Þjóðólfur - 25.08.1911, Qupperneq 2
122
ÞJOÐOLFUR.
Ijáskólar á jforðurlðnðnm.
Elstur allra háskóla á Norðurlönd-
um er háskólinn í Uppsölum. Sixtus
páfi hinn fjórði leyfði stofnun háskól-
ans með brjefi 27. febr. 1477; talið
er, að kensla hafi hafist þar þegar
hið sama haust. Mjög tók þá þess-
um háskóla að hnigna áður langt um
liði, og var hann með dauðamarki til
þess er Karli hertoga, síðar konungi
hinum níunda, tókst að lífga hann við
árið 1595. Gústaf Adolf arfleiddi há-
skólann að miklum hiuta eigna sinna
árið 1624, og varð háskólinn við það
fastur á svelli. 1595, er háskólinn var
endurreistur, gengu í hann 64 stúdent-
ar. 1630 voru stúdentar um 1000.
1905 voru stúdentar 1466. Flestir
hafa þeir orðið 1886; þá voru þeir
1928. Árið 1905 voru á háskólanum
63 kvenstúdentar.
Háskólinn í Kaupmannahöfn var
stofnsettur af Kristjáni fyrsta með
brjefi 4. okt. 1478. Þar með var og
háskólanum veitt ýmis hlunnindi. 1.
júní 1479 var háskólinn vígður. Ekki
kvað þó mikið að háskólanum, enda
var hann efnalítill. Fyrirkomulagið
var ilt og kennararnir fáir og urðu að
miklu leyti að afla sjer viðurværis
með öðrum störfum. Iðulega voru
þeir og fluttir úr einni grein í aðra.
Bæði Hans konungur og Kristján ann-
ar ljetu sjer mjög ant um skólann og
lögðu til hans ýms hlunnindi. En þó
var svo komið á sfðustu árum Frið-
riks hins fyrsta, að skólinn mátti heita
dauður. Kristján hinn þriðji endnr-
reisti skólann í hátíðlegri samkomu í
Maríukirkju (Vor Frue Kirke) 9. sept.
1537. En reglugerð nýja fjekk hann
10. júní 1539, og var hún samin af
Bugenhagen og löguð eftir Witten-
bergsháskóla. Voru nú eignir hans
og hlunnindi mjög aukin. Kenslu-
kraftarnir voru: 3 guðfræðingar (þar á
rneðal Sjálandshiskup), 1 lögfræðingur,
2 læknar og 6 heyrarar eða kennarar
í heimspeki og tungumálum (latínu,
grísku, heimspeki, mælskufræðu, eðlis-
fræði og stærðfræði). Örðugt átti þó
háskólinn uppdráttar og lítil aðsókn
var þangað enn um hríð. Á dögum
Friðriks annars fór skólinn að færast
í aukana. Konungur gaf mikið fje til
uppheldis stúdentum (Garð). Þá voru
og uppi ýmsir ágætir vísindamenn, er
urpu frægð á háskólann, t. d. Tyge
Tyge Brahe og Niels Henningsen.
Mikinn hnekki beið háskólinn við
brunann 1728. Þá brann til kaldra
kola háskólahúsið, Garður, stjörnu-
turninn og bókasafnið. Kristján hinn
sjötti ljet endurreisa húsið og gaf út
nýja reglugerð fyrir skólann. Var nú
kenslan bætt til mikilla muna, einkum
í lögfræði og læknisfræði. Þó var
ekki fyrirskipað sjerstakt próf í lög-
fræði fyr en 1736. Kennararnir voru
alls 15, 4 í guðfræði, 2 í lögfræði, 2
í læknisfræði og 7 í heimspeki og
tungumálum. Nú eru þar um 50 pró-
fessorar, auk dósenta. Stúdentar um
2000.
Háskólinn í Lundi var stofnaður 19.
desbr. 1666. Var það skömmu eftir
að Svíar unnu Skán frá Dönum. Skól-
inn var stofnaður f því skyni, að venja
Skánunga af að sækja háskólann í
Kaupmannahöfn, enda tókst það til
fuils. Vígður var skólinn 28. jan.
1668. Við Skánarstríðið 1676—79
lagðist háskólinn niður, en var endur-
reistur 1682. Heldur átti þessi há-
skóli þröngt í búi framan af, einkum
á dögum Karls hins ellefta. Fyrst
eftir 1720 fer skólinn verulega að
blómgast, og um það bil voru þar
kennarar mjög frægir vísindamenn,
svo sem Rydelius og Stobæus. Aftur-
för var skólinn í um tíma eftir 1750;
þá voru stúdentar þar að eins um 200.
Mestur frægðartími háskólans er tíma-
bilið 1790—1825. Þá voru þar kenn-
arar Lundblad, Norberg, Fremling og
skáldið Esaias Tegnér. Prófessorar
eru þar nú um 50, auk docenta.
Stúdentar um 700. *
Háskólinn í Ósló (Kristjaníu) var
stofnaður 2. sept. 1811 af Friðriki
hinum sjötta og er við hann kendur.
Höfðu Norðmenn lengi barist fyrir há-
skólastofnun í ræðu og riti, en Danir
jafnan róið á móti og stjórnin farið
undan bænum Norðmanna í flæmingi.
Jarlsberg greifa tókst loks að fá stjórn-
ina til að samþykkja stofnun háskól-
ans. Samtímis voru og hafin almenn
samskot og brugðust menn mjög vel
við. Konungur sjálfur lagði til hins
nýstofnaða háskóla bókasafn það, er
hann átti og kent er við Colbjörnsen,
eitt eintak af bókum þeim, er háskóla-
bókasafnið og konungsbókhlaðan í
Kaupmannahöfn átti, ef fleiri voru en
eitt, slíkt hið sama gripi úr náttúru-
fræðasöfnum, árgjald það, er presta-
köllin höfðu áður greitt til Kaupmanna-
hafnarháskóla, konungstíundir af Heið-
mörk, og enn styrktarfje það, er norsk-
um stúdentum var ætlað af norsku fje
til náms við háskólann í Kaupmanna-
höfn. Næsta ár lagði konungur enn
meira fje og eignir til skólans. Sum-
arið 1813 tók háskólinn til starfa.
Kennarar við skólann voru þá að eins
sex,- Bjarna Þorsteinssyni, síðar amt-
manni, var boðin kennarastaða við
háskólann, en eigi þá hann það. í
fyrstu varð að leigja hús handa há-
skólanum, og stóð svo til þess um
1840. Prófessorar eru þar nú yfir 50,
auk óreglulegra prófessora (extraordin-
æra) og dócenta.
í Stokkhólmi er eins konar háskóli
(Stockholm’s Högskola) stofnaður 1878.
Þar eru einkum kend náttúruvísindi.
Laiknaskóli var þar stofnaður 1815
(Karolinska Institutet), og er hann tal-
inn helstur læknaskóli í Svíþjóð. Kenn-
arar eru 20—30, stúdentar á fjórða
hundrað.
I Gautaborg var stofnaður háskóli
1887. Þar eru þó ekki kendar allar
þær greinar, sem tíðkast við fullkomna
háskóla. Aðallega er þar kend mál-
fræði, saga og hag- og fjelagsfræði.
Um háskóla vorn íslendinga og bar-
áttu vora fyrir honum, þarf eigi að
minnast. Öllum mun vera í fersku
minni saga háskólamálsins, er svo oft
hefur verið rifjuð upp fyrir mönnum
nú f sumar. Það má sjá af því, sem
að framan er sagt, að eigi hafa allir
háskólar farið glæstara úr hlaði en
vor. Háskóli vor byrjar með 9 pró-
fessorum, auk dócenta og aukakennara.
Gera má ráð fyrir, að í honum verði
í vetur um eða yfir 40 stúdentar.
Getsakir Berlins.
Eftir þvf sem Þjóðólfi segist frá 18.
þ. m. hefur prófessor Knud Berlin rit-
að grein í Nationaltidende 27. júlí í
sumar um stofnun háskólans á íslandi.
Skanimar hann þar alt og alla, svo að
kalla, sem við það mál hafa komið.
Eftir þýðingu þessarar greinar, sem í
Þjóðólfijstendur, farast honum svo orð
um afstöðu mína í Háskólamálinu á
síðasta þingi: „Hér brá svo undarlega
við, að einmitt einn af þeim mönnum,
sem ákafast allra hafði barist fyrir
stofnun þjóðlegs, íslenzks háskóla, og
það heldur fyr en sfðar, landsskjala-
vörður dr. Jón Þorkelsson, reyndi á
elleftu stundu að bregða fæti fyrir þá
fyrirætlun, að háskólinn yrði stofnaður
nú í sumar. Og skýring sú, sem frá
öllum hliðum er gefin á atferli hans,
er ekki síður sjerkennileg, en hún er
sú, að hann hafi óskað vígslu háskól-
ans skotið á frest vegna þess, að hann
væri þeirrar skoðunar, að embættin
við heimspekisdeildina — en hann er,
að sögn, umsækjandi um eitt af þeim
— mundi ekki verða skipuð á sem
heppilegastan hátt af þeim ráðherra,
sem nú er; en hins vegar gæti hann
gert sjer betri vonir, ef einhver flokks-
bróðir hans yrði ráðherra eftir kosn-
ingar þær, sem fram eiga að fara nú
f haust".
Þó að það mætti æra óstöðugan, að
eltast við alt, sem um mann kynni að
vera sagt, og þótt mjer í rauninni
megi standa á sama, hvað herra pró-
fessor Knud Berlin — einmitt og eink-
um hann — segir um mig, þykir mjer
þó rjettara, annara hluta vegna, að geta
þess, að fyrir þessum samsetningi hans
liggur ekkert annað til grundvallar en
það, hvernig hann og sögumenn hans
virðast mundu hafa hugsað sjálfir, ef
þeir hefðu verið í mínum sporum á
síðasta þingi.
Það, sem jeg hafði á móti því, að
veitt væri fje til þess, að háskólinn
væri stofnaður i ár, var það, að mjer
þótti málið ekki undirbúið nægilega,
og það ekki vera nein háskólastofnun,
þó að nokkrum embættismönnum væri
veittar launaviðbætur. Afstaða mín í
málinu er skýrð allvíða við umræð-
urnar í þingtíðindunum, meðal annars
B. II, 622—627.
Jeg hef aldrei, leynt eða Ijóst, sagt
neitt um það, að jeg tryði ekki nú-
verandi ráðherra fyrir því, að veita
embættin við háskólann svo, að eigin-
hagsmunir mínir væru ekki fyrir borð
bornir, — af þeirri einföldu ástæðu,
að jeg ætlaði mjer aldrei að æskja
embættis við háskólann, eins og
jeg hef skýlaust lýst yfir á sfðasta
þingi (Alþt. B. II, 49°)
Jeg hef og ekki sótt um embætti
við háskólann.
Og svo get jeg bætt því við, að annar
umsækjandinn um kennaraembættið
í sögu íslands — sem flestum, er vit
hafa á, mun þykja sjálfsagður í það—,
maður fasttækur á lærdómum og eng-
inn undirstöðulítill orðabelgur, hefur
margboðist til að draga sig til baka
frá því að sækja, ef jeg vildi sækja
um þá stöðu, en jeg jafnan tekið þvert
fyrir, að taka það í mál. Svo fjarri
hefur þetta verið mínu skapi. Staða
sú, er jeg hef, er mjer miklu skap-
feldari.
Af því, sem nú hefur verið talið,
vona jeg að flestum skiljist, á hve
góðum rökum eru bygðar eigin-hags-
muna getsakir Beriins — og annara,
ef nokkrir eru — til mín.
Sú ósvinna gat legið eins nærri
fyrir Berlín — úr því hann þurfti endi-
lega að gera mönnum getsakir —
að skýra ákafa sumra manna, er þeg-
ar hafa sótt um stöðu við háskólann,
fyrir því, að koma haskólanum á nú
þegar, á þá leið, að nú sæti sú stjórn að
völdum, sem lfkleg væri til að veita
þeim sjálfum og vinum þeirra embætti,
sem óvíst væri um, að yrði, ef málið
væri dregið og stjórnarbreyting yrði.
Það er skiljanlegt, að svona getsök-
um gæti verið kastað fram sem stork-
un í kappsfullum umræðum á þingi.
Hitt er ekki jafnskiljanlegt, að mað-
ur taki sig upp með slíkar getsakir i
blaðagrein, sem rituð á að vera í al-
vöru.
í grein Berlíns kemur mjer ekki
annað við sjerstaklega en þetta, sem
nefnt hefur verið. En öll er hún rit-
uð af ruddaskap og ekki sjerlega
hlýju „bróðurþeli" til íslendinga al-
ment. Vitanlega tekur enginn mark
á henni hjer á landi, svo að það er
óþarfa fyrirhöfn fyrir herra Berlin, að
vera að blanda sjer í mál íslands
meira en hann þarf. Skjall hans um þá
íslendinga, sem kynnu að hafa samsint
honum í einhverjum óþarfa, eða skamm-
ir frá honum um hina, hækka ekki
eða lækka neinn mann hjer á landi.
Orð Berlins eru hjer að engu höfð.
í staðinn fyrir það að vera að hje-
góma sig á því að leggja málsmet-
andi menn á landi hjer á vog, væri
honum án efa þarfara að gera sjer
ljósara en honum nú er það, hvort
mannvit hans og samviskusemi sje
svo mikið, að hvorttveggja komist
ekki fyrir í Danmörku, þó að honum
þyki hún „þröng". Við þurfum ekki
að sækja hann til þess að meta vora
eigin menn. Við getum það sjálfir.
Jón Þorkelsson.
€nn nm „seniiherrann"
frá Vogi.
(Sbr. 48. tölubl. ísaf.).
»Sök bítur sekanc, segir máltækið og
sannast það á sviðskiftaráðanautinumc eða
sendiherra vorum. — Hann sendir mjer
svar í 48. tbl. Isaf. gegn grein minni f
Þjóðólfi frá 1. júlí s. 1. og er svar þetta
ekkert annað en fúkyrði og skammir, en
sem raunar er eðlilegt, því vindbelgings-
hátturinn, gortið og sjálfsálitið er svo
mikið hjá manninum, að skynsamleg at-
hugun og röksemdafærsla um málefni
kemst ekki að, þegar minnst er á hann
og starfsemi hans sem viðskiftaráðanauts.
En fúkyrðin sanna ekkert, hvorki í þessu
máli nje öðru.
»Sendiherranum« ^kemur það auðsæi-
lega illa að vita ekki, hver þessi »Iieima-
sjórnarmaður« er, sem dirfist að gagn-
rýna gjörðir hans, og er auðsætt, að það
er maðurinn, en ekki málefnið, sem mestu
varðar fyrir hann. Manninum ætti þó að
geta skilist, að í raun og veru skiftir það
engu, hvort sá maður heitir Pjetur eða
Páll, sem skrifar um hann sem viðskifta-
ráðanaut, því aðalatriðið er auðvitað, að
farið sje með satt og rjett mál, og að jeg
í áminstri grein minni í Þjóðólfi hafi gert
það, það sannar svar Vog-Bjarna í »ísa-
foldc áþreifanlega.
Annars ætti »sendiherranum« að skilj-
ast það, að hann, sero maður í opinberri
stöðu, starfandi fyrir landsfie, og 1 þarfir
almennings, hlýtur að verða fyrir ýmsum
dóm«m, og óhugsandi er annað, en að
maður, sem jafn-illa er valinn í stöðuna
og búinn er að gera jafn-mikla skömm
af sjer, eins og hann, verði fyrir opin-
berum aðfinnslum fyr eða slðan.
Það eru fæst atriði í grein minni, sem
maðurinn reynir að hrekja. Því að segja,.
að þetta og þetta sje lýgi, sannar ekki
neitt.
Hann vill ekki kannast við, að hafa
notað ummæli þau, er jeg hafði eftir hon-
um í sambandi við vantraustsyfirlýsingu
á fyrv. ráðherra B. J. En það vill svo
til, að á sama stendnr, hvort ummælin
hafa fallið eins og jeg held fram, eða
eins og hann vill láta heita, að þau hafi
fallið, þvf aðalatriðið er ekki það,