Þjóðólfur - 10.03.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.03.1911, Blaðsíða 2
3* ÞJOÐOLFUR að sá hluti hins keypta víxils, er renna hafi átt aftur inn í bankann til greiðslu annara lána, lenti á réttum stað. En »skrifleg útgjaldaskipun« er hinsvegar hvorki fyrirskipuð í lögum bankans né reglugerð, enda ekki tíðkuð annarsstaðar. Annað mál er það, að starfsmenn bankans mega ekki upp á sitt eindœmi kaupa víxla. En það hafa þeir heldur ekki gert eftir því sem upplýst er fyrir nefndinni. Starfsmönnum þeim, sem sakaðir eru um víxlakaupin, bankagjaldkeran- um og bankabókaranum, hefir borið saman við fyrverandi framkvœmdar- stjórn um það, að þeir hafi haft sumboð1) framkvœmdarstjóra til þess að kaupa (framlengja) víxla, án sérstakrar nýrrar útgjaldaskipunar, þegar ekki nœðist til bankastjórnarinnar, en vixli lœgi við afsögn, er vixillinn vœri lcegri en hinn eldri víxill og trygging eigi minnPja. Þeir bæta því við, að þeir hafi þó »oftast spurst fyrir um það (o: víxlakaupin) hjá fram- kvæmdarstjóra eða þeim gæzlustjóra, er til náðist i síma, og hafi á þann hátt fengið munnlega útgjaldaskipun ætíð þegar til þeirra náðist«. Þá hata þeir og fortekið, að þeir hafi »nokkru sinni keypt víxil, sem ekki var til greiðslu annars vixils, án skriflegrar útgjaldaskipunarxj og fram- kvæmdarstjórinn hefir fullyrt »að hann hafi aldrei orðið var við, að banka- starfsmennirnir hafi keypt nýan víxil«. Samkv. 22. gr. bankalaganna 1885 annast framkvæmdarstjóri »dag- leg störf bankans og stýrir þeim undir umsjón gæzlustjóranna og með að- stoð þeirra«. Til »daglegra starfa« virðist flestu fremur mega telja víxla- kaup bankans, enda hefir það viðgengist frá því að bankinn komst á fót, að framkvœmdarstjóri keypti einn víxla án íhlutunar gæzlustjóra, um aðra víxla en þá, er keyptir voru að þeim viðstöddum eða fram- kvæmdarstjóri bar sérstaklega undir þá. Að öðru leyti hefir umsjón þeirra með víxlaeign bankans aðallega verið fólgin í rannsókn á henni við og við. Hinsvegar mundi framkvæmdarstjóri ekki lögum samkvæmt hafa getað falið bankastarfsmönnum sínum að kaupa víxla yfirleitt. Og því verður ekki neitað, að misbrúka hefði mátt aðferð þá um framleng- ing víxla, er lýst er hér að framan. En þegar litið er á öll atvik, sér- staklega hve stuttur starfstími bankans var daglega, og til áreiðanlegleika og kunnugleika hlutaðeigandi bankastarfsmanna, þykir hér um rædd að- ferð ekki óforsvaranleg, enda er það upplýst með framburði 2 manna fyrir nefndinni, að allir þeir víxlar, er hér um ræðir, séu nú annaðhvort borgaðir með peningum eða framlengdir af núverandi bankastjórn, og hefir bankinn þannig ekkert tjón beðið af hér umrœddum vixlum, er fráfar- inni bankastjórn verði um kent. Um önnnr atriði en þau, sem talin eru að framan og máli skifta, hafði rannsóknarnefndin ekki tátið ráðherra í té skriflega skýrslu, er frávikningin fór fram. Sérstaklega athugast, að nefndin hafði þá ekki sent ráðherra neina skýrslu um svokallað mat sitt á »tapi« bankans, enda hafði nefndin þá hvergi nærri fullrannsakað það. Hin svokölluðu víxla- kaup starfsmanna bankans hafa þvi, eftir því sem á undan er gengið, eftir öllum likindum verið einkaás/œða ráðherra til frávikningarinnar. Því að eftir munnlegn skrafi nefndarmanna eða annara má búast við, að jafnvel ráðherra hafi eigi farið. En vixlakaupakæran réttlætir með engn móti fremur en gjörðarbókarkæran stjórnarráðstöfunina 22. Nór. 1909. Og yfirleitt mun mega segja, að hún mundi hafa verið óréttlœtanleg, svo sem henní var háttað, hvernig sem á hefði staðið, því að jafn- vel þó að um glæpi hefði verið að ræða af hendi bankastjórnarinnar, hefði þó vegna bankans og almennings átt að haga bankastjóraskiítun- um og öðrum nauðsynlegum ráðstöfunum með sem mestri varúð og að minsta kosti hvelllaust. En hvað sem þessum og öðrum »ástæðum« til frávikningarinnar líður, þá gat ráðherra ekki lögnm samkræmt varnað hinum þingAýö/vui gœzlustjór- um að taka sœti i stjórn Lundsbankans eftir 1. Janúar 1910. Samkvæmt hlutarins eðli getur sá einn leyst mann frá starfi, hvort heldur til fulls eða um stund, er selti manninn til starfsins. Gæzlustjórarnir við Landsbank- ann eru kjörnir sinn af hvorri þingdeild. Deildirnar eru því einar þess megnugar, að taka starfið af gæzlustjórunum nema sérstök heimild verði sýnd fyrir. Samkv. 20. gr. bankalaganna 1885 var landshöfðingja, nú ráðherra, heimilað að víkja gæzlustjórunum frá, en einungis „um stund- arsakir“. Sú heimild féll niður 1. Janúar 1910, er hin nýu banka- lög frá 9. Júlí 1909 gengu í gildi. Með 8. gr. nýnefndra laga er sá kafli bankalaganna frá 1885, er 20. gr. þeirra stendur í, numinn úr gildi með berum orðum. Auk þess sést það Ijóslega af 1. gr. laganna frá 1909, að ráðherra hefir ekki verið ætlað vald til að víkja gæzlustjórunum frá um stundarsakir. Honum er þar fengið vald til að víkja »bankastjórunum, öðrum eða báðum« frá, hvort heldur til fulls eða um stund, en á svip- að vald honum til handa yfir »gæzlustjórunum« er ekki minst og er þeirra þó getið í greininni. Yfirleitt gera lögin alstaðar mun á hinum stjórn- skipuðu bankastjórum og hinum þingkjörnu gæzlustjórum, svo sem í 4. og 5. gr. En úr því að ráðherra brestur heimild til að víkja gæzlu- stjórunum frá eftir 1. Janúar 1910, hlaut og frávikning hans 22. Nóvem- ber 1909, þótt' um stundarsakir hefði verið gerð, svo sem ráðherra nú heldur fram, þvert ofan í málsreyfingu sína fyrir landsyfirdómi, að falla úr gildi 1. Janúar 1910. Hafi frávikningin átt að vera um stundarsakir, hlaut hún að enda 1. Janúar 1910, en hafi hún átt að vera til fulls, var hún, að því er gæzlustjórana snerti, ógild eftir þágildandi lögum. Því er og slegið föstu með 2 óröskuðum landsyfirréttardómum, gengnum 25. April og 11. Júlí 1910, að frávikningin hafi verið ólögmæt. Hér má og minna á það, að illa hélzt á hinum stjórnkjörnu »gæzlustjórum«. Þeir voru skipaðir 7 á tæpum 3 mánuðum. Ráðherra hefir og nýlega kannast við það i þingræðu, að hann hafi verið að hugsa um að heimila gæzlu- stjórunum sæti þeirra í stjórn Landsbankans eftir l.Janúar 1910, en tjáð- ist hafa hætt við það, af því að dönsku bankamennirnir, er »Landmands~ 1) Auðkent af oss. banken« í Kaupmannahöfn sendi hingað til að skoða hag Landsbankans í desbr. 1909, tjáðust mundu leggja það til við forstöðumenn »Land- mandsbankens« að slíta viðskiftasambandi við Landsbankann, er þá skuld- aði fyrnefndum banka 803,751 kr. 53 aura. En þessi ástæða er, þótt sönn væri, ekki annað en fyrirsláttur. Fyrst og fremst hefir ráðherra aldrei grenslast eftir því hjá stjórn Landmandsbankens, hvort hún mundi áskilja það til framhalds viðskiftum við Landsbankann, að hinum þing- kjörnu gæzlustjórum yrði haldið utan bankans, svo sem stjórn Landmands- bankens hefir símað nefndinni. — í annan stað hefði Landsbankinn óhægð- arlaust eða óbægðarlítið getað svarað allri skuldinni út, ef á hefði þurft að halda, því að 3. Janúar 1910 greiddi hann Landmandsbanken upp í nefndar ............................................... 803,751 kr. 53 487,500 — » Og stóðu þá ekki eftir nema ........................... 316,251 kr. 53 En upp í það átti Landsbankinn í vörslum »Landmandsbankens« 229.000 kr. í dönskum| verðbréfum, talin að gangverði í efnahagsreikningi bank- ans 1909 að upphæð 202,617 kr. 50 aur., Stjt. 1910 B. bls. 153, er selja mátti samstundis í dönsku kauphöllinni og loks 587,000 kr. í bankavaxta- bréfum hjá »Landmandsbanken« er selja hefði mátt landssjóði, og hann átti ærið fé til að borga með, þar sem hann átti þá í bönkum 756,000 kr., sbr. Landsreikninginn 1909. — Og í þriðja lagi hefði það ekki verið nægileg ástœða til að brjóta skýlaus lög, þó að »Landmands- banken« hefði hótað viðskiftaslitum og Landsbankinn komist í kröggur fyrir það. Af því sem á undan er gengið er það bert, að nefndin ræður deildinni til að hlutast til um, að tekið verði tafarlaust við hr. Kr. J. sem gæzlustjóra við Landsbankann, en af því leiðir aftur, að greiða verður honum lögákveðin gæzlustjóralaun frá 1. Jan. 1910. Fyrir Desembermán. 1909 ætti hann aftur á móti, samkv. venju um menn, er vikið er frá um stundarsakir, að eins að hafa liálf laun. Og til bóta fyrir útlagðan kostnað, til að sækja rétt sinn (og deildarinnar), gagnvart landsstjórn og bankastjórn Landsbankans, á hann tæplega heimtingu að lögum. En af því að öll framkoma landsstjórnarinnar hér að lútandi er fullkomið einsdœmi, leggur nefndin þó til, að deildin hlutist til um að öllum kröf- um hr. Kr. J. verði tafarlaust fullnægt. Áður en nefndin skilst við málsatriði þetta, getur hún ekki leitt hjá sér að skýra deildinni frá framkomu ráðherra gagnvart nefndinni, um leið og hún geymir sér rétt til, þegar loka-tillögur hennar verða fram- bornar, eða eftir atvikum fyr, að gera þar að lútandi tillögu til deildar- innar. Daginn eftir að nefndin var skipuð eða 23. f. m., æskti nefndin skýrslu ráðherra um það, hvort hann hefði spurst fyrir um það, hvort stjórn »Landmandsbankens« mundi slíla viðskiftasambandi við Landsbank- ann ef gæzlustjórarnir væru látnir taka við sætum sínum, svo sem ráð- herra hafði gefið í skyn að mundi verða. 27. febr. var skrifara nefnd- arinnar og þm. Akureyringa falið, að minna ráðherra á, að senda eftir- æsktar upplýsingar og sérstaklega skýrslu dönsku bankaskoðunarmann- anna, er hann hafði heitið að senda nefndinni í þingræðu 24. s. m. Þeir gerðu það, en það kom fyrir ekki. 1. þ. m. endurnýjaði nefndin kröfu sína bréflega. Með bréfl 2. s. m. býðst ráðherra til að lesa álit dönsku bankaskoðunarmannanna fyrir nefndinni eða beggja deilda nefndum í sam- einingu. Með bréfi dags. daginn eftir, endurnýjaði nefndin fyrnefnda kröfu um upplýsingar og kvaðst jafnframt viðbúin að kynnast álitsskjal- inu kl. 6 þá um kvöldið, en ráðherra tjáðist þá forfallaður en sagðist verða »viðlátinn í fyrramálið á morgun«. Nefndin reit þá ráðherra sam- dægurs, og kvaðst mundu halda fund með honum kl. 9 árdegis daginn eftir. Ráðherra kom ekki á fundinn fyr en kl. 9V4 og skírskotast um framkomu hans þar til neðanprentaðs eftirrits af fundargerðinni. Að svo mæltu leyfir meiri hluti nefndarinnar sér að ráða háttv. deild til að samþykkja eftirfarandi Tillögu til þingsályktunar: Efri deild alþingis ályktar, að skora á ráðherra, að hlutast tafarlaust til um það, að tekið verði nú þegar við Kristjáni Jónssyni háyfirdómara sem gæzlustjóra í Landsbankanum, að honum verði greidd lögmælt gæzlustjóralaun frá 1. Desbr. 1909 og að honum verði endurgoldinn út- lagður kostnaður hans til að sækja rétt hans og deildarinnar gagnvart ráðherra og bankastjórn Landsbankans. Efri deild alþingis, 6. Marz 1911. Lárus H. Bjarnason, Stefán Stefánsson, formaður, framsögum. meiri hl. skrifari. Sigurður Stcfánsson. Aug. Flygenring. Ár 1911, 4. Marz átti nefndin fund með sér á sama stað kl. 9 árdegis. Allir á fundi. Fundurinn er aukafundur, haldinn til þess að taka við framboðinni skýrslu ráðherra um skoðun dönsku bankamannanna, samkvæmt bréfi hans 2. Marz og áritun hans á bréíi nefndarinnar 3. p. m., sem og til að taka við áður umkröfðum upplýsingum af hans hendi. Ráðherra kom á fundinn kl. 9ll*. Formaður nefndarinnar bað hæstvirtan ráðherra prisvar, að gera svo vel og fá sér sæti og tiáði honum, að nú væri nefndin, eins og hann hefði spurt urn í bréfi 2. þ. m., viðlátin að hlýða til »er skjalið er lesið tyrir henni« o: »yrði lesið fyrir henni«, en ætlaði sér jafnframt að spyrja hana ýmsra spurninga. Ráðherra fékst ekki til að taka sér sæti, og heldur ekki til þess að tala við, eða vikja máli sínu að formanni eða neinum nefndarmanna, en stóð við boröshornið hjá Sigurði lækni Hjörleifssyni, nefndarmanni, sneri sér frá nefndinni, og talaði við hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.