Þjóðólfur - 10.06.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.06.1911, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 63. árg. Reykjavík, Laugardaginn 10. Júní 1911. J»23. Bændaveiðar 09 féfletting. Bændaveiðar eru reyndar ekki alveg ný atvinnugrein hér á landi. Þær hafa þekst hér áður í ýmsum myndum. Nú er verið að byrja að reka hér nýja tegund bændaveiða. Það er full ástæða til, að vara menn við henni. Aðferðin er þessi: Maður einn hér í Reykjavik, sem vér hirðum ekki að nefna, að minsta kosti ekki að sinni, sendir menn út um land, til þess að fala að jarðeigend- um námurétt á landi þeirra. Hann borgar þessum mönnum ferða- kostnað og gott kaup; en bænd- unum mun vera boðið svo sem tuttugu til tuttugu og fimm krónur fyrir námuréttinn á jörðu þeirra. Það er nú svo sem ekki tilgang- ur kaupandans að fara að leita sjálfur að neinu verðmætu í jörð- inni, því síður að fara að reka þar námustarf. Nei, tilgangurinn er, að kaupa upp fyrir gjafvirði sem mest af námuréttindum jarða í þessu landi. Síðan á að hafa námuréttindin á boðstólum fyrir útlendinga, Breta og Þjóðverja, og selja þeim réttindin fyrir ærið verð — og það er varla að efa, að Reykjavikur-maðurinn, sem keypti eða leigði námuréttinn af íslenzku bændunum fyrir sama sem ekkert verð, getur grætt, og ætlar sér að » græða, tugi eða hundruð þúsunda króna á þessu bralli. Ekki fyrir það að svo mikil líkindi séu til, að margt verulegt verðmæti sé hér í jörðu fólgið, heldur af því, að ekki þykir samvizkusök að narra gullauðgan Bretann, og — ef á þarf að halda — salta handa hon- um námurnar. Ekki er þó iyrir það að synja, að dýrir steinar séu til hér á landi og, ef til vill, eitthvað af málmum. En ef svo reynist, þá væri sjálf- sagt hyggilegra fyrir jarðeigendur að eiga námurétt sinn sjálfir og selja eða leigja hann sjálfir þeim útlendingum, sem kynnu vilja kaupa. Því að þar sem eitthvað verulega verðmætt er i jörðu eða á af málum eða dýrum steina- tegundum, þar er fásinna að fleygja frá sér réttindunum fyrir fáa tugi króna; þvi að þau geta þá verið mörg hundruð króna í árlegt eftir- gjald. Þessir kaupahéðnar, sem nú fara yfir landið eins og logi yfir akur, þeir setja sjálfir saman samninga við bændur og stýla þá eins og þeim sjálfum sýnist. Fæstir bænd- ur, og jafnvel fæstir prestar líka, bera skyn á að orða samning svo, að eigi sé nein gloppa á fyrir kaup- anda til að smjúga í gegn um og losna þannig við skuldbindingu sína, ef þeim býður svo við að horfa. Þeir jarðeigendur, sem endi- lega vilja selja réttindi undan landi sínu, ættu þó aldrei að skrifa und- ir samningana sjálfir, heldur fá lög- fræðing til að gera samningana fyrir sig. Nái þeir í sýslumann, mun oftast mega fá hann til að gera þetta. Sé þess eigi kostur, þá er hezt að senda áreiðanlgum málaflutningsmanni umboð sitt til að gera samninginn fyrir sína hönd. Til þessa skyldu menn þó forðast að hafa þá málaflutnings- menn, sem sjálfir eru riðnir við námubrask, eða menn vita, að eru opinberlega eða leynilega í félags- skap við námabraskara eða aðra fjárglæfra-menn. Skulumvér benda hér á fáeina: 1 Reykjavík t. d. Eggert t'.laessen, Lárus Fjeldsted, Odd Gíslason, Vigfús Einarsson, alla saman áreiðanlega og vandaða menn, sem eigi er kunnugt um að sé neitt við námubrask riðnir. Á Akureyri má nefna Björn Líndal og Valdemar Thorarensen; en á Isa- firði Guðmund Hannesson. Nú er nýlega einn sendimaður- inn heim kominn norðan úr Húna- vatnssýslu, en annar leggur bráð- um á stað austur í Breiðdal, og ef til vill viðar um Múlasýslur, báðir í erindum þess námubrask- ara hér í Reykjavík, sem vér gát- um um í upphafi þessarar greinar. Það er tilgangur þessara lina, að vara menn alvarlega við að lenda í klónum á þessum bænda- veiðurum. ★ * * Síðan framanrituð grein var skrifuð, höfum vér orðið þess áskynja, að námubralls-maðurinn hér í Reykjavík er ekki annað en umboðsmaður Einars Benedikts- sonar, reiðara »Vöruhússins tóma« hérna í Rvík (»tómthússmann« heyrum vér suma nefna hann). Þessi starfsemi hans er þó að eins eínn liður í viðleitni hans til að ná öllum auðsuppsprettum þessa lands úr höndum landsmanna og leggja þær undir útlendinga. — Fossum, námurétti, í einu oi'ði öllu verðmæti þessa lands, sem við fasteignir er tengt, reynir hann að ná úr höndum landsmanna í hend- ur útlendinga. Vér erum ekki að lá hr. E. B. og erindreka hans þetta. Hver skarar eld að sinni köku. En þeir mega heldur ekki kippa sér upp við það, þótt aðrir menn líti fi'em- ur á hag landsmanna, en á hag þeii’ra. „Ijvalfjaran mikla“. (Eftir „Lögréttu"). Svo nefnir „ísafold" grein, sem upphaf er að, í síðasta blaði hennar (3. þ. m.) og ræðir hán um embættis- veitingar og sýslana Hannesar Haf- steins. Fyrst er það auðvitað skip- an stjórnarráðsembættanna, sem „ísa- fold“ finnur að, og segir að feitusta bitunum öllum hafi verið skift upp milli heimastjórnarmanna. — Þetta er rangt, því Eggert Briem var á- kveðinn andstæðingur heimastjórnar- innar, og þó var hann gerður að skrifstofustjóra. — Jón Hermannsson hefir aldrei tekið opinberann þátt í stjórnmálum. Enginn ráðherra -nema Björn Jónsson? hefði getað gengið fram hjá Jóni Magnússyni, sem hafði um mörg ár verið landritari og auk þess slíkur hæfileikamaður, og óverj- andi hefði verið með öllu, ef hann hefði ekkí verið gerður að skrif- stofustjóra, án tillits til þess hvaða flokki hann tilheyrði. — Svo kemur auðvitað vandlætingin, að gera ekki Indriða Einarsson að skrifstofustjóra; þeir sem kunnugastir eru telja það hafa verið vel ráðið af H. H. Það eru ekki altaf einhlýt meðmæli, að hafa haft einhver störf alllengi á hendi, því þó þau hafi mátt heita vansalaust af hendi leyst, þá er engin ástæða til að halda, að enn vanda- samari verk verði leyst svo af hendi, að vel megi við una, og ekki síst þegar tillit er tekið til þess, hvað surnir menn eldast fljótt. Og mörg- um er miklu sýnna um að vera undir stjórn annara en að stjórna sjálfir. Þegar ræða er um hlutdrægni í emhættisveitingum, þá verður að taka fult tillit til þess um hverja er að velja. En það gerir „ísafold" ekki. H. H. veitti t. d. Einari Bene- diktssyni Rangárvallasýslu, Guðlaugi Guðmundssyni Eyjafjarðarsýslu og Magnúsi Torfasyni ísafjarðarsýslu. Ekki voru þeir heimastjórnarmenn. Hverjir sóttu móti Björgvin Vigfús- syni um Skaftafellssýslu, Páli V. Bjarnasyni um Skagafjarðarsýslu og Guðm. Björnssyni um Barðastrand- arsýslu? Engir, sem með nokkurri sanngirni var hægt að taka fram yfir þá. Porgrimi Pórðarsgni, þjóðræðis- garpi miklum, var veitt Keflavíkur- læknishérað, þrátt fyrir það, þó 8 ára eldri kandídat, sem var heima- stjórnarmaður, sækti á móti hon- um. Voru þar hagsmunir heima- stjórnarinnar hafðir fyrir augum? Sigurður Thoroddsen, bróðir Skúla, varð kennari'við latínuskólann. Ekki var hann heimastjórnarmaður. Ekki fann „ísaf." eða Þjóðv. að þeirri embættisveitingu. Og ekki mintust þau á óánægju skólasveina með hann. Pórð Pálsson, tengdason Björns Jónssonar, flutti H. H. í miklu betra læknishérað. Var það gert í flokks- hagsmunaskyni ? „ísafold" finnur að því, að Stefán Stefánsson var gerður að skólameist- ara sjálfan kosningardaginn!! Því- lík býsnl Eins og ekki megi veita embætti „sjálfan kosningardaginn". Ekki gat það verið gert til að auka Stefáni fylgi í Skagafirði, því ef Skagfirsku kjósendurnir hefðu tekið eitthvert tillit til þess, að hafa skóla- meistara fyrir þingmann sinn, þá hefði það verið of seint að skipa hann kosningardaginn. Hvern átti að taka fram yfir St. St. ? Mann, sem búinn var að vera kennari við þenna skóla í rúm 20 ár. Alþingi 1907 veitti Einari Arn- órssyni styrk til að ransaka réttar- sögu Islands. Hann var þá ritstjóri „Fjallk." og því ekki heimastjórnar- maður. Hvern átti að skipa annan en hann sem kennara í rjettarsögu við lagaskólann? „ísafold" finnur að því, að í skattamálanefndinni hafi að eins verið einn stjórnarandstæð- ingur. Hún lætur þess ógetið, að fjórir nefndarmennirnir voru kosnir af alþingi með hlutfallskosningu og þá voru heimastjórnarmenn í svo miklum meiri hluta, að þeir komu að þremur mönnum. Átti Hannes Hafstein að skipa aðra menn í nefnd- ina en alþingi kaus? Eða áttu heimastjórnarmenn að kjósa í nefndina menn af andstöðu- flokki sínum? Ekki hafa þjóðræðishetjurnar gjört það. Hvað skyldi „ísafold" hafa sagt, ef núverandi ráðherra hefði ekki skipað þá Sig. Hjörleifsson og Magn- ús Blöndahl í peningamálanefndina, sem kosin var af alþingi? Þannig er alt á eina bókina Iært hjá „ísafold". En hvað hefir svo sjálfstæðisflokk- urinn gert þennan tíma, sem hann hefir setið við „kjötkatlana" ? Hafa þeir kosið heimastjórnarmenn í bankaráð íslandsbanka eða gæslu- stjóra Landsbankans og endurskoð- unarmenn hans? Eru þeir Ari Jónsson, Magnús Blöndahl og Sigurður Hjörleifsson heimastjórnarmenn? Eru þeir Vilhjálmur Briem og Bene- dikt Sveinsson heimastjórnarmenn? Nei! Peir eru ekki heimastjórnar- menn. »ísafo!d« veit ekki — vill ekki vita? að Bjarna frá Vogi var vikið frá kennarastöðu sinni eftir tillögum (stiftsyfirvaldanna) Hallgríms biskups Sveinssonar. — Og sú frávikning var svo réttmæt, að hvorki treysti „ísaf.* né „Fjallk." að finna að henni, þar til „Þjóðv, “ fann púðrið og sagði að hún væri af pólitískum rótum runnin. Þá kom auðvitað »ísafold« og öll halarófan á eftir ög hrópaði hástöf- um: »Bjarni frá Vogi pólitískur píslarvottur!« Hvað gerði Björn Jónsson við Landsbankastjórnina ? Setti hana af. Hvað gerði Björn Jónsson við tvo umboðsmenn? Setti þá af? Voru það sjálfstæðismenn? Nei! Peir voru heimastjórnarmenn. Hverja skipaði hann í staðinn? Voru það heimastjórnarmenn? Nei! Pað voru sjálfstæðismenn. Hverjir sóttu um bankastjóraem- bættin við Lan dsbankann, auk þeirra sem fengu?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.