 i n g r. Á 3. og 5. fundi var samþykt, »að óska, að þingið gæti sparnaðar við fjár- veitingar úr landsjóði, sér í lagi veiti ekki bitlinga til einstakra manna og fyrirtækja, sem geta orðið að eyðslueyti«. 23. G u f u s k i p a f e r ð i r. xFundurinn lýsir óánægju sinni yfir ferðaáætlun Tnoreskipanna og skorar á Alþingi að hlutast til um. að þeim verði hagað betur en verið hefir, og sérstaklega, að samgöngurnar milli Reykjavfkur og Norðurlands verði betri en undanfarið ár. í sambandi hér við er þess óskað, að strandferðabaturinn kæmi oftar við á Sel- vfk .... sérstaklega fyrstu og sfðustu ferð«. Samþ. 1 einu hlj. á 4. og 5. fundi. 24. Viðskittaráðunaut- u r i n n. Tillaga á 4 fundi: »Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir raðstöfun stjórnarinnar á fé þvf, setn á sfðustu fjárlögum var veitt til tveggja verslunarráðanauta og telur hann mjög óheppilega meðferð á landsins fé«. Samþ. með 26 atkv. móti 13 A 5. fundi var samþykt í einu hljóði »að mótmæla framhaldsfjárveiting til við- skiltaráðanautsins« og »lýsa óánægju yfir ráðstöfun þess fjar, sem veitt var á síð- asta þingi til þess starfa*. 23. H ó I a s k ó 1 i. Á 3. fundi var skorað á þingið að sjá um, að reglugerð skólans gæti orðið fram- kvæmd í öllum atriðum — leikfimis og sundkensla. 26. Visitasiulaun prófasta vildi sami fundur láta afnema. 27- Aðskilnaður ríkis o g k i r k j u. Um hann vildi sami fttndur láta þingið »taka til rækilegrar íhugunar*. svo aug- Ijóst verði sem fyrst, hvort framkvæmd skilnaðarins sé ekki þegar tfmabært mált, (9 með, 1 móti). 28. F r æ ð s I u m á 1. Sami fundur vildi með 6 atkv. móti 3 láta |»staka á námsskyldu barna, en leggja meiri lækt við (unglingakensltt*.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.