Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.11.1911, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 17.11.1911, Qupperneq 2
170 ÞJÓÐOLFUR. Álnavara, nýRomin, og saíó mað Rinu aíþaRía qfarlága varói. skattskyldra tekna væri fært nokk- uð niður, t. d. oían í 25 kr. úr 50, því með núverandi lágmarki slepp- ur afgjald af fjölda jarða undan skatti. Afgjald af litlum jörðum virðist eins þola þenna skatt eins og af hinum stærri, einkum þar sem þær eru mest eftirsóttar til ábúðar. Tekjuskaitur af atvinnu á að vega móti lausafjárskattinum og kemur því hvorki niður á sjávarútvegi eða landbúnaði, en kemur helst niður á kaupmönnum, embættismönnum og iðnaðarmönnum. Nauðsyn bæri til að færa lágmark skattskyldra tekna, sem nú er 1000 kr., niður að mun, svo skatturinn næði til lausafólks og jafnvel vinnufólks, sem tekur hátt kaup en nú greiðir enga beina skatta í landssjóð. Auð- vitað yrði þá brotameira að ná skattinum, er við bættust margir smáir gjaldendur, er ná yrði tekju- framtali hjá. En með þessari breyt- ingu væri þó eigi það spor stigið hálft, sem skattanefndin vill stíga alveg nú þegar. — Gæti sú reynsla, sem íengist við þetta, máske skor- ið úr því, hvort nokkur tiltök yrðu síðar meir að breyta skattinum í það horf, sem nefndin leggur til. Þó þessar breytingar yrðu gerðar á lögunum, leiddu þær ekki til gerbreytinga, þar sem grundvöllur- inn væri hinn sami. En eigi að siður gætu þær orðið til bóta. — Virðist mjer því heppilegast að svo komnu að halda enn við gamla grundvöllinn með viðeigandi breyt- ingum. Gæti þá og komið til greina, að breyta þeim mismun eitthvað, sem kemur fram í því, hvernig skip eru lögð í tíund á móts við kvikfjenað. Eitt hundrað í fjen- aði (1 kýr eða 6 ær) er vana- lega um 100 kr. virði í peningum. Gufuskip, sem er t. d. 50 ton, er metið til tíundar á 15. hndr., verða þá rúm 3 ton í hundraðinu. En í áætlun um þjóðareignir aftan við skattanefndarfrumvörpin, sem hr. Indriði Einarsson hefur samið, er tonnið í íslenskum gufuskipum metið til uppjafnaðar á 350 kr., legst eftir þvi í þessu tilfelli um 1000 kr. virði i skipi á móti 100 kr. virði í kvikí'jenaði. Þilskip, sem er 50 tonn, er gert 8 hndr. eða rúm 6 tonn i hundraðið, en í nefndri áætlun er tonnið i seglskipum metið til uppjafnaðar á 135 kr. eða rúmlega 800 kr. virði í hund- raði. Þessu likt er með önnur skip og báta. Það fyrirkomulag, sem hjer er farið fram á, að breyta gömlu sköttunum, gæti að minsta kosti verið vel viðunadi sem bráða- birgðarfyrirkomulag og rutt braut- ina fyrir aðrar stærri breytingar, sem síðar meir þætti ástæða til að innleiða og hægt væri að sníða eftir þeirri reynslu, er þetta fyrir- komulag gæfi. Á hinum gamla grundvelli má ná tekjuhæðinni af þessum stofn- um eins hárri og nefndin eða hærri, ef mönnum sýnist svo. Um hvað rjett Sje i því efni mun ágreining- ur vera eigi lítill. Flestir kjósa heldur óbeina skatta heldur en aukna beina skatta‘, sýn- ist bví full ástæða til að sinna þeirri ósk almennings, því gjöldin bera menn jafnt, hvort fyrirkomu- lagið sem er notað. Jeg hef haft nauman tíma til að athuga þetta mál og semja þessar athugasemdir, mega þær því ekki skoðast sem tæmandi í þessu máli, þær eru eingöngu ritaðar til þess að vekja eftirtekt á málinu og vara menn við að flaustra þvi af um of. Gætu þessar línur orðið til þess að menn alment veitti málinu meiri athygli en áður, er tilgangi mínum náð. pnðuis-siminn. Frá Blönduósi er Þjóðólfi skrifað svo af merkutn manni: „Hjer cr mikil óánægja yfir því at- hæfi Landsímastjórnarinnar að loka hjer símastöðinni í haust, til stórtjóns fyrir ýmsa notendur símans. Að minsta kosti munu kaupmenn hjer geta sannað, að þeir hafi beðið fleiri hundr- uð, eða jafnvel svo þúsundum króna skiftir, skaða af því tiltæki, og munu þeir varla viljugir liða slíkt bótalaust. Það er annars ekki gott að sjá með hverju þessi ráðstöfun Landsímastj, verður rjettlætt, bæði gagnvart lands- sjóði og almenningi, er símann nota. Stöðin hjer mun hafa s. 1. ár fært landssjóði í hreinar tekjur ca. 3000 kr. beinlínis, auk hinna óbeinu tekna. Hjer er því um skýlausan tekjumissi iandsjóðs að ræða, er leiðir af niður- lagning stöðvarinnar. Sú ástæða og afsökun stjórnarinnar, að hreppsnefnd- in hjer hefur neitað að halda áfram hluttöku í starfsrækslunni með stóru fjárframlagi, án endurgjalds, eins og verið hefur, virðist harla fanýt kenning, hvernig sem á malið er litið. Því ef svo er, að landsímastjórninni lftur þannig á, að hreppsnefndin hafi með neitun sinni rofið gildandi samning um hlut- tökuna framvegis, eins og mjer er kunnugt um að stjórnin hefur látið í Ijósi, hversvegna er stöðinni lokað fyrir þá sök? Var ekki nær að halda áfram starfrækslunni eins og áður upp á sömu hluttöku hreppsins, þó honum nauðugt væri, því ef hjer væri um ein- falt brot á . samningi að ræða frá hreppsins hálfu, þá virðist innanhand- ar fyrir hinn samningsaðilann (síma- stjómina) að fá samningnum fullnægt. Aftur á móti, ef samningurinn hefur verið þannig úr garði gerður, að ekki hefði verið unt að knýja hreppinn sam- + Vor hæri maður og faðir timbursmiðnr Georg Danícl Edvard Arens, andaðist hinn 31. okt. 1911. Þetta tilkynn- ist ættingjnm og vinum af ekkju og börnum liins látna. Marie Arens (f. Larsen), Georg, Gustav, Gerda, Gjæva, Gunnar. kvæmt honum, til áframhaldandi hlut töku, þá var það lítt afsakanlegt skeyt- ingarleysi af Landsímastjórninni að hafa ekki í tækan tíma gjört þær ráð- stafanir í málinu, að ekki þyrfti til þess óyndisúrræðis að koma, að loka stöðinni, þar sem líka neitun hrepps- nefndarinnar var komin stjórninni í hendur fyrir löngu. Ekki einu sinni var símanotendum hjer sýnd sú nær- gætni að tilkynna þeim með svo mikið sem eins dags fyrirvara að loka ætti stöðinni; og þetta er þó gert í miðri haustkauptíð hjer, þegar not símans eru verslun og viðskiftum yfir höfuð mest lífsspursmál". Mannslát. Nýlátinn er hjer í bænum Ólafur Ólafsson (i Lækjarkoti) fyrv, bæjarfull- trúi, áttræður að aldri. Hann var kynjaður austan af Rangárvöllum, en kom suður hingað um þrítugsaldur. Var hann fyrst ráðsmaður hjá Ólafi Stephensen í Viðey, en bjó síðan nokk- ur ár á Eyði í Mosfellssveit. 1873 fluttist hann til Reykjavikur og dvaldi hjer síðan það sem eftir var æfinnar. Ólafur heitinn var jafnan talinn með hinum merkari borgururn bæjarins, og var hann árum saman fatækrafull- trúi, bæjarfulltrúi og í niðurjöfnunar- nefnd. Dannebrogsmaður varð hann 1903. Þegar hann fylti áttrætt í vor sem leið, færði bæjarstjórnin honum silfurbikar að gjöf og peningaupphæð nokkra. ÓLfur heitinn var fróðleiksmaður á margt, enda mjög hneigður fyrir bæk- ur allú æfi. Hann var maður ættfróð- ur og nærfarinn um lækningar, sjer- staklega dýralækningar. Hagleiksmað- ur var hann mikill, hvers sem hann tók höndum til. Fyrri kona hans var Ragnheiður Þorkelsdóttir og lifa enn þá 4 börn þeirra: Sjera Ólafur frikirkjuprestur, Valgerður kona Þorsteins járnsmiðs Tómassonar, Ólafia kona sjera Öfeigs Vigfússonar og Sigurþór trjesmiður. Seinni kona hans hjet Guðrún Guð mundsdóttir og attu þau tvö börn. Fjalla-Eyvindur. Jóhann Sigurjónsson hefur gefið út leikrit á dönsku, sem nefnist Bjœrg- Eivind og hans hustru. Hann hefur einnig reynt að koma því út á íslensku, en hefur ekki hepnast það, — enginn íslenskur forleggjari hefur þorað að raðast í það stórræði. „Þjóðolfi" hef- ur ekki ennþá borist bókin í hendur, en mörgdönskblöðhafaþegarminst á hana, og er alstaðar lokið a hana hinu mesta lofsorði. Dr. Poul Levin, einn hinn besti ritdómari Dana, skrifar svo um hana í „Illustreret Tidende" : „Leikrit þetta er fult af afli og feg- urð. Menn berjast hjer fyrir hamingju sinni gegn öðrum mönnum eða gegn sjálfs sín sál; þeir vilja flýja fjelags- skap annara til að forðast mannvonsk- una, en í einverunni kynnast þeir nýj- um ógnum Og nýrri vonsku og kring- um örlög þeirra gnæfir hin íslenska náttúra, fögur, sterk og ógurleg. Orð- skiftin eru stutt, en lífið logar í þeim, og því lengra sem grafið er niður, því sterkari verður skáldskapurinn, því skýrari meiningin. Það eru eldsum- brot í þessu leikriti, eldurinn logar í djúpinu". Þjóðólfur mun seinna minnast nánar á þetta rit. Xostiingarnar. í Barðastrandasýslu: Björn Jónsson, fyrv. ráðherra, (235 atkv.). Guðm. sýslum. Björnsson fjekk 119 atkv. 1908 fjekk Björn Jónsson 274 atkv., Guðmundur sýslumaður 70 atkv. í Austur-Skaftafellssýslu: Þorleifur Jónsson, (82 atkv.). Síra Jón Jónsson á Stafafelli fjekk 68. 1908 fjekk Þorleifur Jónsson 82 atkv., Guðl. sýslumaður Guð- mundsson 41 atkv. Þá er kosning aðeins ófrjett úr Norður-ísafjarðarsýslu. MórM* Ilalldórsson læknir, einn af nafnkunnari íslendingum vestan hafs ljest í haust 19. okt. Hann var einn af börnum Halldórs sál. Friðriks- sonar yfirkennara hjer við lærða skól- ann. Mælt er að Móritz hafi erft mikið af kjarki og seiglu föður síns. Moritz læknij var fæddur i Reykja- vík 19. apríl 1854, gekk hjer í lærða skólann og varð stúdent 1874. Þá gekk hann á Kaupmannahafnar- haskóla, stundaði læknisfræði og tók embættispróf í þeirri vísindagrein 1882. Næsta 10 ara skeið gegndi hann lækn- isstörfum í Danmörku. Hann fluttist vestur um haf árið 1892 og settist að i Norður-D ikota, þar sem heitir Pirk River, bjó þtr vel urn sig og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar. Giftur var Móritz danskri konu, og voru þeir svilar, Finnur prófessor Jóns- son og hann. 5 born, sem öll eru á Kfi> 3 syni og 2 dætur, átti Moritz með konu sinni. Móritz læknir átti háu gengi og. miklum vinsældum að fagna vestan hafs. Vestanblöðin ljúka einrótna miklu lofsOrði a framkomu hans þar, bæði sem læknis og manns. Nóbelsverðlaunin verða veitt íyfir áramótin. Sagt er að skáldinu Maurice Maeterlinck í Belgíu sjeu ætluð bókmentaverðlaunm, en friðarverðlaunin ef til vill Ellen Key, kvenskörungi Svla, hinutn mesta, öðrura en skáldkonunni Selinu Lagerlöf, er Ifka. hefur fengið Nóbelsverðlaun.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.