Þjóðólfur - 03.03.1911, Síða 3

Þjóðólfur - 03.03.1911, Síða 3
ÞJÓÐÓLFUR. 35 Pantid sjálíir fataeíni yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 mtr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alu!lar-I4.E.ÆÐl i fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir einungis ÍO kr. 2,50 pr. Mtr. Eða 3’/4 Mtr. 135 Ctm. brcitt, svart, myrkblátt eða gráleitt hamódins efni i sterk og falleg karlmannsföt fyrir aAeina 14 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Húsei hvar sem þær eru i bænum, kaupi eg og borga þær að nokkru með peningum strax; en á þeim mega helst ekki hvila aðrar veðskuldir en veðdeildir. Jóh. Jóhannesson. Laugaveg 19. © 1 labrn ,íj i t. d. borö, koinmóður, rúmstæöi, sófar. stólar. orgei, skrifborö og veggmyndir, kaupi eg og borga þær sam- stundis með peningum. Einnig allar brúkaðar sögu- og Ijöðabækur. Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 10. m eg þess, að hafi það framgang að bað verði fyrirskipað um margra ára bil og fáist trygging fyrir góðum baðmeðulum og eftirlitið verði gott, þá takist að yfir- buga kláðann fyrir fult og alt og þá er sannarlega ekki unnið fyrir gíg. 26. Janúar 1911. Eggert Lev 1. VegamáliÖ i neðrt ðeiið. Sig. Sigurðsson mælti fyrst með frumvarpi sínu og Ól. Briems og Einars. Síðan talaði J ó n í M ú 1 a nokkur orð á móti því. Pétur Jónsson var á móti frum- varpinu. Taldi tillögu frá sveitunum eina mælikvarðann fyrir nytsemi brautanna. Ól. Briem var mótfallinn 1. gr., en með 3. gr. Taldi núgildandi lög gera þar ójöfnuð og nefndi Sauðárkrók sem dæmi þess. Eggert Pálsson bjóst ekki við, að 1. gr. næði fram að ganga óbréytt. Til- hliðrun ætti að geta komið til. Þessi flutningabraut væru ekki fyrir sýslurnar, þær versia við Eyrarbakka, hún væri fyrir Reykjavfk, væri eina ráðið til að ná í verslun austan fjalls. Landssjóður ætti að viðhalda brautinni austur að vega- mótum við Ingólfsfjall, og Rangvellingar aftur lausir við tillag til Flóavegarins. Jón á Hvanná álítur, að héruðin eigi að kosta viðhaldið. Ef þetta yrði samþykt, kæmu fleiri brautir, svo sem Fagradalsbrautín. Pétur Jónsson vildi ekki raska frumreglunum, er vegalögin byggjast á: sameiginleg not — sameiginlegur kostn- aður. Jafnvet Skaftfellingar ættu að leggja hér fé til. Jón Ólafsson: Fyrir 30 árum, er brúarmál á Ölfusá og Þjórsá kom fyrst fram á þingi, töldu sýslurnar þær nauð- 6ynlegar fyrir sig, til að ná sambandi við Rvfk, og vildu kosta viðhaldið, og svo er enn. Brautin er fyrir sýslurnar. Reyk- víkingar hafa nóg uppland og geta fengið nógket. Eðaer smjörflutningurinn til út- landa að austan fyrir Rvík. Ef brautin er ekki fyrir austmenn, þá látið hana grasgróa — vitum hvort ekki kemur ann- að hljóð 1 strokkinn. Mælti annars með nefnd. Bjarni Jónsson mælti með 3. og 4 gr- Siðan töluðu Eggert Pálsson og Sig. Sig., og var nefnd samþ. með öllum greiddum atkv. Maonskemdir „iDpiÉar". Ingimund kallar sig kolapiltur sá, er hefir gert það að atvinnu sinni, að skrifa níð og last um einstaklinga þessa bæar i blaðið »Ingólf«. Hnoð- ar hann vaðli sínum saman undir yfir- skyni hjákátlegrar »fyndni, en fyndni tekst honum svo illa, að skynbærir menn fá ósjálfrátt klígju af þessum lúalegu skrífum; ræður það af líkum, því að drengurinn er, sem kunnugt er, afarilla pennafær. Sök sér væri nú, ef sveinstauli þessi tæki fyrir opinber cfni, úr pólitík eða öðru, eða þær persónur, er þar verða sér til smánar, og reyndi að gera atferli þeirra hlægilegt. Sllkt þykir ekki óvið-' eigandi annarstaðar hjá mönnum, er kunna með að fara. En þvl er |nú ekki að heilsa hér, enda mun hann alls ekki hafa hugrekki til þess. Heldur ræðst hann á einstæðinga, sem ekkert hafa til saka unnið; veit, að þar er ekkert að óttast, og engrar refsingar að vænta, þó hann níði skikkanlegt fólk, sem aldrei kemur opinberlega fram, en vinnur dyggi- lega í kyrþey að sínum heimilishag. En það er gömul saga, að ónytjungamir geta ekki látið þá í friði, er vilja stunda sam- viskusamlega sína köllun, innan síns verka- hrings, í staðinn fyrir að rápa frá einii til annars svo sem flysjunganna er siður. Mun almenningur geta dæmt um, hvort starfið er þarfara og virðingarverðara. En ilt er það, að erfitt er að koma fram ábyrgð á hendur snápum þessum, sem þó verðskulda, að hýðast vendi laganna, því að þeir standa bæði beinlínis og óbeinlínis fyrir því, að vanvirðandi og hnekkjandi slúðursögur breiðast út um saklaust fólk. Fyrirlitning heiðvirðra manna bera þeir þó altaf úr býtum, og mun hún að mak- legleikum fylgja þeim nú og framvegis. K o n a . Þingvísur 1911. Mannþröng mikil var fyrir utan þing- húsdyrnar þingsetningardaginn. Ari Jóns- son alþm. varð þar viðskilja við þing- mennina, og gekk illa að ná inngöngu. Þá orti Einar Jochumsson þessa vísu: »Lofið honum Ara inn, elskanlegir vinir; það er mesta þægðarskinn, þingmaður sem hinir«. Þegar vantraustsyfirlýsingin var á dag- skrá. fanst þessi á gólfinu í neðri deild: »Gott er að standa á gömlum merg, gjaldþroti að hamla; selt hef eg fyrir silfurberg sálina — þeim gamia*. Eftir atkvæðagreiðsluna þar fæddust þessar: »Þegar valdalystug Ijón lögðu Björn að velli, dragsúgsvera doktor Jón drap 1 hárri ellic. »Aldrei kveið eg ósigri, oft þó seiða magnaði, en að greiða atkvæði er mér neyð og skaðræði*. Síðan fæddist þessi, er ráðherraútnefn- ingin kom til: »Það er orðið opinbert og ekki sagt í skensi, að þeir hafi í gærdag gert Gunnar að Excellence*. Þessi frá útnefningunni. Þm. Bolv. er er karl að vestan, Gísli að nafni: »Fyrst að alt er farið í þrent og flokkar um völdin þinga, því er kongi þá ei bent á þingmann Bolvfkinga«. Hvað er að frétta? Slysfarir. Aðfaranótt 22. þ. m. urðu þeir úti á leið frá Blönduós Björn Kristófersson bóndi í Hnausum og Björn Sigurðsson bóndi á Litlu-Giljá. Blindhrfð var. Hvortveggja merkir bændur. Maiiualát- 10. f. m. lést í Winni- peg séra Oddur V. Gíslason fyrv. prestur í Grindavík. — 27. f. m. lést í Kaupm - höfn Bjarni læknir Thorsteinsson, sonur Steingríms rektors. Hann fékst mikið við sálfræðislegar rannsóknir. Lausn frá prestsskap hefir sr. Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað fengið. 3Výr v «Tui-l>:Vt in-, er Matth. Þórð- arson á, slitnaði upp á höfninni í Gerð- um í morgun og rak upp á kletta og brotnaði. Málaiérli. Eins og lesendur Þjóð- ólfs rekur minni til, áttu þeir í allsnörp- um blaðadeilum Jóh. Jóhannesson og Jónas kennari frá Hriflu, sem lank þannig, að þeir höfðuðu mál hver á móti öðrum. Nú hafa mál þeirra verið dæmd þannig, að Tóhann hefir fengið 60 kr. sekt, en Tónas 100 kr. sekt og báðir málskostnað að auki. Svo fór um sjóferð þá. Hestur tll sölu strax, eða með vorinu, rauður 7 vetra, 51V*” á hæð, alinn í nokkra vetur, afbragðsvel viljugur, hefur allan gang, en þó mest tölt og vekurð, fljótur vel og án galla, að því undanteknu, að hanD er hlaupstyggur. Kostar 275— 300 kr. Ritstj. vlsar á. Skilviniuolía, Ostahleypir, Sýruvekjari, Smjörlitur, selst ódýrt. Sturla dónsson. Svartiir íburður í olíuföt, fæst í verslun Sturla Jónsson. Um þingtímann verður Landsskjala- safnið opið á mánudögum, miðviku- dögum, föstudögum og laugardögum kl. 12—2. 17. Febrúar löll. Landsskjalasafn. fyrir fullorðna og börn, vetrar- jakkar og Yfirfrakkar af öllum stærðum, og selst óvanalega ódýrt. Sfurla Sónsson. Ritstjóri og abyrgðarm.: Pétur Zóphóníasson. Prentsmiðjan Gutenberff.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.