Þjóðólfur - 28.07.1911, Page 4

Þjóðólfur - 28.07.1911, Page 4
io8 ÞJOÐOLFUR . Ef því héldi áfram, gat eg ekki vænst jólagestsins míns. En tveim dögum fyrir jól stytti upp og gerði logn og heiðríkju, en á kvöldin var heiðstirndur himinn og gaman að vera úti á sleða. Eg sendi drengnum skeyti og sagðist bíða hans á járnbraut- arstöðinni, hann yrði að vera vel bú- inn, og mætti til að koma. Þá var eg glaður. Það var þung- um steini létt af hjarta mínu, því að nú fanst mér eg eiga skemtilega jóla- nótt í vændum. Eg fór sjálfur í sleða til járnbrautarstöðvarinnar, og var kom- inn klukkutíma á undan áætlun lest- arinnar, en eg ætlaði líka að kaupa smávegis, því að nú átti mikið að verða um dýrðir. Eg held, að menn séu aldrei glaðari en þegar þeir ætla að bæta fyrir eitthvað, sem þeir hafa misgert. Svo kom lestin, og með henni litli vinur minn. Eg tók hann í fang mér og þrýsti honum að mér eins og eg ætlaði ald- rei að sleppa af honum aftur. Hann leit blíðlega á mig. Við settumst í sleðann og ókum heim t' fljúgjandi ferð. Húsið var hátíðlega uppljómað. Konan mín stóð í dyrunum og tók við jólagestinum litla. Þá kom eg fyrst auga á, hve bleik- ur hann var orðinn; augun sokkin og andlitið tekið. Samvizkan sló mig. En úr því að hann var loksins kom- inn, þá átti hann ekki að yfirgefa okkur fyr en hann væri orðinn hraust- legur. Jólaborðið var sett og svo átti að kveikja á jólatrénu og þá skyldi hann verða glaður. Það var líka gleði á ferðum það kvöld, við sungum og lékum eins og við bezt gátum, og svo var jólagjöfunum útbýtt. En þá kom hann til mín og sagði: „Hvernig verðskulda eg alt þetta, eg sem ekki hef gert neittf" „Nei, vinur minn, þú hefur ekk- ert gert, en það var eg, sem rak þig út úr húsi mínu, án þess þú hefðir gert neitt ilt fyrir þér. Getur þú fyrirgefið mjer það?" „O! mér þykir innilega vænt um yður!" sagði hann. Já, það var sannarleg hátíð þessi jól. Hún stóð Öll jólin og lengi á eftir. Vini mínum batnaði og hann varð nýtur maður, og er nú aðstoðarmað- ur minn í starfi mínu. En minningin um þetta sumar, þeg- ar eg rak litla drenginn af heimili mínu, hefur altaf verið mér viðvörun, og hvöt til þess að vera mildur í dóm- um um þá, sem bágt eiga. (Þýtt). — Án vitundar minnar hafði í síð- asta bl. »Þjóð.« verið tekin upp eftir »Lögréttu« svokölluð ályktun frá »Mið- stjórn Heimastj órnarjlokksins«. Sú ályktun hefir aldrei verið borin þar undir atkvæði, því síður samþykt. J. Ól. Hvað er að frétta? Steingr. Thorsteinsson skáld. Norska blaðið „Verdens Gang", eitt af helstu blöðunum í Kristjaníu, flyt- ur 12. júní mynd af Stg. Thorsteins- son og með henni vel skrifaða grein um skáldskap hans og bókmentastarf, eftir Jónas Guðlaugsson, sem þá er í Noregi. Vestur-íslendingar mintust áttræð- isafmælis Stgr. Th. með samsæti í Winnipeg og hjelt síra Jón Bjarna- son þar aðalræðuna. Mag. Guðm. Finnbogason er nú f Khöfn og ætlar bráðlega að veija þar við háskólann fyrir doktorsnafn- bót ritgerð um heimspekisefni eitt- ’nvert. Jóliann Sigurjónsson leikskáld í Khöfn hefur samið nýtt leikrit, sem heitir „Fjalla-Eyvindur“; er það nú að koma út hjá Gyldendal á dönsku og kvað eiga að leikast í Khöfn næsta vetur. Það er og til í handriti á íslensku og mun einnig verða sýnt hjer á leiksviði í vetur. Nú er sagt, að svo sje um samið, að leikrit Jóhanns „Bóndinn á Hrauni" verði leikið næsta vetur á Kngl. leikhúsinu í Khöfn. Prót við Khafnarháskóla. Þar hefur nýlokið prófi í læknisfræði Stefán Jónsson, með i. eink. Lyfsalinn nýi, hr. Christensen, sá, er nú er orðinn eigandi lyfjabúð- arinnar hjer, kom hingað með „Sterl- ing“ 15. þ. m. Paul Hermann, þýski rithöfund- urinn, sem hjer hefur áður verið á ferð og samið hefur rit um ísland, er nýlega kominn hingað og ætlar að ferðast hjer um land í sumar. Með honum verður Ógmundur Sig- urðsson kennari í Hafnarfirði. ,IngolP, foringjaskólaskipið danska, kom hingað 14. þ. m. og dvaldi hér nokkra daga. Verkfræðingur nýr er nýkom- inn hingað, Jón H. ísleifsson. Hann hefur í vor tekið verkfræðispróf í Þrándheimi í Noregi. Biskupinn fór í eftirlitsferð um Snæfellsnes á miðvikudaginn og verð- ur um þriggja vikna tfma í ferðinni. Landlæknir fór f eftirlitsferð til ísafjarðar með »Ceres« 26. þ. m. Með skipinu fór og Magnús Stephen- sen fyrv. landshöfðingi o. fl. (Jifting. Á sunnudaginn var voru gefin saman Þorl. H. Bjarneson ad- junkt og frú Sigrún Ísleifsdóttír. Þau fóru sama dag til útlanda með „Ster- ling“. Prófessor Ágúst Bjarnason fór til Khafnar með »Sterling«. Ráðherrans kvað vera von heim með »Vesta« 7. ágúst. Bát hvolfdi í Viðeyjarsundi síð- astl. þriðjudag. Tveir menn voru á bátnum. Varð mönnunum bráðlega bjargað af bát, er var nálægt. Náðu þeir sér fljótt aftur. Ný brunastöð. Bæjarstjórnin hefir ákveðið, að kaupa húseign og lóð Stefáns Egilssonar múrara, Suður- götu 13, til að byggja á hira nýju brunastöð b arins. Stöpulinn undir líkneskijóns Sig- urðssonar er nú langt komið að reisa, og lítur út fyrir, að mjög smekk- lega verði frá honum gengið. Auð- vitað eru þessir iáu menn, er geng- ust fyrir borgaratundinum um dag- inn, að reyna að finna að þessu verki, sumir hverjir, en það verður að virða þeim til vorkunar, þó þeir séu ekki búnir að ná sér aftur eftir útreið- ina, sem þeir fengu á fundinum! Júlli. Ág-ætur starfl. Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið til þess að græða mikið fé með því að selja vörur eftir stóru myndaverðskránni minni sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru hjólhestar, hjólhestahlutar, ór, úrfestar, næl- ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl- ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50% ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega fyrsta' flókks vörur. Verðskrá og upplýsing ar ókeypis og burðargjaldslaust. Chr. Hansen. Enghaveplads 14. Köbenhavn Cggert (Slaessen jlrrítlarmilillntDiDHiDaOar. fósthósstrætl 17. ' Venjulega heima kL to—11 og 4—5. Tals. 16. Pantid sjálfir fataefixi yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu X Mtr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar-li.X.ÆÐI í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir einungis IO kr. 2,50 pr. Mtr. Eða 31/4 Mtr. 135 Ctm. breitt, svart, myrkblátt eða gráleitt hamódins efni í sterk og falleg karlmannsföt fyrir adeins 14 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Klæðevæver €íling, Viborg Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Ceviotsklæde til en flot Damekjole, íor kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Renulds Stoftil en solit og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65 Öre Pd„ strikkede Klude 25 Öre Pd. Ábyrgðarmaður: Jðn f>lnf«son. Prentsmiðjan Gutenbreg. 53 Hann, sem var skuldunum vafinn — átti óundirbúinn að leiða stúlku af óbreyttum borgaraættum fram fyrir þennan gamla stórbokka, og segja honum, að hún væri konuefni hans. Matthildur metorðagjörn, kvartaði yfir óþægilegri aðstöðu sinni, og þrá- bað hann að hætta, að halda trúlofun þeirra leyndri. Nú bauðst honum hjálp — hjálp bróður hans. En hvað gamli frændi hlaut að verða hræddur, þegar Hans setti honum tvo kosti; — guð minn góður! hvílíkt ástand fyrir Jobst frænda! Og þó gat þetta orðið til þess, að hann misti ættaróðal sitt. Var hægt að hugsa sér nokkuð óþægilegra? Albert beit sig í varirnar og gekk út að glugganum. Snjórinn var orð inn að krepju. Loftið var þungbúið og óskemtilegt, gatan óþrifaleg. Það fór ískaldur hrollur um hann. Það var kominn tími til, að hann færi til deildar sinnar. Staða hans útheimti að hann flýtti sér. Um leið og hann gekk niður af 54 hótelströppunum, datt honum alt í einu í hug, að þessi nýfundni bróðir gæti komið honum í slæman bobba. Orð- rómurinn um tilveru hans gat orðið banahögg á lánstraust hans sjálfs, og fengi sá gamli, á Trottenborg, niður- fallssýkiskast, við að sjá þann, sem hann hélt fyrir löngu dauðan, þá var úti um arfsvon hans, og þá var það vafasamt, hvort bróðir hans mundi draga sig í hlé fyrir alvöru. Það var naumast hugsanlegt, að hann léti slík auðæfi ganga úr greipum sér. Það sem hann sagði í gær, var ef til vill einungis afieiðing af víninu, sem hann hafði drukkið, og þá mátti búast við breytingu, þegar til alvörunnar kæmi. Ungi heríoringinn gekk í þungum hugsunum eftir hinni óþrifalegu götu, fékk sér léttivagn, og þegar heim var komið, lét hann geðvonsku sína bitna á þjóninum. Þennan morgun var ó- mögulegt að gera honum til hæfis. Hnapparnir gljáðu ekki nógu vel, og á einkennisfrakkanum sá hann örsmátt fis. Þjonninn þóttist viss um, að herra 55 lautinantinn hefði drukkið fast kvöldið fyrir; timburmennirnir bentu að minsta kosti á, að svo hefði verið. Á meðan þetta gerðist, sat óðals- herrann á Trottenborg, barón Jobst Trott, í lestrarstofu sinni. Ur glugg- um hennar var ágætt útsýni yfir víð- lenda skóga og lág fjöll. Áfast við lestrarstofuna var bóka- stofan. Hin þykka, útskorna eikar- hurð stóð opin, og brann þar eldur í ofni. Baróninn virtist vera um sextugt; hann var magur, og andlitið var harð- legt og kinnfiskasogið. Hann hélt á bréfi, sem hann hafði lesið hvað eftir annað. Það leit út fyrir, að honum þætti innihald þess allmerkilegt. Bar- óninn var einsetumaður, og hafði einn á hendi alla umsjón með hinum miklu eignum sínum. Menn kölluðu hann hlutabréfabaróninn, því hann var all- mikill gróðabrallsmaður. Á landeign sinni hafði hann sett á stofn stórar verksmiðjur, en var þar að auki hlut- hafi í ýmsum iðnaðarfyrirtækjum. 56 Hvað var merkilegt við innihald þessa marglesna bréfs. Það var undir- skrifað: Herbert, greifi af Lippe - og kom frá Flórens. Herbert, — greifi af Eippe. Ein- búinn gráhærði studdi hönd undir kinn. Eigandi þessa nafns hafði eitt sinn orðið honum tii ógæfu. Vegna þessa manns hafði hann mist unnustu sína; vegna þessa manns hafði hún rofið trúnaðarheit sitt og orðið kona annars manns. Nú var Jobst barón orðinn gamall, og ástin dauð í brjósti hans. Hún var lengi búin að hvíla í gröf sinni, og hann, hinn hataði meðbiðill hans, bjó í útlöndum með einkabarni sínu. „Ertu ennþá reiður við mig, Jobst", stóð í bréfinu. „Hefur þú, djúphyggju- maðurinn og heimspekingurinn, sem bækur þínar vitna um, ekki fyrir löngu séð, að ástin er náttúruhvöt, sem vér, vesælir menn, ekki getum við ráðið. Hertha elskaði mig, og við vorurn hamingjusöm; en þig skoðuðum við sem ástfólginn vin og mikilhæfan mann.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.