Þjóðólfur


Þjóðólfur - 28.07.1911, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 28.07.1911, Qupperneq 1
63. árg. Reykjavík, Föstudaginn 28. Júlí 1911. 28. Sambandsmálið út af dagskrá. Mikillar áhyggju fékk það þeim Sjálfstæðis-landvarnarmönnum, er þeir lásu yfirlýsingu Heimastjórnarflokksins um, að hann ætlaðist eigi til, að þing- mannaefni flokksins hefðu sambands- málið uppi við aukaþingskosningar þær, er nú fara f hönd, og að því máli mundi eigi til lykta ráðið án þess það væri áður borið undir þjóð- ina. Göspruðu blöð þeirra um, að Heimastjórnarmenn rynnu af hólmi, og kölluðu óhæfu mikla, og hétu á flokksmenn sína, að ota fram sam- bandsmálinu engu að síður við þessar kosningar og allar þingkosningar hér eftir, að því er ráða má. Þegar betur er aðgætt, er það held- ur eigi mjög torskilið, hvers vegna þeir ota því fram. Þeir gera sér sem sé von um, að enn sé víman og tryll- ingurinn eftir síðustu kosningar eigi með öllu rokið úr þjóðinni, eða ef svo skyldi vera, þá hyggjast þeir að trylla hana með nýrri inntöku Það er ein- asta vonin! Meðan víman er í kolli, hættir mönnum við að gleyma, — og hér þarf að gleyma, gleyma tveggja ára óstjórn og ótal pólitiskum axarsköftum. Meðan víman er í kolli, hættir mönn- um við að sjá ofsjónir, — og hér þarf á þvf að halda, hér þarf að sja frambærilega þingmensku-hæfileika hjá mönnum, sem ekki hafa snefil af stjórn- málaviti eða stjórnmálaþekkingu. Þeir treysta sér ekki til að „præ- sentera" þingmannaefnin fyrir algáð- um kjósendum, — svo lítið hafa þeir til brunns að bera, treysta sér ekki til að koma þeim á þing, nema áður sé búið að hleypa kjósendunum í eins konar trylling, — ef ske mætti, að þeir þá í einhverju hræðslu-fáti kynnu að slysast til að greiða þeim atkvæði. Og til þess á að nota sambands- málið! En það er ekki til neins. Málið er þegar komið út af dagskrá að sinni, þótt Heimastjórnarmenn ekki taki það út. Og það voru Sjálfstæðis-landvarn- armenn sjálfir, sem spörkuðu því út af dagskrá* og það all-óþyrmilega, með meðferð sinni á þinginu 1909 og allri framkomu sinni eftir það. Danir hafa hvað eftir annað neitað að taka málið fyrir. Björn Jónsson mun hafa reynt það til þrautar, að því er ráðið verður af bréfi hans til flokksmanna sinna í fyrra vetur, en hann var, að eigin vitni, ekki sá „Þórr", að hann fengi knúð þá til að sinna því, að óvilja sjálfra þeirra, og rengj- um vér það eigi. Hyggjum vér og satt að segja, að sá „Þórr“ sé ekki til í liði þeirra Sjálfstæðis-landvarnar- manna, er geti það. Það mun óhætt að fullyrða, að eigi sé til þess hugs- andi, að Danir fáist til að sinna per- sónusambandi í fyrirsjáanlegri framtíð, svo Sjálfst.-lv.menn hafa gengið þar allsómasamlega frá málinu. En þeir hafa ekki látið hér við sitja. Þeir hafa ofan á þetta með öll- um sínum hroka, stórmenskubelgingi og pólitiskum rassaköstum, spilt svo sambúðinni á milli Dana og íslend- inga, að horfurnar eru nú sem stend- ur allískyggilegar, ef nokkuð er að marka dönsk blöð. Hugarfar Dana í vorn garð virðist gjörbreytt á þeim tveggja ára tíma, er sjálfstæðismenn hafa farið með völdin. í stað góð- vildar og vináttuþels, er komin óvild og hin megnasta tortryggni, og segja blöð Dana skýrt og skorinort, að ekki sé gaman að fást við menn, sem standa framan í þeim með hneiging- um og beygingum og hattinn í hend- inni og hýrubros á vörunum, en steyti hnefann og hræki á eftir þeim, er þeir snúi við bakinu. Meðan svo standa sakir, mun eigi þykja árennilegt að hreyfa mikið við sambandsmálinu, svo framarlega, sem vér af alhuga óskum að komast að þeim kjörum, er vel megi við una. Það er sem sé það leiðinlega við sambandsmálið, að samningsaðilarnir eru tveir — Danir og íslendingar. Það þýðir ekkert, þótt vér íslend- ingar tökum það upp og hömumst á því hér innanlands út af lífinu, — meðan Danir ekki vilja sinna því. Það þýðir ekkert, þótt vér íslend- ingar lýsum því yfir allir sem einn maður, að vér séum fullvalda ríki og samþykkjum persónusamband þing eft- ir þing með ótvíræðum meiri hluta, — meðan Danir ekki vilja líta við því. Og það þýðir ekkert, þótt Danir að síno leyti taki málið upp og sam- þykki eitthvað út í loftið, — sem ís- lendingar eigi geta felt sig við. Að ætla slíkt er ekkert annað en barnaskapur, að vér eigi. segjum ann- að verra. Grundvöllur sambandsmálsins er full- komin sátt og sami milli beggja samn- ingsaðila, sönn einlægni og traust á báðar hliðar. En því er sannarlega ekki að fagna °ú sem stendur, — svo er Sjálfstæð- ís-landvarnarmönnum fyrir þakkandil Þeim hefur tekist, — máske óvit- andi —, að stryka sambandsmálið út af dagskránni, en það er engin von til, að þeim takist að ota því fram aftur að óvilja mikils þorra lands- manna, — og óvilja hins samnings- aðilans, Dana. Nei, vér verðum enn um stund að gera okkur gott af að lifa við stöðu- lögin sælu, — svo hafa Sjálfstæðis- landvarnarmenn um hnútana búið, og ættu þeir sfst að kvarta undan því. Fréttir frá útlöndum. Friður í Mexíkó. Nýjustu fregnir frá Mexikó eru þær, að mesti friður og spekt ríki þar nú, og segja fregnritarar þar syðra, að almenningur hugsi allgott til stjórnar- skiftanna. Kosningar eiga að fara þar fram í október. Óeirðirnar undan- farið hafa vitanlega haft mjög víð- tæk áhrif á öll fésýslumál landsins, og landbúnað; erlent fé hætti að koma inn í landið, en um 56 miljónir pesos runnu út úr því. Viðskifti við erlendar þjóðir eru samt meiri en í fyrra. Stjórnmálahorfur á Pýzkalandi- Almennar kosningar eru f nánd á Þýzkalandi, og mikið rætt um lands- mál þar um þessar mundir, og eink- um fjárlagabreytingarnar, sem gerðar voru 1909. Verða þær svo sem að sjálfsögðu eitt aðalmálið við þessar kosningar. Vegur Bethman-Hollweg kanzlara hefur drjúgum vaxið einkum á síðasta þingi. Jafnaðarmenn og liber- alar eru mjög vongóðir yfir horfunum, eins og þær eru nú ; í 23 aukakosn- ingum, sem haldnar hafa verið síðan í júlí 1909, þegar Búlow kanzlari fór frá, hafa þeir komið að 9 nýjum þing- mönnum, og hafa þau úrslit gefið þeim og frjálslynda flokkinum tölu- verðan vind f seglin. Landeignir Fýzkalandskeisava. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari er rík- astur landeigandi allra Þjóðverja. Hann á fasteignir á 82 stöðum og ná þær samtals yfir 250,000 ekrur. Keisarinn hefur leigur af þessum landeignum sín- um í viðbót við þær fimm miljónir dollara, sem hann hefur í árstekjur. Næst-ríkasti landeigandi á Þýzkalandi er Pless prinz; hann hefur eignarhald á 125 þúsund ekrum. Loftfara-lög. Loftfaralög þau, sem nú hafa verið samþykt af Bretakonungi og gilda á Englandi, eru allvíðtæk; í þeim er meðal annars það ákveðið, að hver, sem brjóti þau, skuli verða fyrir sekt- um, sem fari þó ekki fram úr 3600 kr., eða mest 6 mánaða fangelsi, eða verði bæði fyrir sektum og fangelsi. Yflr Magara í flugvél. Mikill fjöldi manna hefur farið svaðfl- farir ýmis konar við Niagarafossaná, og margir látið líf sitt þar. Nú er loks farið að nota flugvélar í hættu- ferðir þessar. Það gerði fyrstur manna ofurhugi einn frá Kaliforníu, er heitir Lincoln Beachy. Flaug hann fram og aftur yfir fossana fyrra fimtudag, rjett eins og yfir slétta og græna grund væri að fara. En þó þótti það ekki minst fífldirfska, er hann hentist eitt sinn í fiugvjelinni með ofsa-hraða undir einn boga á stóru stálbrúnni, sem liggur yfir gínandi fossinn og komst ómeiddur undir brúna, en holdvotur að vísu vegna úðans úr fossinum. Brúarboginn er 160 feta hár, en 100 feta breiður, og er sagt, að Beachy hafi svifið að eins þrjátíu fetum ofan við vatnsflötinn, er hann fór undir brúna. Um 150,000 manns stóðu og horfðu á þessa svaðilför með öndina í hálsinum. Páflnn og líkbrenslan. Þær fréttir bárust út nýskeð, í ýms- um löndum, að páfa heíði snúist hug- ur um líkbrenslur og hefði nú ekkert á móti þeim. Þetta er í alla staði ranghermi eftir því, sem sjá má af nýjustu yfirlýsingum hans. Þar er það skýrt tekið fram, að þó að líkbrensla komi ekki í bága við neina trúar- setningu í kaþólsku kirkjunni, þá telji hún (kirkjan) sjer skylt, að halda fast við þá reglu, sem fylgt hafi verið frá elztu tímum, að greftra lík, en brenna ekki. Hins vegar leyfir kirkjan lík- brenslu þegar sjerstaklega stendur á, svo sem þegar um bráðar sóttir er að ræða og í orustum. Marokkó-málið. Lengi hefur Marokkó-ríkið í Afríku verið þyrnir í augum stórveldanna, þrætuepli þeirra og friðarspillir. Það liggur, sem kunnugt er, gegnt Spáni, að sunnanverðu við Gibraltarsund, og hafa Spánverjar og Frakkar átt mikil mök við Marokkó-menn. Margar fleiri þjóðir hafa sótt þangað í verzlunar- erindum. Landsbúar eru ærið róstu- samir og skamt á veg komnir í sið- menning. Innanlands-uppreisnir hafa verið þar öðru hverju og aðkomumenn oft sætt árásum, ránum og lífláti. Þess vegna hafa stórveldin orðið að skerast í leikinn til að vernda líf og limu þegna sinna. Frakkar þykjast bestað því komnir, að skakka leikinn í Marokkó og upp- skera ávextina af því að friða landið, því að þeir eiga landið næst fyrir áustan, Algjer, en annar nágranni þess hinn næsti er Spánn, og þeim tveim- ur var falið fyrir nokkrum árum, á fulltrúafundi stórveldanna í Algeciras, að spekja landið og friða. Sá fundur var fyrir þá sök haldinn, að Þjóðverj- ar gátu ekki unt Frökkum að vera einir um hituna, þó að Rússar og Englendingar hefðu samþykt það. Sóttu Þjóðverjar svo freklega það mál, að til ófriðar horfði um sinn, þar til samningar tókust á fundi þeim, sem að ofan greinir. Stjórnir Rússlands og Englands fylgdu Frökkum þá fast að málum, en þó komu Þjóðverjar ýmsum grein- um að til að varna því, að Frakkar næðu föstum tökum á Marokkó. Nú segja þeir, að Frakkar hafi farið í í kringum þær skorður, er þeir þótt- ust hafa við því reistar; blöð þeirra hafa kurrað illa yfir því, öðru hvoru, en þó tók út yfir, þegar Delcassé fékk sæti í ráðaneytum Frakka hinum síð- ustu, er Þjóðverjar hata og hræðast meir en nokkurn annan mann, og þar kom, að Þjóðverjar sendu herskip til Marokkó í byrjun þessa mán., þvert

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.