Þjóðólfur - 23.09.1911, Síða 2

Þjóðólfur - 23.09.1911, Síða 2
138 ÞJOÐOLFUR. Stór ÚTSALA. Allskonar Vefnaðarvara verður seld með óvanalega lágu verði. Einnig tilbúinn fatnaður. Mörg hundrud íiýlvoiniii. Skófatnaður, Reg'nkápur o. m. fl. i-íOí alsláttnr. Sturla Jönsson. Reykjavík. TIi '...I I I Þjóðólfur er elsta og- þjóökuunasta blað landsins. Ritstjóri og ábjrrgðarmaður: Arni Pálsson sagnfræðingrur. Afgreiðslu og innheimtumaður: Slgurður Jónsson bóksali. Lindargötn 1, Reykjavík. Anglýsingar sendast afgreiðslu- manni eða í prentsmiðjnna. Skólagjöld. Það er orðið gersamlega úrelt þetta fyrirkomulag með ókeypis kenslu í æðri skólum landsius. 1 landi þar sem mentamálin eru orðin svo dýr sem hjer, er engin ástæða lengur til þess að vera að dylja verðmæti kenslu og lærdóms með því að láta það fyrir ekkert, engin ástæða til þess að halda lærðra manna brautinni svo galopinni, að menn slangri inn á hana út úr iðjuleysi eðaí þeim tilgangi, að gjöra sjer lífið ljettara og fyrirhafnarminna. Kröfnrnar vaxa til alls og allra mjög svo óðfluga á þessum tímum, alt verð- ur erfiðara og dýrkeyptara og menn skilja eðliiega best verðmæti þess, sem menn fá með fyrirhöfn eða fjárútlátum. Hví þá að halda hinni æðri mentun niðri á lágmarkinu? Það er sannar- lega að fela verðmæti hennar og dylja þann grundvöll erfiðis og baráttu, sem hún verður að byggjast á, og það miklu fremur en nokkuð annað fyrir- tæki eða starf. Það hefnr lengi verið álit alþýð- unnar, að lærdómur væri ekki starf í eiginlegum skilningi, heldur einskonar viðhafnarfitl og undirbúningur undir það, að komast í hæg embætti og eiga góða daga — og þurfa ekki að „vinna". Og ekki munu þeir vera fáir af þeim, sem byrjað hafa menta- brautina, sem svona fyrst í stað hafa látið sig dreyma um þetta himna- ríkisaðgerðaleysi að loknu embættis- prófi — gleymandi því, að námið er æfing og undirbúningur til þess, að geta afkastað tvöfuldu eða tíföldu á við það, sem annars er heimtað af alþýðumanni ómentuðum. Það þarf því meira til en rjett að ganga inn um hinar opnu dyr menn- ingarstotnananna. Menn verða að koma þangað með hertan vilja og harðan ásetning um að leggja mikið í sölurnar strax, því að hin veigameiri sæti í þjóðfjelaginu, sem menn eru að keppa eftir, þau heimta duglega og starfandi menn, sem búnir ecu að læra hvað vinnan er. Til þess að halda mönnum við trúna í þessu efni, er rjett að iáta greiða kenslukaup helst við alla skóla, en þó einkum við hina æðri og þá sem landið kostar ein- göngu, því að peningarnir eru ekki annað en málmsteypt vinna, og það er sannreynt, bæði fyr og sfðar, að menn taka alt öðruvísi við því, sem menn kaupa, en hinu, sem gefins fæst eða máske er troðið upp á mann. En það er líka önnur hlið á mál- inu, sem sýnir að ókeypis fræðsla landsskólanna hefur í sjer fóiginn stór- an og mikinn órjett, sem hægt væri að jafna að einhverju leyti með mis- munandi skólagjöldum. Og þessi ó- rjettur er í því fólginn, að skólarnir eru, nú sem komið er, bein forrjettindi fyrir þá, sem búa nálægt þeim, en hinir, sem lengra eiga að sækja á þessu víðáttumikla landi, fara þeirra svo á mis, að það þarf t. d. efna- mann austur í Múlasýslum til þess að standa jafnt að vígi fátæklingnum í Reykjavík til þess að nota sjer þessa iandsins jöfnu og sameiginlegu eign, og fátækir menn lengra að mega heita alveg útilokaðir frá landsins æðri skól- um hjer í höfuðstaðnum. Þessi auð- sæi órjettur hefur einlægt viðgengist og oft verið á hann bent, en þó ekk- ert verið aðgjört og nærlendir piltar einlægt verið styrktir svo að segja jafnt og þeir sem langt voru að og enga áttu sjer og sínum kunnuga og hliðholla í þessum bæ og hafa í raun og veru mátt heita útlendingar á þessu landshorni. Þess vegna er það nú sem stendur bara blekking, að tala um landsskólana sem þjóðarinnar sam- eiginlega eign, eins og reyndar svo margar aðrar landseignir, sem eitt landshornið situr svo að segja ein- göngu að. Þótt ekki væri nú nema þessi hlið á máiinu, þá er það sjálfsagt. mál sem samþykkjast ætti á næsta þingi, að setja hæfileg skólagjöld sem væru hæst fyrir þá sem búa á sama stað og skólinn er, en lægri fyrir þá sem lengra eiga að sækja og svo auðvit- að allmörg frfpláss fyrir þá sem með þyrftu og hafa sýnt sjerstaka elju og hæfileika. Lfklega kæmi ekki til greina að hafa skólagjöldin mjög há fyrst í stað, eins og í útlöndum, þar sem algengt er að greiða 20 kr. á mánuði, en þó verð jeg að segja það vorkunnarlaust fyrir marga fbúa þessa bæjar sem sitja í góðum stöðum og geta haft börn sín heima, að gjalda með þeim svo sem xoo krónur yfir veturinn. Menn utan af landi verða að leggja sonum sínum drjúgum betur. H. J. Málbaráttan i Noregi. Hún gerist nú harðari og ákafari með ári hverju, og mun því mörgum hjer á landi þykja fróðlegt að heyra um það efni skoðanir Islendings, sem árum saman hefur dvalið í Noregi og enda sjálfur tekið þátt í baráttunni. „Þjóðólfur" hefur því snúið sjer tll Ólafs ritstjóra Felixsonar, sem minst er á annarstaðar hjer í blaðinu, og beðið hann um að segja álit sitt um horfur „mál“hreyfingarinnar. Hann varð fúslega við tilmælum vorum og fórust honum orð á þessa leið: „— Það er ekki auðhlaupið að því að gera grein fyrir öllum málavöxtum, eins og baráttunni nú erkomið. Menn hafa frá upphafi litið mjög misjöfnum augum á „mál“hreyfinguna. Jeg fyrir mitt leyti hef altaf verið henni hlynt- ur og mun verða það framvegis. Það hefur ráðið mestu um afstöðu mína, að „málið" er svo nákomið íslensk- unni og öll hreyfingin af þjóðiegum rótum runnin. Enda verður ekki ann- að sagt, en að „máiþrefurunum" hafi orðið mikið ágengt, því að „málið" hefur nú jafnrjetti við ríkismálið í lýð- skólunum og margar kenslubækur eru ritaðar á þvf. Það er þetta, sem fylg- ismenn ríkismálsins geta ekki þolað, og hafa þeir því hafið hina áköfustu baráttu til verndar ríkismálinu. Báðir flokkar hafa nú myndað fjelög um land alt og nú sem stendur er ófrið- urinn og flokkadrátturinn meiri en nokkru sinni áður. Svo hefur farið um „mál"hreyfing- una, sem um mörg önnur góð mál- efni, að pólitiskir vindbelgir hafa gerst fylgismenn hennar sjálfum sjer til vegs og frama, þó að mark og mið hreyf- ingarinnar sje þeim alls ekkert alvöru- mál. En þegar svo er komið, er jafn- an örskamt til öfganna, enda er nú baráttan háð af báðum flokkum með hinu mesta ofstæki og persónulegri áreitni. Þannig halda sumir foringjar „mál"manna því fram.að fylgismenn rík- ismálsins sjeu óþjóðlegir og skorti sanna föðurlandsást. Það er óneitanlega altaf handhægt og þægilegt að slá á slíka strengi, þar sem flokkar deila; slíkt hefur venjulega mikil áhrif á almúg- ann. En hitt kynni að vera vafamál, hvort þeir, sem hæst tala um frelsi og föðurlandsást, mundu reynast betur en hinir, ef í hart færi. Þó að jeg sje „mál“maður, þá er jeg fyrir mitt leyti sannfærður um, að margir af fylgismönnum ríkismálsins eru svo miklir föðurlandsvinir, sem fremst verður ákosið. Enda er það mjög skiljanlegt, að þeir vilji vernda það mál, sem þeir hafa mælt frá blautu barnsbeini. Það er móðurmál þeirra á sama hátt sem landsmálið er móður- mál sveitafólksins. Ríkismálsflokkur- inn heldur því og fram, að alt hið ágætasta í norskum bókmentum sje ritað á þeirra máii, og að það sjeu slíkir r :.hötundar sem Ibsen, Björnson og Jouas Lie, sem hafi gert garðinn frægan Enginn mun geta neitað, að þetta er satt. Versta yfirsjón ríkismálsflokksins er það, að fylgismenn hans hafa jafnan haft mikla tilhneigingu til þess að hæða og fyrirlíta alla „mál“hreyfing- una. Þeir hafa ekki skilið, að „mál- ið“ er hjartfólgið öllum þorra hinnar yugri kynslóðar í sveitunum. Þeir hafa einnig gleymt, að í hinum „mál“- norsku bókmentum finnast slíkar perl- ur, að hinar dansk-norsku bókmentir eiga engar fegri nje dýrmætari. Það mundi sjást skarð fyrir skildi, ef rit þeirra Aasens, Vinjes, Garborgs og Hovdens væru horfin úr norskum bók- mentum. — Sá framsláttur, að sveitafólk I Noregi skilji ekki ríkismálið, er ekkert annað en staðlaust þvaður. Á vestur- landinu, þar sem jeg er kunnugastur og málhreyfingin er sterkust, skilja allir ríkismálið ekki síður en lands- málið. Ekkert „mál"blað kemur út alla leið frá Þrándheimi suður til Björg- vinjar; en auðvitað halda þar margir blaðið „lý- tnaf", sem er „mál'blað og eitt hið best ritaða blað f Noregi. Eins og jeg þegar hef tekið fram, hefur pólitiskt flokkaþref sett niark sitt á baráttuna og er það að minni hyggju illa farið. „Málið" sigrar að líkindum, en það hefur orðið því til óþurftar, að metnaðargjarnir flokksfylgismenn hafa notað það til upphefðar sjálfum sjer. „Landsmálið" á formælendur í öllum pólitiskum flokkum í landinu. Enga iagaþvingun þarf til að leiða það til sigurs, þegar sjeð er, að það hefur fullan tilverurjett. En ef það á ekki þann rjett, verður öll baráttan árangurslaus. Jeg fyrir mitt leyti held

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.