Þjóðólfur - 04.11.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.11.1911, Blaðsíða 2
IÖ2 ÞJOÐOLFUR. er elsta og þjóAKuimasta blað landsins. Ritstjóri og áb3rrgðarmaður: Arni Pálsson sag’nfræðing'nr. Afgreiðslu og innheimtumaður: Sigurður Jónsson bóksali. Lindargötu 1 B. Pósthólf 146. Talsimi 209. Reykjavíb. Auglýsingar sendast afgreiðsln- manni eða í prentsraiðjnna. flokknum takist betur að sverta hvor annan og níða einstaka menn óverðskuldað, ef svo býður við að horía og ætla má að með því fá- ist nokkur atkvæði lítilsigldra eða spiltra manna. En þótt það virðist hafa litla þýðingu, að rökræða mál, skal þó leitast við að gera athuga semdir við tillögur skattamála- nefndarinnar; það er ekkert lítil- virki, hvorki meirr nje minna en 17 lagafrumvörp, þar með talið frumvarp um prests- og kirkju- gjöld, sem orðið er að lögum, og ýmsar smærri lagabreytingar, sem standa i sambandi við sjálfskatta- lögin. Eins og við mátti búast, sjer nefndin marga agnúa á hinum gildandi skattalögum, enda er slíkt síst að furða, svo margt, sem breytst hefur í högum manna og atvinnu- vegum síðan skattarnir voru lög- leiddir, einkum síðustu árin. Eftirfarandi sköttum finnur hún helst til foráttu: 1. Abúðarskattinum, að hann komi órjettlátlega niður vegna þess, að dýrleiki jarðanna, sem skattur- inn er miðaður við, samsvari ekki gæðum þeirra. 2. Lausafjárskaltinum, meðal annars það, að hann sje bygður á framtali gjaldenda, sem reynist stundum miður áreiðanlegt. 3. Húsaskattur nái ekki tilgangi sínum sem eignaskattur, því veð- skuldir misjafnlega tilkomnar sjeu frádregnar og lóðir, sem húsunum fylgi, sjeu skattfríar. 4. Tekjuskattur af eign nái að- eins til fárra eígnartekna, eftir þvl sem lögunum sje framfglgt. En tekjuskattur af atvinnu hafi ekki vaxið eins og við mætti búast eftir vaxandi framförum og bendi það til þess, að ekki komi öll kurl til grafar. Nefndin treystist ekki til að bæta úr þessum göllum, svo vel fari, á annan hátt en að afnema þessa skatta og setja aðra nýja í þeirra stað. Nefndin gengur út frá því, að taka beri meiri hluta af tekjum landsjóðs sem aðflutningsgjald eins og undanfarin ár. En auk þess telur hún sjálfsagt, að hækka nokk- uð hina beinu skatta frá því, sem sem nú er. Við fyrirkomulag þess- ara beinu skatta virðist hún aðal- lega leggja áherslu á það tvent: að skattarnir aukist af sjálfu sjer við batnandi efnahag, vaxandi fram- farir og verðhækkun eigna, og að þeir nái til allra eigna og tekna, smárra og stórra. Nefndin virðist hafa haft þessar nefndu meginreglur helst til ríkt í huga, en aftur á móti gleymt að taka nægilegt tillit til þeirra ann- marka, sem hún telur á núverandi sköttum, er fyr voru nefndir, því skattar þeir, sem hún leggur til að sjeu lögleiddir, verða háðir sumum hinum sömu annmörkum og eldri skattarnir, og það jafnvel í miklu ríkari mœli. Fyrsta frumvarp nefndarinnar hljóðar um fasteignaskait. Þessi skattur er ákveðinn 2 af þúsundi hverju, er skatteignin nemur að virðingarverði — skattfrí er fasteign, sem ekki nemur 100 kr. virði. Fasteignaskatturinu hvílir á öllum jarðeignum, húsum, lóðum i kaup- stöðum, ítöknm og hlunnindum, nema húsum, lóðum, ítökum og hlunnindum, sem eru þjóðeign eða til almennings þarfa. Þessi skattur hefur þann stóra kost, að auðvelt er að ná honum, því eigi verður slíkri eign smeygt undan skatti. Menn skyldu nú ætla, að nefndin ljeti sjer nægja að skatta fasteignir þessar einu sinni, en svo er þó eigi, því i næsta frumvarpi gerir hún ráð fyrir, að af fasteigninni greiðist annar jafn- hár skattur, sem sje eignaskattur. Af fasteignum þeim, sem að ofan eru taldar, verður því að greiða tvöfalt hœrri skatt en af nokkurri annari eign. — Þetta er býsna rtiik- ill mismunur, sem vafasamt er, að eigi vel við hjer á landi, ogímörg- um tilfellum kemur ósanngjarn- lega niður. — En hverja ástæðu færir svo nefndin fyrir þessu ? Á síðu 46, 6. gr., þar sem hún hreyf- ir þessu atriði, segist hún haga þessu þannig af ásettu ráði einmitt í þvi skyni, að gera hæfilegan mun eftir ástæðum. í þessu felast eng- in rök fyrir þessum mikla mis- mun, sem hún gerlr á fasteign og annari eign. Aðalrökin virðast þar á móti eiga að felast í athugasemd- unum á síðu 36. Þar stendur: »Frá aldaöðli hefur faáteignaskatt- nrinn verið talinn alveg sjálfsagð- ur og á ýmsum tímum hefur því verið haldið fram, að hann |einn ætti að koma í staðinn fyrir alla aðra skatta. En hvað sem þeirri kenningu líður, verður því ekki mótmælt, að fasteignaskatturinn hefur ýmsa yfirburði fram yfir flestar aðrar skattaálögur. Frá sjónarmiði þjóðfjelagsins er einn af aðalkostunum sá, að hann hvílir á hinni trygguslu og verðmœtnstu eign, og þar af leiðandi veitir viss- ar og fastar tekjur, en er ekki nein- um misbrestum eða vanhölduni háður. Gagnvart einstökum gjald- þegnum er fasteignaskatturinn einn- ig sanngjarn, að því leyti, sem ganga má að því vísu, að gjaldþol sje þar, sem góð eign er fyrira.*). Þó fasteignaskatturinn verði tal- inn sjálfsagður og eðlilegnr, er þó *) Undirstrykað af höf. ómögulegt að skrifa undir þær öfgar, sem felast í þessum orðum, eða að telja fasteignina svo óskeikulan og i fylsta máta rjettlátan skatt- stofn í samanburði við aðrar eign- ir, eins og nefndin gerir, — að það gefi ástæðu til að gera hana tví- gilda á móti annari eign. Jarðeignirnar, sem eru hvað trygg- astar, ná ekki undir þessa lýsíngu. Afurðir þeirra eru háðar bæði ár- ferði, verslun, kaupgjaldi o. fl., svo það er afar-misbrestasamt hvað þær gefa af sjer til ábúenda. Og þá eru ekki húseignirnar betri, það er svo langt frá, að þær skapi ætíð gjaldþol, að þær oft og einatt eru eigendum þung byrði, er baka þeim stór útgjöld. Mörg dæmi slíks má finna til sveitanna, því fátt mun frekar hafa eyðilagt efna- hag og gjaldþol ýmsra bænda en húsabætur. Á sumum jörðum hafa ibúðar- hús verið bygð, sem virt hafa verið á þúsundir króna, en þegar kom- ið hefur til þess að selja jarðirnar eða byggja, haía þær ekki gengið út með hærra verði eða eftirgjaldi en þó þær væru með ódýrum bæ, og stundum ekki eins hátt, því þess eru dæmi, að draga hefur orðið frá afgjaldinu fyrir viðhaldi á húsum að einhverjum hlut. — Þetta er líka kunnugt í bönkunum, því ekki eru húsin metin að neinu þegar lánað er út á jarðir til langs tíma. Getur verið að hús i kaupstöðum sjeu yfirleitt trygg eign, en þó er mjer nær að halda, að sumum Reykvíkingum þyki bagi að hús- eignum sinum, einkum síðustu árin. — Það eru auðvitað oft mikil hlunnindi að því að leggja fje í að eignast fasteign, t. d. jörð, en það er líka oft mikill örðugleiki og áhætta, sem fylgir því að gera það fje arðbært, sem í henni ligg- ur, til þess þarf bæði bústofn að auki og vinnukraft. — Þetta þykir svo örðugt á síðari árum, síðan kaupgjald hækkaði og vinnukraft- ur minkaði í sveitum, að ýmsir, sem fje hafa haft undir höndum, hafa mjög hikað við að festa sig við búskap, heldur kosið að ávaxta það á annan hátt. Meira að segja margir leiguliðar hafa hikað við að kaupa ábýlisjarðir sínar, því við það að binda svo mikið fje fast i jarðeigninni, urðu þeir oft að taka mjög nærri sjer og hleypa sjer í skuldir, sem litill hústofn gat ekki borið. —Þetta hefur búnaðarmála- nefndinni siðustu verið Ijóst, þess vegna útvegað leiguliðum vildar- kjör til áb^'liskaupa, og hefur þann- ig hlynt að sjálfsábúðinni, og um leið að búnaðinum í heild sinni. En að leggja á fasteignir tvöfalt hærri skatt en aðrar eignir, stefnir í gagnstæða ált, það getur leitt til þess, að færri en áður leggi út í að gerast bændur, eignast jarðir og bæta þær, einkum ef þingið tæki upp á því, að tvöfalda þennan skatt eða margfalda með fjárlaga- ákvæði, frá því sem hjer er ákveð- ið, eins og þingið á að fá heimild til eftir 7. gr. — Það virðast því engin gild rök lil þess að leggja tvöfalt hærri skatt á fasteignir en ýmsar aðrar eignir. Innstæður i bönkum og sjóðum gefa eins háar tekjur og sama upphæð i jörð, sem er leigð. Það eitt að eignin heitir fast- eign eykur ekkert skattgildi henn- ar, heldur verður það að leggjast til grundvallar hve miklum arði hún svarar. En að því leyti standa fasteignirnar ekki framar öðrum arðberandi eignum, og virðist þvi eigi ástæða til að gera þennan mun á skattagildi þeirra. Gert er ráð fyrir því í 1. gr., að eigandi fasteignar greiði skattinn. — En geti aftur krafist hans af leigjanda eða leiguliða. — Sá rjetti skattgreiðandi er því leigjandi eða leiguliði. — Þó þetta fyrirkomulag sje nauðsynlegt viðvikjandi húsum í kaupstöðum virðist það ekki eiga við um jarðir í sveit. — Hvað þær snertir væri brota minst, að skatt- urinn væri beint heimtaöur af leiguliða, eins og núverandi ábúð- arskattur, því hitt er bara þýðing- arlaus krókaleið, sem getur orðið til óþæginda, ef eigandi á heima á öðru landshorni, og það kemur að öðru leyti i sama stað niður þegar leiguliði hvort sem er verður að greiða skattinn úr sinum vasa. Næsta frumvarp fjallar um tekju- og eignaskatt. Tekjuskattur skal greiðast aföll- um tekjum, er nema fullum 300 kr. eftir lögákveðinn frádrátt, bæði af fasteign, lausafje og atvinnu og nær til allra atvinnugreina, er hann Va0/0 upp að þúsundi, l®/o af öðru þúsundi o. s. frv. þannig að skatt- urinn verður V20/0 tyrir hvert þús- und, sem viðbætist upp að 6°/o. Það sjest eigi á lögunum hvort felja beri með kaupi daglauna- manns eða vinnufólks fæði þess, en sje það eigi er lágmarkið alt of hátt, því með því móti kemst fjöldi daglauna- og lausafólks, sem máske hefur beztu ástæður undan skatti, máske mikið betri ástæður en búandi fjölskyldumaður, sem hefur yfir 300 kr. afgangs fram yfir tilkostnað við atvinnurekstur- inn, en hefur tæplega fæði afgangs f)rrir fjölskyldu sína. Gert er fyrir frádrætti fyrir skyldu- ómögumog mælir öll sanngirni með því að fþsturbörn sjeu þar með talin. Enda mun allviða hingað til hafa verið tekið jafn mikið til- lit til þeirra og annara ómaga við niðurjöfnun sveitarútsvara, þrátt fyrir ákvæði gildandi laga. En nú kemur til álita hvernig ganga muniað fá skattstofninn rjett ákveðinn hjá gjaldendunum? Nefndin þykist sjá að ekki komi öll kurl til grafar í gildandi skatti af atvinnu, hann nær þó ekki til landbúnaðar og sjávarútvegs. Dett- ur henni þó ekki i hug að eitthvað kunni að ganga úr greipum skatt- heimtumanna þegar farið er að heimta skattinn eftir þessum lög- um, sem eiga að ná til allra at- vinnuvega? Þó ekki sje gert ráð fyrir viljandi undandrætti, þá sýn- ist ekki líklegt að hægt verði að fá full glöggar upplýsingar hjá öllum gjaldendum um tekjurnar. Menn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.