Þjóðólfur - 28.07.1911, Side 3

Þjóðólfur - 28.07.1911, Side 3
ÞJ OÐOLFUR. 107 ráðum einnig yfir séreigninni í daglegu heimilislífi. Því segi eg það, betur að forgöngu- konur og menn í kvenfrelsismálinu vildu gæta réttar giftra kvenna, þvi að hvað stoðar kosningaréttur, á meðan maðurinn getur bannað konu sinni að fara á kjör- fund? Þá er enn fremur annar ójöfnuður, sem giftar konur eiga alloft við að búa, og mörgum hugsandi, að upplagi sjálfstæð- um, konum mun falla enn þyngra en nokkurn tíma ómyndugra staðan i fjár- hagslegu tilliti, — enda þótt þær kvarti ekki um það á mannamótum, — og er þungbærara einmitt af því, að svo erfitt er að gera þar nokkurn óviðkomandi að trúnaðarmannni, — á eg þar við, hvað mörg konan fær ekki að ráða yfir eigin líkama sínum, verður þar á stundum að láta undan manni sínum, sér þvert um geð, jafnvel þótt hún viti að heilsa sín sé ef til vill í veði. — Það eru fleiri en vesalar konur drykkjumanna, sem gætu kvartað þar, ef vaninn og hleypidóm- arnir lokuðu ekki munni þeirra. Læknar og Ijósmæður gætu einnig gert þár ýms- um sæmdarmanni kinnroða, ef misskilin hlífð við húsbóndann væri ekki í veg- inum. Það er ekki hægðarleikur að gera það málefni að blaðamáli svo að gagn verði að, en ekki væri það fjarri lagi að eldri konurnar vöruðu ungu stúlkurnar við að hlaupa hugsunarlítið í augnablikshrifningu, sem ást er kölluð, út í hjónabandið. Sömuleiðis væri vel gert af læknunum að taka þar fastara í taumana, en þeir gera flestir. Sem betur fer eru ekki öll hjóna- bönd lík þessu, sem hér hefur verið vik- ið að, en þau eru ofmörg, fleiri en marga grunar, og vei þeirri »blómarós«, sem lendir í ambáttarstöðunni. Vera má, að einhverjar umbætur á þessu séu í nánd, þótt hægt fari og mörg konan verði særð ólífissári fyrir þann tfma. — Jafnrétti að skólum og embætt- um er gott, einkum þyrfti þjóð vor að eignast góða kvenlækna sem allra fyrst. En margs er að gæta, svo að skólanámið spilli ekki heilsu, siðferði og séreinkenn- um námsstúlknanna. Mér blandast ekki hugur um, að það væri heppilegra, ef unt væri að koma því við, að unglingsstúlkur þær, sem ætla sér að verða stúdentar, og síðan ef til vill embættismenn, gætu byrjað nám sitt á kvennaskóla og gengið þaðan t. d. upp 1 4. bekk mentaskólans. 49 „Ómöguleg —? Eftir að eg varð sjálfur að sjá um mig þarna hinumeg- in, þá er það orð ekki lengur til hjá mér. En það lítur svo út, sem þið, þessir fáguðu Norðurálfumenn, hafið það ennþá í orðabók ykkar. Komdu þá þeim gamla að óvörumi Farðu með unnustuna til hans! Eg hefði gaman af að vita hvort kvennfegurð hefði þó engin áhrif á hann. Það er sagt að hann hafi einu sinni liðið skip- brot í astamálum og þess vegna sé hann kvennhatari. -— Ef þið hafið bæði nægilegt hugrekki, þá er sigurinn ykk- ar, þeim kjarkmiklu tilheyrir veröldin. En ef þið samt sem áður tapið — jæja, þá kem eg til hjálpar«. Auðsjáanlegt var það, að Hans Trott féll þessi hugsun betur og betur, eftir því sem hann velti henni fyrir sér. Hann þyrlaði upp miklum reykjarmekki hr pípunni, vóg salt á stólnum með alls konar móti, og hafði svo hátt, að veitingaþjónninn rak lútsyfjaður inn hausinn og bað þá að gera svo vel að hafa lægra. Jeg ber ekkert sérstakt vantraust til mentaskólans í Rvík né Akureyrarskól- ans, en þar eru þó engar kenslukonur svo ég viti, og því að líkindum engar hannyrðir kendar né það trúnaðarsam- band milli námsstúlknanna og kennar- anna, sem getur verið og væntanlega er við góðan kvennaskóla. En einmitt það trúnaðarsamband, nær- gætni og eftirlit góðra kenslukvenna er unglingsstúlkum á gelgjuskeiði svo afar- holt, ekki sfst er þær dvelja fjarri heimil- um sfnum. Enda munu fáar sveitastúlk- ur njóta þessa jafnréttis að embættisnámi á meðan svo er háttað sem nú er, að að stúlkur, sem sótt hafa alla bekki ein- hvers kvennaskólans, eiga samt mikið ó- lesið til þess að komast í 4. bekk menta- skólans. Raunar væri það sjálfsagt ofætlun að ætla öllum kvennaskólum vorum að und- irbúa stúlkur til inntöku í efri bekki mentaskólans, enda væri óheppilegt að leggja svo einhliða rækt við bóklegar námsgreinar við alla kvenneskólana, þvf margar stúlkur, sem koma þangað, óska hvorki né geta gengið síðan í menta- skólann. En kvennaskólinn í Reykjavík ætti að vera fær um það, og vildi eg feginn biðja einhvern, sem honum er kunnugur, að skýra frá því í blöðunum, hvaða breyt- ingar þyrfti að gera á honum til þess að brottfararpróf þaðan gæti na^gt til inn- töku í 4. bekk mentaskólans. — Eg heyri alla hæla þeim skóla, og aðsóknin að honum kvað vera meiri en svo, að nýja húsið hans rúmi allar, sem viija koma, og mundi eg því helst kjósa, að dætur mfnar lærðu þar bæði til munns og handa, áður en þær færu í mentaskólann, en mér, og mörgum öðrum, þykir dýrt að kaupa handa þeim dýra tímakenslu vetrar- langt eða lengur eftir kvennaskólanámið, áður en þær gætu komist í 4. bekk menta- skólans. — En hvað segja stjórnendur kvennaskólans um þessa sálma ? Er það húsmæðraskóli, realskóli eða sameining þ^ssa hvorttveggja, sem vakir fyrir þeim ? Fjölyrði eg svo ekki frekar um þessi efni að sinni, en vona að fleiri taki til máls. S+H. Hapfeiiin (lalsted, þingmað- ur og ríkisrevisor í Khöfn, andaðist 5- júlí. SO White kastaði í hann, eins og þraut- æfður fimleikamaður.gullpening og hitti rétt í nefbroddinn á honum. Veitinga- þjónninn varð undrandi og dró sig hálfhræddur í hlé, en brosti þó og þakkaði fyrir gjöfina. Hann kom ekki inn aftur. Albert stóð á fætur, herbergið hring- snerist fyrir augunum á honum og hann gat varla staðið. »Vesalmenni«, tautaði Hans. »Farðu nú að hátta dg sofðu úr þér fylliríið. Við skulum sjá hvernig þú ert á morgun, ófullur með heilbrigt höfuð". »Hans — við æru mín — þú ert ágætur — sérstaklega skemtilegur fé- lagi. Frændi og Matthildur — það er framúrskarandi grín — þú hefir rétt, Hans. Grín!« Hann drafaði allmikið. Hans tók hann og kom honum upp á herbergið sitt og háttaði hann. Rétt á eftir steinsofnaði Albert. En það leit ekki út fyrir að Hans Trott þarfnaðist hvíldar. Viljinn réð algerlega yfir járnlíkama hans. Hann Tortryggni. Saga. Einu sinni var lítill drengur tólf ára gamall, sem alist hafði upp í þröngri stórbæjargötu, þar sem sjaldan naut sólar og mikið var um sóttkveikjur. Þess vegna fékk hann að fara upp í sveit í sumarleyfinu, til að verða veð- urtekinn og hraustur. Hann var hægur í fasi og gaf ná- kvæmar gætur að öllum verkfærum og hlutum, sem hann sá. Ekki þorði hann að koma á hestbak fyrstu dag- ana, en það mátti sjá hann standa undrandi og horfa til þeirra, sem þeystu fram hjá á harða spretti. Hon- um þótti vænt um, þegar hann fékk að fara í vagni út á akra og inátti sitja á kornækinu heim. Hann sat þá hjá vagnstjóranum og hélt sér í hand- legg hans, eins og hann væri hrædd- ur. Aldrei hef eg þekt hlýðnara barn. Aldrei gerði hann neitt, án þess að sækja áður um leyfi til þess. .Svo bar það til einu sinni, að eg hafði gleymt lyklinum í skrifborði mínu, en í því voru talsverðir pening- ar. Þegar eg kom heim seinna um daginn og sá lykilinn í skúffunni, fór eg að aðgæta peningana og saknaði 10 dollara seðils. Eg spurðist nú fyrir og komst að raun um, að drengurinn hefði farið inn í skrifstofuna, og þegar eg spurði hann, sagðist hann hafa komið inn til að biðja að lofa sjer í berjamó; en þegar hann sá mig ekki, hefði hann farið út. „Tókstu ekkert inni spurði jeg. „Nei“, sagði hann. „B'órstu niður í skúffuna?" „Nei“. „Sástu lykil standa í skránni?" Já, hann hafði séð það. „En þú snertir ekkert við honum?“ „Nei“. Mér virtist hann vera flóttalegur, en lét hann samt fara frá mér, grun- aði hann þó og hugsaði mér að hafa nákvæmar gætur á honum. Mér þótti fyrir þessu hans yegna* Eg hafði borið gott traust til hans, en nú þurfti hann að bregðast mér. Eg hafði hugsað mér að láta hann koma hraustlegan heim; en þjóf gat eg ekki haft á heimili mínu. Eg gat ekki komist eftir, að nokk- 51 gekk út að glugganum og horfði nið- ur á götuna. Það voru djúpar hrukk- ur á andliti hans, er gerðu það ekki eins upplitsdjarft og fallegt og ella. »Seinasti af mínum«, tautaði hann, »en þekki eg hann nú? Er hann ekki veiklaður og þreklaus drengur, er ekki dugar í hlutverkið? Ef svo er, á eg þá ekki að víkja. Jæja, látum hann sýna það — það er ekki létt verk fyrsta verkið hans. En ef hann hegðar sér vel, þá get eg.lifað eftir- leiðis eins og hingað til þarna hinu- megin. En ef hann er þreklaus, þá verður hann að sigla sinn eiginn sjó, Hans Trott hefir ekki enn þá hreyft litlafingur fyrir hugleysingja. III. Lautinant Albert Trott hafði ákafan höfuðverk, þegar hann vaknaði morg- uninn eftir. í fyrstu gat hann ekki áttað sig á, hvernig á því stæði, að hann var kominn inn í þetta ókunna herbergi, en smámsaman fór hann að ná sjer attur, og muna eftir því, sem ur hefði komið í herbergið nema hann. Hann hlaut að vera þjófurinn. En hann vildi ekki gangast við því. Það var ekki hægt að hegna honum með öðru en því, að senda hann heim áður en sumarleyfið var útrunnið. Eg keypti handa honum farbréf og sendi hann heim til foreldra sinna. Drengurinn grét og eg tók mér þetta nærri, en »góðmenskan gildir ekki“, og þjófurinn átti ekki betra skilið. Hann varð að fara. En fjarri fór, að eg væri glaður, þegar eg sá eimlestina rjúka í hvarf. Það liðu nokkrir dagar. Altaf var eg að hugsa um drenginn. Eg sá tölt andlit hans fyrir hugskotssjónum mér og sá hann horfa á mig dökkum bænaraugunum. Eitt kvöld lá eg óró- legur og gat ekki sofnað. Alt í einu stökk eg á fætur. „En guð fyrirgefi mér!“ kallaði eg upp yfir mig, „hann hefir ekki stolið! “ „Hvað segirðu!“ greip kona mín fram f, „hefur hann ekki tekið pen- ingana?" „Nei, eg er sjálfur þjófurinn. Eg man það nú, að eg tók seðilinn sjálfur". Mér varð ekki svefnsamt þá nótt. Eg var á fótum löngu fyrir dag. En hvað tíminn leið hægt! Þó að komið væri haust og mesta annríki, varð eg að þjóta af stað næsta dag með eim- lestinni. Eg ætlaði að sækja hann. Hann varð að fá uppreisn, aum- ingja drengurinn. Eg kom heim til hans. Alt var þar ofur-fátæklegt. I stofunni voru tvö rúm og í öðru þeirra lá litli vinur minn. Hann var veikur orðinn. Eg kraup við rúmið hans og sagði honum, að peningarnir væri fundnir. Eg varð að segja sem var, að eg hefði sjálfur tekið peningana, en gleymt því. Hann brosti innilega. Nú voru allar sorgir hans gleymdar, sagði hanr.; nú yrði hann fljótt heiibrigður. En batinn fór hægt, mjög hægt. Læknirinn þorði ekki að láta flytja hann. Hann lá lengi rúmfastur. Seint um haustið var hann enn ókominn á fætur. Mér fanst eg gæti ekki att glöð jól, nema hann yrði á heimili mínu, sem eg hafði rekið hann af. Hvernig gat guð haft meðaumkun með þeim, sem rekið hafði einn af hans smælingjum út af heimili sínu. Um miðjan desembermánuð tók að • snjóa mikið. 52 gerst hafði kvöldið fyrir. Hann var aleinn í herberginu, bróðir hans hlaut að hafa farið út. Hann flýtti sjer að klæða sig, og þegar því var lokið, kom hann auga á brjefmiða, sem lá á borðinu. Á honum stóð: „Gerðu það, sem við afrjeðum í gær, eins fljótt og þú getur. Jeg verð nokkra daga að heiman, en kem þá aftur til að leggja smiðshöggið á“. Albert greip utan um höfuðið. Hon- um tókst með miklum erfiðismunum að ryfja upp fyrir sjer hið glæfralega ráðabrugg bróður síns. „Glæfralegt — já, það má nú segja!" tautaði Albert. Og þó — ást hans á Matthildi var nógu sterk til þess, að hann fór fyrir alvöru að hugsa um, hvað hann gæti gert f þessa átt. Hún var svo miki- um hæfileikum búin, að hún gat undir öllum kringumstæðum leikið sinn þátt til enda, ef einhver að eins benti henni á hina réttu aðferð. EnJobst frændi, — þeir, sem þektu hann, hlutu að vera hikandi, þegar svona stóð a. \

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.