Þjóðólfur - 17.11.1911, Side 1

Þjóðólfur - 17.11.1911, Side 1
Jfokkrar atkngasemðir um tillögur skattamálanefndarinnar. Eftir Porkel á Eyri. (Nl.). í 13. frumvarpi, er ræðir um sveitargjöld, leggur nefndin til, að í sveitarsjóði greiðist fasteignaskatt- ur, tekju- og eignaskattur jafnhár og eftir sömu reglum og til land- sjóðs í staðinn fyrir fasteignar- og lausafjártíundina, sem skal afnem- ast. í íjórðu grein verður hreps- nefnd heimilað að hækka þessa skatta með jákvæði lögmæts sveit- aríundar og samþykki sýslunefnd- ar fyrir eitt eða fleiri ár í senn.— Og i tillögum sínum hallast nefnd- in að því, að taka öll sveitarúlscör með þessum skatti, sem sje hækk- aður eftir þörfum, eða að aulca- útsvörin sjeu tekin eftir sama grundvelli. — Að svo komnu þorir þó nefndin ekki að fastákveða þetta, en gefur heimild til þess með ffórðu grein. — Þessi ákvæði sýnast í hæsta máta varhugaverð.—Hversu rjettlátir, sem nefndinni kunna að virðast þessir gjaldstofnar, þá má fullyrða það, að þeir í reyndinni ekki samsvara alveg gjaldþoli manna, því það eru svo fjölda- margar ástæður aðrar, sem hata áhrif á efnahag manna og gjald- þol, sem þessi skattgrundvöllur nær gkki til að gera mun á, t. d. ýms óhöpp, heilsuleysi, örðugar heimilisástæður o. 11. o. fl., sem fell- ur undir framfærslu skylduliðs og því kemur ekki til frádráttar. — Verðí gjöldin öll eða að mestu leyti tekin á fyrgreindan hátt, verð- ur ekki svigrúm til að taka tillit til þess, sem altaf er gert þegar aukaútsvörum er jafnað niður. — Þar við getur bætst rangt framtal, sem gerir grundvöllinn óáreiðan- legan og ósanngjarnan. Þótt eng- in slík ákvæði væru, mætti telja víst, að hrepsnefndin noti þennan grundvöll við niðurjöfnun auka- útsvarsins sjer til hliðsjónar, ef henni virðist hann tryggur; að öðrum kosli er það varhugavert að binda hendur hennar í að víkja frá honum,ef hún sjer fulla ástæðu til. Um prests- og kirkjugjaldafrum- vörpin verður hjer elcki fjölyrt mikið, þar sem þau eru orðin að lögum. Að taka þau gjöld sem nefskatt með þá ástæðu fyrir aug- um, að allir hafi jafnt fyrtir sálu að sjá, eins og nefndin kemst að orði, vírðist ekki frekari ástæða til en ýms önnur gjöld til almennings- þarfa, t. d. laun lækna, gjöld til ýmsra skóla o. fl., því not þeirra eru engu síður persónuleg en upp- bygging sú, sem menn hafa af kirkjum. — Allir hafa jafnt fyrir lífi og heilsu að sjá, og ættu þvi eftir þessari reglu að bera að jöfn- um hlut laun til lækna sinna. — En á hina hliðina er það kunn- ugt, að ekki geta allir kevpt lífið og heilsuna jafndýru verði, og með tilliti til þess eru læknar að miklu leyti launaðir at almannafje. — Væri prests- og kirkjugjaldið mjög hátt, væri þessi gjaldmáli óhæfur, en vegna þess, hve gjaldið er lágt, getur hann nokkurn veginn, þó kemur gjaldið óhæfilega þungt niður á sumuin fátækum fjöl- skyldumönum, sem hafa fyrir fleiri eða færri íermdum ómögum að sjá. Virðist nauðsyn bera til að undan- þiggja alla reglulega ómaga gjaldi. Það er og ósanngjarnl að láta gjaldið koma jafnþungt niður á körlum sem konum. Þótt hjer hafi verið bent á nokkra galla við frumvörpin,getur velverið, að þar sje fleira athugavert, sem ekki er hjer athugað, með því að tíminn hefur verið naumur til að gera þessar athugasemdir. Það eru einkum tvö atriði, sem telja má einna iskyggiiegust. í fyrsta lagi, hve afarörðugt verð- ur að ná tekiuframlali þvi, er leggj- ast á til grundvallar fyrir eignar- og tekjuskatt, svo rjettu og ná- kvæmu, að verulega verði á því byggjandi. Einkum gildir þetta um tekjuframtal af fiskiveiðum og landbúnaði, sem óhætt mun að fullyrða, að ógerlegt verði að ná framtali af með nokkurri ná- kvæmni, eins og enn standa sakir hjer á landi. í öðru lagi hlýtur þetta skatta- fyrirkomulag að verða mjög svo kostnaðarsamt, þvi eigi verður hjá þvi komist að launa skattanefndir, þar sem þeim er ætlað að inna svo mikið starf af hendi. Er hverjum skattanefndarmanni gerð- ar 4 kr. í dagpeninga í þessum frumv.; mun það sist of hátt. Eg geri ráð fyrir, að skattanefnd- um í hverjum hreppí eigi muni veita af 10 dögum árlega til að inna starf sitt af hendi, og er það varla of mikið í lagt, þegar miðað er við störf hrepsnefnda nú. Fyrir 3 menn verður þetta alls 120 kr. í hverjum hreppi á landinu, en i 170 hreppum um 20 þúsund kr. Svo bætast við skattanefndir í kaup- stöðum og yfirskattanetndir, er þá sennilegt, að upphæð þessi muni ná ca. 24,000 kr. Þessi upphæð, sem tæpast mun of hátt sett, er svo há, sem þvf svarar að stofnuð væru 10 ný sýslumannsembætti.— Þar sem þessari upphæð er varið til að ná sköttum, er til samans er áætlað að verði 180 þús. krónur, svarar það því til rúmlega 12% innheimtulaunum. Tekjuaukinn, sem við þetta vinnst, er eftir áætl- un nefndarinnar 109 þús. kr. Gleyp- ir þessi kostnaður mikið til fjórða hluta hans. — Sýnist full ástæða til að hika við áður en farið er að innleiða skattafyrirkomulag, sem svo gifurlegan aukakostnað hefur í för með sjer. í sambandi við þetta skulu lítil- lega athuguð þau skattalög, er nú gilda. Sjeu hin nýju frumvörp um fast- eigna-, tekju- og eignaskatt borin saman við núgildandi lög, sem þau eiga að koma í staðinn fyrir, dylst víst fæstum, að þau hafa ýmsa mikilsverða kosti fram yfir frum- vörp nefndarinnar, sjerstaklega að því leyti, að miklu brotaminna er að ná sköttunum eftir þvi fyrir- komulagi, sem nú er, og miklu minna svigrúm til að draga undan skatti, að minsta kosti ekki eins auðvelt. Er auðsjeð, að þeir, sem um þau lög hafa fjallað, hafa gert sjer sjerstakt far um að girðafyrir það, sem unt væri. Lausafjárskatt- urinn hvílir t. d. aðeins á þvi lausa- fje, sem langhægast er að hafa eftir- lit með að eigi sje dregið undan. Og tekjuskattur af atvinnu nær ekki til þeirra, sem reka fiskiveið- ar, eða landbúnað,— þeirra atvinnu- greina, sem örðugast er að fá rjett framtal af. Þeim, sem lögin sömdu, hefur verið það Ijóst, að það fram- tal aldrei myndi geta orðið í lagi. Með þessu fyrirkomulagi hefur það unnist, að fyrirhöfnin við skatttökuna hefur orðið tiltölulega líti.1 og hjer um bil kostnaöarlaus landsjóði, og er það stór kostur í samanburði við það, að kasta út tugum þúsunda til að safna tekju- framtali til skatts, sem eftir alt saman hlýtur að verða meira og minna i lausu lofti bygt. Hjer við bætist svo það, að hið núverandi fyrirkomulag er orðið rótgróið hjá þjóðinni, og búið að vinna hefð, ef svo mætti að orði komast. — Eftir margra ára reynslu, ætti mönnum einnig að vera orð- ið nokkurnveginn ljóst, í hverju gallar þeir, sem á því hafa reynst, væru fólgnir, og því fremur bætt úr þeim svo að gagni komi. Þegar alls þessa er gætt, virðist það ákjósanlegast, að skattafyrir- komulagið yrði endurbætt á sama grundvelli og það nú hvilir, .með þeim breytingum á gildandi lög- um, er menn kynnu að verða ásátt- ir um, þannig, að kostir þeir, er nýlega voru taldir, gætu haldið sjer. Jti 44. ii 11 v * og Alklæði, miklar birgðir, komu nú með »Ceres«. Afar-lágt verð. Sturla sSónsson Það ætti að minsta kosti að vera áættuminna, heldur en að um- steypa lögunum alveg og semja þau upp á nýjum grundvelli, því þá er hætt við að nýir gallar slæðist inn, máske ekki betri en hínir eldri, ekki sist þar sem um svo marg- brotin og víðtæk lög er að ræða sem skattalögin eru. Mesti ókosturinn við gömlu skatt- ana er hinn árlegi útreikningur er menn verða að streitast við um land alt til þess að ákveða skatt- inn. En ráða má bót á þessu með þvi að fastákveða meðalalin með lögum, eða sem brotaminna væri, miða ábúðarskattinn við ákveðið hundraðsg jald eftir mati jarðanna, en lausaíjárskattinn við auratal af hverri skepnu og á sama hátt af hverju tonni í skipi og viss upp- hæð af hverjum bát, er gengi til fiskjar eftir stærð, því lausafjár- skattinn (lausafjártiundina) álít jeg heppilegast að binda við hjer um bil sömu stofna og áður, sem sje skip, báta og kvikíjenað. Það tel jeg óhjákvæmilegt til þess að skatt- heimtan geti verið sem auðveldust. Sumir kunna að segja, að ekki sje sanngjart að hafa jafnan skatt af fjenaði á öllu landinu, þvi tje sje ekki jafnverðmætt eða arðsamt í öllum hjeruðum. Enslikurmun- ur getur alt eins komið fram í sömu sveit, bæði aí óhöppum, kynferði fjárins og ásigkomulagi jarðanna sjálfra, svo þess verður ekki auð- velt að gera mun. Það fer aftur á móti oft saman í þeim hjeruðum, þar sem fje er rýrt, að lika er ljett- ara að framfleyta þvi, svo arður- inn getur verið eins mikill þar á móts við tilkostnað eins og i þeim hjeruðum, þar sem fjeð er vænna. Engin ástæða virðist til að gera þær kýr lægri í tiund, sem bera eflir miðjan vetur, þar sem víða nú er sókst eftir vorbærum. Þær ær mættu og vera i fullri tíuQd, sem bera fyrir 20. júní. Tekjuskatti af eign virðist ástæða lil að breyta þannig, að lágmark

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.