Þjóðólfur - 10.03.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.03.1911, Blaðsíða 1
63, árg Reykjavík, Föstudaginn 10. Marz 1911. JtS ÍO. N efndar álit um innsetning: gæslustjóra Ed. við Landsbanhann, Frá rannsóknarnefnd Ed. um ifcrðir landstjórnar- innar í Laudsbankainálinu. Með bréfi, dags. 15. f. m., hefir Kristján Jónsson háyfirdómari borið sig upp undan því við háttv. efri deild, að ráðherra hafi 22. Nóv. 1909 vikið sér úr gæzlustjórasæti þvi við Landsbankann, er deildin hafði hvað eftir annað kosið hann í, allar götur frá 1. Júlí 1898 til 30. Júni 1914, sem og yfir því að ráðherra haldi því sæti enri ólöglega undir ann- an mann. Jafnframl hefir hr. Kr. J. skorað á deildina, að gera ráðstöfun til þess, að tekið verði við honum sem gæzlustjóra í bankanum, að hon- um verði greidd gæzlustjóralaun hans óskert, og að honum verði endur- goldinn kostnaður sá, er hann hefir lagt fram til að halda uppi rétti sín- Mm og deildarinnar gagnvart landsstjórninni. Eins og kunnugt er orðið, innan lands og utan, vék ráðherra eigi að eins hinun^ s//órnkjörna framkvæmdarstjóra Landsbankans úr sýslan hans áðurnefndan dag, 22. Nóvbr. 1909, heldur og báðum hinum /nngkjörnu gæzlustjórum. Bankastjórunum var vikið frá fyrirvaralanst. Þeim var ekki gefið til kynna, hvað þeir hefðu unnið til saka, og því siður veittur kost- ur á að verja sig. Ráðherra bannaði jafnvel útsendingamanni stjómar- tíðindanna, er tók við öllu upplaginu af Landsbankarannsóknarnefndar- skýrslunni, að Iáta nokkuð eintak af henni til bæarmanna, fyr en hann befði sent hana með landpóstum út um landið, enda fengu hjnir afsettu bankastjórar skýrsluna ekki fyr en hún hafði verið send með póstum út um land, og urðu þá að kaupa hana sjálfir. Bankanum var lokað, að ráðstöfun landsstjórnarinnar, i raiðjum starfstfma og bankastjórnin sam- stnndis Iátin skila sjóðum bankans, bókum og lyklum í hendur banka- stjórn þeirri.er ráðherra hafði skipað um leið og hann vék hinni frá. Ráðherra lét birta ráðstöfun þessa með götuauglýsingum víðsveg- ar um bœinn og lét auk þess 8Íma hana bæði til útlanda og víðsvegar innan/unds, þar á meðal til stjórnarþingmanna og heldri ritsímastöðva, er aflur voru látnar birla hana með uppfestum auglýsingum. Stjórnar- blaðið »ísafold«, XXXVI. árg. 77. tölublað, er, eitt meðal margra annara gagna, sönnun þess, að þann veg var þessari minnisstæðu stjórnarráð- stöfun háttað. Ráðherra gaf gæzlustjórunum að sök, að þeir hefðu sýnt af sér »marg- víslega, megna og óafsakanlega óreglu . . . og frámunalega lélegt eftirlit« með bankanum, og skaut sér jafnframt undir heimild 20. gr. bankalaganna frá 18. Sept. 1885. Áður en ráðherra vék bankastjórninni frá, hafði hann látið 3 manna nefnd »rannsaka allan hag Landsbankans«. Nefndin var skipuð 26. Apríl 1909 2 mönnum úr stjórnarráðinu og 1 reikningslærðum kandídat, en allir voru nefndarinennirnir ófróðir menn um bankastarfsemi. Það er sannað með framburði bæði hins stjórnkjörna og þingkjörna endurskoðara, að ráðherra hafði ekki leitað upplýsinga hjá þeim ,um hag bankans, áður en hann skipaði nefndina. Og enn er það sannað með framburði landritara og skrifstofustjóra þess í stjórnarráðinu, er bankinn heyrir undir, að landsstjórninni hafi ekki borist neinar kærur yfir bankastjórninni, áður en nefndin var skipuð, enda er þvi óbeinlínis játað í bréfi ráðherra til nefndarinnar 3. þ. m. — Loks er það sannað með framburði landritara og fyrnefnds skrifstofu- stjóra, að ráðherra hafi eigi borið nefndarskipunina undir þá, enda hafði skipunarbréf nefndarmannanna ekki verið samið i stjórnarráðinu. Landritari hefir auk þess borið það fyrir nefndinni, »að hann hafi minst á það við ráðherra, að sér fyndist undarlegt, að gengið væri fram hjá stjórnarráðinu í slíku máli, og hefði þá ráðherra sagt eitthvað á þá leið, að það væri samþykt á llokksfundi og væri því pólitík1) og þvi stjórnar- ráðinu óviðkomandi«. Landritari kveðst og »hafa lagt á móti einum nefndarnianni, og kvaðst vita til, að ráðherra hefði viljað taka tillögu hans til greina, þótt ekki hefði úr því orðið«. En það má telja sannað, að engin slík samþykt hafi verið gerð á flokksfundi og landritaii hefir eftir ráðherra. Um mánaðamótin Sept. og Okt. 1909 gengu 2 af nefnd- armönnum úr nefndinni og skipaði ráðherra þá í þeirra stað 2 nýa menn, er jafnvel munu hafa verið enn ófróðari um bankamál, en þeir er úr gengu. Fyrri formaður Landsbankarannsóknarnefndarinnar liefir þó borið »að þeir (a: hann og meðnefndarmenn hans) hafi mikið til verið búnir með endurskoðunina, þegar hann lét af starfinu, 2. Okt. 1909«, eða »að rannsókninni hafi aðaliega verið lokið, þegar hann vék úr nefndinni«, eins og bókað er eftir honum í öðru sambandi. Um frávikningarbréiið 22. Nóv 1909 gegnir líku máli og um nefndar skipunarbréfið, að því leyli til, að vitni landritara og skrifstofu- stjóra, að það var undir hvorugan borið og hafði ekki verið samið i stjórnarráðinu. Hvorugur vissi um þá ráðstöfun fyr en nokkrum mínútum áður en þeir voru sendir ofan í Landsbankann til að fullnægja frávikningunni. Landritari kvaðst »hafa gert sitt ýtrasta til, að fá breytt orðalaginu á bréfunum til gæzlustjóra, en ekki fengið því framgengt, því að ráðherra hefði sagt, að þau væru nákvæmlega yfirveguð«. — Og hvorugur þeirra, landritari eða skrifstofustjóri, vissi til, að landsbanka- stjórnin hefði verið kærð á undan afsetningunni af öðrum en rannsóknar- nefndinni, enda er því óbeinlínis játað i fyrnhfndu bréfi ráðherra til nefnd- arinnar 3. þ. m., að honum hafi eigi borist aðrar kærur, en frá rann- sóknarnefndinni. Rannsóknarnefndin lauk ekki starfi sínu fyr en 21. Janúar 1910. F*ann dag sendi hún, samkvæmt eftirriti úr stjórnarráðinu af bréfi nefndarinnar, stjórnarráðinu skýrslu um starf sitt, en hins vegar sendi hún því hvorki gjörðabók sína eða bók þá um mat á útistand- andi skuldum bankans, er nefnd er á bls. 17 í hinni prentuðu nefndar- skýrslu, enda voru þær bækur hvorki til í stjórnarráðinu né í bankan- um i byrjun þessa mánaðar. Eins og tekið er fram að framan, bar ráðherra 20. gr. bankalag- anna frá 1885 fyrir sig, sem heimild til frávikningarinnar. Því verður nú og að játa, að ráðherra hafði að forminu til heimild til að víkja bankastjórninni frá, en gœzZustjórunum gat hann þó að eins vikið frá »um stundarsakir«. En nú, þó að nefnd lagagrein hafi heimilað ráðherra vald þetta í orði kveðnu, þá er það sjálfgefið, að önnur eins ráðstöfun og frávikning allrar bankastjórnarinnar getur því að eins talist forsvaranleg, að mjög ríkar ástæður hafi verið fyrir hendi. Og er þá á þær að líta. Hér verða þær ástæður þó ekki krufðar til fullnaðar, sérstaklega vegna þess, að nefndin hefir afráðið að gera að svo stöddu að eins tiiiögu ura inn- setningn hr. Kr. J. sem gæzlustjóra Ed. við Landsbankann, enda hefir e. d. og n. d. nefndin skipt svo verkum með sér, að hin síðarnefnda rannsaki sérstaklega hag bankans, þar á meðal hið svokallaða mat á tapi hans. F*ó skal þess getið, að ckki getur verið að ræða ura aðrar bréffestar skýrslur frávikningunni til stuðnings, en þær sem komu frá rannsóknarnefndinni og prentaðar eru í skýrslu ncfndarinnar. F’etta er sannað bæði með framburði landritara og margnefnds skrifstofustjóra. F*vi er játað af nefndarmönnum þeim 2, sem náðst hefir til, og því er loks óbeinlínis játað af ráðherra sjálfum í oftnefndu bréfi hans 3. þ. m. En sakir þær, sem nefndin sérftaklega skýrði ráðherra frá, má sjá af bréfi nefndarinnar til ráðherra frá 21. Júní 1909, Rannsóknarnefndarskýrslan bls. 71—73, og af bréfi frá 16. Nóv. samæris Rsnsk. bls. 54—57. Með fyrra bréfinu er bankastjórninni fundið það til foráttu, að hún hafi eigi haldið gjörðabók. í lögum bankans er hvergi gert ráð fyrir gjörðabók, en í 8. gr. reglugjörðar bankans frá 8. Apr. 1894 er svo ákveðið, að hver bankastjóranna geti heimtað »ágreiningsatkvæði sitt ritað í gjörða- bók«. Bankastjórarnir hafa skýrt svo frá, að slík krafa hafi aldrei komið frarn af hendi nokkurs þeirra, og hafi því gjörðabók sú, er reglugjörðar- greinin ein gerir ráð fyrir, aldrei verið haldin af þeim. En þó að skip- un stjórnarráðsins í bréfi til bankastjórnarinnar 1. Okt. 1909, Rannsókn- arnefndarskýrslan bls. 73 neðst, um að halda gjörðabók frá þeim degi væri talin lögleg, þá gæti það atvik, að bankastjórnin mæltist um stund undan fyrirskipuðu gjörðabókarhaldi með engu móti réttiætt ann- að eins örþrifaráð og frávikninguna 22. Nóv. 1909, enda sést það á bréli stjórnarráðsins til bankastjórnarinnar 13. Okt. 1909, Rannsóknarnefndar- skýrslan bls. 76—77, að bankastjórnin hefir sent sljórnarráðinu gjörða- bókareftirrit frá 7. Okt. Hér má og geta þess, að ráðherra félst á það 15. Nóv. 1909, að við svo búið mætti standa um gjörðabókarhaldið, að því ei þeir Kristján Jónsson og Eiríkur Briem hafa haft eftir honum, enda ininnist ráðherra ekki á gjörðabókarhaldið eftir þann dag. Og víkur þá máli að hinni ástæðunni, ndalástœðunni, sem virðist hafa verið til frávikningarinnar í augum ráðherra, wvíxlakaupura starfs- manna Landsbankans«, er nefndin kallaði hana og Iagði svo mikið upp úr, að hún þóttist tilneydd að gefa ráðherra sérstaka skýrslu um það áðui en rannsókninni var lokið, sbr. áður nefnt bréf 16. Nóv. Þar er banka- stjórninni gefið það að sök, að vantað hafi »skriflega útgjaldaskipun«. al hennar hendj fyrir rúmum 250 víxlum, alls að upphæð yfir 140,000 kr Bankastarfsmennirnir eru i skýrslunni taldir hafa »keypt« þessa vixla, sum- part samkvæmt fyrirframgefnu sérstöku leyfi þáverandi framkvæmdarstjóra og sumpart í heimildarlej-si bankastjórnarinnar. Og er þelta kallað bæði »ríða í bága við lög og reglugerð bankans og hættulegt fyrir bankann«. Það er nú að vísu svo, að tíðkast hefir í bankanum lengst af, síðan hann komst á fót, að láta skriflega útgjaldaskipun fylgja tilkynning um kaup eða framlenging á víxli, eftir því sem fram hefir verið borið fyrir nefnd- inni, bæði vegna herbergjaskipunar í bankabúsinu og til tryggingar því, 1) Auðkent af oss.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.