Þjóðólfur


Þjóðólfur - 11.08.1911, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 11.08.1911, Qupperneq 4
Ii6 ÞJOÐOLFUR. Iðnaður hans er útbreiddur um allan heim, en þó sérstaklega í Ameríku. Meðal annsra fyrirtækja hefur hann bygt hús fyrir 12 fjölskyldur í Chicagó með sérstökum útbúnaði, sem er mjög hagfeldur. Hann er sí-starf- andi að uppfundningum nú. Ymsum löndum vorum í Ameríku hefur hann veitt atvinnu og hefur suma í vinnu nú, og lætur yfirleitt vel yfir dugn- aði þeirra og reglusemi. Hann er giftur Júlíönu Friðriks- dóttur og er hún ættuð af Eyrar- bakka; hann telur, að sér hefði verið öldungis ómögulegt í fyrstu að berjast áfram með fyrirtæki sín, ef hún. hefði eigi stutt hann á allan hátt með ráði og dáð, þegar örðug- ast var, og hvatt hann að byrja upp á eigin hönd, og er hún þannig að miklu leyti orsök til þess, að hann hefur nú orðið frægur maður og auðgast mikið, og gert ættjörð sinni sóma. Þau hjón hafa nú ferð- ast hér um land í 2 vikur og láta hið besta yfir för sinni, enda ætti löndum hjer að vera skylt að taka vel á móti þeim, því kunnugir segja hús þeirra hjóna vera alþekt fyrir gestrisni og hjálpsemi. Th. (Eft!r Lðgr.). Japan Ieiðir Austurlönd — hyert? »Japan leiðir Austurlönd — hvert?« Fyrir nokkrum árum síðan sendu kristnir stúdentar í Japan svo látandi símskeyti til fjölmenns kristilegs stúdenta- fundar, sem haldinn var í Ameríku. Nú er þessi spurning orðin miklu heitari en hún var þá. Japanar standa langfremstir af öilum þjóðum í Asíu, eins og nú standa sakir. Þeir hafa komist fram úr þeim öllum á örfáum árum, svo að fádæmum sætir. Allar þjóðirnar líta því þangað, sem þeir eru. Kínverska stjórnin velur úr þá unga menn, sem hæfastir þykja i hverju fylki, og sendir þá til Japan til náms og frama. Hið sama gera Kóreu- búar. I Japan dvelja eigi færri en iooo hinna efnilegustu ungra manna á ári hverju til náms, Qg samtírnis senda Jap- anar þúsundir kaupmanna, mannvirkja- meistara, listamanna og hermanna til Kóreu og Mandsjúrí. Slíkur og þvílíkur vöxtur og viðgangur japanskrar menning- ar hiýtur að hafa hina mestu þýðingu. Indverjar hafa glöggar gætur á þessu litla en merkilega eyjaríki. Nú fyrir skemstu hafa Indverjar kvatt tvo af leið- togum kristninnar í Japan til að ferðast á Indlandi, borg úr borg, til þess að segja frá kristninni í Japan, og þúsundir manna fiykkjast að þeim til að heyra frásögn þeirra. Og það er vafalaust, að ef kraftur væri í japanska kristindóminum, þá myndu þess fljótt sjást ljós merki í Kína, Mand- sjúríi og Kórea, og jafnframt á Indlandi. En hvernig stendur nú kristindómur Japana að vígi? Framfarir Japana eru fá- dæmamiklar í þjóðfélagslegu og fjárhags- legu tilliti; þeir hafa mikinn herafla á sjó og landi, verslun og iðnað, uppfræð- ingu og menningu á háu stigi; að þvl leyti fylgjast þeir aigerlega með tíman- um. En það, sem oss varðar mestu, er siðfar þeirra og trúarbrögð. Um það mál tala stjórnmálamenn Japana sjálfra með hinni mestu áhyggju. Skólinn og heimilið eru mikilvægustu máttarstólparnir í lífi hverrar siðaðrar þjóðar. En frá siðfarinu þar segja þessir menn oss hinar hræðilegustu sögur. Fyrir nokkru síðan bárust fræðslumálasfiórninni ófagrar sögur af ástandinu í skólum og háskólum í höfuðborginni Tokíó og skip- aði hún þá nefnd til að rannsaka, hvernig sakirnar stæðu. Þá kom margt upp úr kafinu, sem er Ijótara en svo, að frá verði sagt hér; og nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki er hægt að kenna góða siðu, nema trúarbrögðin liggí til grundvallar. Og hvernig er það svo á heimilunum? Fáein dæmi má taka til skýringar. Arið 1900 áttu 65,500 hjónaskilnaðir sér stað, eða hér um bil 200 á hverjum degi; í sumum héruðnm leystust upp 30 hjóna- bönd af hundraði hverju. A sama ári fæddust 130,000 börn utan hjónabands, og í einu fylkinu voru 21 lausaieiksbarn af hverjum hundrað, sem fæddust. Þetta siðferðis-ástand, sem kallað er með réttu »hin opna und hins japanska þjóðlífs«, stendur einmitt i nánasta sam- bandi við hin svo nefndu trúarbrögð þjóðarinnar. I smábæ einum, Kotahira, til dæmis að taka, kemur árlega saman nærfelt ein miljón pílagríma til að tigna þar hið fræga goð, sem kallast Komnira. Flest hús í þeim bæ eru fúllífishús og hafa í frammi allar brellur til að ná i píla- grímana. Og svo eru það trúarbrögðin í Japan. Kristnin hefur komið þar mörgu góðu til vegar, beinlinis og óbeinlínis, í lífi þjóð- arinnar. En ekki getum vér lokað aug- um vorum fyrir því, að meðal 60—80 þúsunda af prótestantisk-kristnum mönn- um i Japan, eru margir, ægilega margir, að eins að nafninu kristnir. Þar á ofan bætist, að hin svo nefnda ný-guðfræði og »hærri kritík«, hefur áunnið sér marga formælendur i Japan. Nú fyrir skemstu stóð í einu kristnu blaði frá Japan: »Nú trúir enginn framar kraftaverkasögum guð- spjallanna, og væri kenningunni um kross- inn og friðþæginguna slept, þá mundi kristindómurinn lika ryðja sér til rúms í Japan«. Hver er það nú, sem telur Jap- önum trú um annað eins og þetta ? Meg- um vér eigi með sárri tilkenningu fyrir- verða oss fyrir, að nú skuli slíkur smánar- blettur vera settur á kirkju Krists í Japan? En hvað hittum vér svo fyrir, þegar út fyrir kirkjuna kemur? Algerða guðsafneit- un hjá mentuðu stéttunum; hundruð, já, þúsundir af þvf fólki lætur sér algerlega á sama standa um öll trúarbrögð. En hvernig er það svo meðal alþýð- unnar? Ja, þar er ekki vonlaust um, að eitthvað megi vinnast. Alþýðan heldur sér enn við sín hin fornu trúarbrögð — Búdda-trúna og Shinto-trúna — svo ófull- komin og úrelt sem þau trúarbrögð nú eru orðin. Svo er að sjá, að í Japan hafi Búddatrúin upphaflega verið »trúarbragða- laus siðfræði«. Þar er enginn guð, eng- inn frelsari, og ekki nein synd heldur, í þeim skilningi, sem vér notum það orð. Þar er hver og einn sjálfs síns frelsari, með því að hann þjáir sjálfan sig. En þessari mynd Búddatrúarinnar virðast Japanar hafa slept hér um bil 300 árum e. Kr.; þá blandaðist hún við kristni þá, sem kend er við Nestarios, grlskan kenni- mann (d. 440 e- Kr.) og á sér allmarga fylgismenn enn í Perslu, Sýrlandi og víðar. Það er sértrúarflokkur. Það hið nýja, sem alþýða manna hefur haldið sér við síðan, er »frelsari«, og kalla Japanar hana Arnida Butsu, en hann hefur aldrei til verið eða er alls eigi söguleg persóna; en Japönum er hann frelsari og veita þeir honum mikia og margháttaða tilbeiðslu. Hvað getur nú verið átakanlegra en þetta ástand og hrópað kröftuglegar til vor, kristinna manna? Skammvinn kynni af kristindómi Nes- tariusar fyrir hundruðum ára síðan vakti hjá þjóðinni þrá eftir frelsara, vakti hjá henni meðvitund um, að hún ætti til- kall til hans; en svo kafnaði þessi þrá aftur hjá henni og snerist í öfuga stefnu. Ættum vér þá ekki, sem þekkjum þennan frelsara, að slást í förina með honum til þessarar þjóðar, sem situr svona átakan- lega f myrkrinu? Það er hægt að kristna alþýðuna í Japan, og það er hún, sem vér gerum oss vonirnar um. Eg er búinn að vinna hér að kristniboði í 12 ár og reynsla mín er það, að nú er Japan vaxið til viðtöku fagnaðarerindisins. Akrarnir eru hvítir til uppskeru. Hvar sem orð guðs er boðað, jafnt í sveitum sem 1 fjölmennum borgum, þar taka menn þegar við kristni fleiri og færri. Trúboðshús hafa verið reist út um landið þvert og endilangt, og þar er rekið sérstakt trúboðsstarf, og þangað streymir sí og æ múgur manna. Uppi í landinu eru smábæir hundruð- um saman með 3—4 þúsundum íbúa, þar sem kristniboði gæti á einu ári eða svo, stofnað lítinn, en blómlegan söfnuð, með fáeinum þarlendum hjálparmönnum, ef hann settist þar að. Það er ábyrgðar- hluti fyrir oss, sem kristnir erum, að ganga fram hjá þeim mannfjölda sem bíður þarna eftir boðun fagnaðarerindisins. Það, sem Japan þarfnast er gagngerð trúarvakning meðal þeirra, sem heyra þar til kristinni kyrkju. Allir þurfa þeir að tiléinka sér náð guðs í Kristi í miklu fyllra mæli: kristniboðar og prestar, pré- dikarar og aðrir kristnir menn. Allur þorri Japönsku þjóðarinnar er nú undir það búin að veita kristninni viðtöku, en kristna kirkjan í Japan er ekki því verk- efni vaxin að boða henni hjálpræðið. (Eftir kristniboða P. Wilkes í »111. Miss. Ne\vs«). Leiðrétting. Tvær prentvillur hafa slæðst inn í greinina „Kirkjan og konurnar" í 28. tbl. Þjóðólfs. Þar er sagt að sex norskar konur, sem allar séu starfendur í K. F. U. M. — Kristilegu félagi ungra manna — hafi sent stjórnarráðinu áskorun o. s. frv., en þar á að standa: starfendur í K. F. U. K. — Kristilegu félagi ungra kvenna. Tilvitnunin í 1 kor. 10.32 hefur einnig misprentast og orðið að I kor. 10,22. Ágætur starfll. Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið til þess að græða mikið fé með því að selja vörur eftir stóru myndaverðskránni minni sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úríestar, næl- ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl- ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50% ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing ar ókeypis og burðargjaldslaust. Chr. Hansen. Enghaveplads 14. Köbenhavn cf'unáur í „c&ram“ næstbomandi laugardag (12. á- gúst) í Oood-Templarahúsinu ki. 81/* e. m. Lárus H. Bjarnason talar. Tapast hefur rauð hryssa, vel vökur, mark: sýlt bæði; ef vel er að gáð, er illa skorið H á öðrum fram- fótarhófi. Finnandi er beðinn að gera mjer aðvart hið bráðasta. Hliðsnesi á Álftanesi 6. ágúst 1911. Helgi Gíslason. Pantið (Sijálíir fataeíni yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfn 4 Mtr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað aIullar-K.I»ÆÐI í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir cinungis ÍO Rr. 2,50 pr. Mtr. Eða 31/4 M*r. 135 Ctm. breitt, svart, myrkblátt _eða gráleitt hamóöins efnl í sterk og falleg karlmannsföt fyrir aöein» 14 Rr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Kteíevæver €íling, Viborg Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Ceviotsklæde til en flot Damekjole, for kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Renulds Stof til en solit og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65 Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. Ábyrgöarmaður: Jón Ólafsson. Prentsmiöjan Gutenbreg.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.