Þjóðólfur - 04.11.1911, Page 1

Þjóðólfur - 04.11.1911, Page 1
\ 63. árg Reykjavík, Iaugardaginn 4. nóvember 1911. M 42. Xosningarnar. íslenskir kjósendur hafa rekið af sjer slyðruorðið! Pólitík »Sjálf- stæðis«manna virðist nú vera dæmd dauð og ómerk af þjóðinni, flokk- ur þeirra kveðinn niður fyrir fult og alt. Að vísu vita menn ekki ennþá um úrslitin í öllum kjör- dæmum, en þær kosningar, sem menn þégar vita um, hafa íarið svo, að fullkominn ósigur »Sjálf- stæðis«martna er nú viss og óum- fiýjanlegur. Það ljetti mörgum um hjarta- ræturnar á laugardagskvöldið var, þegar fregnirnar bárust úr kaup- stöðunum og Yestmanneyjum. Allir landsendar unnir og sigurinn viss í höfuðstaðnum! En sagt er, að »Sjálfstæðis«leiðtogarnir sumir hafi orðið heldur þungir undir brún. Svo ótrúlega mikil er blindni þeirra manna, að flestir þeirra höfðu trú- að á sigurinn fram að síðustu stundu! Að þessu sinni mun' »Þjóðólfur« ekki rekja orsakirnar og tildrögin til þess, sem nú hefur gjörst, nje heldur, hverja þýðingu og afleið- ingar kosningarnar munu hafa. Það verður gert þegar frjettir eru komnar úr öllum kjördæmum. Þessir hafa hlotið kosningu: í Reykjavík: Lárus H. Hjarnason prófessor (924 atkv.) og Jón Jónsson docent (874 atkv.). Dr. Jón Þorkelsson fjekk 653 atkv., Magnús Blöndahl 651 atkv., Halldór Daníelsson 172 atkv. og dr. Guðm. Finnbogason 84 atkv. 1908 fjekk dr. Jón Þorkelsson 579 atkv., Magnús Blöndahl 529 atkv., GuðmundurBjörnsson land- læknir 454 atkv., og Jón Þorláks- son landsverkfræðingur «453 atkv. Á ísafirði: Sjera Sigurður Stefánsson (115 atkv.). Kristján H. Jónsson ritstj. fjekk 111 atkv., og Sigtús Bjarnason ræðismaður 65 atkv. 1908 var sjera Sigurður Stefáns- son kosinn með 154 atkv. Jón Laxdal fjekk 83 atkv. • A Akureyri: Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti (188 atkv.). Sig. Hjörleifsson ritstj. fjekk 134 atkv. 1908 var Sigurður Hjörleifsson kosinn með 147 atkv. Magnús Kristjánsson kaupmaður fjekk 137 atkv. Á Seyðisfirði: Dr. Valtýr Gnðmundsson (74 atkv.). Kristján læknir Kristjánsson fjekk 60 atkv. Þingm. kjördæmisins á síðustu þingum var sjera Björn Þorláks- son (kosinn 9. mars 1909 með 67 atkv., Yaltýr Guðmundsson fjekk 54 atkv.; kosningin 10. sept. 1908 varð ógild). 1 Vestmannaeyjum : Jón Magnússon bæjarfógeti (99 atkv.). Karl Einarsson sýslum. fjekk 72 atkv. 1908 var Jón Magnússon kos- inn með 77 atkv. Sjera ólafur Ólatsson fríkirkjuprestur fjekk 43 atkv. í Mýrasýslu : Sjera Magnús Andrjesson (126 atkv.). Haraldur Níelsson prófessor Qekk 101 atkv. 1908 var Jón Sigurðsson bóndi á Haukagili kosinn með 116atkv. Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu fjekk 96 atkv. í Borgarfjarðarsýslu: Kristján Jónsson ráðherra (194 atkv.). Einar Hjörleifsson skáld fjekk 89 atkv., og Þorsteinn Jónsson á Grund 35 atkv. 1908 fjekk Kristján Jónsson 168 atkv., Björn Bjarnarson í Gröf fjekk 111 atkv. í Snæfellsnessýslu: Halldór Steinsson læknir (240 atkv.). Hallur bóndi á Gríshól fjekk 141 atkv. 1908 fjekk sjera Sigurður Gunn- arsson 276 atkv., Lárus H. Bjarna- son 192 atkv. í Kjósar- og Gullbringusýslu: Björn Kristjánsson bankastjóri (452 atkv.), og Jens Pálsson próíastnr (433 atkv.). Matth. Þórðarson fjekk 247 at- kv., Björn Bjarnarson í Gröf*244 atkv. 1908 fjekk Björn Kristjánsson 530 atkv. og sjera Jens Pálsson 519 atkv., Halldór Jónsson 82 atkv. og Jón Jónsson sagnfræð- ingur 79. í Árnessýslu: Signrður Sigurðsson ráðunant- ur (401 atkv.) og Jón Jónatansson búfræðingur (344 atkv.). Sjera Kjartan Helgason tjekk 298 atkv. og Hannes Þorsleins- son 277. 1908 fjekk Hannes Þorsteinsson 355 atkv., Sigurður Sigurðsson 341 atkv., Bogi Th. Melsted 182 alkv. og sjera Ólafur Sæmunds- son í Hraungerði 174 atkv. í Rangárvallasýslu: Einar Jónsson á Geldingalæk (430 atkv.) og SjeraEggert Pálsson,(243atkv.). Tómas Sigurðsson á Barkar- stöðum fjekk 201 atkv. 1908 fjekk sjera Eggert 234 atkv., Einar Jónsson 230 atkv., Sigurður Guðmundsson á Selalæk211 atkv. og Þórður Guðmundsson hreppstj. í Hala 183. atkv. í Vestur-ísafjarðarsýslu: Matthías Ólafsson kaupmaður (114 atkv.). Sjera Kristinn Danielsson íjekk 112 atkv. 1908 fjekk sjera Kristinn Daní- elsson 157 atkv., en Jóhannes ól- afsson 94 atkv. í Suður-Þingeyjarsýslu: Pjetur Jónsson á Gautlöndum (327 atkv.). Sigurður Jónsson á Arnarvatni fjekk 126 atkv. 1908 fjekk Pjetur Jónsson 275 atkv., Sigurður Jónsson 115 atkv. í Vestur-Skaftafellssýslu: Sigurður Eggcrz sýslumaður (131 atkv.). Gisli Sveinsson fjekk 57 atkv. 1908 fjekk Gunnar ólafsson 107 atkv., Jón Einarsson á Hemru 65 atkv. í Strandasýslu: Guðjón Guðlaugsson (100 atkv.). Ari Jónsson fjekk 96 atkv. 1908 fjekk Ari Jónsson 99 atkv., Guðjón Guðlaugsson 87 atkv. jMkrar athugasetnðir um tillögur skattamálanefndarinnar. Eftir Porkel á Eyri. Við höíum verið brýndir með því bændurnir, að við þegðum um almenn mál, þó þau vörðuðu oss miklu, þangað til búið væri að koma þeim i kring og afgreiða þau sem lög frá alþingi, þá færum við að kveina og kvarta og vildum fá breytingar. En hverju er við að búast, þegar þingmennirnir og hinir pólitisku leiðtogar þjóðarinnar, sem svo eru nefndir, sjaldnast væta penna eða opna munn sinn um almenn mál nema á þingi, um leið og þeir eru að afgreiða málin frá þinginu. Hverjum er skyldara að skýra málin fyrir almenningi, gera sínar athugasemdir og vekja almennar umræður, sýna fram á nauðsyn nýrra laga eða breytingar á eldri lögum, en einmitt þeim, sem lögin semja i landinu. Er við því að búast, að alþýða manna, sem hvorki hefur tóm nje ástæðu til þess að sökkva sjer nið- ur í sjálfstæða rannsókn á almenn- um málum, geti gert sínar athuga- semdir fyr en eftir á, þegar forkólfar þjóðarinnar eins og forðast að láta nokkrar skoðanir í ljósi og láta reka á reiðanum, eftir því hvað flokkn- um á þingi kann að þóknast að ákveða. Jón Sigurðsson kynti sjer nær undantekningarlaust hvert ein- asta mál, sem uppi var um hans daga, og gerði almenningi kunnar skoðanir sínar á málinu, en nú reyna þingmenn þráfaldlega að hlaupa í felur með skoðanir sínar, ef nokkrar eru, bak við flokks- samþyktir, ef þeir finna að kjós- endur eru annara skoðana. Nú má búast við nýrri löggjöí i þeim málum, sem fremur öllum öðrum málum er nauðsynlegt að vel sje vandað til. í vændum er ný löggjöf í skattamálum, löggjöf, sem grípur inn í alla atvinnuvegi landsins og bindur landsmönnum byrðar, sem þeim getur ekki verið sama um, hvernig á þá sjeu lagðar. Væri æskilegt, að ekki væri hrapað að þeirri löggjöf i blindni, heldur nægilega hugsað um að vanda hana og laga sem best eftir högum þjóðarinnar; hitt gerir minna, hvort lögin komast á árinu fyr eða síðar, því núverandi fyrirkomulag er ekki svo óþolandi, að málið þoli ekki svolitla bið. Menn munu segja, að málið ætti nú að vera nægilega undirbúið og athugað af þjóðinni, þar sem til- lögur og írumvöi’p skattamála- nefndarinnar um það hafa nú legið íyrir þjóðinni í meira en 2 ár. — Þvi má þó svara, að það hafi alt of litið verið rætt opinberlega. Blöð- in sjálf hafa að mestu þagað um málið — hefðu þau þó átt að finna hvöt hjá sjer til að rökræða svo þýðingarmikið mál, Aðeins örfáir einstakir menn hafa látið til sín heyra. Og þegar ísaf. í fyrra vetur hjet því að taka tillögur nefndar- innar til meðferðar, varð elcki meira úr efndum en svo, að hún birti tillögurnar athugasemdalaust og gaf alt frá sjer. Og þingménn hafa forðast að minnast á tillögur nefnd- arinnar, og i stað þess að láta uppi einhverjar skoðanir, falið nýrri nefnd að hugsa nú um skattamál- in; tillögur hennar verða svo senni- lega úrslit málsins umræðulaust eða svo til, með því að svoskamm- ur tími verður til þess að athuga þær, þar sem málinu verður senni- lega ráðið til lykta á næsta þingi. En þetta einkennir vel þennan þjóðfrelsistíma, þar sem alt kveður við af flokkapólitisku gargi, eins og ekkert sje til, sem þýðingu hafi fyrir þjóðina nema það, hvorum

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.