Þjóðólfur - 25.08.1911, Side 4
124
Ritstjóra „Pjódólfs“ er ad
hitta í fíergsladastræti 9
Hiltist venjulega heima kl.
12-1 d hádegi.
en fram nr keyrði á mánudaginn var.
Þá höfðu Norðmenn tekið sjer ríflega neð-
an í því, og gengu um þorpið með óp-
um og óhljóðum og ljetu ófriðlega. Lenti
víða með þeim 1 handalögmáli, en ís-
lendingar höfðu forðað sjer 1 húsin, og
er Norðmenn leituðu þangað, voru þau
harðlokuð. Ekki var opnað þó þeir skor-
uðu á menn að opna fyrir sjer, og tóku
þeir þá 3ð brjóta það sem hægast var að
vinna á‘ og voru fáar rúður heilar 1 þorp-
inu eftir það kveld. Eins brutu þeir
grindur og annað, er fyrir fanst. Hjálpar
var leitað til Akureyrar.
Norðmenn vissu (slmleiðis) að Valur-
inn var við Færeyjar í símlagningastússi
þar Og höfðu ekkert að óttast.
(Eftir »Vísi«).
Þáttur
Gunnars sterka Halldórs-
sonar á Skarði.
[Saminn af Sveini prófasti Nielssyni].
Maður er nefndur Halldór, hann bjó á
Geirmundarstöðum á Skarðströnd; hann
var sonur Olafs Sturlaugssonar, Pjeturs-
sonar á Brekku í Saurbæ og Guðrúnar
Einarsdóttur. Ólafur Sturlaugsson var
bróðir Sveins, nafnkunns bónda og smiðs
á Kleyfum 1 Gilsfirði.
Halldór bjó við fátækt og átti nokkur
börn; eitt af þeim var Gunnar, sem hjer
skal nokkuð minnast á.
Hann var fæddur 1795 og ólst fyrst upp
1 föðurhúsum og síðan í Vestureyjum á
Breiðafirði uns hann var fult tvftugur;
rjeðist hann þá til vistar að Skarði á
Skarðströnd. Hann dvaldi þar sem vinnu-
maður í allmörg ár, uns hann giftist Maríu
dóttur Lars Hölters í Melrakkaey í Helga-
fellssveit og bvrjaði búnað þar.
Þegar Gunnari tók að vaxa fiskur um
hrygg, sýndist það brátt, að hann var
sterkari en allir jafnaldrar hans; bar þó
sjaldan á því sakir þess að hann var
mjög kyrlátur og óleikinn. Heldttr var
hann að sumu leyti seinþroska, því að
honum 6x, að sjálfs hans sögn, afl til þess
hann hafði 4 eða 5 um tvítugt; en þá var
hann orðinn svo sterkur, að enginn vissi
afl hans, því að honum varð ekki einung-
is aldrei aflfátt, heldur tók hann aldrei á
öllu sínu afli, eða með hans eigin orðum:
átti ætíð nokkuð eftir, hvað sem hann
gerði. Það sáu menn líka, að þegar hann
beitti mest afli sínu, leit svo út sem hann
neytti sín ekkert og þótti öllum furða
mikil, að svo mikið afl væri í einum
manni. Skal nú telja nokkur merki upp
á afl hans, rituð eftir greindum og sann-
orðum sjónarvottum.
Hann var eitt sinn ásamt öðrttm mönn-
um staddur í sölubúð í Stykkishólmi.
Kemur þá til tals við hann einn sveitungi
hans, Jón að nafni, mikill maður og sterk-
legur, nokkuð hreyfur af víni og minnist
á, hvílíkur afburðamaður hann sje kallað-
ur að afli. Gunnar eyðir því sem mest
og segir, að ofmikið orð sje á þvf gert.
Hinn heldur áfram sínu máli og spyr,
hvort Gunnar kynni gllmu og glfmubrögð
og býður honum að reyna þau. Gunnar
þegir við. Jón gerist þá heldur nærgöng-
ull. Gunnar tekur þá með hægri hendi
góða handfylli í klæði Jóns að framan,
lyftir honum upp með beinum handlegg
og heldur honum svo í hendi sjer langa
\
)
ÞJOÐOLFUR.
stund, sem ekkert væri og hjeldu menn
þó að Jón mundi vega fulla 16 fjórðunga
eða meira. Sem hann hefur haldið hon-
um þannig alllanga stund þegjandi og
smádintað höfði hans við búðarloftið, set-
ur hann hann með hægð á gólfið og segir
um leið: þetta er bragðið sem jeg kann
Jón minn! Á þetta horfðu margir með
furðu og hafa 3 þeirra sagt mjer söguna
pg öllum borið alveg saman.
Eitt sinn kom hann með húsbónda sín-
um Skúla sýslumanni úr kaupstað á fermdu
skipi. Sýslumaður var glaður af víni og
fer að minnast á orðróm þann, er fari af
afli hans. $kipverjar samsinntu því, en
Gunnar dró úr því og kvað það öfgar.
Skúli gaf því eigi gaum og bað hann að
sýna sjer einhverja aflraun. Þegar Gunn-
ar sá, að ekki tjáði að færast alveg und-
an, spyr hann hver aflraunin skuli vera.
Skúli svarar: þú átt að bera hjeðan úr
Stöðinni og heim að Skarði, þungar hest-
klyfjar, getir þú það eigi, þá er ofmikið
látið af afli þínu. Gunnar kvaðst eigi
mundu það geta. Þegar búið var að af-
ferma og setja skipið, var mönnum for-
vitni á að sjá, hvað Gunnar mundi gera.
Hann sýndi það þegjandi; tekur úr tarm-
inum tvo rúgtunnusekki og einn grjóna-
tunnusekk, síðan lætur hann rúgsekkina
sinn á hvora öxl sjer, en lagsmenn hans
leggja að beiðni hans grjónatunnusekkinn
þar þvers ofanyfir. Um leið og hann
leggur af stað með byrðina, sá hann að
þar stóð steinkola hálftunna, í fyrirbundn-
um hálftunnupoka. Hann tekur með
hægri hendi yfir hið samanbundna op og
heldur svo á pokanum og ber þetta heim
að Skarði, sem er meðal bæjarleið og allt
upp á móti eða á fótinn. Skúli fylgdi
Gunnári heim. Þar lagði hann niður
byrðina og sagði um Ieið: Haldið þjer
húsbóndi góður, að hestarnir yðar hver
beri mikið meira? Skúli svaraði: Þetta
ætlar enginn maður einum hesti að bera
og svona sterkur hugsaði jeg varla að þú
værir. En gast þú ekki borið meira.
Það veit jeg ekki, segir Gunnar, en jeg
vil ekki leggja það á mig að bera það
þyngsta, sem jeg get borið.
Eitt sinn var Gunnar staddur í Stykkis-
hólmi, þegar verið var að afferma ný-
komið kaupskip, og var verið að flytja
1 land brennivínstunnur. Var meðal erf-
iðismanna einn, sá er Hákon hjet, manna
mestur og sterkastur. Hann bar jafnan
brennivínstunnu á herðum sjer, þegar
aðrir báru tunnuna tveir á kaðalbörum.
Menn dáðust að afli Hákons. Gunnar
var þar aðkomandi og ekki meðal erfiðis-
manna. Hann gengur þar að, sem tvær
brennivínstunnur stóðu eftir, þar er skips-
báturinn hafði lent, tekur sína þeirra und-
ir hvora hönd, og bar þær báðar upp
klappirnar og þangað sem þeim var ætl-
aður staður. Það þótti þeim, sem á þetta
horfðu, sem hann tæki ekki á öllu'afli
slnu. Sfðan spurðu menn Hákon, hvort
hann vildi þetta reyna en hann kvað þess
engar vonir því að þetta væri einskis færi
nema Gunnars eins.
I öðru sinni var Gunnar á stóru skipi,
sem flutti frá Skarði lýsistunnufarm út í
’ Olafsvík. Skipið lenti við sandinn en
lágsjávað var og öldusúgur nokkur við
sandinn. Gunnar bar einn allar tunnur
af skipinu og langt upp í sand, þannig að
hann bar jafnan tvær í senn, sína undir
hvorri hendi og sýndist þeim, sem á
horfðu, hann ekkert neyta sín og þetta
væri honum engin aflraun.
Einu sinni flutti Jónas útvegsbóndi á
Hallsbæ á Hjallasandi heilan dag lýsis-
tunnur fyrir stórkaupmann HansClausen,
sem þá stýrði Ólafsvíkurverslun, á sínu
væna hákarlaskipi, úr landi og út í kaup-
skipið, sem lá á höfninni. Gunnar var
einn af hásetum Jónasar og hann rjetti
allar tunnurnar yfir höfuð sjer af íslenska
skipinu og í hendur þeirra, sem á danska
skipinu voru. Þeir sem á horfðu, sögðu
að auðsjeð hefði verið, að (hann) hefði
við þetta starf ekki þurft að taka á öllu
afli sínu, og eins Ijett hefði seinasta tunn-
an verið í höndum hans eins og hin fyrsta.
Hina útlendu menn furðaði mjög 4 afli
hans og kváðu, að hann hvergi mundi
eiga sinn lfka að afli. Þeir höfðu hann
í boði á skipinu um kvöldið og veittu
honum örlátlega. En ekki hef jeg heyrt
þess getið, að honum væri þetta þrekvirki
öðru launað.
Guðmundur Bjarnason Scheving, kaup-
maður á Flatey á Breiðafirði, átti stóran
teinæring, er Oddur var nefndur og seinna
var umsmíðaður í þilskip. Skipi þessu
Ijet eigandinn halda úti í Breiðafjarðar-
mynni til hákallaveiða. Það rak einu
sinni í miklu norðanveðri að landi nálægt
Gufuskálum; eru þar hættuleg sker fyrir
landi, en þar fyrir innan gengur fram
hrauntangi lendingalaus. En milli tang-
ans og Hjallasands skerst inn vík allmikil.
Inn í hana gátu skipverjar beitt, þó fram-
anverða og köstuðu þar akkerum. Þegar
til skipsins sást af Hjallasandi fór þaðan
fjöldi manna, meðal þeirra var Gunnar
einn, til þess að bjarga skipinu. Það var
mjög jafnsnemma, að mannfjöldinn var
kominn á móts við skipið, og það sleit
upp og rak að svo illri landtöku, að ber-
sýnilegt þótti, að þar mundi farast bæði
skip og menn. Var nú mikil umræða
um, hvað tiltækilegt væri, til þess af af-
stýra svo miklu slysi, og var helst leitað
tillaga Gunnars. Hann kvaðst ekki sjá
annað ráð, en að vaða út í brimið móti
skipinu og taka af því ganginn; kvaðst
hann sjálfur vera búinn til þess, fengi
hann tvo röskva menn með sjer. Þetta
þótti nú eina úrræðið og var nú leitað,
hverjir til vildu verða að fylgjast með
Gunnari, og urðu tveir til, sem menn
treystu best. Þeir rjeðust til ferðar með
Gunnari, en sneru aftar í brimgarðinum,
en Gunnar rjeðist á móti skipinu, gat
tekið at því rekganginn og stýrt því að
betri landtöku, með því liði, sem skip-
verjar gátu sjálfir veitt, og í það sinn
kvaðst hann hafa neytt allrar orku sinnar.
Enda þótti þeim, sem viðstaddir voru,
það mjög ólíkindalegt, að eins manns afl
orkaði því, er hann þá orkaði. Það hef
jeg heyrt nokkra þá segja, sem þar voru
viðstaddir. að hinir allir til samans hefðu
ekki megnað að afstýra því tjóni, sem
honum einum tókst að afstýra. (Niðurl.).
Verslunarhús brcnna.
Á Unaósi við Hjeraðsflóa brann fyrir
skömmu verslunarhús fjelagsins »Fram-
tíðin«, sem hefur aðalstöð sína á Seyðis-
firði. en útibú þarna. í húsinu var bæði
íbúð og sölubúð, og var nær engu bjarg-
að úr sulubúðinni en nokkru úr fbúðinni.
Vörugeymsluhús átti verslunin þar nálægt
og sakaði þau ekki.
Enn hefur ekki frjetst um upptök elds-
ins eða hve miklu skaðinn nemur.
(Eftir »Vísi«).
Ág-ætur staríi.
Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið
til þess að græða mikið fé með því að selja
vörur eftir stóru myndaverðskránni minni
sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru
hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl-
ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl-
ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50%
ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega
fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing
ar ókeypis og burðargjaldslaust.
Chr. Hansen.
Enghaveplads 14.
Köbenhavn
Pantid æjálíir fataefni yðar
beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga
burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 Mtr. 130 Ctm.
breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar-lCIiÆÐI
í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fypir elnungls ■©
2,50 pr. Mtr. Eða 31/4 HHtr. 135 Ctm. breitt, svart, myrkblátt eða
gráleitt liamóðins efni í sterk og falleg karlmannsföt týpip aOeina
14 fep. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða
þær teknar aftur.
Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark.
Klaeíevæver €ðling, Viborg Danmark
sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun
finulds Ceviotsklæde til en flot Damekjole, for kun 8 Kr. 85
Öre, eller 5 Al. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Renulds Stof til
en solit og smuk: Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre.
Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65
Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd.
skilur k klukkust.
90
130
260
I
Hvers vegna greiða hátt verð fyrir
skilvindur, þegar vér getum boðið yður
Prímus-skílvinduna
okkar fyrir ofanritað afarlága verð?
Besta og þó ódýrasta skilvinda á heims-
markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreinsuð
og auðvarðveitt.
Hlotið verðlaun hvarvetna á sýningum.
Biðjið um verðskrá. Umboðsmaður Möllers Enke, Köbenhavn.
a|b B. A. Hjorth & Co.
Stockholm (Sverige).
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Pálsson.
Prentsmiðjan Gutonbreg,